Morgunblaðið - 17.09.2000, Page 32

Morgunblaðið - 17.09.2000, Page 32
32 SUNNUDAGUR17. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 33 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LAUSN Á VINNUAFLSSKORTI Nefnd, sem fyrrverandi forsæt- isráðherra Noregs skipaði og kölluð er gildanefnd, hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að á næstu 30 árum þurfi um hálf milljón innflytjenda að setjast að í Noregi til þess að ekki verði skortur á vinnuafli í mörgum greinum atvinnulífsins. I samræmi við þetta hefur nefndin hvatt til þess að opnað verði fyrir markvissari aðflutning vinnuafls. Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í gær dregur einn af meðlimum nefnd- arinnar í efa, að frjáls flutningur vinnuafls á EES-svæðinu dugi til í þessu sambandi. Þetta eru athyglisverðar fréttir frá Noregi, ekki sízt í Ijósi þess, að bæði þar, í Danmörku og víðar hafa komið upp ákveðin vandamál eftir því sem fólki frá fjarlægum löndum hefur fjölgað, m.a. og ekki sízt vegna mis- munandi hugsunarháttar og lífsvið- horfa. Við Islendingar höfum ákveðna reynslu í þessum efnum. Arum og jafnvel áratugum saman höfum við flutt inn vinnuafl til þess fyrst og fremst að vinna í fiskvinnslu en á seinni árum einnig til starfa í öðrum atvinnugreinum. Nú er t.d. töluvert um að erlent vinnuafl sé flutt inn til starfa í byggingariðnaði. Reynsla okkar af því fólki, sem hingað hefur flutt í þessu skyni annað hvort tímabundið eða til lengri dvalar er yfirleitt góð. Það á bæði við um það fólk, sem hingað hefur komið frá öðr- um Evrópulöndum en einnig um flóttafólk frá Asíu, sem hefur átt þátt í því með dugnaði og eljusemi að byggja hér upp fjölbreyttara þjóðlíf. Innflutningur á erlendu vinnuafli hefur fyrst og fremst farið fram á vegum þeirra atvinnufyrirtækja, sem ekki hafa getað fengið fólk til starfa hér á íslandi og þess vegna leitað annað. Hins vegar er ekki hægt að tala um markaða stefnu af hálfu stjórnvalda eins og nú virðist vera til umræðu í Noregi. Það er hins vegar áleitin spurning fyrir okkur Islendinga, hvort at- vinnulíf okkar og efnahagskerfí er komið á það stig, að við getum ekki án hins erlenda vinnuafls verið. FRIÐUR UM BARNAHÚS að er nauðsynlegt að friður skap- ist um hið svonefnda Barnahús. Þær deilur, sem staðið hafa um notk- un þess eru óþægilegar og þeir, sem hlut eiga að máli, eiga að ljúka þeim hið snarasta. Um þetta efni segir Sól- veig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra, réttilega í Morgunblaðinu í gær: ...mér finnst það skipta miklu máli, að það ríki ró og spekt í þessum efnum. Það þjónar bezt hagsmunum barnanna og þeirra aðstandenda og sömuleiðis er mikilvægt að fólk sé ekki hrætt við að bera fram kærur vegna kynferðisbrota og að börnunum líðivel." Dómsmálaráðherra bendir á, að sú aðstaða, sem komið hefur verið upp í Héraðsdómi Reykjavíkur sé ætluð til margvíslegra nota: „... þessari að- stöðu er einnig ætlað að sinna þolend- um í öðrum viðkvæmum málum, svo sem nauðgunarmálum og líkamsárás- armálum. Þetta er mikilvægt að hafa í huga.“ Og loks segir Sólveig Pétursdóttir um Barnahús: „Nú má vel vera, að við sérstakar kringumstæður, þegar barnið er mjög ungt og fram þarf að fara læknisrannsókn samtímis, þá sé heppilegt að þetta eigi sér stað í Barnahúsi.