Morgunblaðið - 17.09.2000, Síða 42

Morgunblaðið - 17.09.2000, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ GÖNGUR Ekki var margt fé í safni á hinum hrikalega afrétti Mýrdælinga undir Mýrdalsjökli, Höfðabrekku- og Kerlingardalsafrétti. Helgi Bjarnason blaðamaður slóst í för með um tuttugu leitarmönnum og Jdnas Erlendsson fréttaritari myndaði þessa vösku sveit við hauststörfín í grennd við Kötlu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Afrcttur Mýrdælinga er hrikalegur og erfiður yfirferðar auk þess sem yfir flughálan jökul er að fara. Leitarmenn tylla niður stöngum sínum áður en haldið er á jökul. Guðjón Þorsteinsson bóndi á Litlu Hól- um, oftast kenndur við Garðakot, var einbeittur á svip þegar hann dró fé sitt í Höfðabrekkurétt. höfðu lent í erfiðleikum vegna þoku og ljóst var að einhver verk- efni yrðu fyrir þá sem færu í ann- að safn í byrjun október. Létt er yfir mönnum því erfíðasta hluta dagsverksins er lokið þótt enn sé eftir að smala fram alla Höfða- brekkuheiði. Meðan menn láta mestu þreytuna líða úr sér borða þeir nestið og segja sögur og viskí- peli kemur upp úr einum nestis- pakkanum. Leitarmannakofínn er fínasta hús enda er það gamall skóli sem fluttur var frá Deildará fyrir um það bil þrjátíu árum. Skólataflan er þar enn ásamt borðum og stól- um úr skólanum. Enn eru í göng- um börn úr þessum skóla. Lagt var af stað um klukkan sex um morguninn og óvanari göngu- menn fundu vel fyrir göngu dags- ins á fótum sér þegar safnið nálg- aðist Höfðabrekkurétt undir kvöld- mat. Gamlir bændur sem tóku á móti safninu ofan við réttina áttu erfitt með að trúa sínum eigin aug- um, spurðu hvort þetta væri allt, það væri svo fátt fé í safninu. Sýn- ir það þróunina í sauðfjárrækt á þessu svæði, fénu fækkar ár frá ári. Sú þróun heldur áfram því vegna uppkaupa ríkisins á rétti til sauðfjárframleiðslu slátra nokkrir bændur í Mýrdal öllu sínu fé í haust og hætta sauðfjárrækt. Þótt fénu fækki verður alltaf að smala afréttinn en það lendir á færri bændum. Ef fyrirkomulagið verður óbreytt þarf hver og einn að senda fleiri menn en þeim reyn- ist nú þegar erfitt að fá menn til að smala. Rætt er um að endur- skoða þurfi fyrirkomulag safnsins og jafnvel að leita á tveimur dög- um en sú ákvörðun bíður næsta árs. Hins vegar voru bændurnir á- nægðir með féð, það kom vænt af afrétti, og ljóst að þar er ekki hægt að tala um ofbeit. Þyrfti að fá prest Umræðurnar héldu áfram í fyrradag þegar réttað var í Höfða- brekkurétt. Þar dró hver sitt fé. Erfiðlega gekk að koma fénu inn í réttina, eins og venjulega, sagði einhver. Við þurfum sennilega að fá prest til að blessa réttina aftur, bætti hann við. En allt hafðist þetta nú að lokum. Allt safnið komst fyrir í almenn- ingnum. Komin var enn ein stað- festingin á orðum gömlu mann- anna um fækkun fjárins. Fyrsta safn undir Kötlu í3MÖLUN Höfðabrekku- og Kerl- ingardalsafréttar, Koltungna og Höfðabrekkuheiðar í Mýrdal fer fram á einum degi og er réttað í Höfðabrekkurétt daginn eftir. Göngurnar eru að sumu leyti erfið- ar því afrétturinn er illur yfir- ferðar, í honum eru fjöll sem skor- in eru sundur af hrikalegum gljúfrum. Fyrsta safn, en það er heiti Mýrdælinga á göngum, var síðast- liðinn fimmtudag. Liðlega tuttugu sauðfjárbændur og menn sem þeir höfðu fengið með sér eða fyrir sig, lögðu í hann frá Reynisbrekku snemma morguns. Leitarmenn eru keyrðir á jeppum í afréttinn. Er um hrikalegan veg að fara, ekki 'síst upp úr Þakgili, þar sem vegur- inn er brattur og á köflum mjór með þvemípi fyrir neðan. Vegur- inn var ruddur fyrir fjórtán árum. Fram til þess tíma þurftu