Morgunblaðið - 17.09.2000, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
OPIÐ HÚS í dag, sunnudag,
frá kl. 14-16
í DOFRABORGUM 38 Grafarvogi
Mjög góð 3ja herbergja íbúð á 2.
hæð til vinstri ásamt bílskúr í litlu
fjölbýli. Rúmgóð stofa og herbergi.
Góðar innréttingar. Þvottaaðstaða í
íbúð. Stærð 107,8 fm samtals. Hús
og íbúð í mjög góðu ástandi. Verð
12,3 millj. Góður garður. Frábær
staðsetning. Fallegt útsýni.
Margrét býður ykkur velkomin
milli kl. 14 - 16. í dag, sunnudag.
OPIÐ HÚS í dag, sunnudag,
frá kl. 14-16
í RJÚPUFELLI 35 Reykjavík
Falleg og góð 4ra herbergja íbúð á
3. hæð í góðu fjölbýli. 3 svefnherb.
Nýl. innr. í eldhúsi, þvottahús inn-
af. Parket og flísar. Stærð 108,3 fm.
Hús klætt að utan, nýtt þak, sam-
eign mjög góð. Verð 9,9 millj.
Louisa býður ykkur velkomin
milli kl. 14 - 16. í dag, sunnudag.
OPIÐ HÚS í dag, sunnudag,
frá kl. 16 -18
í HRAUNBÆ 16 Reykjavík
Falleg 3ja herbergja íbúð á 1. hæð.
Rúmgott eldhús, suðursvalir. Park-
et. Verð 9,9 millj. Góð staðsetning.
Hús nýviðgert og málað. Góð sam-
eign. Laus fljótlega.
Sverrir býður ykkur velkomin
milli kl. 16 -18 í dag, sunnudag.
OPIÐ HÚS í dag, sunnudag,
frá kl. 14-16
á LAUGARNESVEGI 108 Reykjavík
Falleg og vel skipulögð 3ja her-
bergja íbúð á efstu hæð. Rúmgóð
stofa, suður svalir. Parket. Verð 9,2
millj. Góð staðsetning. Nýtt þak,
gler og gluggar að hluta.
Selma og Halldór bjóða ykkur
velkomin milli kl. 14 - 16. í dag,
sunnudag.
OPIÐ HUS í dag, sunnudag,
frá kl. 14 - 16
í HÆÐARGARÐI 56 Reykjavík
Mjög falleg efri hæð með sérinn-
gangi í tveggja hæða parhúsi. 3
svefnherb. og eitt 14 fm herbergi í
kj. Nýjar sérsmíðaðar innréttingar f
eldhúsi og baði ásamt nýjum for-
stofuskápum. Nýtt parket og lino-
leum dúkar á allri íbúðinni. Nýtt
gler. Frábært útsýni. Stærð 119,4
fm. Áhv. 4,7 m. Verð 13,9 millj.
Sigurður og Hulda bjóða ykkur velkomin milli kl. 14 - 16. í dag,
sunnudag.
OPIÐ HÚS í dag, sunnudag,
frá kl. 13 -17
í KARFAVOGI 15 Reykjavík
Góð 3ja herbergja efri hæð í tvíbýl-
ishúsi með sérinngang ásamt sérb.
skúr. Stærð 83 fm + 24 fm bílsk.
Geymsluris er yfir íbúðinni. Hús og
íbúð í mjög góðu ástandi. Nýl. gler
og gluggar. Sér fallegur garður.
Verð 11,9 millj. Frábær staðsetn.
Björg býður ykkur velkomin milli
kl. 13 - 17. í dag, sunnudag.
Sími 533 4040 Fax 533 4041
Armúla 21
DAN V.S. WIIUM, hdl. I5gg. fasteignasali.
Opið í dag frá kl. 13-14
MINNINGAR
ÁRNISIGURÐUR
ÁRNASON
+ Árni Sigurður
Árnason fæddist
á Akranesi 19. júlí
1949. Hann lést á
líknardeildinni í
Kópavogi 7. septem-
ber siðastliðinn og
fór útfijr hans fram
frá Akraneskirkju
14. september.