“ í ljósi þessara ummæla er þess að vænta, að þessu óþægilega deilumáli verði lokið á fundi dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra næstu daga. Ritstjórnargreinar Morgunblaðsins 17. sept. 1960: „Öllum hugs- andi íslendingum er það ljóst, að ástandið í alþjóðamálum hefur sjaldan verið eins ugg- vænlegt eins og það er nú. Eftir að Parísarfundur æðstu manna stórveldanna fór út um þúfur, vegna þjösnaskap- ar forsætisráðherra Sovét- ríkjanna á sl. vori, hefur kalda stríðið sífellt verið að færast í aukana. Sovétríkin hafa haft í hótunum við hinar vestrænu þjóðir, og jafnvel haft á orði að nota eldflaugar til þess að hafa áhrif á sam- búð einstakra ríkja í Vestur- heimi.“ 17. sept 1970: ,Á síðustu misserum hefur mjög orðið vart aukinna athafna Sovét> ríkjanna í námunda við Island og raunar í landinu sjálfu. So- vézkar flotadeildir hafa verið á sveimi í grennd við landið. Framkvæmd hjálparflugs til Perú um Keflavíkurflugvöll vakti grunsemdir. Nefna má fleiri dæmi um þessa auknu athafnasemi Sovétríkjanna við ísland. í viðtali sem Bjöm Bjamason átti við Manlio Brosio, fram- kvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, fyrir skömmu og birt var í Morgunblaðinu í gær er Brosio m.a. spurður þess, hvort vænta megi ráð- stafana af hálfu Atlantshafs- bandalagsins af þessum sök- um og svaraði Brosio á þennan veg: „Fram til þessa hafa Vestur- lönd haft yfirburði yfir Sovét- ríkin á höfunum. Rússar reyna nú að snúa þessu við, eins og við höfum gleggst séð á Miðjarðarhafi og nú á Atl- antshafi. Við megum ekki láta stundarhræðslu út af þessu grípa um sig, heldur verðum við að meta ástandið hlutlægt og grípa til ráðstafana í sam- ræmi við það mat. Aukinn flotastyrkur Sovétríkjanna gerir víða vart við sig, eins og þið íslendingar getið borið vitni um. Þetta á ekki að hræða okkur heldur að verða okkur hvöt til þess að við- halda árvekni okkar og gera það, sem við teljum nauðsyn- legt til að tryggja öryggi okk- ar.““ 17. sept. 1980: „Svavar Gests- son, félagsmálaráðherra, upplýsir í viðtali við Þjóðvilj- ann í gær, að athafnir aðstoð- armanns hans og Baldurs Óskarssonar, trúnaðarmanns fjármálaráðherra, í Flug- leiðamálinu, hafi verið í sam- ráði við hann og Ragnar Am- alds. Félagsmálaráðherra segir: „Þeir hafa unnið að þessum málum í samráði og samvinnu við sína ráðherra." Þá vita menn það: Baldur Óskarsson, sem skipaður var sérstakur eftirlitsmaður fjár- málaráðherra með fjárhags- legum ákvörðunum Flug- leiðamanna vegna ríkisábyrgðar, sem félagið fékk, hefur brotið trúnað í því starfi í samráði við Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra. Svavar Gestsson hlýtur að vita hvað hann er að segja.