Morgunblaðið - 26.09.2000, Page 13

Morgunblaðið - 26.09.2000, Page 13
12 C ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ OQQ CJ Hunter með óhreint mjöl í pokahominu FJÖLMIÐLAR í Sydney greindu frá því í gær að fremsti kúluvar- pari heims undanfarin ár og núverandi heimsmeistari, CJ Hunter, hafi failið á lyfjaprófi sem tekið var af honum eftir Bisl- ett-leikana í Ósló seint í júlí. Við rannsókn hefur komið í ijós að Hunter, sem kvæntur er Marion Jones, var með of hátt magn tveggja steralyfja, testersterones og nandrolones og Ijóst að Hunter á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann. Istvan Gyulai, framkvæmdastjóri Alþjóðafrjálsíþróttasambands- ins (IAAF), staðfesti þessar fregnir í gær og Mike Mor- I an talsmaður ól- Benediktsson ympíunefndar skrifarfrá Bandaríkjanna Sydney sagði að Hunter fengi að vera áfram á Ólympíleik- unum sem þjálfari eiginkonu sinnar og þá hluti af ólympíuliði Banda- ríkjanna og nefndin myndi gera allt til að raska sem minnst hennar áætlunum á leikunum. Ekki hefur komið fram hversu mikið af tester- sterones sem hlutfall af epiotest- erone hafi fundist í sýni Hunter en talað er um að hann hafi haft eitt- þúsundfalt hlutfall nandrolones í líkama sínum þegar sýnið var tekið. Hunter dró sig út úr bandaríska keppnisliðinu snemma í september í kjölfar meiðsla og uppskurðar á öðru hné en hann var fyrirfram tal- inn líklegastur til þess að vinna gullverðlaun í kúluvarpi. í ljósi þessara frétta er ljóst að Hunter hefur haft tvöfalda ástæðu til þess að draga sig frá keppni leikanna. Þetta er enn eitt lyfjamálið sem kemur upp á leikunum og þótt það tengist ekki keppanda með beinum hætti óttast margir að hún hafi veruleg áhrif á Marion Jones og áætlanir hennar um að vinna fimm gullverðlaun á leikunum. Þau fyrstu eru í höfn en síðar í vikunni keppir hún í 200 m hlaupi og lang- stökki og um helgina í boðhlaupun- um tveimur. Hunter hefur fylgt eiginkonu sinni nærri því hvert fótmál á leik- unum hefur ekkert gefið kost á við- tali vegna þessa máls. Það var ekki komið upp á yfirborðið á laugar- dagskvöldið þegar Jones vann 100 m og Hunter var með henni á blaða- mannafundi eftir hlaupið eins og ekkert hefði ískorist. Jones sagði þá að Hunter væri sín stoð og stytta í kapphaupinu um gullin fimm. Þar sem Hunter hefur nú fallið á lyfjaprófi verður hann sennilega gerður burtrækur frá leikunum með tilheyrandi áhrifum á hlaupa- drottninguna. Fréttir herma að ekkert bendi til þess að Jones hafi neitt að fela í lyfjamálum. Hún hafi á síðustu vik- um og mánuðum margoft farið í lyfjapróf án þess að nokkuð óeði- legt hafi komið í ljós. Þótt Hunter taki ekki þátt í leikunum voru fjölmiðlar famir að tala um það í gær að mál Hunters muni heldur betur setja svartan blett á leikana og þarna sé um að ræða stærsta mál af þessum toga sem komið hef- ur upp í tengslum við Ólympíuleik- ana síðan Ben Johnson féll í Seoul 1988. Er það sagt sökum tengsla Hunter við Jones og það muni hugsanlega hafa þau áhrif að hún annaðhvort hætti við keppni í ein- hverjum greinum eðajafnvel í versta falli fari heim áður en hún hafi tekið þátt í öllum greinunum fimm sem hún ætlaði sér að taka þátt í. Uppfyllti drauma