Morgunblaðið - 26.09.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 26.09.2000, Síða 8
8 C ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Greene gaf skóna MAURICE Greene var skiljanlega í sjöunda himni með sigurinn í 100 m hlaupi karla og sín fyrstu gullverðlaun á Ólympíuleikum. Rétt eftir að hann var kominn í mark fagnaði hann ákaft og hljóp í átt til áhorfenda, settist niður og fór úr skónum. Því næst kastaði hann hægri skónum lengst upp í áhorfendastúku en skipti síðan á þeim vinstri og bandaríska þjóð- fánanum sem einn áhorfandi rétti honum. Skórnir voru sérsaumaðir á Greene og hann notaði þá aðeins einu sinni, í úrslitahlaupinu. Sá heppni heitir Ben Harper og hann var meira en kátur með að hafa hreppt skóinn. „Ég greip skóinn og faðmaði hann svo enginn næði honum af mér,“ sagði Harper. Skórinn er skreyttur með bandaríska fánanum og gulli. „Þetta hlýtur að vera 24 karata gull,“ sagði Harper. AP Naoko Takahashi frá Japan nartar í gullpening sinn. Martha Ernstsdóttir varð að hætta í maraþonhlaupinu eftir 27 km Gríðarleg vonbrigði MARTHA Ernstsdóttir varð hætta eftir 27 km í maraþonhlaupi kvenna á Ólympíuleikunum vegna meiðsla í læri, en þau hafa verið að þjaka hana sl. ár. „Þetta eru mér gríðarleg vonbrigði,“ sagði Martha eftir hlaupið, en hún hefur gert tilraun til þess að komast á ferna síðustu leika en ekki tekist fyrr en nú og þá fór svona. lartha hefur verið meidd um nokkum tíma en verið í með- ferð sl. vikur og gerði sér vonir um að geta lokið keppni. Ivar Benedikts- Hins veSar varð hún sonskrífarfrá fljótlega vör við Sydney meiðslin í hlaupinu á sunnudaginn, reyndi hvað hún gat til að ljúka keppni en neyddist til að hætta. „Hefði ég verið komin upp í kringum 30 til 32 kílómetra þegar þetta gerðist þá hefði ég látið mig hafa það að ljúka hlaupinu, en það var of mikið eftir til þess að pína sig enn meira en ég gerði,“ sagði Martha ennfremur. Þessi gömlu meiðsli fóru að gera vart við sig mjög snemma í hlaupinu og síðan fann ég sífellt meira fyrir þeim eftir því sem á leið. Eftir 16 til 17 kílómetra var mér farið að líða mjög illa, en píndi mig áfram nokkra kílómetra til viðbótar." Martha segir það hafa verið mjög erfiða ákvörðun að hætta hlaupinu. „Þú getur ekki ímyndað þér hversu erfitt það var, ekki síst þar sem ég hef oft áður gert tilraun til þess að keppa á stórmót- um.“ Martha ætlar ekki að láta þessa reynslu slá sig út af laginu heldur safna kröftum og halda keppni áfram. „Ég bogna ekki þótt ég verði fyrir mótlæti. Þetta er ekki fyrsta skipti sem ég mæti mótlæti og það er jafn- framt ljóst að ég hefi ekki sagt mitt síðasta." Martha sagði að burt séð frá meiðslunum hefði hlaupið gengið samkvæmt áætlun fyrstu 15 kíló- metrana. „Ég hafði ákveðið að byrja ekki mjög hratt, vildi ekki taka neina áhættu. Síðan á ákveðnum punkti í hlaupinu gerist það versta. Ég tók að stífna og átti erfitt með að hreyfa mig, líkaminn varð allur „pikkstífur“. Þá byrjar maður áð beita sér skakkt og þá fer allt í vitlleysu. Éf verkurinn hefði komið mun síð- ar þá hefði ég látið mig hafa það fara í mark, en það var bara svo rosalega mikið eftir að ég hefði verið farin að ganga undir lokin. Það held ég að hefði ekki þjónað neinum tilgangi að gera það.“ Martha segir að sú með- ferð sem hún hafi verið í síðustu vikur hjá Gauta Grétarssyni sjúkraþjálfara og Ágústi Kárasyni, lækni, hafi geng- ið vel. „Ég hefði einfaldlega þurft miklu lengri tíma til þess að verða betri, það er ekkert öðruvísi." Martha segir að fyrir ári hafi vöðvi rifnað aft- an í öðru lærinu og það hafi einfald- lega aldrei jafnað sig af því. „Ég gat ekki látið þetta jafna sig því ekki mátti slá slöku við æfingar til þess að geta náð ólympíulágmarkinu, þar af leiðandi gat ég aldrei hvílt mig sem skyldi, því miður.