Morgunblaðið - 17.09.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.09.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 29 Gaddar geta verið lengri á einu af- brigði, styttri á hinu. Brynplötur til varnar geta verið fleiri eða færri þar sem þær eru til trafala og svo geta síli verið alveg silfruð, t.d. í jökulvatni, líkt og í sjó. Ýmis vatnasvæði hér á landi bjóða upp á óvenjugóða möguleika á að skoða breytileika innan einnar tegundar á borð við hornsíli. Nefna má Vatnsdalskerfln þar sem ægir sam- an ólikum búsvæðum og afbrigðin lifa í návígi hvert við annað innan um afræningja og „samkeppnis- aðila“ um lífsins gæði. Einnig mætti nefria Galtaból á Auðkúlu- heiði, lítið lokað vatn með sérstakt lífríki. Bjarni Jónsson hefur lagt mikla vinnu í að rannsaka tvö af- brigði í Galtabóli. „Par eru þau tvö afbrigði sem ég hef séð sem hvað mest eru aðskilin og eru þau þó í miklu návígi. Það eru aðeins tíu metrar á milli, en það er útlitsmunur og munur á fæðuvali. Annars vegar eru síli sem lifa á grjótbotni og hins vegar sfli sem lifa á gróðurmeiri leðjubotni. Sflin á grjótbotninum eru renni- legri og meiri sundfískar, hin eru kubbslegri og fara hægar yfir. Ef þessi síli hefðu val á rannsóknar- stofu myndu þau líklega ekki tímg- ast saman og líklega alls ekki úti í náttúrunni. Þó er þetta hvort tveggja sama tegundin, þ.e.a.s. ís- lensk hornsíli. Það sem gerir þetta fyrirbæri í Galtabóli enn merki- legra og skemmtilegra er að bleikjuafbrigðin í vatninu eru einn- ig tvö og mjög ólík í útliti og lífs- háttum. Fléttast lífshlaup sflanna og bleikjanna að því leyti saman, að önnur bleikjutegundin er rán- bleikja sem lifir á sflunum sem lifa á grjótbotninum, sbr. meiri sund- hæfni þeirra. Sflableikjan í Galta- bóli er miklum mun fáliðaðri en hitt afbrigðið sem lifir að mestu á ýmsum botndýrum og er útlitið í samræmi við það,“ segir Bjarni. En hvað geta menn ráðið af þessu? „Það hafa komið ýmsar merkilegar niðurstöður út úr þess- um rannsóknum. Þær hafa ger- breytt grunnþekkingu manna á þeim ferlum sem leiða til aðlögun- ar. Það sem vekur mikla athygli er hvað hlutirnir hafa gerst hratt á Islandi. Hér eru á ferðinni ferli sem hafa orðið frá lokum síðasta hlýskeiðs ísaldar, eða fyrir um 10 þúsund árum. Það er ótrúlegur hraði og kemur kannski til af því að á Islandi eru fáar tegundir sem byggja búsvæðin, sem eru að öðru leyti fjölbreytt, og ferlin verða því einfaldari. Menn hafa séð afbrigði verða til sem ekki voru áður fyrir hendi. Einhver bestu dæmin sem menn þekktu áður voru frá Bresku-Kólumbíu þar sem við jaðr- aði að hægt væri að tala um að sér- tegundir hefðu orðið til við aðlögun af þessu tagi. Þær niðurstöður sem hér hafa komið fram eru ekki síðri, breytingar sem menn sjá eru bæði hraðari og meiri og eftir því hefur verið tekið erlendis. Þú spyrð hvað menn geta ráðið af þessu. Jú, skilningur manna á þróun eykst verulega,“ segir Bjarni. Lífsmassinn og urriðinn Bjarni segir fáa gera sér grein fyrir því hversu mikið sé af horn: sílum í íslenskum vatnakerfum. I mörgum vötnum sé margfalt meiri lífsmassi af hornsílum heldur en öðrum tegundum sem vötnin byggja. Hins vegar séu hornsílin mjög viðkvæm fyrir breytingum, t.d. gæti fjandinn orðið laus ef urr- iða væri sleppt í vatnakerfi þar sem hann er ekki fyrir og hornsíli lifa í sambýli við bleikju eða hrein- lega ein, eins og dæmi var um í Frostastaðavatni. Þar var mikið magn af hornsílum sem þurftu að aðlagast upp á nýtt er urriða var sleppt í vatnið fyrir nokkrum ár- um. Það sama myndi verða ofan á ef urriði kæmi í Galtaból, allt myndi breytast og þróast upp á nýtt og í sjálfu sér væri fróðlegt að fylgjast náið með slíku, að mati Bjarna. Alls hafa sýni verið unnin úr þrjátíu vötnum víða um land og bæði Þingvallavatn og Mývatn eru „vöktuð“, eins og Bjarni kemst að orði. Hann segir að rannsóknirnar muni halda áfram, enda séu menn komnir í feitt eins og fram hefur komið. Fyrirlestur um menningu og pdlitík ÞRIÐJUDAGINN 19. september nk. heldur Guðmundur Hálfdan- arson fyrirlestur í hádegisfundar- öð Sagnfræðingafélags íslands sem hann nefnir „Er pólitík menning?" Fundurinn hefst kl. 12.05 í stóra sal Norræna hússins og lýkur stundvíslega kl. 13. Fundurinn er opinn öllu áhuga- fólki um sögu og menningu. Hefðbundin stjórnmálasaga, þar sem sagt var frá áhrifamikl- um einstaklingum (oftast karl- kyns) og mikilvægum atburðum, féll að mestu úr tísku á 7. og 8. áratugnum, þegar félags- og hagsaga urðu ráðandi innan sagn- fræðinnar. Nú er stjórnmálasag- an aftur orðin vinsæl, en þó í nokkuð breyttri mynd frá því sem áður var, nefnilega í líki félags- og menningarsögu, segir í fréttatil- kynningu. í fyrirlestrinum ræðir Guðmundur um margvíslegar or- sakir þessara breytinga. Guðmundur Hálfdanarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Islands. Lesa má fyrirlestra í fundaröðinni í Kistunni, vefriti um hugvísindi á slóðinni: www.hi.is/~mattsam/Kistan. Þar er einnig að finna skoðanaskipti fyrirlesara og fundarmanna, seg- ir í fréttatilkynningu. ÖryggismiðstöBvar íslands Nú býðst korthöfum VISA heimagæsla á sérstöku tilboðsverði. Einungis er greitt fyrir 10 mánuði á ári. Bjóðum einnig þráðlausan búnað. 0 FRÍÐINDAKLÚBBURINN Sími533 2400 Fréttir á Netinu ^mbl.is ALLTAf= GITTHVAÐ NÝTl □ □ □ a !□ rn □ m □ □ HúsGöGn og Hönnun 13 fyrirtæki - 2 dagar - 1 sýning [í Perlunni] Bólstrarinn Bólstrun Elínborgar Exó GÁ-Húsgögn Lystadún - Snaeland Kósý Meistarafélag Bólstrara Metal Sólóhúsgögn Ste g g u r Tímaritið Lífsstíll TM-Húsgögn Valhúsgögn □ndvegi Perlan 16. -17. sept. 2000 Laugardag kl. 1 1 M - 1 Sunnudag kl. 11-- 1 8M GETRflUll Verðlaun að verðmæti kr.400.000 stni W LYSTADÚN © Sólóhúsgögn BÓLSTRUM ELÍhBORGAR ^ZQhúsqðqn STEGGUR.m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.