Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 29.09.2000, Qupperneq 15
MpKGUNBiAiJlij BIOBLAB KUKTUiJAGUK 29. SlpThMKKK 2000 10 KVIKMYNDAHÁ t í Ð /? e y k j a V í K Mike Figgis teflirfram tveimur myndum um syndafall Ogurstundir karla og kvenna FERILL breska leikstjórans Mike Figgis er óvenjulegur í besta máta. Hann fæddist í Kenýa fyrir 51 ári en fluttist með for- eldrum sínum til Neweastle á Englandi átta ára að aldri. Hann gerðist jazzleikari um nokkurra ára skeið og hefur samið tónlistina við sumar kvikmynda sinna. Þessi bakgrunnur varð yrkisefni fyrstu bíómyndar hans, Stormy Monday (1988), sem fjallar einmitt um jazzleikara í Newcastle og hremm- ingar hans. Figgis vann í leikhús- um áður en hann hóf kvikmynda- gerð, en myndir hans fylla nú tuginn. Sú frægasta er Leaving Las Vegas (1995) og hann var til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir handrit hennar og leikstjórn. Nú sýnir Kvikmyndahátíð í Reykjavík tvær nýjar myndir eftir Mike Figgis; þær spegla báðar fjölþætt- an listrænan bakgrunn manns sem virðist jafnvígur á hefðbundna Hollywood-afþreyingu á borð við spennutryllinn Internal Affairs (1990), bókmenntadrama eins og The Browning Version (1994) og tilraunaverk eins og The Loss Of Sexual Innocence (1999). Missir kynferðislegs sakleysis er einmitt önnur þeirra mynda sem hátíðin sýnir. Þar tengir Figgis saman nokkrar sögur úr lífi sama manns og byggir myndina upp í brotum en ekki samfeildri tímaröð. Sum atvikin, sem henda aðalpers- ónuna Nic, eru kómísk, önnur „Þegar maður hefurgert kvik- mynd sem fellur mörgum í geð koma tilboðin í runurn," segir Mike Figgis. „Þá dragnastmað- ur með langan lista af verkefn- um í huganum sem berjast um athygli. Þær mynda minna sem mér þykir vænst um eru Leav- ing Las Vegas, The Loss Of Sexual Innocence og Fröken Júlía. Þærvoru allarteknará 16 mm filmu, voru ekki aðsókn- armyndir á pappímum og kröfð- ust mikillar baráttu af minni hálfu til að afla peninga og standast þá freistingu að gera mynd sem skilaði enn meiri peningum til baka.“ dramatísk, en öll eru þau púsl í þeirri raðgátu sem persónuleiki hans er, allt frá fimm ára dreng, tólf ára unglingi, sextán ára tán- ingi til fulltíða manns. Figgis, sem einnig skrifar handritið og semur tónlistina, tengir svo söguna af Nic við gömlu Biblíusöguna um Adarri og Evu og vísar þannig út fyrir sig í algilt hlutskipti mannkynsins. Julian Sands leikur Nic fullorðinn, en hann hefur áður unnið með Figgis í One Night Stand, Leaving Las Vegas og The Browning Vers- ion. Hlutskipti konunnar er hins veg- ar í brennidepli í hinni myndinni eftir Figgis, sem hátíðin sýnir. Þar tekst hann á við hið sígilda leikrit Augusts Strindbergs, Fröken Júlíu og fer aðalleikkonan í Missi kynferðislegs sakleysis, Saffron Burrows, með titilhlut- verkið. Sjö ár eru síðan Figgis ákvað að filma sígilt leikverk og Fröken Júlía kom íljótlega í hug- ann. „Leikritið fjallar um konu á barmi sjálfsvígs; hún er brennur afar hratt,“ segir hann. „Þetta er tveggja manna kynferðistog- hstreita og mér fannst verkið smellpassa mér. Viðfangsefni eins og kynhvöt og stéttaskipting geta orðið leiðinleg í höndum minni spámanna vegna þess að skáldin eru að leika Guð. Það sem höfðaði sérstaklega til mín í Fröken Júlíu er að þrátt fyrir að verkið bjóði upp á blýþungan áróður og hefð- bundna bölsýni Strindbergs er það í fullkomnu dramatísku jafnvægi.“ Figgis ákvað að taka myndina nánast í „dogmastíl“. „Eg hef unn- ið á þeirri línu undanfarin fimm ár hvort eð er, nema hvað ég nota Ijós og tónlist, því hún er mér mikil- væg sem tónlistarmanni. En regl- an um handmyndavél og lágmarks tæknibúnað, náttúrulega lýsingu eins og hægt er, fáar tökur og stuttan tökutíma, er mér að skapi. Mín útgáfa á Fröken Júlíu er því ekki stúdíómynd, ekki hugguleg bókmenntamynd í anda Merchants og Ivory, heldur mjög persónuleg." Missir kynferðislegs sakleysis: Púsluspil persónuleikans, Síðustu samtöl víð Burroughs Margt hæfileikamanna setur mark sitt á heimild- armynd Johns McNaughton. Tom Waits, Danny Elfman og Philip Glass eru á meöal tónlistar- manna og þarna er að finna síðustu kvikmynd- uðu samtölin við Allen Ginsberg og William S. Burroughs. Málverk Condos: Nærmynd afsér- stæðum iista- manni. John McNaughton spreytir sig á nýstárlegri heimiidarmynd Portrett af poppTíszamanrn