“ ► ARNI M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra hefur opnað umræður um lækk- un skatta. Það gerði hann í ræðu á fundi fulltrúa ís- lenzkra fyrirtækja, sem starfa í Evrópu, sem haldinn var í Lúxemborg í gær, föstudag. Það er vissulega tímabært að slíkar umræður fari fram. í stuttu máli er röksemdafærsla Árna M. Mathiesen sú, að við eigum að nota sterka stöðu ríkissjóðs til þess að lækka skatta á fyr- irtækjum sem ráðherrann segir að séu næst- hæstir hér ef horft er til Norðurlandanna allra. Ríkissjóður hafi verið að greiða niður skuldir sem séu komnar á viðunandi stig og skattalækkun á fyrirtækjum mundi skapa okk- ur sterka vígstöðu á vettvangi ESB- og EES- ríkja. Ráðherrann spáir því, að verði tekin upp samræmd skattastefna í Evrópu muni skattar þar hækka en ekki lækka. Þetta eru athyglisverðar hugleiðingar. Að vísu er það svo, að skattar á fyrirtæki og raun- ar að einhverju leyti einstaklinga hafa verið að lækka að undanförnu í einstökum Evrópuríkj- um. Skattalækkunin í Þýzkalandi í sumar hef- ur haft í för með sér keðjuverkun og nærliggj- andi lönd hafa fylgt í kjölfarið að einhverju leyti. Þau vilja ekki að Þjóðverjar nái skatta- legri sérstöðu á meginlandinu. Hitt er rétt, að það eru vaxandi umræður í Evrópu um sam- ræmda skattastefnu og ómögulegt að vita á þessari stundu í hvaða átt þær falla. Það er ekki sama hver leggur til skatta- lækkanir. Ef óbreyttur þingmaður úr þing- flokki Sjálfstæðisflokksins hefði lagt til skatta- lækkun á grundvelli sterkrar stöðu ríkissjóðs hefði sú tillaga vakið athygli en kannski ekki meir. Þegar ráðherra í ríkisstjórn og að auki samflokksmaður fjármálaráðherra leggur til skattalækkun munu margir velta því fyrir sér hvort meira búi að baki og ríkisstjórnin vilji með þessum hætti kanna viðbrögðin. STERK staða ríkis- Þrír hópar sjóða víða á Vesturlönd- ^ um hefur vakið upp um- ræður sem þessar og yfirleitt skiptast menn í þrjá hópa. Einn hópurinn segir: það á að nota afgang af ríkissjóði til að borga upp allar skuldir við- komandi ríkis. Annar hópur segir: það á að nota afgang af ríkissjóði til þess að auka fjárframlög til heil- brigðismála, menntamála o.s.frv. Þriðji hópurinn segir: það á að nota afgang af ríkissjóði til þess að lækka skatta. Með ræðu sinni hefur sjávarútvegsráðherra skipað sér í þriðja hópinn. Ekki er ósennilegt að margir óbreyttir þingmenn verði til þess að skipa sér í annan hópinn. Og fróðlegt verður að sjá hvort Geir H. Haarde fjármálaráðherra er sammála því sjónarmiði sjávarútvegsráð- herra að búið sé að koma skuldum ríkissjóðs í viðunandi stöðu og ekki sé tilefni til að lækka þær enn meir. Enn aðrir munu svo spyrja hvort hægt sé af efnahagslegum ástæðum að lækka skatta. Of- þenslan í efnahagsmálum á síðustu misserum hafi vakið upp spurningar um það hvort nauð- synlegt væri að hækka skatta á ný til þess að slá á þensluna og frekari skattalækkanir muni verða til þess að ýta undir enn aukna þenslu. Það segir svo töluverða sögu um þann efna- hagslega styrk, sem íslenzka þjóðin hefur náð á tiltölulega skömmum tíma, að umræður af þessu tagi geti yfirleitt farið fram. Fullyrða má, að umræður um skattalækkanir á þessum forsendum hafi í raun og veru aldrei farið fram á íslandi fyrr, alla vega ekki frá því, að lýðveldi var stofnað. Við höfum aldrei verið í þeirri stöðu, að við höfum átt slíkt val en ræða sjávarútvegsráðherra hefur orðið til þess að beina athygli okkar að því að hugsanlega eig- um við slíkt val. Og valið er ekki alltaf tekið út með sældinni. Norðmenn eru einhver ríkasta þjóð á norður- hveli jarðar. Þeir safna í sjóði jafnt og þétt og hafa byggt