Ástralíu ÁSTRALSKI frumbygginn Cathy Freeman uppfyllti draum heiliar þjóðar er hún vann tilfinningaþrunginn sigur í 400 m hlaupi á Ól- ympíuleikunum í gær fyrir f raman 112.000 manns. Hin 27 ára gamla Freeman sem kveikti ólympíueldinn í upphafi leikanna sigraði á tímanum 49,11 sekúndum. Hún var skrefinu á undan Lorraine Graham frá Jamaíku sem varð önnur. egar Freeman gerði sér hægt og rólega grein fyrir sigrinum fór hún á hnén og drakk í sig fagnaðar- læti áhorfenda. „Þegar ég hljóp yfir endalínuna rættist ólympíudraumur minn,“ sagði Freeman agndofa eftir hlaupið. „Eg fann fyrir tilfinningum áhorfendaskarans inn mig alla. Ég gersamlega drakk hvem dropa af stemmningunni í mig,“ sagði hún. Freeman sem er afar stolt af því að vera írumbyggi vafði bæði ástralska fánanum og fána frumbyggjanna um sig er hún hljóp sigurhringinn. Á sam- veldisleikum fyrir sex árum var hún fordæmd fyrir að fagna með því að vefja frumbyggjafánanum um axlir sér en annað var uppi á teningnum núna. „Ég er viss um að sigurinn og það sem ég stend fyrir skipti miklu máli um álit fólks á frumbyggjum. Ég veit að ég hef gert marga sem telja Vann þrátt fyrir meiðsli HAILE Gebrselassie spratt fram- úr Kenýumanninum Paul Tergat á lokametrunum í gær og sigraði naumlega 110 km hlaupi. Þrátt fyrir að vera meiddur á ökkia tryggði Eþíópíumaðurinn sér stöðu meðal fremstu langhlaupara allra tíma með sigrinum. Gebrselassie og Tergat börðust hlið við hlið og reyndi Tergat að hægja á Gebrseiassie en meist- arinn neitaði að láta trufla sig. Hann kom í mark á 27.18,20 mín- útum sem er aðeins 9/100 úr sek- úndu á undan Tergat. Assefa Mezgebu var þriðji. Hinn 27 ára gamli Gebrselassie er fjórfaldur heimsmeistari sem lærði greinina með því að hlaupa 10 km fram og til baka úr skólan- um þegar hann var lítill. „Á tíma- bili vissi ég ekki hvort ég gæti keppt héma út af meiðslunum. Á siðustu stundu ákvað ég að reyna og ég er mjög ánægður með ár- angurinn," sagði Gebrselassie. Haile Gebrselassie Eþíópíu Ólympíumeistari í 10 km hlaupi karla. Fæddur: 18. apríl 1973 í Arssi í Eþíópíu. Helstu afrek: Fjórfaldur heimsmeistari og vann Ólympíugullið í Atl- anta 1996. Hefur ekki tapað 10 km hlaupi í rúm sjö ár og hefur sett 15 heimsmet á fjórum vegalengdum. ■ Tvímælalaust einn fremsti langhlaupari allra tíma. ■ Missti af öllu innanhússtímabilinu síðasta vetur vegna meiðsla í hásin. ■ Sem strákur hljóp hann 10 km leið í skólann á hverjum degi. AP Gullstúlkan Cathy Freeman fýrir miðju, ásamt silfurverðlauna- hafanum Lorraine Graham frá Jamaíku og Katharine Merry, Bretlandi, sem fékk brons. Ástralíu heimili sitt hamingjusama.“ Freeman var í heilgalla í hlaupinu og með hettu til að minnka loftmótstöðu. Hún hélt í við Graham í fyrri hluta hlaupsins. Undir lokin átti hún nóg af aukabirgðum og náði Graham í loka- beygjunni og jók forystuna og sigraði með næstum hálfrar sekúndu for- skoti. Graham varð önnur og Kathar- ine Merry þriðja. Freeman var langs- igurstranglegust fyrir hlaupið þar sem hún vann síðustu tvö heimsmeist- aramót. Að auki hafnaði hún önnur Kaftan Marie-Jose Perec á síðustu ipíuleikum. Perec hætti við þátt- töku á Ólympíuleikunum í síðustu viku og fór heim því hún