Morgunblaðið - 29.09.2000, Side 12
12 C FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000
BÍÓBLAÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Roy Andersson vaknartil lífsins
eftir Þyrnirósarsvefn í aldarfjórðung
Einfaldleiki
erTiokinn
Sænski leikstjórinn Roy Andersson er vandvirkur og
fer varla fram úr rúminu á morgnana nema hann hafi
fjögur ár til aö klára morgunkornið. Þaö er í þaö
minnsta sá tími sem hann tekur sér í gerö mynda
sinna og þá er hann aö flýta sér. Pétur Blöndal tal-
aöi viö hann um aldarfjórðungslanga þögnina, nýjan
þankagang, ólík stílbrögö og uppreisn við Bergman.
Söngvar af annarri hæð: Þriðja bíómynd Roys Anderssons.
NÝRRAR kvikmyndar frá sænska leik-
stjóranum Roy Andersson hefur verið
beðið með óþreyju í aldarfjórðung.
Fyrstu kvikmynd hans, Sænskri ástarsögu
(1970), var hampað sem meistaraverki og að-
sóknin var eftir því. Flestir vonuðust eflaust eft-
ir því að næsta mynd hans yrði í sama dúr, en
Andersson hlustaði ekkert á þær raddir og
varði fimm árum í gerð nýstárlegrar myndar,
Giíliap, sem var rökkuð niður af gagnrýnendum
og sniðgengin af bíógestum, þótt margir séu á
þeirri skoðun að sú mynd sé ekki síðra meist-
araverk.
Roy Andersson missti móðinn við þetta og
dró sig í hlé frá kvikmyndagerð tii að byggja
upp eigið framleiðslufyrirtæki, Studio 24, sem
framleitt hefur stuttmyndir, heimildarmyndir
og yfír þrjú hundruð auglýsingar, m.a. fyrir Air
France, Volvo, Citroén og sósíaldemókrata.
Hann þykir einn af fremstu auglýsingaleik-
stjórum f heiminum og hefur unnið til átta gull-
ljóna á auglýsingahátíðum í Cannes. Fyrir fjór-
um árum hófst hann handa við gerð þriðju
kvikmyndar sinnar í fullri lengd, Söngvar af
annarri hæð, og lagði sjálfur um 60 milljónir í
myndina til að koma verkefninu af stað.
Það verður seint sagt um Roy Andersson að
hann fari troðnar slóðir í stílbrögðum. Það eru
aðeins 45 klippingar í Söngvum af annarri hæð
og allir leikararnir eru í sínum fyrstu hlutverk-
um, sumum þeirra mætti Andersson úti á götu
eða á veitingastöðum og aðrir koma úr vina-
hópnum. Þá eru lítil tengsl milli atriða myndar-
innar, sem fjallar um fimmtíu persónur og er
sextugi húsgagnasölumaðurinn Karl í for-
grunni, hjákona hans og tveir synir. Og And-
ersson er himinlifandi með afraksturinn.
„Ég er ánægður með myndina sjálfa og við-
tökuraar," segir hann og ræður sér vart fyrir
kæti, enda myndin fallið í góðan jarðveg jafnt
hjá gagnrýnendum sem áhorfendum. „Eg hef
fundið fyrir því hjá fólki sem ég hitti... hvað get
ég sagt... ég er ánægður.“ I ofanálag varð hann
í kjölfarið á frumsýningu Söngva á annarri hæð
fyrir valinu sem leikstjóri kvikmyndar sem
byggð verður á skáldsögu Louis Ferdinand Cel-
ine „Voyage au bout de la nuit“ [Ferðalag fram í
morgunsárið]. „Það eru einu bókmenntir sem
ég gæti gert kvikmynd eftir," segir Andersson
og brosir út að eyrum.
Er ekki ógjömingur að gera kvikmynd eftir
' þessari bók, spyr blaðamaður.
„Næstum því,“ svarar hann og hlær. „Ég hef
verið undir miklu álagi undanfarin fjögur ár, en
þegar ég frétti að ég gæti hafíst handa á þessu
verkefni fylltist ég starfsorku á ný. Mér finnst
skáldsagan alvegyndisleg."
Hefurðu hugmynd um hvaða efnistökum þú
munt beita?