upp öflugan varasjóð eða lífeyris- sjóð fyrir norsku þjóðina, hinn svokallaða olíu- sjóð. Ef Norðmenn eru spurðir frétta um þessar mundir úr norsku þjóðlífi segja þeir gjarnan: við erum svo ríkir, að okkur vantar peninga til þess að setja í skólakerfið og heilbrigðiskerfið og til þess að hjálpa fátæka fólkinu. I slíkum viðbrögðum endurspeglast deilur í norsku samfélagi um það hvemig eigi að nota auðæfin og ekki allir á einu máli um að þau eigi að nota til að auka útgjöld til ákveðinna þarfa. REVKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 16. september Skattar og fyrirheit ÞEGAR ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar tók upp staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp eitt skattþrep og skattaprósentan ákveðin 35,2%. Þegar kreppan skall á nokkrum misserum síð- ar var skattaprósentan hækkuð smátt og smátt og fór yfir 40%. Jafnframt var tekinn upp sérstakur skattur á hátekjufólk. Þessi ráðstöfun var skiljanleg á þeim tíma og vakti ekki miklar deilur. Skattgreiðendur skildu þörfina fyrir skattahækkanir og þeim fylgdu fyrirheit um að skattar yrðu lækkaðir á ný þegar betur áraði. Þegar verst gekk í kreppunni voru skattar á fyrirtæki lækkaðir. Það var líka skiljanleg ráð- stöfun og mætti ekki andstöðu enda gerðu landsmenn sér grein fyrir nauðsyn þess að efla atvinnulífið þegar allt var á niðurleið. Á undanförnum árum hafa tekjuskattar á einstaklinga verið lækkaðir smátt og smátt í samræmi við fyrirheit sem ríkisstjórnin gaf í tengslum við gerð kjarasamninga. Þrátt fyrir þá skattalækkun munar enn töluvert miklu á tekjuskattsprósentunni nú miðað við það sem hún var þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp. Þegar hátekjuskattur var tekinn upp var því lýst yfir, að um tímabundinn skatt væri að ræða. Hann yrði felldur niður þegar betur ár- aði. Ekki er við því að búast að þau fyrirheit verði efnd, enda tæpast pólitískur jarðvegur til þess á sama tíma og tekjumunur í samfé- laginu hefur aukizt jafngífurlega og raun ber vitni. Þetta er bakgrunnur þeirrar umræðu sem Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra er að efna til nú með ræðu sinni í Lúxemborg. Álitamálin í skattakerfinu eru hins vegar fleiri en það eitt hvort lækka eigi skatta á fyr- irtækjum eins og sjávarútvegsráðherra hefur lagt til. Verði skattar lækkaðir á fyrirtækjum í ann- að sinn á nokkrum árum má gera ráð fyrir, að kröfur einstaklinga um sambærilega skatta- lækkun verði háværari. Þá er ekki ósennilegt að einhverjar raddir komi upp um það, að eftir að fjármagnstekju- skattur hafi náð að festa sig í sessi og skili um- talsverðum tekjum í ríkissjóð sé tilefni til að jafna skatta af launatekjum og eignatekjum og spurt verði hvers vegna eigi að gera greinar- mun á því hvernig tekjur séu skattaðar eftir því hvort þeirra sé aflað með vinnuframlagi eða á grundvelli eigna sem gefi af sér tekjur. Morgunblaðið hefur að undanförnu vakið at- hygli á því, að með lögum frá 1996 er unnt að fresta skattgreiðslu af söluhagnaði eigna nán- ast endalaust og sérstaka athygli vakti þegar hæsti skattgreiðandi í Reykjavík á þessu ári ákvað að nýta sér ekki þennan rétt heldur greiða fulla skatta af söluhagnaði