Morgunblaðið - 29.09.2000, Side 1

Morgunblaðið - 29.09.2000, Side 1
KVIKMYNDAHATIÐ f f R E Y K J A V I K BIOBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 JfafgtiiiHjifeit ÁFÖSTUDÖGUM 17. Kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst í dag og er nýjasta verk Angs Lee opnunarmyndin Sýndar 34 kvikmyndir frá 15 löndum KVIKMYNDAHÁTÍÐ í Reykjavík verður sett í 17. sinn í dag. Opnunarmynd hátíðarinnar er Krjúpandi tígur, dreiáíleynum - Crouching Tiger, Hidden Dragon, nýjasta mynd tævanska leikstjór- ans Angs Lee, en eftir hann verður einnig sýnd Djöflareið eða Ride With The Devil. Alls verða sýndar á hátíðinni 34 bíómyndir í fullri lengd eftir 26 leikstjóra frá-um 15 löndum. Sýningar á Kvik- myndahátíð í Reykjavík standa í tæpar tvær vikur en hátíðinni lýkur fímmtudaginn 12. október. Gestir hátíðarinnar að þessu sinni eru fjórir. Hinn umdeildi júgóslavneski leikstjóri Dusan Makavejev sýnir sjö af þekktustu myndum sínum, vesturíslenski leikstjórinn Sturla Gunnarsson frá Kanada kemm- með nýjustu mynd sína, Scorn eða Fyrirlitningu, norski leikstjórinn Hans Petter ftío/and kynnir myndina Aberdeen og Þjóðverjinn Veit Helmer sýnir Tuvalu. Meðal nafnkunnra leikstjóra, sem myndir eiga á hátíðinni, eru breski leikstjórinn Mike Figgis með tvær, Atom Egoyan frá Kanada, Wim Wenders frá Þýskalandi, David Lynchfvk Bandaríkjunum, Giuseppe Tornatore og Gianni Amelio frá Ítalíu, WongKar wai frá Kína, sem er einn umtalaðasti leikstjóri samtímans og er með þrjár myndir á há- tíðinni, landar hans Chen Kaige og Lou ye, Svíinn Roy Andersson, svo dæmi séu tekin. • Bíóblaðið í dag er að mestu helgað Kvik- myndahátíð í Reykjavík, gerir grein fyrir öllum leikstjórum hátíðarinnar og verkum þeirra, birtir sýningarskrána, auk viðtala og greina um sögu og gildi hátíðarinnar. Opnunarmyndin Krjúpandi tígur, dreki í leynum eftir Ang Lee: Michelle Yeoh og Chow Yun Fat. GILDIÐ „TIL þess að hér þrífist frjó kvikmyndagerð verða menn að geta séð það nýjasta úr öðr- um plássum en Hollywood. Víða er verið að gera frábæra hluti sem eiga sér engan við- skiptagrundvöll, það er ekki hægt að sýna þessar myndir nema til komi fyrirbæri eins og kvikmyndahátíðir." Þetta segir Friðrik Þór Friðriksson sem verið hefur viðloðandi Kvikmyndahátíð í Reykjavík frá upphafí. I sama streng taka Arnaidur Indriðason, kvik- myndagagnrýnandi Morgunblaðsins og Þorfinnur Ómarsson, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs íslands og leggja áherslu á nauðsyn þess að tryggja betur fjárhags- grundvöll hátíðarinnar. /2,4. VIÐTÖLIN TAÍVANSKI leikstjórinn Ang Lee stendur að opnunarmynd hátíðarinnar, Krjúpandi tígur, dreki íleynum. í Bíóblaðinu í dag birtist viðtal Péturs Blöndalvið leikstjór- ann og aðalleikkonu myndarinnar Michelle Yeoh. Einnig ræðir Péturvið þrjá aðra leik- stjóra sem myndir eiga á hátíðinni nú, Svíann Roy Andersson, Kínverjann Chen Kaige og Bretann Julien Temple. /5, 8,16. GESTIRNIR DUSAN Makavejev, Sturla Gunnarsson, Hans Petter Moland og Veit Helmer eru fjórir heiðursgestir Kviknryndahátíðar í Reykjavík að þessu sinni. Arni Þórarinsson og Pétur Blöndal gera grein fyrir ferli þeirra og verkum. /6,7. DAGSKRAIN SÝNINGARSKRÁ fyrir Kvikmyndahátíð í Reykjavík til loka hennar, 12. október, er birt í heild í Bíóblaðinu í dag. /10-11 Frumsýnd í dag Hláturinn lengir lífið. Þú getur drepist úr hlátri. „EXTRA FUN“ sýning í nótt kl. 2 í Regnboganum. Fyrstu 100 sem kaupa miða fá öskrandi Scary Movie glaóning. Enga miskunn. Engin feimni. Ekkert fpamhald. m MIRAMAX nccMOAr.iMKi ;■ '/HArú..rtTir^: skHanJs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.