„ Já, frægur franskur teiknari, Jacques Tardi,
myndskreytti skáldsöguna og mun vonandi
einnig gera veggspjald fyrir Söngva af annarri
hæð í Svíþjóð. Þegar ég setti mig í samband við
Tardi og sá teikningamar varð mér ljóst að
hann var þeim vanda vaxinn að færa skáldsög-
^ una í myndrænan búning. Það ætti því ekki að
vera ógjömingur."
Hversu langan tíma heldurðu að gerð næstu
myndareigi eftirað taka?
,M minnsta kosti fjögur ár,“ svarar hann
fullur tilhlökkunar. „Maður verður að gæta ýtr-
ustu nákvæmni og það tekur tíma. Þetta er ekki
aðeins spuming um að leikstýra kvikmynd. í
Söngvum á annarri hæð varð ég að vinna með
"framleiðendunum á sama tíma og ég leikstýrði
myndinni. Svo ég byijaði á því að fjármagna
fyrstu 15 mínútumar sjálfur. Með þeim 15 mín-
útum sannfærði ég fjárfesta um að fjármagna
aðrar 15 mínútur. Þá aðrar 15 mínútur. Og
þannig koll af kolli. Ég náði leiðarlokum með því
að stíga eitt skref í einu.“
Það hlýtur að hafa tekið á þolinmæðina að
gera þessa kvikmynd.
„Það var erfitt af praktískum orsökum, að út-
vega fjármagn, endast þolinmæði og úthald og
halda í þá listrænu sýn sem maður hafði. Stund-
um leigðum við nokkra byggingakrana og risa-
stóra sali, t.d. þegar við bjuggum til lestarstöð-
ina og flugvöllinn. Hvort tveggja er tilbúningur,
leikmynd. Við leigðum öll þessi stóm tæki og
ótal margir komu að tökunum. Þá þyrmdi
stundum yfir mann og maður velti því fyrir sér
hvort þetta væri þess virði. Það reyndi mest á
þolrifin að halda sannfæringu sinni og missa
ekki trúna á verkefninu.“
Voru tökumar sjálfar þá auðveldasti hluti
ferlisins?
„Nei, ég verð að segja að það er alltaf glíma
að finna sjónarhornið, hvar á að stilla upp
myndavélinni, nokkrum sentimetrum til vinstri,
hægri, upp eða niður? Það er spurning um ná-
kvæmni. Éf til vill felst í því ákveðin mótsögn,
en það er flókið að vera nákvæmur, halda í ein-
faldleikann. Einfaldleiki verður að vera ná-
kvæmur til að vera áhugavcrður."
Breyttirðu einhvem tíma sögunni í þessu
langaferli?
„Það féll aðeins eitt atriði út. Ég bútaði það
niður og bætti við önnur atriði. Annars hélt ég
sömu sýn á viðfangsefnið í fjögur ár. Að mínum
dómi standa þau atriði sem fyrst voru tekin, fyr-
ir fjórum árum, alveg jafn vel fyrir sínu og þau
sem tekin vora síðast.“
Hvar fékkstu hugmyndina að þessari kvik-
mynd?
Það er erfitt að segja til um það,“ svarar
hann og hlær „í það minnsta vildi ég gera
háðslega lýsingu á stjórnmálaástandinu í
Svíþjóð, í Evrópu ef út það er farið, eða heimin-
um öllum.“
Fáránleikinn í kvikmyndinni minnir á köflum
á ádeiluna í austur-evrópskum kvikmyndum frá
sjöunda áratugnum, þar sem gagnrýnin beinist
m. a.að skriffmnsku og valdníðslu.
„Ég hef alltaf verið hrifinn af austur-
evrópskri kvikmyndagerð. Þar
taka menn listina alvarlega og
era óhræddir við að axla þá
ábyrgð sem því fylgir. Raunar
gerði ég upp hug minn um að
gerast kvikmyndagerðarmaður
þegar ég horfði á stuttmyndir
frá kvikmyndaskóla í Lodz í
Póllandi. Fram að því hafði mig
langað til að verða rithöfundur.
Að ekki sé talað um þegar ég
horfði á myndir Wajdas, þá rann upp fyrir mér
að þetta væri mín köllun."
Afhverju hættirðu kvikmyndagerð fyrir ald-
aríjórðungi?
