Morgunblaðið - 17.11.2000, Page 1

Morgunblaðið - 17.11.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913 265. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR17. NÓVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hæstiréttur í Flórída heimilar að halda áfram handtalningu atkvæða Tekist á um flest ágrein- ingsefni fyrir dómstólum AP Bill Clinton Bandarílqaforseti við komuna til Víetnam. Bandaríkj aforseti í Víetnam Þúsund- ir fagna Clinton Ilanoi. AFP. ÞRIGGJA daga heimsókn Bills Clinton Bandríkjaforseta hófst í Víetnam í gærkvöldi. Tugþúsundir höfðu safnast saman til að fagna komu hans þótt fjölmiðlar stjórn- valda í Víetnam hefðu ekki sagt frá henni. Chelsea, dóttir hans, var með í för en forsetafrúin Hillary kom fyrr um daginn. Alla leið meðfram flugvellinum að hótelinu í höfuðborginni Hanoi, þar sem Clinton-fjölskyldan dvelur, mátti sjá þúsundir fagnandi Ví- etnama en Clinton er fyrsti forseti Bandaríkjanna sem sækir Víetnam heim síðan Víetnamstríðinu lauk árið 1975. íbúar Hanoi muna ekki annan eins mannsöfnuð á götum bæjarins síðan Fidel Castro kom í heimsókn á áttunda áratugnum en þá voru íbúarnir þvingaðir til fagnaðarláta af yfírvöldum. Hillary Clinton kom til landsins á undan eiginmanni sínum og fylgdist mikill mannfjöldi með henni á göngutúr um miðbæ Hanoi. Öryggis- verðir Hillary áttu fullt í fangi með að halda aftur af æstum lýðnum á meðan hún tók í höndina á hverjum manninum á fætur öðrum sem gátu ekki ráðið sér fyrir kæti yfir heim- sókninni. Meira en helmingur íbúa Víetnam er fæddur eftir Víetnamstríðið en Bill Clinton er hetja í augum margra íbúanna vegna yfirlýstrar andstöðu hans við stríðið. Clinton vill endanlegar sættir Þetta er síðasta áætlaða opinbera heimsókn Clintons sem forseti og hann er ákveðinn í því að ná endan- legum sáttum vegna stríðsins sem skipti bandarísku þjóðinni í and- stæðar fylkingar. Clinton sagði að aukin samskipti Víetnam og Banda- ríkjanna væru liður í að græða göm- ulsár. Um 2.000 manns eru í fylgdarliði Clintons, þar með taldir blaðamenn, og þykir þessi fjöldi sýna hversu mikilvæg heimsóknin er bandaiísk- um stjórnvöldum. HÆSTIRÉTTUR í Flórída úr- skurðaði í gær, að halda mætti áfram með handtalningu atkvæða í Palm Beach en hún hafði verið stöðvuð. Er úrskurðurinn sigur fyr- ir Ai Gore, forsetaefni demókrata, og að sama skapi ósigur fyrir George W. Bush, forsetaefni repúblikana. Hann hafnaði í fyrra- kvöld boði Gores um að fallið yrði frá málaferlum ef handtalið yrði í öllum kjördæmum í Flórída. Sagði hann handtalningu undirorpna „mannlegum mistökum og pólitík" en demókratar segja, að verði ekki gengið úr skugga um endanleg úr- slit með óvefengjanlegum hætti muni ávallt verða efast um réttmæti þeirra. í gær voru meira en tuttugu málaferli yfirvofandi vegna kosn- ingaóreiðunnar á Flórída. Ekki er vitað hvort eða hvenær alríkisdómstóll í Atlanta í Georgíu PALESTINUMENN kröfðust þess í gær, að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákvæði fyrir lok næstu hvort orðið yrði við kröfu þeirra um alþjóðlegt gæslulið á Vesturbakkan- um og Gaza. Tveir Palestínumenn féllu og tugir annarra særðust í átökum í gær. Þýskur læknir, sem féll í fyrrinótt í árásum Israela á bæinn Beit Jala, var borinn til grafar ígær. Nasser Al-Kidwa, áheyrnarfull- trúi Palestínumanna, ítrekaði kröf- una um alþjóðlegt gæslulið í gær en afstaða vestrænna ríkja hefur verið sú, að ísraelar verði einnig að sam- tekur fyrir kröfu repúblikana um að handtalning atkvæða á Flórída verði stöðvuð en til hans leituðu þeir eftir að hæstiréttur á Flórída hafði hafnað kröfu Katherine Harr- is, innanríkisráðherra Flórída, um stöðvun. Lögfræðingar demókrata krefjast þess aftur, að málinu verði vísað frá, þar sem það eigi ekki heima fyrir alríkisdómstóli að svo komnu. Verður hæstiréttur Banda- ríkjanna að höggva á hnútinn? Harris lýsti yfir í fyrradag, að ekkert mark yrði tekið á niður- stöðum handtalningar og endanleg úrslit kynnt á laugardag þegar lokið hefði verið við að telja ótalin utan- kjörfundaratkvæði en þau er sögð vera 