Morgunblaðið - 17.09.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 17.09.2000, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur vináttu og samúð við fráfall eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, BIRGIS ÞÓRÐARSONAR, Akurgerði 12, Akranesi. Þakkir færum við læknum og starfsfóiki á deild B-6, Landspítala, Fossvogi, og A-deild á Sjúkrahúsi Akraness, fyrir góða hjúkrun í veikindum hans. Sérstakar þakkir færum við Akursbræðrum fyrir veitta aðstoð, hjálp og virðingu við útför hins látna. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Svavarsdóttir, Jónína Birgisdóttir, Þorvaldur Heiðarsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Eyjólfur Þór Guðmundsson, Birgir Þór Arnarson, Þorvaldur Heiðar og Þórður Elí Þorvaldssynir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, PÉTURS HAMARS THORARENSEN fyrrverandi sjómanns, frá Flateyri, til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Aníta Thorarensen, John Paleos, Sigurður Hamar Pétursson, Hrund Guðmundsdóttir, Pjetur Hamar, Nikkita Hamar, Hlynur og Þórunn Björk, Ebba Thorarensen, Sigrún Thorarensen, Anna Ragnheiður Thorarensen, Bjarni Páll Thorarensen. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- áttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HJÖRVARS ÓLA BJÖRGVINSSONAR, Grundartanga 19, Mosfellsbæ. Bára Vernharðsdóttir, Björgvin Hjörvarsson, Ólöf Jóna Kristjánsdóttir, Sævar Óli Hjörvarsson, Halldóra Þórðardóttir, Selma Hjörvarsdóttir, Tómas Árdal, Marín Hjörvarsdóttir, Ásdís Þórhallsdóttir, Dagný Steinunn Hjörvarsdóttir, Carina Borge, Hjörvar Freyr Hjörvarsson, Birgitta Vigfúsdóttir, Atli Þór Hjörvarsson og afabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR EGILSSONAR, Laugarásvegi 55. Kristín Henriksdóttir, Helga Sigurðardóttir, Guttormur Einarsson, Súsanna Sigurðardóttir, Matthías Páimason, Ingunn Sigurðardóttir, Egill Vilhjálmur Sigurðsson, Hafdís Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður minnar og tengdamóður, INGIBJARGAR REBEKKU JÓNSDÓTTUR sjúkraliða, Rauðagerði 65. Sérstakar þakkir fá starfsfólk deildar K-2, Landakotsspítala, fyrir frábæra og einstaka umönnun. F.h. systkina og annarra ættingja, Ingibjörg R. Guðjónsdóttir, Ólafur J. Gunnarsson. INDRIÐIGUÐMUND- UR ÞORSTEINSSON tlndriði Guð- mundur Þor- steinsson, rithöfund- ur og fyrrv. ritstjóri, fæddist í Lýtings- staðahreppi í Skaga- firði 18. apríl 1926. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 3. september síðastlið- inn og fór útfor hans fram frá Dóm kirkjunni 12. sept- ember. Fyrst man ég Indr- iða G. Þorsteinsson þegar ég var skólastrákur á Akur- eyri og varð fljótt vel heima í því sem hann hafði skrifað. Hálfþrítug- ur hafði hann orðið landsfrægur fyr- ir „Blástör“ og fylgt henni eftir með glæsibrag þegar „79 af stöðinni" kom út fjórum árum seinna. Og einn vetrarpart á menntaskólaárum mín- um var hann í bænum að leggja drög að „Landi og sonum“. Hann skar sig ekki mikið úr á götu, var hvunndags eins og hver annar bflstjóri, í grænni úlpu með Champion-húfu enda laus við þær grillur að menn bæru skáldskapinn utan á sér. En vitaskuld dró það ekki úr áhuga mínum á höfundinum og verkum hans að sjá honum bregða fyrir á gömlum slóðum sem hann gerði beint og óbeint að sögusviði og reisti með ýmsum hætti minnisvarða í verkum sínum. Þá skipti ég fyrst við hann orðum en kynni tókust ekki með okkur að gagni fyrr en ég var kominn suður og gerðist árlangt blaðamaður við Tímann. Þá skrifaði ég m.a. fréttir undir hans leiðsögn um skeið þegar hann kom þangað aftur eftir fárra ára herleiðingu á