„Ég byrjaði snemma og skrifaði handrit að
kvikmynd þegar ég var enn í námi. Sú mynd
naut mikilla vinsælda og ég hefði unnið gull-
bjöminn í Berlín [árið 1970] ef keppnin hefði
ekki verið stöðvuð vegna þess að hún þótti of
borgaraleg [og samrýmdist ekki kommúnuhug-
sjónum hippatímabilsins]. Ég skrifaði undir það
sjálfur, svo ég get víst ekki kvartað," segir hann
og brosir. „Þegar ég gerði mína aðra kvikmynd
var það ákveðin tilraun og ef ég á að vera
N:
Ég kann að meta
sumar af myndum
Bergmans... einar
sex... Hann leik-
stýrði yffir fimmtíu!
hreinskilinn þá brást mér svolítið bogalistin.
Hún er ekki það meistaraverk sem sumir hafa
haldið fram. Vissulega er hún góð, en mér urðu
á nokkur mistök.“
Andersson leggur áherslu á orð sín með því
að hrista höfuðið þegar hann heldur áfram:
„Fyrir vikið var ég settur alveg út í kuldann ár-
um saman. Ég reyndi að þrauka með því að
snúa mér að auglýsingum og þróa stílbrögðin,
án þess að vera með framleiðenduma á bakinu.
Ég hef slæma reynslu af þeim. Það er til nokkuð
sem heitir innri kostnaðaráætlun og ytri kostn-
aðaráætlun. Einhvem tíma bað ég um að fá
upptökuvél sem var í eigu fyrirtækisins til að
skoða hvemig ég gæti tekið upp næsta atriði.
„Nei, við höfum ekki efni á því vegna kostnaðar-
áætlunarinnar," var svarið. Hún lá óhreyfð í
kjallaranum! Ég ákvað þá þegar að ég ætlaði
aldrei aftur að lenda í þessum aðstæðum; ég
myndi eiga mína kvikmyndatökuvél sjálfur. Það
rættist. Það tók lengri tíma en lög gerðu ráð
fyrir, en mér tókst að byggja upp eigið fyrirtæki
og verða óháður öðrum.“
Varstu þá ekkert hræddur við að ráðast aftur
ígerð kvikmyndar í fullri lengd?
„NeL“
Afhverju tók það 25 ár? Það tekur ekki svo
langan tíma að safna fyrir kvikmyndatökuvél.
ei, en ég hef verið að vinna að auglýsing-
um og skrifa bækur. Svíþjóð er lítið land
og því miður hef ég búið þar á miklum lá-
deyðutímum; það var hvergi hjálp að fá.“
Áttu þá við sænsku kvikmyndastofnunina?
„Já, en ég ætla ekki að kvarta núna því hún
hjálpaði mér á endanum."
Þegar sænska kvikmyndagerð ber á góma
skyggir nafn Ingmars Bergmans óneitanlega á
aðra kvikmyndagerðarmenn. Stóð það öðmm
fyrirþrifum?
„Ég kann virkilega að meta sumar af mynd-
um Bergmans og hann hafði mikið að segja á
ákveðnu tímabili á sjöunda áratugnum. Ætli
það hafi ekki verið einar sex myndir. Hann leik-
stýrði yfir fimmtíu! Margar af þeim standa ekki
undir því lofi sem hlaðið hefur verið á þær, eink-
um fyrstu og síðustu myndir hans. Að vissu leyti
verðskuldar hann orðsporið sem af honum fer,
en það má einnig segja að hann sé ofmetinn. Því
miður hafði hann svo sterka stöðu í Svíþjóð að
hann gat ráðið því sem hann vildi ráða. Éf mað-
ur var ekki vinur hans eða til-
heyrði vinahópnum, þá átti mað-
ur erfitt uppdráttar. Mér þykir
það leitt að svo skuli hafa verið.
Ég var útskúfaður! Ég var ekki í
vinahópi Bergmans. Ef til vill er
ekki við hann að sakast heldur
yfirmann Sænsku kvikmynda-
stofnunarinnar, sem stýrði
henni í yfir tuttugu ár. Hann
þoldi ekki leikstjóra með póli-
tískan metnað. Þegar við voram í kvikmynda-
námi sagði hann við okkur: „Ekki gera pólitísk-
ar kvikmyndir. Gerið eins og Bergman." Við
fóram ekki að hans ráðum og voram útskúfaðir.
Ég veit til dæmis að ef fyrsta kvikmyndin sem
ég leikstýrði í fullri lengd hefði verið sýnd í
Cannes hefði hún fengið afar góðar viðtökur.