Hvern hefði órað fyr-
ir því að síðasta sumar í
brúðkaupi þeirra Arna
og Hrafnhildar systur
minnar að hann Ami
yrði allur að ári, eftir
margra mánaða veikindi. Þvílíka
hamingju og samheldni hjá einu pari
hef ég ekki séð áður, enda voru þau
bæði búin að bíða lengi eftir hinum
eina rétta maka og fundu hann í hvort
öðru. Hvernig þau
kynntust er saga útaf
fyrir sig og verður ekki
tíunduð hér. Ég get
bara sagt það að hún
systir mín gat ekki
fundið sér betri mann
til að deila lífinu með,
tími þeirra saman hefði
bara mátt vera mikið
lengri. En ekki þýðir að
deila við dómarann.
Ámi var sérlega
hjálplegur og bamgóð-
ur og lýsandi dæmi um
það er, þegar ég var að
vandræðast með tví-
burana mína, sem þá vora eins árs, og
vantaði pössun yfir helgi. Þá fannst
Ama ekki mikið mál að koma bara og
sækja þá ofan af Skaga til Hafnar-
fjarðar svo við gætum sinnt okkar
málum. Hann varaði mig þó við og
sagði að þar sem ég væri búin að af-
henda honum drengina þá hefði hann
forræði yfir þeim og ekki væri víst að
ég gæti endurheimt þá. Þá var Kalli
litli sonur þeirra á þriðja ári og hafði
Ámi í nógu að snúast með þá þrjá og
hafði hann gaman af, enda var nú
Hrafnhildur honum innan handar
með aðstoð. Feðgamir Kalh og Ámi
vora mjög nánir og sinnti Ami hlut-
verki sínu sem pabbi af mikilli alúð og
áhuga. Nú sér litli pabbastrákur, sem
er að byrja sína skólagöngu, á eftir
pabba sínum. Mér er mjög minnis-
stæð ræðan sem Hrefna móðir
Hrafnhildar hélt í brúðkaupi þeirra á
síðasta sumri en þar sagði hún ein-
faldiega „ég þakka guði fyrir hann
Ama“ og það held ég að allir sem
þekktu Árna geti verið sammála um.
Öllum aðstandendum Ama vottum
við okkar dýpstu samúð og þá sér-
staklega Hrafnhildi, Karh Álex og
Evu Hrönn.
Elín Margrét Jónsdóttir,
Kári Bjamason, Hildur Guðný,
Hilmir og Arnór.
TÆKIFÆRI - SÖLUTURN
Höfum til leigu í Mosfellsbæ
rekstur: söluturn meö þremur
bílalúgum, sem selur meðal
annars hamborgara, samlokur
ásamt söluturnavörum, Lottó,
góð velta og hagstæð stað-
setning. Fimm ára leigusamn-
ingur.
Allar upplýsingar hjá
Fasteignamiðluninni Berg.
Sími 588 5530.
•'£■588 55 30
B8B »5«,
GUÐ-
MUNDUR
SKARP-
HÉÐINS-
SON
+ Guðmundur Skarphéðinsson
fæddist í Reykjavík 12. ágúst
1923. Hann lést á Landspítalanum
við Hringbraut 23. ágúst síðastlið-
inn og fór útför hans fram frá
Mosfellskirkju 29. ágúst.
Kæri Mummi! Við Guðmundur
kveðjum þig með djúpri virðingu og
kærri þökk fyrir góðan vinskap í
gegnum árin. Að skilnaði sendi ég
þér kvöldbænina hennar langömmu
minnar.
Ó, Jesú, blíði bróðir minn
og bama ljúfi vinurinn.
Láttu mig sofa sætt og rótt
sendu mér frið og góða nótt.
Anna.
II sSasiliiáaasáis wrtatshús
Starfsmannafélög og einstaklingar, sem áhuga hafa á að eignast gullfallegan og
vandaðan heilsársbústað með öllum hugsanlegum þægindum,hitaveitu, rafmagni, köldu
vatni og heitum potti í verönd.
Land skógi vaxið. Stutt í alla þjónstu, svo sem sundlaug, verslun og golfvöll.
Ath. að nú er rétti tíminn til að panta hús fyrir sumarið 2001.
Upplýsingar gefur:
Heimir Guðmundsson, byggingameistari,
Þorlákshöfn, sími 892 3742.
www.mbl.is