Morgunblaðið - 29.09.2000, Page 18

Morgunblaðið - 29.09.2000, Page 18
18 C FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ * r Hvað liggur undir? Stundum er eins og öll rökhugs- un sé 1 fríi í Hollywood. Hvernig er annars hægt að útskýra markaðssetningu „ What lies beneath? Myndin vartilraun Ósk- arsverðlaunaleik- stjórans Robert Zemeckis (Forrest Gump) til aðgera spennumynd í anda Hitchcock heitins. Þ6 myndin hafi almenntveriö talin þokkalega heppnuð þá er rétt að benda þeim sem hafa minnstu löngun til aö sjá mynd- ina, á það að forðast að sjá sýn- ishorn eöa auglýsingarfyrir myndina. Dreifingaraðilar mynd- arinnar sáu sig nefnilega knúna til að uppljóstra mörgum stærstu leyndarmálum myndar- innarí auglýsingaherferðinni. Þriggja mínútna sýnishorn segir áhorfandanum jafn mikið og 70 mínútur af myndinni sjálfri. Sennilega ekki þótt nóg að hafa Harrison Ford og Michelle Pfeifferi aðalhlutverkunum, eða hvað? Það væri svekkjandi fyrir hvaða leikstjóra sem er (svo ekki sé nú minnst á toppmann eins og Zemeckis) að eftir að hafaeyttfleiri mánuðum í undirbúning, kvikmyndatök- urog klipping- ar, þar sem mikið erfiði og miklarpæling- arfaraíað Zemeckis: skapa spennu Leyndarmálum j myndinni, að Ijóstrað upp? þurfa svo að sjá spennunni eytt á nokkrum sekúndum löngu áöur en áhorf- andinn er mættur í bíóiö! Hefðu The Sixth Sense, The Usual Suspects eða The Crying Game orðið jafn vinsælar (eða verið jafn áhrifamiklar) hefðu áhorfendur vitað um leyndu flétt- urnar í söguþráðum þeirra? Gæði myndanna væru svo sem jöfn eftir sem áður, en þetta heföi óneitanlega dregiö mikið úránægju áhorfandans. Þó svo enn hafi veriö til staðar nokkrar fléttur í söguþræði „ What Lies Beneath" sem ekki hafði verið Ijóstrað upþ um, þá var stór hluti bíógesta sem aldrei sá þær því þeir annað hvortfóru á aðrar myndir, eða gengu einfaldlega út á fyrsta klukkutímanum af þessari. Það er nefnilega ansi leiðinlegt aö sitja í klukkutíma og bíða eftir þvf að aðalpersóna myndarinnar uppgötvi eitthvaö sem þú vissir áður en þú fórst að heiman. Kvikmyndarýnirinn frægi Rog- erEherthafði einmittorð á þessu í umfjöllun sinni um myndina. Hann sagöi að þetta væri svipað og ef maður skrepp- ur út í búð þar sem verið aö kynna nýjarpylsur. Maðurferí rööina og fær að smakka lítinn bita átannstöngli. Maðurkemst þá að öllu sem maður þarf að vita um þylsuna, öllu nema hvernig er aö borða hana heila. Væri sniðugra að fá bara að finna lyktina. Þegarjafn mikið er undireins og miöasalan sem Hollywood lif- irá, þá eróskiljanlegtaö verið sé að „gefa" áhorfendum svo mikiö að þeir missi áhuga á að kaupa afganginn. Frumsýning Regnboginn, Stjörnubíó, Borgarbíó Akureyri, Laugarásbíó og Nýja bíó Keflavíkfrumsýna bandarísku gamanmyndina ScaryMovie. Hlegiðað nrolfinum ALLT byrjar það með morðinu á glæsilegum bekkjarfélaga í menntaskóla en skólasystkini hans, allt táningar sem leiknir eru af fólki á þrítugsaldri, komast að því að morðinginn er einn af þeim. Þeirra á meðal er Cindy Campbell (Anna Faris) en vinir hennar Buffy (Shannon Elizabeth), Brenda (Reg- ina Hall), Bobby (Jon Abrahams) og aðrir reyna að verja sig fyrir aðsteðjandi hættu. Fréttamaðurinn frakki, Gail Hailstorm (Cheri Ot- eri) lætur þau náttúrlega ekki í friði og brátt fara fleiri að týna töl- unni. Þannig er söguþráðurinn í gam- anmyndinni Scary Movie sem frumsýnd er í flmm kvikmyndahús- um á landinu í dag. Leikstjóri hennar er Keenen Ivory Wayans en hún gerir taumlaust grín að ýms- um nýlegum unglingahrollvekjum og öðrum myndum eins og Sjötta skilningarvitinu, The Matrix og The Blair Witch Project svo aðeins nokkrar séu nefndar. Með aðal- hlutverkin í henni fara Anna Faris, Shannon Eiizabeth, Regina Hall, Cheri Oteri og Shawn og Marlon Wayans, bræður leikstjórans. Eftir að hafa hlegið að ungl- ingahrollvekjunum árum saman ákvað Keenen Ivory Wayans að grínast svolítið með þær en hann lét ekki þar við staðar numið. Scary Movie er meira en bara skopstæling á einni tegund bíó- mynda, hún tekur allt litróf gaman- Leikarar:_____________________ Anna Faris, Shannon Elizabeth, Regina Hall, Cheri Oteri og Shawn og Marlon Wayans. Leikstjóri:___________________ Keenen Ivory Wayans (l’m Gonna Get You Sucka, A Low Down Dirty Shame). myndanna fyrir,“ er haft eftir hon- um. „Kynlífskómedíuna, unglinga- kómedíuna, gamanspennumyndina og fleira. Það hófst allt með því að ég gerði mér grein fyrir að ungl- ingahrollurinn og spennumynd- irnar voru allar sem ein byggðar á þeim hryllingsmyndum sem ég ólst upp við eins og Hrekkjavaka, Föstudagurinn 13di og Martröð á Álmstræti. En þótt andlitin í þeim hafi breyst eru alltaf sömu fárán- legu atriðin í þeim og þau öskra á mann að spauga með þau.