Morgunblaðið - 26.09.2000, Side 5

Morgunblaðið - 26.09.2000, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 C 5 OQO „Rangur“ Rússi fékk gullið RÚSSAR gerðu sér mjög raun- hæfar vonir um að vinna gull- verðlaunin í hástökki karla. Innan þeirra vébanda er besti hástökkvari heims sl. tvö ár og ríkjandi heimsmeistari, Vyacheslav Voronin, og gengi allt samkvæmt áætlun átti hann að vinna fyrstu gullverð- laun landsins í frjálsíþrótta- keppni Ólympíuleikanna. HÁSTÖKK KARLA „Guð hefur gengið í lið með mér og tryggt mér verðlaun- in,“ sagði Kliugin AP Rússinn Sergey Kliugin á efsta þrepi verðlaunapallsins í Sydn- ey. Fyrir framan hann er Abderrahmane Hammad frá Alsír og fyrir aftan Kúbumaðurinn Javier Sotomayor. Sergey Kliugin Rússlandi Ólympíumeistari í hástökki karla. Fæddur: 24. mars 1974 í Kincshma í Rússlandi. Helstu afrek: Sigraði í Evrópubikarnum 1998 og fékk silfrið 1997. Fékk brons á EM 1998 í Búdapest og var 11. á HM 1997 í Aþenu. ■ Kliugin er kcnnari að mennt og keppir fyrir íþróttafélag verkalýðsfé- laganna í Moskvu. Hann varð rússneskur meistari í ár. að fór á annan veg, Voronin fann fljótlega fyrir meiðslum á hægri ökkla og var ekki svipur hjá sjón. Þyngdist brún- ■■■■■■■ in á mörgum landa Ivar hans við tíðindin, en Benediktsson léttist nokkru síðar fá Sydney tieSar Sergey Kliug- in skaust fram í sviðsljósið og stal senunni í rigning- unni á ólympíuleikvanginum og það fyrir framan nefið á heimsmethafan- um Javier Sotomayor. Við afar erfið- ar aðstæður stökk Kliugin einn manna yfir 2,35 metra við afar erfið- ar aðstæður og tryggði það að rúss- neski þjóðsöngurinn var leikinn í fyrsta sinn við verðlaunaafhendingu á frjálsíþróttakeppninni og þótti ýmsum Rússum tími til kominn eftir að hafa nokkrum sinnum heyrt þann bandaríska. „Ég var heppinn, regnið hjálpaði mér,“ sagði Kliugin eftir að hafa tryggt sér gullið, sín fyrstu gullverð- laun á stórmóti fyrir utan heims- meistaratign unglinga fyrir nokkr- um árum. Sotomayor varð að gera sér að góðu 2,32 metra og kenndi verði um að hafa ekki farið hærra og bronsverðlaunin komu í hlut Alsír- búans og Afríkumeistarans, Abder- rahmane Hammad, sem stökk jafn- hátt Sotomayor en notaði fleiri tilraunir. Þama var jafnframt um fyrstu verðlaun Alsír í frjálsíþrótta- keppninni. „Mér þykir heiður að því að vinna fyrstu verðlaun þjóðar minnar," sagði Hammad og vildi gjarnan hafa stokkið hærra. Annars var keppnin í hástökki spennandi því fjórir stukku yfir 2,32 auk Sotomayors og Hammads, þeir Konstantin Matous- sevic, frá Israel, Mark Boswee, Kan- ada og Svíarnir Staffan Strand og Stefan Holm. Voronin heimsmeistari varð tíundi með því að stökkva yfir 2,29 í þriðju og síðustu tilraun. „Sigurinn kemur mér fullkomlega í opna skjöldu, en eftir á að hyggja tel ég að Guð hafi gengið í lið með mér og tryggt mér gullverðlaunin,“ sagði Kliugin sem margir hefðu ekki veðjað aleigunni á fyrirfram. Kapp- inn byrjaði á því að lyfta sér yfir 2,20 metra og síðan 2,29 í fyrstu atrennu. 2,32 stökk meistarinn yfir í annarri tilraun, en sigurstökkið kom í fyrstu tilraun á 2,35. Þá var farið að rigna sem hellt væri úr fötu auk þess sem verulegs strekkings gætti á vellin- um. Heimsmethafinn og ólympíu- meistarinn 1992, Sotomayor, lét kuldann slá sig út af laginu með þeim afleiðingum að 2,35 var honum um megn en áður hafði hann farið yfir 2,25 og 2,32 eins og að drekka vatn á meðan veðrið hélst þurrt. Þetta er þó það besta sem Kúbumaðurinn hefur stokkið í sumar, enda nýlega kominn úr keppnisbanni vegna notkunar ólöglegra fíkniefna. „Ég er sáttur við þennan árang- ur,“ sagði Sotomayor. „Þó hefði ég viljað keppa aðeins lengur en veðrið sló mig alveg út af laginu, en þetta er viðunandi árangur þar sem ég hef ekki keppt mikið síðustu misseri,“ sagði Kúbumaðurinn háfætti og lét þess jafnframt getið að hann hefði tekið þátt í sínum síðustu Olympíu- leikum. „Ég ætla að vera með á næsta ári, en eftir það er kominn timi til að rifa seglin að loknum 17 ár- um í keppni á alþjóðlegum vett- vangi.“ Kliugin kom svo sannarlega á óvart með sigri sínum. A ferli sín- um hefur hann sér helst til frægðar unnið fyrir utan að vera heimsmeist- ari unglinga um miðjan tíunda ára- tuginn að verða í 11. sæti á heims- meistaramótinu í Aþenu 1997 og verða annar í Evrópubikarkeppninni árið eftir og vinna í fyrra. Þá vann hann bronsverðlaun á Evrópumeist- aramótinu í Búdapest 1998 og á heimsbikarmótinu síðar sama ár sem fram fór í Jóhannesarborg. Áður en keppni hófst á Ólympíuleikunum hafði hann hæst stokkið 2,33 á þessu ári á þremur mótum. Þó töldu fáir hann það sterkan á svellinu að gullið kæmi í hans hlut í Sydney. „Kluigin þakkaði mér fyrir stuðn- inginn, það væri ekki síst honum að þakka að hann hefði sigrað," sagði Vaelntin Balakhnichev, fram- kvæmdastjóri rússneska frjáls- íþróttaliðsins, við blaðamenn eftir keppnina og var furðu lostinn og hafði greinilega ekki áttað sig að fullu á úrslitunum sem komu veru- lega á óvart, einkum þá Rússum sjálfum. „Rangur“ maður úr þeirra liðið var réttur maður á réttum stað. „Ég vona svo sannarlega að þessi sigur verði Kluigin til heilla," bætti Balakhnichev við.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.