sem til hans féll. I athyglisverðri grein í Frjálsri verzlun kemur Árni Harðarson héraðsdómslögmaður og forstöðumaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte & Touche að þessu álitaefni úr ann- arri átt og spyr hvers vegna söluhagnaður hætti allt í einu að teljast fjármagnstekjur þegar hann er kominn út fyrir ákveðin mörk og segir m.a.: ,Af framangreindu má sjá, að öll umræða í þá átt að ekki sé eðlilegt að aðilar með ótakmarkaða skattskyldu á Islandi geti lækkað skatta sína hérlendis með fjárfesting- um sínum erlendis er á villigötum og í ósam- ræmi við það alþjóðaumhverfi sem Island er og vill vera hluti af. Miklu nær væri að huga að þeim skattareglum sem í gildi eru hér á landi, reglum sem beinlínis hvetja íslenzka fjárfesta til þess að fjárfesta frekar í eignar- haldsfélögum erlendis heldur en að fjárfesta hérlendis. Hér er sérstaklega átt við þá reglu, að söluhagnaður umfram tiltekið mark hætti skattalega séð að teljast vera fjármagnstekjur, sem þær þó Ijóslega eru, og skattleggist með allt að 35 prósentustigum hærri skatti. Þessi regla er orðin tímaskekkja í íslenzku efna- hagslífi og í óþarfa ósamræmi við þær reglur sem gilda um skattlagningu arðs ...“ Þessi tilvitnun sýnir, að í umræðum um skattamál má gera ráð fyrir, að fram komi krafa um að eignatekjur verði skattlagðar með samræmdum hætti, hversu háar sem þær kunna að vera. Það má færa ákveðin rök fyrir því eins og Árni Harðarson m.a. gerir með til- vísun til hins alþjóðlega umhverfis. Auðvitað er ljóst, að pólitísk sjónarmið ráða því, að hætt er að skattleggja eignatekjur sem fjármagn- stekjur þegar ákveðnu hámarki hefur verið náð. Þau sömu pólitísku sjónarmið munu hins vegar gera það að verkum, að þessum mismun Holtsós undir Eyjafjöllum. verður ekki breytt nema meiri jöfnuður verði á milli skattlagningar eignatekna og launa- tekna. En það er jafnframt rétt, að hið alþjóðlega umhverfi, sem við búum í, kallar á aðlögun okkar að gjörbreyttum aðstæðum. Því sem að íslendingum snýr sérstaklega í þeim efnum lýsir Árni Harðarson á þennan veg í grein sinni í Frjálsri verzlun: „Það hefur varla farið fram hjá neinum, sem fylgist með íslenzku fjármálalífi, að fjárfestingar íslendinga er- lendis hafa aukizt til muna. Þessar fjárfesting- ar hafa ekki einungis verið í þegar starfandi félögum erlendis. Á allra síðustu árum hafa ís- lendingar í vaxandi mæli notað fjármuni sína til þess að kaupa í eða jafnvel stofna hlutafé- lög erlendis sem hafa þann tilgang að fjárfesta í öðrum félögum, þ.e. svokölluðum eignar- haldsfélögum. Þekktastar þess konar fjárfest- ingar erlendis eru sennilega í eignarhaldsfé- lögum í Lúxemborg en um fjölmargar aðrar staðsetningar getur einnig verið að ræða. En eftir hverju eru menn að sækjast með slíkum fjárfestingum? Það geta verið fjölmargar mis- munandi ástæður fyrir því að einstaklingur ákveði að fara þessa leið. Hér má til dæmis nefna svokallað nágrannaeftirlit, sem hvatt er til með lögbundinni birtingu álagningarskrár, einföldun skattskila, erfðamál, lágmörkun eignarskatts eða frestun/lágmörkun á greiðslu tekjuskatts. Algengasta ástæðan er sjálfsagt sú síðastnefnda, þ.e. frestun eða lágmörkun viðkomandi á greiðslu tekjuskatts hérlendis.