Morgunblaðið - 26.09.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.09.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 C 9 ^***\ OQp AP Tereza Marinova frá Búlgar- íu stökk lengst. Búlgaríu Ólyrapíumeistari í þrístökki kvenna. Fædd: 5. september 1977 í Pleven í Búlgaríu. Helstu afrek: Heimsmeistari unglinga 1996. Hafði stokkið lengst 14.90 fyrir leikana og bætti sig um 30 sentímetra. ■ Missti af HM á síðasta ári vegna meiðsla í hásin. ■ Moncho Marinov, faðir hennar, var búlgarskur methafí í 800 m hlaupi 1974 og bróðir hennar, Tsvet- omir Marinov, fékk brons á EM unglinga í 400 m hlaupi árið 1995. Þjóðhátíð á Barbados L AU GARD AGURINN var sann- kallaður þjóðhátíðardagur á Barbados, lítilli eyju í Karabiska hafinu. Þar fór allt á hvolf þegar hetja eyjunnar, Obadele Thomp- son, hreppti bronsverðlaunin í 100 metra hlaupi karla og tæplega hef- ur nokkrum gull verðlaunum á Ól- ympíuleikunum í Sydney verið fagnað jafn innilega. Það var enn laugardagsmorgunn á Barbados þegar Thompson hljóp á laugar- dagskvöldi í Sydney og eyjaskeggj- ar gátu því fagnað vel og lengi með kalypsotónlist í bakgrunni. Obad- ele Thompson er fyrsti verðlauna- hafi Barbados á Ólympíuleikum, að því undanskildu að eyjan átti einn fulltrúa í boðhlaupssveit Vest- ur-Indía sem fékk brons í 4x400 metra hlaupi í Róm árið 1960. Tugirtonna af rusli ÁHORFENDUR, sem streymatil Sydney, haga sér langflestir virkilega vel, að sögn lögreglu. En þeir skilja eftir sig ótrúlega mikið rusl. Á hverjum degi hefur hreinsunardeild Sydneyborgar þrifið upp 20 tonn af rusli, sem er ríf- lega helmingi meira en á vepjulegum degi í borginni. Til að stemma stigu við þessu aukna magni af rusli hafa borgaryfirvöld bætt við 39 ruslabílum og bætt um 800 ruslatunnum við á götur borgarinnar, sem er ríflega tvöföldun á venju- legum fjölda tunna þar. Eitt draumastökk dugði til sigurs Tereza Marinova frá Búlgaríu þurfti aðeins eitt draumastökk til að tryggja sér ólympíugullið í þrí- stökki kvenna á sunnudaginn. Mar- inova sveif 15,20 metra í fyrsta stökki, bætti árangur sinn um 30 sentimetra og það reyndist duga til sigurs. Hún gerði öll hin fimm stökk- in ógild en það kom ekki að sök. í rigningu og erfiðum vindi komst enginn með tærnar þar sem hún hafði hælana, ekki einu sinni Tatjana Lebedeva frá Rússlandi sem hefur haft nokkra yfirburði í greininni í ár og unnið 13 mót af 14. Lebedeva stökk 15 metra slétta. Marinova var sjálf ekki hissa þó úrslitin kæmu öðrum á óvart. „Eg ætlaði að verða ólympíumeistari og bjóst við þessu. Eg hélt meira að segja að ég myndi stökkva enn lengra. Veðrið skipti mig engu máli,“ sagði sú búlgarska, kotroskin eftir sigurinn. Mikið um veðmál MEIRA en fimm milljónum dollara var eytt í veðmál í tengslum við ÓL í fyrstu viku leikanna. Algjör sprenging varð í veðmál- unum þegar Ian Thorpe keppti gegn Pieter Van Der Hoogenband, en ríf- lega 100.000 dollurum (um fimm milijónum ísl. kr.) var veðjað á þá viðureign. Grand Prix 3 tölvuleikirnir eru til sölu á flestum Shellstöövum meöan á keppninni stendur. COMPACl Verðlaun 1. Ferð f/rir tvo, gisting og boðsmiðar ó Formúlu 1 í Silverstone ó Englandi í maí 2001. 2. Compaq Presario ferðatölva fró BT tölvum. 3.-7. Tölvustýri fró BT tölvum. 8.-48. Ferraribolir GRANDPRIX 3 ÁflCRDPRDSE Kynniseintak með Grand Prix 3 tölvuleiknum fylgir með í hvert skipti sem þú kaupir Shell Formula eldsneyti. Þú keppir ó tölvunni þinni og skróir árangurinn á www.shell.is til vinnings!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.