sagðist ofsótt af fjölmiðlum. Eftir það stóð ekkert í vegi fyrir Freeman nema gífurleg pressa frá hveijum einasta Ástraia sem heimtaði að hún ynni. Ástralía hafði ekki unnið ólympíugull í frjáls- um íþróttum síðan Debbie Flintoff- King sigraði í 400 m grindahlaupi í Seúl 1988 og því vonuðust allir til að Freeman gæti endað þennan gull- þurrk. „Ég er mjög ánægð með hvemig ég stóðst álagið. Ég hef reynt að halda hlutunum einföldum. Ég lifi mjög eðlilegu lífi þegar ég er ein,“ sagði Freeman sem er afar feimin að eðlisfari. Þrátt fyrir það hefur hún tal- að mjög opinskátt um rétt fmm- byggja og fyrir vikið hefur hún búið í háifgerðu glerhúsi. Jafnvel þótt hún elski Ástralíu neyddist hún tÚ að eyða mestum hluta síðastliðinna tveggja ára erlendis vegna ágangs fjölmiðla. „Það var ótrúlegur heiður að kveikja ólympíueldinn en gullið er mér meira virði og persónulegra. Það er mér mjög eðlislægt að hlaupa - bara eins og að anda. Það sögðu mér allir að ég gæti unnið en ég trúði því ekki. íþróttir eru eins og lífið, það get- ur alltaf allt gerst,“ sagði Freeman. metra hlaupi kvenna. Fædd: 16. febrúar 1973 í Mackay í Ástralíu. Helstu afrek: Heimsmeist- ari 1997 og 1999 og hefur ekki tapað hlaupi í tvö ár. Silfur á ÓL í Atlanta 1996. Samveldismeistari í 200 og 400 m hlaupum 1994. ■ Persónutákn Ólympíu- leikanna í augum Ástrala eftir að hún kveikti Ólymp- íueldinn á setningarhátíð- inni. ■ Vann fyrstu gullverð- laun Ástrala í frjálsíþrótt- um á ÓL í tólf ár. ■ Olli póhtísku uppþoti þegar hún hljóp sigurhring með fána ástralskra frum- byggja, ásamt ástralska fánanum, þegar hún varð samveldismeistari 1994. ■ Hefur verið útnefnd Ástrah ársins, persónuleiki ársins í áströlskum íþrótt- um og íþróttamaður ársins úr röðum frumbyggja. Keutcrs Haile Gebrselassie fagnar sigrinum 110.000 m hlaupi. MORGUNBLADIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 C 13 AP Michael Johnson fagnar öruggum sigri sínum í 200 m spretthlaupi á ÓL. IVIIUI IdCM UUI II IOUI I Bandaríkjunum Ólympíumeistari í 400 metra hlaupi karla. Fæddur: 13. september 1967 í Dallas, Texas í Bandaríkjunum. Helstu afrek: Fyrstur til að vinna bæði 200 og 400 m hlaup karla á Ólympíuleikum, í Atlanta 1996. Heimsmethafi í 200 m hlaupi með 19,32 sekúndur og í 400 m hlaupi með 43,18 sekúndur. Fjórfaldur heimsmeistari í 400 m hlaupi og tvöfaldur í 200 m hlaupi. Ólympíu- meistari í 4x400 m boðhlaupi 1992. ■ Sló 11 ára gamalt met Butch Reynolds í 400 metra hlaupinu árið 1999 þegar hann varð heimsmeistari í fjórða skipti. ■ Meiddist í úrtökumótinu fyrir 200 m hlaupið og missti þar með af möguleikanum á að verja Ölympíutitilinn í þeirri grein. ■ Stíll Johnsons þykir minna mjög á Jesse Owens, hetju Banda- ríkjamanna frá leikunum í Berhn 1936. ■ Johnson segir að mesta viðurkenning sem hann hefur hlotið hafi verið þegar ekkja Jesse Owens sagði í bréfi til hans að hann minnti sig á eiginmann sinn. KEPPENDUR frá Miðbaugs-Gín- eu hafa varkið óskipta athygli á Ól- ympíuleikunum, og það ekki vegna góðrar frammistöðu heldur þvert á móti fyrir hversu slakir þeir eru. Sundmaðurinn Eric Moussambini fékk mikla athylgi þegar hann lauk 100 m skriðsundi á tæpum tveimur mínútum, u.