Morgunblaðið - 26.09.2000, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
'fovo OQQ
ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 C 7
Það besta dugði
Magnúsi ekki
MAGNÚS Aron Hallgrímsson
varð í 21. sæti í undankeppni
kringlukasts karla á Ólympíu-
leikunum á sunnudaginn, en
alls tóku 46 kastarar þátt í
keppninni. Magnús kastaði
lengst 60,95 metra sem er
lengsta kast íslendings í grein-
inni á Ólympíuleikum. Áður
hafði þjálfari hans, Vésteinn
Hafsteinsson, átt lengsta kast-
ið 60,20 metra en það nægði
Vésteini á sínum tíma til þess
að komast í úrslit í Barcelona
1992.
Markið var sett við 64 metra til
þess að komast í úrslitin að
þessu sinni. Sjö kastarar nóðu að
þeyta kringlunni yfir þá vegalengd
og þvi komust þeir
lvar sem voru með fimm
Benediktsson lengstu köstin þar
skrífar fyrir neðan inn í úr-
frá Sydney slitin til þess að fylla
upp í töluna, en að vanda komust 12
í úrslit og var tólfti maður með 62,72
metra. Þetta er sterkasta undan-
keppni í kringlukasti sem fram hef-
ur farið á Olympíuleikum. Nokkir
þekktir kastarar náðu ekki að vinna
sér sæti í úrslitum, þar á meðal
Roman Ubartas, Litháen, sem varð
Ólympíumeistari 1992. Hann kast-
aði aðeins 60,50 metra.
Magnús kastaði lengsta kasti sínu
strax í fyrstu umferð, 60,95, en alls
fengu keppendur að kasta þrisvar í
undankeppninni þar sem keppt var í
tveimur riðlum. Magnús var í A-
riðli og varð í 9. sæti af 23 þátttak-
endum í honum.
Fyrsta kastið lofaði góðu hjá
Magnúsi en honum tókst ekki að
fylgja þeim eftir sem skyldi. Annað
kastið var 58,79 og það þriðja og síð-
asta 60,03. Magnús virkaði afslapp-
aður í keppninni og getur í raun vel
við unað að ná þessum árangri þar
sem hann hefur enga reynslu af því
að keppa á stórmótum, Ólympíu-
leikarnir eru fyrsta alvöru prófraun
hans sem kringlukastara í fremstu
röð.
„Eg byrjaði vel en tókst ekki að
fylgja því eftir í tveimur síðari köst-
unum. Það munaði þó litiu í síðasta
kastinu þar sem spurningin var um
tæknilegt atriði. Það er hins vegar
engin launung á að mig langaði að
gera betur, það bjó meira í mér en
mér tókst að ná fram,“ sagði Magn-
ús að keppni lokinni. „Annars er ég
sæmilega sáttur, ekkert meira en
það,“ sagði Magnús ennfremur og
ljóst er að þarna er á ferð metnaðar-
fullur kastari sem ber hæfilega virð-
ingu fyrir andstæðingum sínum
þótt margir þeirra hafi lengri feril
að baki.
„Mér leið vel inni á vellinum, það
hafði bara jákvæð áhrif á mig að það
voru 100.000 áhorfendur á vellinum.
Þetta var hreint meiriháttar upp-
lifun og mér tókst að einbeita mér
vel að því sem ég var að gera en því
miður voru það ýmis tæknileg atriði
sem brugðust fyrst og fremst og
það er nokkuð sem ég á að geta lag-
að,“ sagði Magnús ennfremur. „Það
er engin ein skýring á hvað fór úr-
skeiðis í tækninni." Magnús segir að
það hafi verið ágætt að kasta á vell-
inum. „Það var logn á vellinum eins
og alltaf er á þessum stóru leik-
vöngum og ég vanur að kasta við
þessar aðstæður. Eg hef reynt að
æfa sem frekast er kostur við að-
stæður sem eru sem líkastar þess-
um til þess að vera sem best undir-
búinn fyrir mót sem þetta.
Eg var tiltölulega afslappaður og
langaði virkilega til þess að gera
vel.
Það er nú bara oft þannig að þeg-
ar mann langar að þá tekst ekki allt-
af að fylgja því eftir. Mótið er rosa-
lega góð reynsla fyrir mig, enda það
langstærsta sem ég hef tekið þátt í,“
sagði Magnús Aron Hallgrímsson.
4
m
Magnús Aron Hallgrímsson kastaði kringlunni 60,95 m í fyrsta kastinu í Sydney.
Morgunblaðið/Sverrir
Margir sterkir komust ekki áfram
MAGNÚS var skráður með 35.
besta árangur ársins af kringlu-
kösturunuin 46 sem tóku þátt, en
tókst að enda í 21. sæti, þar sem
keppnin var afar sterk og t.d. má
nefna það að 60,20 nægði Vésteini
tii þess að komast í úrslit á Ól-
ympíuleikunum 1992. Nú hefði sá
árangur nægt í 28. sæti.
