Morgunblaðið - 17.09.2000, Blaðsíða 48
>48 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ljóska
Hér kemur flugásinn úr fyrri Hugsandi sem svo að veðrið Ský eru óþolandi.
heimstyrjöldinni svífandi á skiptir flugmenn miklu.
^ fararskjóta sfnum.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Lygar og lýðræði
Frá Þórami Einarssyni:
MARGIR hafa undanfarið fengið
mikla útrás fyrir sína réttlætiskennd
við það að tjá sig um heimsókn Li
Peng. Hann var sagður bera ábyrgð
á dauða þúsunda saklausra manna.
Enn fremur voru stjómmálamenn
gagnrýndir harkalega fyrir sleikju-
skap við morðingjann og lögreglan
gagnrýnd fyrir fasíska tilburði við að
vernda illmennið. I rauninni var
þessi gagnrýni réttmæt en það er
ávallt skammt í hræsnina. Það er t.d.
alveg ljóst að margir vestrænir leið-
togar fyrirskipa aðgerðir sem valda
dauða tugþúsunda manna, kvenna og
bama en þrátt fyrir það era þeir
álitnir mannréttindafrömuðir, boð-
berar friðar, frelsis og lýðræðis.
Mannréttindi óháð
hugmyndafræði
Því miður virðist rík tilhneiging
hjá fólki að láta einungis hugmynda-
fræði ráða því hvort það mótmælir
mannréttindabrotum. T.d. mótmæla
frjálshyggjumenn mannréttinda-
brotum í kommúnistaríkjum af mik-
illi hörku en virðast styðja allar
stríðsaðgerðir Vesturlanda án nokk-
urra skilyrða. En það virtist hafa
komið íslenskum frjálshyggjumönn-
um á óvart að sjá alla þessa gömlu
róttæku komma í mótmælunum
gegn Li Peng. Þama var eins og
kommarnir hafi svikið eigin hug-
myndafræði. En fijálshyggjumenn
þurfa að fara að átta sig á því að
vinstri róttæklingar gagnrýna harð-
lega stjórnarfar í svokölluðum
kommúnistaríkjum. Þar er verið að
eyðileggja og sverta fallega hug-
myndafræði. Á sama hátt má segja
um Vesturlönd að þau hafi eyðilagt
og misnotað lýðræðishugtakið. Þá
má einnig halda því fram að Vestur-
lönd hafi eyðilagt hugmyndafræði
Adams Smith á sama hátt og komm-
únistaríkin eyðulögðu hugmynda-
fræði Karls Marx. Kannski kemur að
því að þeir sem telja sig málsvara
einstaklingsfrelsis fari að gagnrýna
harkalega höfuðvígi kapítalismanns,
Bandaríkin, enda er það auðvitað
ekki skylda frjálshyggjumanna að
verja eða réttlæta aðgerðir þeirra né
annarra vesturvelda. Vonandi má
svo verða að í framtíðinni náist þver-
pólitísk samstaða um að mótmæla
öllum mannréttindabrotum í heimin-
um óháð hugmyndafræðilegum
landamæram. En áður en það gerist
þarf fólk að vakna og átta sig á því að
Vesturlönd era langt frá því að vera
saklaus af fjöldamorðum og öðram
illvirkjum og hryðjuverkum.
Li Peng og George Bush
Margir hafa hreykt sér af því að
hafa munað hvað hafi gerst á torgi
hins himneska friðar 1989, fyrir heil-
um 11 áram. En hvað skyldu margir
muna hvað gerðist í Panama sama
ár. George Bush, þáverandi forseti
Bandaríkjanna fyrirskipaði þá inn-
rás í þetta land. Það var gert í því yf-
irskyni að handtaka einn mann fyrir
brot á bandarískum lögum en auð-
vitað var þessi innrás augljóst brot á
alþjóðalögum. Þúsundir saklausra
manna létu lífið í innrásinni, þ.á m.
konur og böm.