þ.b. einni mínútu á eft- ir fyrsta manni, og nærri því búinn að gefast upp á sundinu. Landa hans átti álíka erfitt uppdráttar í 50 m skriðsundi kvenna fyrir helgi- na og kom í mark á 1.03,94 mínút- um, en heimsmet Inge de Bruijn er rúmar 24 sekúndur. Eins og tíminn gefur til kynna þá var kunnátta sundkonunnar ekki mikil. Það sem meira er, stúlkan hafði aldrei heyrt minnst á Inge de Bruijn og hvað þá hvað heimsmetið í greininni er. „Ég er nýbyrjuð að æfa,“ sagði stúlkan eftir að hún komst eftir mikið basl í mark. Þriðji keppandi landsins, tók þátt í 100 m hlaupi kvenna á dögunum og kom í mark á lakasta tíma allra keppenda í undanrásum, þ.e. 13,98 sekúndum og var um 30 metrum á eftir Debbie Ferguson frá Jamaíku sem kom fyrst í mark í riðlinum. Þess má geta að Ólympíumeist- arinn, Marion Jones, fékk tímann 10,75 sekúndur í sigurhlaupi sínu. ganum MiCHAEL Johnson sem var í aðalhlutverki Ólympíuleikanna í Ati- anta fyrir fjórum árum var ánægður með að vera aðeins í auka- hlutverki fyrir Cathy Freeman á þessum leikum. Áhorfendur voru enn i sigurvímu eftir að Freeman vann kvennakeppnina þegar Johnson steig á hlaupabrautina í 400 m hlaupi karla stundar- fjórðungi síðar. Johnson gerði engin mistök og með uppréttan líkama og útþanda vöðva kom hann fyrstur í mark. Hann vann sögulegan sigur í bæði 200 og 400 m hlaupum á síðustu leikum og skrifaði nafn sitt enn í sögubækurnar í gær með því að verða fyrsti maðurinn til að sigra í 400 m hlaupi á tveimur Ól- ympíuleikum í röð. „Atlanta var ótrúleg upplifun fyrir mig og verð- ur alltaf hápunktur ferils míns. Ég vissi það áður en ég keppti hér að þetta yrði ekkert líkt því. Það ger- ist aðeins einu sinni á ferlinum og það er búið að gerast hjá mér,“ sagði Michael Johnson sem var sáttur við að vera í skugga Cathy Jones. „Það var ótrúlegt andrúms- loft á vellinum. Að hlaupa á eftir konunum, á meðan áhorfendur voru enn í vímu, var bara enn betra.“ Johnson hóf hlaupið rólega en þegar um 200 metrar voru eftir jók hann hraðann og kom í mark á 43,84 sekúndum sem öruggur sig- urvegari. Landi hans, Aivin Harri- son, varð annar og Greg Haughton frá Jamaíku þriðji. Johnson sagðist ánægður með að 100 m hlauparinn Marion Jones og Freeman tækju upp mesta athygl- ina þar sem hann vissi að pressan hafi verið gífurleg á þær báðar. „Cathy og Marion - leikarnir eru þeirra. Þær hafa báðar staðið sig frábærlega undir miklu álagi. Cat- hy var á sömu braut og ég - númer sex - og það gaf mér auka orku. Marion hefur staðið sig frábærlega og ég vona að fjölmiðlar leyfi henni að gera það sem hún er komin hingað til að gera - ná í fimm gull.“ Frjálsar íþróttir gætu hafa séð það síðasta af Johnson sem hefur nú þegar unnið allt sem hann vildi í greininni. Hann sagðist ætla að taka sér frí eftir leikana og taka ákvörðun um framhaldið. Hann er nú 33 ára að aldri og milljónamær- ingur eftir árangur sinn á hlaupa- brautinni og því telja margir að hann dragi sig í hlé. Líklegt þykir þó að Johnson taki þátt í heims- meistaramótinu á næsta ári. Metaðsókn að Ólympíuleikunum NÚ hafa selst rétt rúmlega 90% allra þeirra aðgöngumiða sem í boði eru á viðburði Ólympíuleikanna í Sydney. Er þar um met að ræða en það gamia var sett á