En hún var ekki sýnd hátíðamefndinni vegna
þess að við máttum ekki verða frægir. Þetta er
hreina satt. Þannig hafði Bergman áhrif.“
Þú minntist á að þú hefðir mótað stHbrögð þín
sem kvikmyndagerðarmaður með auglýsinga-
gerð.
„Ég geri í mesta lagi tólf auglýsingar á ári.
Það er hámark að leikstýra einni á mánuði. En
það er líka nægur tími til að prófa sig áfram og
gera tilraunir. Ég held að auglýsingar hafi
hjálpað mér að koma mér upp eigin stíl og ná
reiprennandi tökum á tungumáli kvikmyndu-
tökunnar."
Hvernigem þessar auglýsingar?
„Þær era eldd svo ólíkar kvikmyndinni. Ég
hef alltaf haft kúnna sem hafa gefíð mér frjálsar
hendur. Brotum úr auglýsingunum hefur verið
safnað saman í rúmlega tuttugu mínútna mynd
og þar má greina nokkrar af persónunum í
myndinni, sumar persónumar er að finna á báð-
um stöðum, til dæmis töframanninn."
Var það fyrir eldhúsáhöld?
„Hann var í auglýsingu Air France."
Hvað fínnst þér þegar þú horfír á auglýsingar
annarra kvikmyndagerðarmanna?
„Mér finnst þeim hafa farið hrakandi. Og ég
verð að játa að unga kynslóðin hefur valdið mér
vonbrigðum. Hún hefur svo mikinn áhuga á því
að verða fræg og rík eins fljótt og mögulegt er
að hún er of fljót að selja sig. Það finnst mér
dapurlegt. Ef til viU er ég dómharður, en þetta
er mín skoðun."
Svo virðist sem hvert atriði í myndinni sé afar
skýrt í sjálfu sér en tengslin á milli atriða séu
ekki eins Ijós.
Þegar ég hófst handa á verkefninu vakti
fyrir mér að rjúfa hefðina fyrir engilsax-
nesku dramatúrgi, sem hefur verið ráð-
andi í of mörg ár. í Svíþjóð er hægt að sækja
námskeið í gerð sölumynda, sem fylgja alltaf
sömu formúlu! Ég var orðinn þreyttur á henni
og vildi gera kvikmynd úr öðru byggingarefni,
mótaða af öðram þankagangi. Ég verð að játa
að ég hef ekki gengið alla leið. Ég ætlaði mér að
vera jafnvel enn róttækari, en hélt mig í nám-
unda við hefðimar."
Afhverju gekkstu ekki alla leið?
„Ég veit það ekki. Ef myndimar gætu verið
lengri hefði ég notað sundurlausari stílbrögð.
En nú finnst mér eins og ég verði að hafa ein-
hvem rauðan þráð. Ég leik ekki eins lausum
hala og ég hefði óskað mér.“
Þurfa áhorfendur ekki haldreipi?
„Jú, en ég hafði vonast eftir meira fijálsræði.
Ég verð að játa að ég er íhaldssamari en ég gat
ímyndað mér.“
Leikstjórinn Arturo Ripstein líkir þér við
myndhöggvara og segir að þú sért einn af
fremstu óþekktu leikstjómm íheiminum.
„Já,“ svarar hann. „Það hefur verið ládeyða í
Sviþjóð í tvo áratugi. Þú mátt ekki gleyma því
að Bunuel gerði bestu myndir sínar frá því hann
var sextugur og þar til hann varð áttræður. En
við skulum bíða og sjá. Ég á enn eftir þrjú ár
fram að sextugu og þá get ég byrjað," segir
hann og hlær.
Er bjart framundan í sænskri kvikmynda-
gerð?
„Já, ég held að það sé til nóg af hæfileikafólki.
En það vinnur alltaf undir getu vegna þeirrar
andlegu deyfðar sem sligar kvikmyndaiðnað-
inn. Eg vona að á því verði breyting og mun
beita mér fyrir því. Viðtökur Söngva af annarri
hæð, að vera valin í aðalkeppni í Cannes og
vinna til verðlauna, munu veita mér aukin áhrif,
svo ef til vill get ég þokað einhverju."
Hvaðan kemur þessi groddahúmor í Söngv-
um af annarri hæð?
„Ég veit það ekki,“ svarar hann og glottir
prakkaralega. „Þetta er ekki skopskyn heldur
sannleikurinn; er hann ekki spaugilegur og
groddalegur?"