Reyndar er það svo að saga Ró-
mönsku Ameríku er bandarísku
blóði drifin. Bandaríkjastjóm hefur
plantað hveijum einræðisherranum
á fætur öðram í þessari álfu og þar
með troðið á öllum mannréttindum
fólks. Þar hafa viðgengist pyntingar,
morð og ofsóknir. Svipaða sorgar-
sögu er að segja af Víetnam og þeirra
nágrannaríkjum. Þar var sprengjum
varpað vísvitandi á saklaust fólk. í
Indónesíu studdu Bandaríkjamenn
dyggilega einræðisherrann Suharto
sem lét m.a. slátra um þriðjungi íbúa
Austur-Tímor. Allar þessar blóðugu
aðgerðir era gerðar í nafni friðar,
frelsis og lýðræðis.
Stríðsglæpir NATÓ-ríkja
Því miður er það svo að firring
Vesturlandabúa er enn á háu stigi og
virðist hafa farið vaxandi. Enn í dag
komast Bandaríkjamenn og önnur
NATÓ-ríki upp með alla mögulega
glæpi gegn mannkyni. Þau fóru létt
með það að sölsa undir sig almenn-
ingsálitið í stríðsaðgerðum þeirra í
Irak og Júgóslavíu með aðstoð vest-
rænna fjölmiðla. Með einhliða frétta-
flutningi náðist að magna upp reiði
almennings gegn Hússein og Mílós-
evíts með þeim árangri að fólki þótti
réttlætanlegt að myrða saklausa
borgara með þeim hætti sem þar var
gert.
En hvemig stendur á því að
Bandaríkjastjóm hefur aldrei þurft
að svara fyrir eigin stríðsglæpi og
aðra glæpi gegn mannkyni? Það er
alveg borðleggjandi að ef allir
Bandaríkjaforsetar eftir síðari
heimsstyrjöld væra dæmdir sam-
kvæmt Numberg-réttarhöldum
yrðu þeir allir hengdir. NATÓ-ríkin
virðast ekki geta framið stríðsglæpi
af þeirri einföldu ástæðu að sigur-
veguranum er aldrei refsað. Öll
þeirra voðaverk hafa einnig á bak við
sig mannúðlega réttlætingu og þar
hjálpa fjölmiðlar einnig til.
Áhrif fjölmiðla
Er ekki augljóst að fjölmiðlar hafi
gríðarleg áhrif á viðhorf fólks? Er
ekki jafnframt full ástæða til þess að
efast um hlutleysi vestrænna fjöl-
miðla? Getur ekki verið að frelsi
fólks til skoðanamyndunar sé stór-
lega skert af einhliða fréttaflutningi
heimspressunnar? Er frjáls skoð-
anamyndun ekki grandvöllur þess að
lýðræði geti haft einhverja merk-
ingu? Veit fólk almennt um það bak-
tjaldamakk og ritskoðun sem á sér
stað í fjölmiðlaheiminum? Getur ver-
ið að almenningur sé heilaþveginn
með lúmskum hætti?
Er ekki full ástæða til þess að
draga í efa að Vesturiönd séu sannir
boðberar friðar, frelsis og lýðræðis
og því, að þau séu að reyna að bæta
heiminn af mikilli mannúð og hug-
sjónamennsku? Snýst þetta ekki allt
á endanum um peninga og völd? Er
það ekki fyrst og fremst peninga-
valdið sem hefur mest áhrif á stefnur
ríkisstjórna og fjölmiðla? Hverjir
eiga annars áhrifamestu fjöl-
miðlana? Er það hugsjónafólk sem
keppist við að segja okkur sannleik-
ann, upplýsa svik og samsæri, lygar
og leyndarmál? Hvemig virkar eig-
inlega vestrænt lýðræði? Eru vest-
ræn lýðræðisríki bara fasistaríki sem
tekist hefur að sannfæra þegna sína
um að þeir búi við svokallað lýðræði?
Er það ekki snilldarleg aðferð til
þess að stjórna fólki - að láta það
halda að það sé frjálst?
Er ekki allt í lagi?
ÞÓRARINN EINARSSON,
leiðbeinandi,
Gilsbakka 13, Neskaupstað.
Allt efni sem birtist í Morgunbiaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.