Morgunblaðið - 26.09.2000, Síða 18
i
18 C ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
Ölæti eftir lejk
Spánverja og ítala
ÞAÐ kom til smávæg-ilegra ólála eftir leik Spánverja og Itala á
laugardag, þar sem Spánverjar sigruðu 1:0. Stuðningsmenn ít-
alska liðsins voru aldeilis ekki ánægðir með frammistöðu sinna
manna og spýttu á þá úr stúkunni þegar þeir gengu til bún-
ingsherbergja að leik loknum. Þegar komið var inn undir stúk-
una tók ekki betra við þar sem nokkrir leikmenn beggja liða
lentu ( ryskingum og þegar heimamaður, sjáifboðaliði, ætlaði
að skakka leikinn vildi ekki betur til en svo að hann fékk högg
í andlitið og blóðnasir.
Þetta atvik mun þó ekki hafa neina eftirmála en dómari
Iciksins sá hvað gerðist og stillti til friðar.
Mál Andra
enn óleyst
Chile
skorar
og
skorar
Félagaskipti Andra Sigþórs-
sonai- úr KR í austurríska
félagið Salzburg eru enn ófrá-
gengin. Salzburg hefur boðið
Andra fjögurra ára samning en
KR-ingar hafa ekki viljað ganga
frá félagaskiptunum fyrr en
tryggt er að þeir fái greiðslu fyrir
Andra sem er samningsbundinn
KR til áramóta.
KR-Sport, hlutafélag um
rekstur meistaraflokks KR, er
komið með mál Andra á sitt borð
en Rekstrarfélag KR-inga lét
það í hendurnar á KR-Sport
vegna stjórnarskipta sem eiga
sér þar stað í vikunni.
„Það hefur engin niðurstaða
fengist í þetta enn sem komið er
enda ekki sami skilningur hjá öll-
um varðandi þetta mál. Þetta er
ekki lögfræðilegt heldur er þetta
spurning um sanngimi. Ég er al-
veg viss um að við náum saman
og vonandi gerum við það í vik-
unni. Menn eru mjög afslappaðir
og eru að reyna að finna góðan
flöt á þessu,“ sagði Björgólfur
CHILEBÚAR komu virkilega á
óvart er þeir lögðu meistara Níg-
eríu 4:1 í átta liða úrslitum knatt-
spyrnukeppni karla á Ólympíu-
leikunum. Sigurinn kom ef til vill
ekki svo á óvart heldur hversu
stór hann var en leikmenn Chile
hafa nú gert 11 mörk í fjórum
leikjum leikanna.
Við vorum ákveðnir í að vinna
og ég held að grunnurinn að sigr-
inum hafi verið lagður í búnings-
herberginu fyrir leikinn. Miðað
við þau ummæli sem komu úr
herbúðum Nígeríumanna fyrir
leikinn held ég að þeir hafi van-
metið okkur,“ sagði Nelson
Acosta þjálfari Chile eftir sigur-
inn og var að vonum ánægður
með sina menn.
Chile mætir liði Kamerún í
undanúrslitunum en Kamerún
gerði sér lítið fyrir og vann
Brasilíu 2:1 með „gullmarki" á
113. mi'nútu. Dómari leiksins
hafði þá rekið tvo leikmenn Kam-
erún út af en þeir létu það ekki á
sig fá heldur sigruðu. Acosta
þjálfari Chile segir að leikmenn
sínir séu ekkert að velta sér upp
úr því hvort liðið kemst í úrslit
eða ekki. „Við lítum ekki á okkur
sem það lið sem á meiri mögu-
leika á að komast í úrslitin, við
viljum bara að okkar verði
minnst sem leikmanna sem léku
vel á leikunum," segir Acosta.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Guðmundsson, formaður KR-
Sport, í samtali við Morgunblað-
ið.
AP
Chilemennirnir Rodrigo Tello, Ivan Zamorano og Rafael Olarra fagna þriðja markinu gegn Nígeríu.
Þjálfari Nígeríu, Jo Bonfrere,
var allt annað en ánægður með
að vera fallinn úr keppni. „Vörn-
in hjá mér vissi hvorki í þennan
heim né annan í fyrri hálfleik og í
raun Iék allt liðið illa.
_ Leikmenn Chila eru vinsælir í
Astralíu enda hafa þeir skorað
mikið af mörkum og leikið
skemmtilega knattspyrnu. Krikk-
etleikvangurinn í Sydney, þar
sem liðið hefur leikið hcfur verið
þéttskipaður og stuðningsmenn
liðsins hafa verið þúsundum sam-
an fyrir utan hótelið sem liðið býr
á. „Þetta er mikilvægt fyrir okk-
ur, að finna að stuðnings fólksins,
þetta er svipað og leika á heima-
velli,“ sagði Acosta þjálfari.
Eyjólfur ekki með Herthu
EYJÓLFUR Sverrisson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sat á vara-
mannabekknum, þegar Hertha Berlín tapaði stórt fyrir Unter-
haching í Þýskalandi, 5:1. Schalke skaust í annað sæti þýsku deild
arinnar með 4:0 sigri á útivelli gegn Dortmund sem var í öðru sæti
fyrir sjöttu umferðina. Bayern Munchen er stigi á undan Schalke í
efsta sæti.
Bayem vann góðan útisigur á
Köln, 2:1, þrátt fyrir að vera
með hálfgert varalið þar sem margir
lykilmenn eru meiddir. Heimamenn í
Köln voru miklu betri í leiknum, sér-
staklega fyrri hálfleik, og hefðu hæg-
lega getað verið 3:0 yfir í leikhléi en
það voru samt gestimir sem komust
yfir með marki frá Elber á 15. mín-
útu. Heimamann jöfnuðu rétt fyrir
hlé og sigurmarkið kom á 73. mínútu.