Til marks um hversu sterk und-
ankeppnin í kringlukastinu var
má nefna að Roman Ubartas, ól-
ympfumeistari 1992, komst ekki
áfram, ekki heldur John Godina,
Bandaríkjunum, einn þekktasti
kringlukastari samtímans, banda-
ríski háskólameistarinn Gabor
Mate frá Ungverjalandi sem kast-
aði 65,50 í vor þegar hann vann,
Vaclovas Kidykas, Litháen sem
var fimmti á HM í fyrra, breski
meistarinn Robert Weir, er bætti
breska metið á dögunum, 65,08
og siðast en ekki síst Evrópu-
meistari unglinga, Zoltan Kovago
frá Ungveijalandi. Honum féllust
hendur í undankcppuinni og voru
öll köst hans ógild.
Sjöunda sinn
yfir 60 metra
MAGNÚS Aron Hallgrúnsson hefur nú
kastað kringlunni sjö sinnum yfir 60
metra á mótum í sumar en þátttaka hans
á Ólympíuleikunum var þrettánda mót
hans á keppnistúnabilinu. Þar af hefur
hann ekki kastað styttra en 60 metra síð-
an á Meistaramóti Islands eftir miðjan
júlí. Fyrir Ólympíuleikana var meðaltal
hans á mótum sumarsins 59,54 metrar
þannig að honum tókst að kasta 1,42
metrum yfir meðaltal sitt á Ólympíuleik-
unum. „Það eitt og sér er mjög jákvætt,“
segir Vésteinn Hafsteinsson, þjálfari
Magnúsar og íslandsmethafi í kringlu-
kasti, en Vésteinn er reyndasti kringlu-
kastari íslands og tók m.a. þátt í femum
Ólympíuleikum og fjöida annarra móta,
s.s. heims- og Evrópumeistaramótum.
Morgunblaðið/Sverrir
Magnús Aron hefur náð
bestum árangri íslendinga í
kringlukasti á ÓL.
Fór um mig sælutilfinning
„MAGNÚS má vera stoltur af árangrinum, hann hefur nú kastað
lengst allra íslendinga á Ólympíuleikum,“ sagði Vésteinn Haf-
steinsson, íslandsmethafi í kringlukasti og þjálfari Magnúsar, að
lokinni undankeppni kringlukastsins.
Fyrir mótið sagði ég að ef hann
yrði yfir meðaltali sínu væri
það mjög gott, næði hann yfir 60
metra þá væri það
framúrskarandi fyr-
ir svo ungan og
óreyndan kastara.
Tækist honum að ná
inn í úrslitin þá væri það hreinlega
frábært," bætti Vésteinn við og var
stoltur af lærisveini sínum.
„Fyrst og fremst er ég þó ánægð-
ur með að Magnús stóðst prófið.
Þess vegna er hægt að veðja á hann
Ivar
Benediktsson
skrilar
frá Sydney
á sem framtíðarafreksmann. Hann
hefði vel geta lent í því að gera öll
köstin ógild eða þá „frosið“ og kast-
að aðeins 52 til 54 metra. Þvert á
móti þá kastaði hann 60,95 í sínu
fyrsta kasti á alþjóðlegu stórmóti.
Það fór um mig sælutilfinning þeg-
ar það gerðist því ég hef eytt mikl-
um tíma með honum.
Magnús hefur ekkert sýnt annað
síðan ég tók við þjálfun hans fyrir
þremur árum en að hann er andlega
sterkur og það sýndi hann svo um
munaði.
Vésteinn segir að öll þjálfun
Magnúsar hingað til hafi miðast að
því að hann gæti kastað langt á
stórmótum á stórum velli þar sem
áhrifa af vindi gætir ekki. „Ég er
reyna að forðast ýmslegt af því sem
ég gerði rangt á mínum ferli, þann-
ig að hann eigi mikið styttri leið
fyrir höndum að komast í fremstu
röð í heiminum. Ég gerði þau mis-
tök að ná íslandsmeti mínu í mikl-
um vindi, en átti oft í erfiðleikum á
mótum sem þessum. Ég tók þann
pól í hæðina við þjálfun Magnúsar
að hann keppir ekki á litlum kast-
mótum, hann æfir oft í „öfugum"
vindi, meðvindi eða í logni þannig
að við reynum að forðast það að
keppa í vindi eins og kostur er á til
þess að búa hann undir að keppa á
stórum mótum. Ólympíuleikar eru
fyrsta stórmót Magnúsar og hann
er innan við tvo metra frá sínu
besta, yfir meðaltali ársins og við
getum ekki beðið um meira að
sinni.
Ánægðastur er ég þó með
yfirbragðið á honum úti á vellinum.
Hann er eins og einn úr hópnum,
hann er ekki með minnimátt-
arkennd, ekki með hausinn á milli
lappanna. Þvert á móti ber hann
höfuðið hátt og er óhræddur að
keppa við þá bestu,“ sagði Vésteinn
Hafsteinsson, þjálfari Magnúsar
Arons Hallgrímssonar, kringlu-
kastara.