leikunum í Barcelona fyrir átta árum, þá gengu 82,3% miðanna út. styttast fari í lok leikanna. Alls seljast að jafnaði um 50.000 miðar á dag og virðist íbúum Sydney alveg vera hjartanlega saman hvað þeir sjá, þeir vilja bara sjá eitt- hvað af því sem í boði er, taka þátt í leikunum á sinn hátt. „Allar íþróttir virðast vera vinsælar, fólk vill bara miða og skiptir engu máli þótt það þekki ekki íþróttimar til hlítar sem Ivar Benediktsson skrifarfrá Sydney það kaupir sér aðgang að,“ segir John O’Neill, framkvæmdastjóri miðasölunnar. Til marks um það er saga sem Morgunblaðið heyrði af tali tveggja kvenna sem höfðu keypt sér miða á keppnina. Önnur hafði náð miða á hafnarboltaleik á leikunum um helgina en aðeins náð í miða á blak- leik fyrir vinkonu sína. Sú sagðist ekki hafa hugmynd um hvaða íþrótt þetta blak væri, en það skipti engum máli. „Mig langar bara að sjá eitt- hvað og þetta blak er ábyggilega al- veg jafnskemmtilegt og hvað annað þótt ég viti ekkert út á hvað íþróttin gengur út á,“ sagði kella og hélt af stað í blakhöllina á meðan hin fór að sjá hafnarboltaleik, sem hún sagðist velþekkja. Utilokað mun vera að fá miða á fimleika, frjálsíþróttir og hjólreiðar á braut og eins var uppselt á öll úr- slitakvöldin í síðustu viku og nær því uppselt á undankeppnina á hverjum morgni. Sömu sögu má segja af und- ankeppni frjálsíþrótta fyrri hluta dags, sem oft hefur gengið illa að selja miða á. Sem dæmi má nefna að uppselt var á undankeppni ýmissa greina frjálsíþrótta á sunnudagsmorguninn þegar keppni í kringlukasti karla stóð yfir og Islendingurinn Magnús Aron Hallgrímsson var í eldlínunni. Eina íþróttagreinin sem ekki hef- ur vakið mikla athygli og h'tið hefur selst af miðum á eru listsund. Það er mikil breytinga á frá leikunum 1996 í Atlanta þegar uppselt var á öll kvöld keppninnar í þeirri íþrótt. Þá hafa 9.000 króna miðar á sigl- ingakeppnina ekki verið mjög eftir- sóttir jafnvel þótt inni í þeim sé falin sigling á snekkju um keppnisvæðið á meðan keppni í siglingum stendm’ yfir þannig að áhorfendur geti fylgst í nálægð með farkostunum og áhöfn- um þeirra. Hvað fór úrskeiðis í Atlanta? ÁSTRALAR eru ákaflega stoltir af því hversu vel hefur tekist til í megin- atriðum með framkvæmd Ólympíu- leikanna. Fyrir utan vandræði með samgöngumál á fyrstu dögunum hef- ur flest gengið eins og um vel sinurða vél sé að ræða. Af þeim sökum hafa heimamenn gaman að því hvernig Atl- anta Journal, dagblað í Atlanta í Bandarflgunum, skrifar uin leikana nú og þá sem haldnir voru í Atlanta fyrir fjórum árum. Þá gekk margt á afturfótunum þótt fyrirfram hafi Bandaríkjamenn verið búnir að lofa bestu leikum frá upphafi. Blaðið segir að Bandarflgamenn eigi að læra af þvi sem vel er gert í Sydney. „Við tókum þann pól f hæðina strax að vera ekki með blaður um mestu og bestu Ól- ympíuieikana í sögunni, heldur vinna okkar starf af samviskusemi og festu frá upphafi og láta síðan aðra um að dæma,“ segir einn forsvarsmanna ÓI- ympíuleikanna í Sydney f viðtali við fyrmefnt dagblað í Atlanta. „í því liggur ef til vill munurinn og því er útkoman eins góð og raun ber vitni.“ Vekja ómælda athygli I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.