“ Af þessu má sjá, að með ræðu sinni í Lúx- emborg hefur Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra opnað fyrir umræður um skatta- mál á breiðara grundvelli en þeim einum hvort lækka eigi skatta á fyrirtækjum. Það er já- kvætt og ekki ólíklegt að ráðherrann hafi með ræðu sinni hrundið af stað umfangsmeiri at- burðarás en ætla mátti við fyrstu sýn. Auðlinda- gjöld í stað skatta? FYRIR nokkrum dög- um gerði sjávarútvegs- ráðherra athugasemdir við það, að auðlinda- nefnd, sem Alþingi kaus fyrir rúmum tveimur árum, hefði ekki lokið störfum. I framhaldi af þeim ummælum ráðherrans kom fram, að starf nefndarinnar væri á lokastigi. í því sambandi kann að verða áleitið um- hugsunarefni, ef og þegar samkomulag hefur tekizt um að taka upp auðlindagjöld í íslenzku efnahagskerfi, hvort þau geti að einhverju leyti komið í stað beinna skatta, bæði á ein- staklinga og fyrirtæki. Líta má á auðlindagjöld sem sameiginlegar eignatekjur íslenzku þjóðarinnar. Með sama hætti og einstaklingur getur haft tekjur af vinnu sinni en einnig af eignum sínum getur þjóðin í heild haft tekjur af vinnu sinni en einnig af eignum sínum. í þeim tilvikum, þegar um er að ræða sam- eiginlegar eignir þjóðarinnar eins og t.d. fiski- miðin sem eru sameign þjóðarinnar sam- Morgunblaðið/RAX kvæmt íslenzkum lögum eða ýmsar aðrar auðlindir, svo sem vatnsföll og hveri eða rétt- indi sem þjóðin hefur aflað sér með alþjóðleg- um samningum, svo sem útvarps-, sjónvarps- og símarásir, er auðvitað eðlilegt að hún kanni hvort hún geti haft tekjur af þessum eignum og réttindum. Ef niðurstaða þjóðarinnar er sú, að hún geti haft tekjur af þessum eignum og réttindum með því að selja einstaklingum og fyrirtækjum aðgang að þeim er ekki óeðlilegt að þessi eig- andi, sem horfir fram á ákveðnar eignatekjur, spyrji sjálfan sig hvort hann geti þá ráðstafað öðrum tekjum sínum með öðrum hætti. Þar sem gera má ráð fyrir að umræður um auðlindagjöld eigi eftir að verða töluverðar á næstu mánuðum og jafnvel misserum er ekki ósennilegt að þessi spurning komi til umræðu í framhaldi af hvatningu sjávarútvegsráðherra um lækkun skatta. En svo kann líka vel að vera, að þjóðin kom- ist að þeirri niðurstöðu, sem mörgum gæti þótt skynsamleg, að afganginn af ríkissjóði eigi enn um skeið að nota til þess að lækka skuldir hins opinbera og jafnvel greiða þær al- veg upp eins og Bandaríkjamenn stefna að og hugsanleg auðlindagjöld eigi að nota til þess að byggja upp lífeyrissjóð eða varasjóð allrar íslenzku þjóðarinnar eins og Norðmenn hafa gert með svo myndarlegum hætti þar sem er olíusjóður þeirra sem orðið hefur til vegna af- raksturs af auðlindunum á hafsbotni fyrir utan strendur Noregs. „Ef óbreyttur þing- maður úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins hefði lagl til skatta- lækkun á grundvelli sterkrar stöðu rikis- sjóðs hefði sú tillaga vakið athygli en kannski ekki meir. Þegar ráðherra í ríkissljórn og að auki samflokksmað- ur íj ílrmálaráðherra leggur til skatta- lækkun munu marg- ir velta því fyrir sér hvort meira búi að baki og ríkisstjórnin vilji með þessum hætti kanna við- brögðin.“ * 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.