Alþýðublaðinu og tók við frétta- stjórn. Það var skemmtilegur tími með óráðnar gátur í öllum áttum sem vel má þó bíða betri tíma að rifja upp að öðru leyti en því að tví- tugur strákur, sem var að byrja í blaðamennsku, gat margt lært af Indriða. Hann fylgdist vel með því sem var að gerast, stóð með báða fætur á jörðinni og var laus við mærð og út- úrdúra. Hann skrifaði fréttir stutt og skýrt og vildi hafa fyrirsagnirnar þannig að þær vektu áhuga lesand- ans, þó án þess að farið væri út í öfg- ar eða hreina flatneskju. Tilgerð var eitur í hans beinum og hann tók Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. hvorki sjálfan sig né sumt í samfélags- flaumnum of hátíðlega, allra síst ef það gerði það sjálft. Þá kom upp í honum stríðnin og húmorinn. Hann var alls ófeiminn við að hafa skoðun og segja meiningu sína, t.d. á menningunni með stómm staf, svo að dæmi sé nefnt, pólitík, mönnum, stefnum og straumum eða fjöl- miðlun sem hann hafði vitaskuld bæði mikla og langa reynslu af og áhuga á starfa sinna vegna. Það kom glöggt í ljós meðan hann var kóngsins lausa- maður og skrifaði dægurpistla í blöð. Þá skaut hann stundum föstum skotum sem ýmsir kveinkuðu sér undanenda aflaði það honum ekki eingöngu vina og vinsælda. Kannski sýnir það best hver þungavigtar- maður hann var í dægurskrifum að þeir sem bágast áttu með að þola skens hans og skeyti kenndu honum á tímabili allar svarthöfðagreinar pressunnar og gott ef ekki allt sem birtist undir dulnefni og þeim líkaði ekki. A sjötta áratugnum skrifaði Indr- iði stundum svipmyndir og innblaðs- frásagnir úr hringiðu daganna sem gáfu höfundinum færi á að vera persónulegri en unnt er í beinum fréttum. Þar var hann einhvers staðar á rnilli fréttar og smásögu enda mættust þar skáldið og blaða- maðurinn. Milli þeirra virtist ekki vera neinn ófriður, þvert á móti held ég að þeir hafi oftast stutt hvor ann- an. Blaðamennska og ritstjórn voru dagleg atvinna Indriða lengst af en skáldskapurinn hjáverk, þótt nú verði það hann sem lengst varðveitir nafn hans. Hins vegar þykist ég vita að vinnubrögð hans hafi verið þann- ig að hann ruglaði þessu ekki mikið saman og þótt merkilegt sé hverju rithöfundurinn kom í verk með eril- sömu blaðamannsstarfi en þó mest um vert hve skáldverk hans eru góð- ar bókmenntir. Margir gerðu sér áreiðanlega þá hugmynd að Indriði væri hrjúfur maður, sjálfsagt vegná þess hve hann var oftast óhátíðlegur í tali og töktum og ógjarn á að láta þá sem eitthvað voru að abbast upp á hann eiga hjá sér að óþörfu. En þannig þekkti ég hann ekki. Þvert á móti kynntist ég hjá honum þýðum og viðkvæmum streng. Hann hafði að vísu snemma komið sér upp nokkuð hörðum skráp en undir þeirri brynju sló heitt hjarta og frá því naut skáldskapur hans yls. Það var gaman að tala við Indriða um staði og tíma uppvaxtarára hans, líf þeirra, blæbrigði og fólk og sjá og skynja víxlaverkanirnar milli þessa alls og sagna hans langra og stuttra. En Reykjavík varð honum líka söguefni þótt bið verði nú á skáldsögunni sem þar átti að gerast og hann sagði mér einu sinni að hann væri að hugsa um að skrifa um pólitík, fjölmiðlahark og alls konar sókn eftir vindi. Hún átti að heita „Pappírsveislan". Þá hafði ég verið að hvetja hann til að helga sagna- gerðinni meiri tíma en öðrum rit- störfum, því að í skáldskapnum fór enginn í fötin hans. Þótt hann væri svo heppinn að ganga helst í smiðju til bandarískra höfunda, sem vel áttu við geðslag hans, aðstæður og yrkisefni og höfðu áhrif á hann, þeg- ar hann var ungur að móta aðferðir sínar og stíl, eignaðist hann fljótt sinn eigin tón