“ „Ég gefst ekki upp og það er aldrei að vita hvort maður lætur ekki sjá sig á HM í Kanada á næsta surnri," sagði Martha Emsts- dóttir, sem fyrst Islendinga tók þátt í maraþonhlaupi á Ólympíuleikum, en tókst því miður ekki að ljúka keppni. Naoko Takahashi Japan Olympíumeistari í maraþonhlaupi kvenna. Fædd: 6. maí 1972 í Gifu í Japan. ■ Helstu afrek: Hóf keppni í maraþoni 1997, setti tvö landsmet 1998 og varð As- íumeistari á 2:21,47 klst., fimmta besta tíma sögunnar. Náði besta tíma ársins 1999 í mars, 2:22,19 klst. ■ Takahashi, sem vegur aðeins 47 kíló, missti af HM 1999 vegna meiðsla. Vildu ekki leyfa Mörthu að hætta „ÉG var alveg að gefast upp við 25 kílómetra markið og ætlað bara að hætta en áhorf- endur við brautina ýttu við mér og vildu ekki leyfa mér að hætta þaimig að ég tók einhverja tvo kiíómetra til viðbótar. Áhorfendur vildu bai a ekki að ég hætti,“ sagði Martha Ernstsdóttir, mara- þonhlaupari um þá reynslu sína að reyna að hætta keppni á Olympíuleikunum vegna meiðsla. Ruglaðist AGUIDA Amaral frá Austur-Timor, keppanda í maraþonhlaupi kvenna, varð heldur betur á í messunni er hún lauk hlaupi sínu á sunnudaginn. Hún var ein 45 keppenda í hlaupinu sem tókst að komast alla leið, en var greinilega ekki alyeg kunnug hversu langt skyldi hlaupa í lokin þegar keppendur eru komnir inn á keppn- isvöllinn. Að jafnaði hlaupa mara- þonhlauparar u.m.b. einn og hálfan hring á vellinum, en Amaral ætlaði að láta nægja að hlaupa hálfan hring og fagnaði innilega þegar hún kom í mark, lagðist á hlaupabrautina og baðst fyrir. Starfsmenn reyndu að benda henni á að hún ætti enn 400 metra ófama í mark en Amaral mis- skildi ábendingar starfsmannana því hún taldi greinilega að hún væri fyrir og færði sig aðeins til hliðar. Eftir talsverðar útskýringar á hinum og þessum tungumálum var hægt að koma keppandanum í skilning um að hún ætti einn hring eftir. Þá tók stúlkan sig loks til, stóð á fætur og hljóp þá 400 metra sem hún átti eftir að 42,195 km sem maraþonhlaup er. Gleði hjá Japönum JAPANIR höfðu heldur betur ástæðu til þess að gleðjast yfir úrslit- um maraþonhlaups kvenna þar sem Naoko Takahashi varð ólymp- íumeistari eftir að hafa átt í hörkukeppni við Rúmenann Lidiu Sim- on allan tímann. Takahashi kom í mark á 2 klukkustundum, 23 mínútum og 14 sekúndum sem er besti tími sem náðst hefur í maraþonhlaupi kvenna á Ólympíuleikum. Besta tímann átti Joan Benoit, frá Bandaríkjunum, frá því á leikunum í Los Angeles 1984, 2:24.52. inn á leikvanginn voru fæturnir farnir að þyngjast en ég hafði nægt úthald. Þá óttaðist ég um tíma að simon væri „þumu" lofti í Bandaríkjuri- MARAÞGN KVENNA „Æft mánuðum saman Takahashi og Simon voru nær þvf jafnar allt hlaupið en Simon skorti örlítinn kraft á lokasprettin- um til þess að kom- ast fram úr japönsku srúlkunni, en Simon kom aðeins 8 sek- úndum á eftir í mark. Þriðja sætið kom í hlut Joyce Chepchumba frá Kenýa á 2:24.45. Ivar Benediktsson skrifarfrá Sydney Lengi framan af leit út fyrir að ann- ar Japani, Eri Yamaguchi, myndi blanda sér í baráttuna um verðlaun en hún tók að missa af fremstu kepp- endum þegar 15 til 20 km voru eftir og hafnaði í sjöunda sæti. „Þegar 35 kflómetrar voru að baki vissi ég að það væri í mínum höndum hvort ég vildi vinna eður ei, ég réð ferðinni í hlaupinu. Þegar komið var mjog nærn mer, en þetta var alveg í lagi og ég er í sjöunda himni,“ sagði Tak- ahashi ennfremur. „Ég reyndi snemma hlaups að komast fram úr Takahashi, en gekk ekki og þegar nær dró markinu varð það sífellt erfiðara," sagði Simon að hlaupinu loknu. Hún sagði brautina hafa verið einkar krefjandi, einkum hafi verið erfiðar brekkur í brautinni. „Þetta um,“ sagði Takahashi. var afar erfitt hlaup og það sést vel á því að margir heltust úr lestinni." Af 54 hlaupurum sem hófu keppni urðu 9 að hætta, þar á meðal Martha Ernstsdóttir. Tegla Loroupe, Kenýa, sem líkleg þótti til afreka, enda á hún besta tíma sem náðst hef- ur í maraþonhlaupi kvenna, varð að gera sér 13. sætið að góðu á 2:29.45.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.