leitar- mennirnir að ganga alla leið í af- réttinn. Við lagningu vegarins létt- ust göngurnar til muna. Einn af þeim sem óku með leitarmenn í af- rétt að þessu sinni var Þórólfur Gíslason, bóndi á Lækjarbakka, en hann hafði á sínum tíma það vandasama verk með höndum að velja vegarstæðið. Við Sker skipaði fjallkóngurinn, Karl Pálmason í Kerlingardal, leit- armönnum á svæði. Guðni Einars- son í Þórisholti og Jónas Erlends- ■ son í Fagradal fengu það verkefni að smala Kambsheiðina og slóst blaðamaður í för með þeim. Jónas er fréttaritari Morgunblaðsins og hafði myndavélina meðferðis. Fjallastangirnar nauðsynlegar Þeir sem smala vesturhluta af- réttarins þurfa að fara upp á Mýrdalsjökul, skammt frá hinni kunnu eldstöð Kötlu. Allir leitar- mennimir héldu á stórum fjalla- stöngum og þegar komið var út á iökulinn varð blaðamaður að draga "íil baka gagnrýni á að þúrfa að bera með sér stöngina. Jökullinn var erfiður yfirferðar og glæra svell þar sem snjórinn frá síðasta vetri hafði bráðnað alveg af. Guðni fór fyrir okkur Kambsheiðarmönn- um og fikraði sig eftir sprungum. Ef fjallastangimar hefðu ekki ver- -jð með í för hefðum við þurft að Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Þótt fátt fé sé orðið á afrétti Mýrdælinga og safnið komist allt í almenning Höfðabrekkuréttar er ekki minna erfiði en áður að reka féð í réttina. Kindunum virðist eðlislægt að láta ekki króa sig af í rétt og reyna sífellt að snúa á mannskepnuna. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Afréttarhúsið í Stakkárgili er gamalt skólahús sem flutt var frá Deild- ará. Þar safnast leitarmenn saman eftir smölun afréttarins, borða nest- ið og safna kröftum fyrir smölun fram Höfðabrekkuheiði. skríða á fjómm fótum. Af jökli er gengið upp á efsta hluta Kambs- heiðar, Jökulshöfuð, sem er 845 metra hár tindur, og þaðan fram heiðina. Katla lét aðeins á sér kræla á síðasta ári og þá höfðu leitarmenn varann á sér, ef eldgos kynni að hefjast meðan þeir vora í safni. Slíkar hugsanir virtust fjarri mönnum að þessu sinni. Þeir sem skoðuðu jarðskjálftakortið á heimasíðu Veðurstofunnar um kvöldið sáu hins vegar að þokka- legur jarðskjálfti, 3 stig á Richter, hafði orðið undir þeim stað á jökl- inum sem gengið var um. En jarð- skjálftinn varð í hádeginu og þá vora allir komnir áleiðis fram af- réttinn og uppteknir við smölun. Spáð hafði verið björtu veðri en þokuslæðingur var í afréttinum og gerði það leitina erfiðari. Afrétturinn er allur skorinn í sundur með djúpum og hrikalegum giljum. Sú lýsing var höfð eftir nafngreindum Mýrdælingi að það væri eins og að skrattinn hefði skapað þetta land með öfugum klónum. Margir ákafiega fallegir staðir era þama, ekki síst í giljun- um, þar eiga Mýrdælingar marga Þórsmörkina. Kambsheiðin afmarkast af djúp- um giljum, Raufargili og Kambs- gili, og þarf að leita utan í þeim og inni á heiðinni sjálfri. Menn hóuðu reglulega, bæði til að reka á eftir fé og til að láta næstu menn vita af sér. Farið er eftir ákveðnum um- ferðarreglum þar sem mikilvægast er að halda samfelldri línu þannig að féð gangi ávallt fram afréttinn. Fáar kindur sáust á Kambsheið- inni að þessu sinni en nýgengnar kindagötur sýndu að á undan okk- ur hafði rannið fjárhópur. Fjalla- stangimar sönnuðu svo aftur gildi sitt þegar farið var niður af Kambsheiðinni, niður háa snar- bratta hlíð, ofan í Raufargil. Er ekki fleira? Menn bára saman bækurnar þegar safnast var saman í afréttar- húsinu í Stakkárgili, eftir að allir höfðu lokið smölun á sínu svæði af- réttarins. í ljós kom að sumir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.