ÞAÐ sem heillar listamanninn Ge- orge Condo við popplistina eru Campbells súpudósir. „Þær flokkuð- ust ekki undir list fyiT en [Andyj Warhol gerði þær að list,“ segir hann. Þótt rætur þess framúrstefnu- lega listamanns frá New York, sem fæddist í Massachusetts árið 1957, liggi í sígildum listaskólum er hann allt eins líklegur til að skírskota til sögupersónu í framhaldsþáttunum Beverly HillbUlies eins og verka Picassos. „Ég sé engan mun á þessu,“ segir hann. „Fyrir mér er þetta jafntrú- verðugt." Að svo mæltu gerir hann málverk sem er óaðfinnanlegt alveg niður í minnstu smáatriði en í stað Monu Lisu er það af höfuðlausri vís- indaskáldsagnapersónu sem ætti helst heima í framhaldsþáttunum Ráðgátum. Condo hélt fyrstu einka- sýningu sína í Los Angeles árið 1983. Síðan þá hafa verk hans, sem samanstanda af málverkum, teikn- ingum og höggmyndum, verið sýnd viða í Bandaríkjunum og Evrópu. Líf og Ust Condos er efniviður heimildarmyndarinnar Málverk Condos. John McNaughton leikstýr- ir myndinni en hann hóf ferilinn á gerð myndarinnar Henry, portrett af fjöldamorðingja, sem kostaði að- eins sjö milljónir króna í framleiðslu. Myndin var hvergi sýnd íyrstu þrjú árin en þá skaut henni upp á yfir- borðið á Telluride-kvikmyndahátíð- inni og var lofuð í hástert af gagn- rýnendum. Hún var valin sem ein af tíu bestu myndum ársins í Time, USA Today, The Chicago Tribune og The New York Post. Eins og nærri má geta komst skriður á feril McNaughtons sem hefur leikstýrt ófáum verkefnum eftir það, m.a. nokkrum myndum úr Hollywoodsmiðjunni. Þar á meðal er „Mad Dog and Glory“ með Robert De Niro, Bill Murray og Umu Thurman sem framleidd var af Martin Scorsese. Þá leikstýrði hann kynlífstryllinum „Wild Things“ með Kevin Bacon, Matt Dillon, Neve Campbell og Denise Richards. Kveður við nýjan tón hjá David Lynch Fyrirgefningin i snart mig ojipsí Á BEINU brautinni eða „The Straight Story“ er ekki dæmigerð kvikmynd úr smiðju bandaríska leik- stjórans Davids Lynch, manns sem á að baki um margt ógnvekjandi og súrrealískar kvikmyndir úr kynja- veröld eigin hugarflugs á borð við Eraserhead, Fflamanninn, Blue Velvet og Wild At Heart, auk fram- haldsþáttanna Tvídranga. Þá ákveð- ur hann skyndilega að gera lág- stemmda kvikmynd, sem byggð er á sönnum atburðum, og fjallar um mörg hundruð kflómetra ferð 73 ára gamalmennis á kraftlausri garð- sláttuvél um Bandarfldn. Lynch tekst afbragðsvel upp og ekki síður Richard Farnsworth, sem tilnefndur var til ösjcarsverðlauna fyrir frammistöðu sína í hlutverki Alvins Straight, sem fréttir að bróðir sinn, Lyle (Harry Dean Stanton), hafi fengið hjartaáfall og ákveður að heimsækja hann til að sættast við hann. Þar sem gamli maðurinn hefur ekki efni á að kaupa sér farmiða, sér of illa til að keyra og er of stoltur til að þiggja far leggur hann af stað á garðsláttuvélinni sinni, með birgða- vagn í eftirdragi. Á ferðalaginu verða fjölmargir kynlegir kvistir á vegi gamla manns- ins úr litskrúðugu persónugalleríi Lynch. Þar er að finna kunnuglega og sérkennilega útlítandi leikara, sem efast má um að hafi vinnu þegar snart mig dýpst,“ sagði hann á fréttamannafundi, sem blaðamaður Morgunblaðsins var viðstaddur. Richard Famsworth bætti því við að hann hefði ekki verið seinn að stökkva á hlutverkið þegar honum stóð það til boða. „Ég var nýkominn úr aðgerð og ekki vel á mig kominn líkamlega þegar mér var boðið hlutverkið,“ segir hann. „Ég þurfti að ganga við staf og þegar umboðsmaðurinn hringdi og sagðist hafa lesið yndis- legt handrit sagðist ég ekki vera viss um að ég væri til stórræðanna.“ Hún sagði: „Þú átt ekki eftir að trúa því en þessi sögupersóna gengur við tvo stafi.“ Og ég svaraði: „Eg ætti að geta ráðið við það.“ Fimm kílómetrar á klukkustund A beinu brautinni: Richard Farnsworth ogSissy Spacek. Lynch er ekki að leikstýra kvik- myndum. En hvað var það sem hreif Lynch við þessa sögu? „Það var næmi handritshöfundanna [Mary Sweeney og John Roach] fyrir til- finningum og fyrirgefningin sem Kvikmynd Davids Lynch, Á beinu brautinni, er afar hæg og einn gagnrýn- andi lýsti henni svo að hún væri feröalag um Bandaríkin á fimm kíló- metra hraöa. „Ég þurfti að fá mérgamlan hjartagangráð til þess að geta þetta," sagði Lynch um þetta á fréttamannafundi og kímdi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.