„Við vomm heppnir, það er ekki
hægt að segja annað,“ sagði Ottmar
Hitzfeld þjálfari Bæjara og bætti við
að lið hans hefði leikið of varlega eft-
ir að það komst yfir. „Við voram
mjög heppnir að staðan var bara 1:1 í
leikhléi," sagði þjálfarinn. I lið hans
vantaði Carsten Jancker, Thomas
Linke, Mehmet Scholl, Stefan Effen-
berg, Paul Sergio og Alexander
Zickler. Schalke gerði fína ferð til
nágranna sinna í Dortmund þar sem
það mætti næstefsta liðinu. Það var
mikið fjör á vellinum,uppselt með
68.600 manns, enda um nágrannalið
að ræða.
„Það er alltaf gaman að sigra í
nágrannaslag og þetta er mjög gott
fyrir sjáfstraust leikmanna en við
verðum að gæta okkar að láta þetta
ekki stíga okkur til höfuðs,“ sagði
Huub Stevens þjálfari Schalke og
bætti við: „Við fengum bara þrjú stig
fyrir þennan leik, rétt eins og hvem
annan sigurleik - ekkert meira.“
Hertha Berlín tapaði enn einu
sinni á útivelli, nú í Munchen gegn
nýliðum Unterhaching 5:2. Eyjólfur
var ekki í leikmannahópi Herthu að
þessu sinni.
Hertha komst í 1:0 eftir 22 mín-
útna leik og útlitið var bjart hjá lið-
inu. En Andre nokkur Breitenreiter
var ekki á sama máli og breytti stöð-
unni í 3:1 með mörkum á 34., 44. og
48. mínútu og þar með var draumur
Herthu-manna um sigur á útivelli
úti.
Það var mikið markaregn þegar
Wolfsburg tók á móti HSV. Jona-
tahn Akpoborie gerði þrjú mörk íyr-
ir heimamenn og jafnaði metin, 4:4 á
síðustu sekúndum leiksins.
Juventus
úr leik á
Ítalíu
Juventus féll úr bikarkeppninni á
Ítalíu um helgina er liðið tap-
aði 2:1 á heimavelli fyrir Brescia en
fyrri leik liðanna lauk með marka-
lausu jafntefli.
Það var greinilegt að Juve óttað-
ist nýliðana í deildinni eftir fyrri
leikinn og nú var öllu til tjaldað,
Zidane og Trezeguet vora til dæm-
is báðir með. Það byrjaði vel því
Conte kom heimamönnum yfir á 22.
mínútu og var svo rekinn af velli sjö
mínútum fyrir leikslok. Carlo
Ancelotti, þjálfari Juve, skipti Zid-
ane útaf í leikhléi og hafi hann talið
leikinn unninn var það hinn mesti
misskilningur því Dario Hubner
jafnaði á 48. mínútu og gerði sigur-
markið á þeirri 74.
AC Milan tapaði líka heima en
slapp fyrir horn. Leikmenn Tórínó
voru í heimsókn og náðu forystunni
eftir stundarfjórðung með marki
Stefans Schochs úr vítaspyrnu. Það
dugði þó gestunum ekki því AC
Milan vann 3:1 í fyrri leiknum.
Udinese komst áfram með 2:1
sigri á Piacenza en fyrri leiknum
lauk með 1:1 jafntefli.
Þrír leikir vora á sunnudaginn og
þar skoruðu leikmenn 17 mörk.
Parma tryggði sig áfram með 5:1
sigri á Venezia, Lazio með 5:2 sigri
á Sampdoria og Inter Mílanó vann
Lecce3:l áútivelli.
Celta
eittá
toppnum
á Spáni
CELTA Vigo er eina liðið með
fullt hús stiga eftir þrjár fyrstu
umferðirnar í spænsku knatt-
spyrnunni. Real Madrid og
Barcelona unnu örugga sigra en
meistarar Deportivo Coruna
töpuðu sínum fyrstu stigum.
Brasilíumaðurinn Catanha
tryggði Celta sigur á Espanyol,
1:0. Hann fylgdi vel á eftir þegar
markvörður gestanna varði skot frá
hinum argentínska Gustavo Lopez
sem lék vörn Espanyol grátt.
Real Madrid vantaði sóknartríóið
sitt, Savio, Raúl og Fernando Mor-
ientes, en átti samt sinn besta leik á
tímabilinu og vann Athletic Bilbao,
4:1. Guti skoraði tvö markanna og
Roberto Carlos skoraði með glæsi-
legu skoti úr aukaspymu af 25 metra
færi.
Barcelona hristi af sér slyðruorðið
eftir 3:0 skellinn gegn Besiktas í
meistaradeildinni í síðustu viku og
vann Racing Santander með sömu
markatölu. Mörkin vora hollensk því
Patrick Kluivert gerði tvö og Marc
Overmars eitt.
Þórður enn á varamanna-
bekk Las Palmas
Þórður Guðjónsson sat á vara-
mannabekknum hjá Las Palmas sem
gerði jafntefli, 1:1, við Valladolid á
heimavelli sínum á Kanaríeyjum.
Þórður hefur því að eins fengið að
spila í 18 mínútur í þremur fyrstu
umferðunum. Las Palmas fékk
þama sitt annað stig.
Juan Sanchez skoraði tvívegis í
stórsigri Valeneia á Numancia á úti-
velli, 3:0. Tölurnar vora ekki í sam-
ræmi við leikinn því heimaliðið var
sterkara lengst af áður en Valencia
skoraði þrívegis á síðustu 14 mínút-
um leiksins.