“ Leikstjórinn fékk til liðs við sig álitlegan hóp leikara til þess að taka þátt í gamninu. „Þetta er mjög spennandi hópur,“ segir hann. „Hver og einn smellur í sína rullu og leikararnir hafa lagt mjög hart að sér. Við æfðum saman í tvær vikur áður en kvikmyndatak- an hófst og ég sendi þá alla heim til sín á kvöldin með heimaverk- efni. Þeir lögðu hart að sér og það Menntaskólaskvísurnar: Skólafélagi myrtur. sýnir sig í myndinni. Við settum okkur einn- ig mjög í spuna- stellingar á meðan á tökum stóð og það kom heilmikið út úr því líka.“ Leikstjórinn Wayans er þekkastur í Banda- ríkjunum fyrir sjónvarpsþættina sem hann stendur að ásamt bræðrum sínum en þeir heita In Living Color. Fyrsta myndin sem Keenen lék í var Holly- wood Shuffie eftir Robert Townsend. Fyrsta myndin sem Keenen leikstýrði var hins vegar skopstæling á svertingjamyndum áttunda áratugaríns og hét I’m gonna Get You Sucka. Scary Movie: Hér fá Scream-myndirnar skeyti. Frumsýning Háskólabíó og Kringlubíó frumsýna frönsku spennu- og gaman- myndina Taxi 2en framleiöandi og handritshöfundur hennar er Luc Besson. Meiri braði. meiri násar Lögregiuforingi með mikilvægt verkefni: Bernard Farcy íhlutverki sínu. Emilien (Frédéric Diefenthal): Meðjapansktgiæpagengiá hælunum. VARNARMÁLARÁÐHERRA Jap- ans ætlar að kynna sér hvernig Frakkar skipuleggja baráttu gegn hryðjuverkastarfsemi í eigin landi og í framhaldi af því mun verða undirrit- aður „samningur aldarinnar" á milli landanna tveggja. En ráðherranum er rænt og Daniel (Samy Nacéri) og Emilien (Frédéric Diefenthal) flækj- ast inn í ný ævintýri þegar þeir hefja leit að þessum tignargesti. Emilien tekur enn sem fyrr starf sitt mjög alvarlega. Hann er í betra líkamlegu formi en ekki afkasta- meiri að öðru leyti. Það verður enn og aftur Dán- iel sem kemur honum til bjarg- ar. Nær Emilien loks ökuprófinu? Tekst honum að vinna ástir hinnar tilkomumiklu Petru? Daniel hefur betrumbætt leigubílinn sinn og fyllt hann af alls- kyns aukahlutum og græjum. Hann samþykkir að aðstoða föður hinnar heittelskuðu Lilyar og situr þar með uppi með hinn ráðvillta Emilien sér við hlið og japanskt gengi á hælum sér. Lögreglúforinginn (Bernard Farcy) tvíeflist þegar hann fær út- hlutað mikilvægasta verkefni starfs- ferils síns en það ber heitið „Ninja“. Honum er uppálagt að gæta jap- anska ráðherrans en sem fyrr er lög- regluforinginn ekki alveg með á nót- unum og allt sem hann kemur nálægt fer í vaskinn. Þannig er söguþráðurinn í fram- haldsmyndinni Taxi 2, sem Luc Bess- on skrifar handrit að og framleiðir en hún er frumsýnd í Háskólabíói og Kringlubíói. Leikstjóri er Gérard Krawczyk en með aðalhlutverkin fara Samy Nacéri, Bernard Farcy, Marion Cotillard og sænska súper- módelið og fegurðardísin Emma Sjöberg. Hér er á ferðinni sjálf- stætt framhald myndarinnar Taxi, sem frumsýnd var fyrir tveimur ár- um og naut vin- sælda. Fram- haldsmyndin var frumsýnd í Frakklandi í vor og er aðsóknar- mesta mynd árs- ins þar. „Eg tók að mér að leikstýra upp- hafi fyrri Taxi-myndarinnar þar sem leikstjórinn Gérard Pires var á spít- ala,“ er haft eftir leikstjóranum, Krawczyk. „Ég hafði mjög gaman að þeirri vinnu. Árið eftir hitti ég Luc og þá kom til tals hugmyndin að gera framhaldsmynd og hann bauð mér að leikstýra henni. Þetta vai- heilmikil áskorun þegar litið er til ótrúlegra vinsælda hinnar myndarinnar. Nýja myndin yrði að hafa sama fersk- leikann og kraftinn og persónurnar yrðu að vera jafn aðlaðandi og fyndn- ar svo ekki sé minnst á öll áhættuatr- iðin og hasarinn sem þurfti að slá út!“ Og áfram heldur leikstjórinn: „Þegar ég las handritið sá ég að þetta yrði meira eins og ný mynd en þó með sömu persónum og áður. Við reyndum að gera fyndari og hraðari mynd með enn meiri hasai' en sú fyrri. Myndin hefst í Marseille og endar í París. Vondu gæjarnir eru japanskt glæpagengi og þeir sýna ótrúlegustu listir." Meiri mm meíri hasar Leikarar: Samy Nacéri, Bernard Farcy, Marion Cotillard og Emma Sjöberg. Leikstjóri: Gérard Krawczyk. mfL, ai'Ýiil i. Ú2L2k iÉlHHHÉtfHÉÍHKMMMi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.