2.000 til 4.000 að tölu. Demó- kratar höfðuðu hins vegar mál fyrir dómstóli í Tallahassee í gær til að fá þykkja komu alþjóðlegs gæsluliðs. Þeir eru hins vegar andvígir henni. Joschka Fischer harmi sleginn ísraelskar herþyrlur gerðu í fyrri- nótt árásir á þrjár búðir Fatah- hreyfingar Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, og einnig á bæinn Beit Jala. Var það gert að sögn til að hefna þess, að skotið var á nýbyggðir gyðinga í Gilo. Sjö Palestínumenn særðust í árásinni og einn maður féll, þýskur læknir, Harald Fischer að nafni. Varð hann fyrir skothríð Isra- ela er hann ætlaði að koma nágrönn- þeirri ákvörðun hnekkt. Yfirstand- andi eða yfirvofandi málaferli vegna kosninganna á Flórída voru í gær 24 að tölu og töldu flestir víst, að úr ágreiningnum yrði ekki skorið fyrr en fyrir hæstarétti Bandaríkjanna í Washington. í Palm Beach-sýslu var beðið eft- ir úrskurði hæstaréttar Flórída um handtalninguna en í Broward-sýslu var byrjað á handtalningu í fyrra- kvöld og henni haldið áfram í gær þrátt fyrir yfirlýsingu Harris. Þar voru alls greidd 588.000 atkvæði. I Dade-sýslu verður tekin ákvörðun um handtalningu í dag. Gore skoraði í gær á hæstarétt Flórída að heimila handtalningu og sagði, að ella væri hætt á, að rangur maður settist í forsetastólinn. Repúblikanar sögðu hins vegar, að rétturinn hefði ekki lögsögu í mál- inu. í gær hættu þeir við að krefjast um sínum til hjálpar en hús þeirra var alelda eftir árásir Israela. Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, kvaðst í gær vera harmi sleginn og jafnframt hneyksl- aður á dauða landa síns sem hefði ávallt reynt að vinna að sáttum milli Israela og Palestínumanna. Evrópusambandsríkin 15 hvöttu í gær til þess, að stofnað yrði „full- valda, palestínskt ríki innan ekki langs tíma“. Sagði í yfii’lýsingunni, sem lesin var í lok utanríkisráð- herrafundar ESB-ríkja og rfkja við Miðjarðarhaf, að æskilegast væri, að það yrði gert með samningum. endurtalningar í Iowa þar sem Gore hefur litlu fleiri atkvæði en Bush. Forsetaefnin aftur í slaginn Forsetaefnin hafa heldur haldið sig til hlés í átökunum um atkvæðin á Flórída en Gore rauf þögnina í fyrrakvöld er hann bauðst til að hitta Bush og falla frá málaferlum ef handtalið yrði i öllu ríkinu. Bush hafnaði því. Joseph I. Lieberman, varaforsetaefni Gores, kom síðan fram í sjónvarpi í gær þar sem hann gagnrýndi Harris og Bush harðlega og sagði, að andstaða þeirra við handtalningu stafaði af því, að þau óttuðust, að hún leiddi í ljós, að Gore hefði sigrað. Talið er víst, að Bush eigi fletri utankjörfundaratkvæðanna, en full- yrt er, að niðurstöður úr þeirri handtalningu, sem þegar hefur farið fram, séu miklu fremur Gore í hag. Haag-ráðstefnan Gróður- húsaáhrif auka ölduhæð Morgunblaðið. Haag. NY skýrsla haffræðinga og jarðfræðinga við háskólann í Bremen sýnir, að öldugangur og ölduhæð hafa aukist undanfarin ár. Niðurstöðumar birta þeir í tímaritinu Nature. Ógnar þetta siglingum og byggð við sjávar- síðuna. í skýrslunni er hugað að skjálftalu-eyfingum undanfarin fjörutíu ár en um er að ræða ákveðna tegund skjálfta, sem stafa af öldugangi. Því meiri sem öldumar era, þeim mun öfl- ugri era skjálftamir. Helst öldu- hæðin í hendur við aukinn hita og meiri storma á Norðaustur- Atlantshafi. Rannsóknin sýnir umtals- verðar breytingar frá miðjum áttunda áratugnum en ýmsar aðrar rannsóknir benda einnig til, að einmitt á því tímabili hafi gróðm-húsaáhrifin snaraukist. Vísindamennirnir segja, að þessi þróun sé ógnun við umferð um þessi hafsvæði og við strand- byggðina í þeim löndum, sem að þeim liggja. Leggja þeir til, að þróunin verði könnuð betui' og eldri skýrslur skoðaðar aftur. ■ Losunarkvótar/28 MORGUNBLAÐK) 17. NÓVEMBER 2000 Hundruð manna fylgdu þýska lækninum Harald Fischer til grafar í gær en hann féll í árás Israela. Tveir prest- ar, annar lúterskur en hinn múslímskur, töluðu yfir moldum hans. Palestínumenn ítreka kröfu um gæslulið t T'il'i AA FP PAiiiara Hebron, Beit Jala. AP, AFP, Reuters.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.