og kunni afskaplega vel að sníða verkum Sínum stakk þannig að lesandanum fannst að öðruvísi hefði hann eiginlega hvorki getað né átt að vera. Vegna fjöl- skyldutengsla við Stefán Bjarman, sem var úr Lýtingsstaðahreppnum eins og Indriði og einn af leiðbein- endum hans og lærimeisturum á næmu mótunarskeiði, bað hann mig stundum á síðustu árum sínum að skila kveðju til Indriða ef ég hafði verið staddur fyrir norðan. Það var auðheyrt á gamla manninum að hon- um þótti vel hafa ræst úr stráknum á ritvellinum. Hans minntist Indriði líka oftast þegar hann drap á upphaf ritferils síns og æskuárin og greina má drætti úr mynd hans í „Ungl- ingsvetri" sem Indriði gerði til sam- komulags við útgefanda að kalla svoen hafði með beinni vísun í Hall- grím átt að heita „Æskunnar óvissi tími“. Þetta er hvorki staður né stund til að gera upp á milli sagna hans sem mikið happ var að eignast og sættu einna mestum tíðindum í bókmennt- um ofanverðrar tuttugustu aldar á Islandi. Öllum var ljóst að hjá hon- um kvað við nýjan tón; sögur hans voru rödd kynslóðar og áttu heima í tímanum. En þær gerðust líka í tíma og rúmi sem þeirri kynslóð var heimur veruleikans enda tók hún verkum höfundarins tveim höndum og fannst hún þekkja persónur hans og örlög þeirra koma henni við. Jafnframt vísuðu þær langt út yfir stund og stað, urðu sammannlegar í aðstæðum sínum. Indriði var afskaplega vel verki farinn sagnasmiður og bar margt til. Frásagnargáfan var honum með- fædd og hann hafði lifandi, eðlisgró- inn áhuga á fólki og mannlífi. Og hann kunni flestum betur að byggja upp sögur og láta þær ganga upp og var meistari í því að skapa andrúms- loft og láta sögur sínar gerast í stíln- um. Þar naut hann óvenju næmrar athyglisgáfu sinnar sem bæði benti honum á söguefni og olli því að lesandinn tók ytri umgerð og um- hverfi sagnanna gilt án fyrirvara eins og sú aðferð krefst að láta sög- um vinda fram með lýsingu þess sem sést og heyrist. Hann heyjaði sér efni og velti því fyrir sér og skrifaði síðan oftast nokkuð hratt og útúrdúralaust eins og sá sem valdið hefur eftir að hann var sestur við - og vissi alltaf hvað hann var að gera. Allt var tært og ljóst og áhrifin af máli og stíl oft eins og að koma út á fallegum morgni og anda að sér hreinu lofti eftir nóttina. Það er hægur vandi að finna kafia í verkum hans og spyrja: Gerðu aðrir betur? Og svo var einn styrkur hans sá að hann skrifaði langoftast um það sem hann hafði sjálfur þekkt, reynt eða orðið vitni að með einhverjum hætti og vissi þess vegna vel hvað hann söng. I smásögunum voru söguefnin sjaldnast fyrirferðarmikil í fljótu bragði en þær sleppa ekki lesandan- um eftir að hann er byrjaður að lesa og þegar hann er búinn hafa miklir atburðir gerst. Indriði G. Þorsteinsson bjó hvorki við mikil efni né langa skólagöngu í æsku en í háskóla lífsins varð hann heiðursdoktor í bókmenntum. Þeg- ar grasið grær yfir leiði hans á slóð- um feðra hans og mæðra í Goðdalakirkjugarði njóta íslenskir lesendur ekki aðeins keims af miklu sumri þegar þeir litast um í hlöðu sinni. Fyrningarnar fara að anga. Hjörtur Pálsson. Amerískur kaggi ekurhægtumgötur styrkt hljóð vélar segir hver sitji við stjórn Ljósblár með vængi skoðun skorinort „bókaútgáfan í rúst“ situr á teiknibólu, á korktöflu íeldhúsi aðfluttrarkonu Mættust í kaupfélaginu hann við frystiborðið hún að leita að klóroxi í þvottinn. Augnaráð án orða velkomin. Góðaferð, vildi hún nú segja Lítur Kjarvalbókina hans Að koma að fara Staðarákvörðun ekki ætíð kunn Gangi (ak)vel. Norma E. Samúelsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.