Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Viðskiptafélagi Einars Arnar Birgissonar játar að hafa orðið honum að bana
Úrskurðaður
í gæsluvarð-
hald til 15.
desember
EINAR Öm Birgisson, sem leitað
hefur verið að í rúma viku, fannst lát-
inn í hraunsprungu vestan við
Grindavíkurveg í fyrrinótt. Sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
Morgunblaðsins var banamein Ein-
ars þungt höfuðhögg. Atli Helgason,
33ja ára gamall viðskiptafélagi Ein-
ars Arnar, hefur játað að hafa orðið
honum að bana að morgni miðviku-
dagsins 8. nóvember sl. Samkvæmt
heimildum blaðsins gerðist þetta í
Öskjuhlíðinni. Atli vísaði lögreglu
jafnframt á staðinn þar sem Einar
fannst. Héraðsdómur Reykjaness
úrskurðaði Atla í gær í gæsluvarð-
hald til 15. desember nk.
Einar Öm Birgisson yfirgaf heim-
ili sitt skömmu fyrir klukkan 11 á
miðvikudagsmorgun. Hann ætlaði þá
á fund Atla Helgasonar, meðeiganda
síns að versluninni „Gap Collection“
sem þeir höfðu nýverið opnað við
Laugaveg. Atli Helgason, sem nú
hefur játað að hafa myrt Einar þá um
morguninn, sagði við fjölmiðla að
fundum þeirra hefði aldrei borið
saman þennan dag. Næst spurðist til
Einars kl. 11.08 þegar hann hringir í
verslunarstjóra Gap Collection og
segist væntanlegur innan skamms.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum
Morgunblaðsins hittust þeir Einar í
nágrenni Hótel Loftleiða um morg-
uninn. Ekki er vitað hvað fór á milli
þeirra en samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins veitti Atli honum
þar þungt höfuðhögg með e.k. áhaldi
sem dró hann til dauða. Atli kom síð-
ar líki Einars fyrir í hraunsprungu
nokkuð hundruð metra vestan við
Grindavíkurveg. í kvöldíréttum
Ríkisútvarpsins í gær var sagt að
Einar hefði verið fluttur þangað í far-
angursgeymslu bifreiðar Atla og að
blóðblettir hefðu einnig fundist í bíl
hans. Morgunblaðinu hefur ekki tek-
ist að fá þá frásögn staðfesta.
Atli var meðeigandi Einars að
nýlegri verslun
Kynni tókust með Atla og Einari
þegar sá síðamefndi hóf að leika með
meistaraflokki Víkings en Atli var þá
fyrirliði liðsins. Kunningsskapur
hélst með þeim síðan og Atli var m.a.
lögmaður Einars um skeið. Nýverið
opnuðu þeir saman verslun á Lauga-
vegi. í yfirlýsingu frá fjölskyldu og
unnustu Einars, sem þau sendu frá
sér í fyrradag, segir að á vormánuð-
um hafi Einar Öm tryggt sér sér um-
boð fyrir hin þekktu vöramerki Gap,
Old Navy og Banana Republic. „I
framhaldi af því fór hann að svipast
um eftir fjárfestum sem gætu aðstoð-
að hann við að setja á laggimar versl-
un með framangreindum vöramerkj-
um. Áhugi fjárfesta á þessu framtaki
Einars Amar var mikill enda höfðu
fjölmargir Islendingar reynt að
tryggja sér söluumboð á þessum
heimsþekktu vöramerkjum.
Það fór svo á endanum að sá aðili,
sem í dag er meðeigandi Einars Am-
ar að versluninni, tók að sér að út-
vega fjármagn til rekstursins. Það
fjármagn hefur hins vegar ekki skil-
að sér. Það varð að samkomulagi
þeirra á milli að eignaskipting félags-
ins yrði þannig að Einar Om ætti
80% en meðeigandinn 20%,“ segir
jafnframt í yfirlýsingunni.
Slökkt á farsíma Einars
Einn vina Einars sagði í samtali
við Morgunblaðið að móðir hans hafi
nokkram sinnum reynt að hringja í
hann í hádeginu, daginn sem Einar
hvarf. Einar svaraði engu símtal-
anna. Fleiri reyndu að hringja í síma
Einars eftir hádegi en kl. 13.47 virð-
ist sem slökkt hafi verið á símanum.
Þá reyndi unnusta Einars að hringja
í hann skömmu fyrir kl. 16 án árang-
urs. Þegar hún kom heim síðdegis
var Einar ekki heima við og fór hún
fljótlega að spyrjast fyrir um hann.
Þá kom í ljós að ekki hafði heyrst í
Einari frá því fyrir hádegi. Vinir Ein-
ars segja það hafa verið afar óvenju-
legt. Einar hafi verið vanur að eiga
fjölda símtala við fjölskyldu sína og
vini á dag. Um kvöldið hóf fjölskyld-
an og vinir hans leit að Einari. Upp
úr miðnætti hafði faðir Einars sam-
band við lögregluna í Kópavogi sem
lýsti þá eftir bifreið Einars, nýlegum
gráum Volkswagen Golf.
Blóðblettir í bifreiðinni
Leit björgunarsveita hófst í dag-
renningu á fimmtudaginn og um kl.
9.30 fannst bifreiðin á bílastæði norð-
an við Hótel Loftleiðir. Að sögn vinar
Einars höfðu ættingjar og vinir hans
ekið þrisvar um bílastæðið um kvöld-
ið og nóttina áður auk lögreglubíls en
enginn orðið bílsins var. Samkvæmt
áreiðanlegum heimildum Morgun-
blaðsins fannst blóð í bifreið Einars
Amar sem nú er til rannsóknar hjá
lögreglunni í Kópavogi. Þegar bíllinn
var fundinn var farið með sporhunda
frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar að
honum. Hundurinn var látinn þefa af
flíkum af Einari en fann enga slóð í
nágrenni bifreiðarinnar. Þorsteinn
Þorkelsson hjá Slysavamafélaginu
Landsbjörgu segir slíkt afar óvenju-
Morgunblaðið/Jim Smart
Verslun Einars Arnar og Atla við Laugaveg hafði nýverið verið opnuð þegar Einari var ráðinn bani. Einar átti
súntal við verslunarstjóra hennar þá um morguninn.
Lík Einars Arnar fannst í hraun-
sprungu nokkur hundruð metrum
vestan Grindavíkurvegar
y f-.Snonoítoðo-
Seltjörns: tjarnir/ ....
1
Fagradals
Stapafell {jal)
. Þorbjorn . . .. o .
Grindavík
V
Reykjanestá
lOkm
legt. Sporhundurinn sé þrautþjálfað-
ur og geti rakið spor í þéttbýli jafnvel
þó slóðin sé margra daga gömul. A
fimmtudaginn var jafnframt farið
með víðavangsleitarhunda um
Öskjuhh'ð og nágrenni Hótel Loft-
leiða. Engar vísbendingar fundust og
því var leit hætt að Einari síðdegis.
Hvarf Einars þótti snemma
grunsamlegt
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins bárast böndin snemma að
Atla Helgasyni en líklegt þótti að
hann hefði í raun hitt Einar að
morgni miðvikudags þrátt fyrir að
Atli hafi haldið hinu gagnstæða fram.
Þá kom frásögn Atla af samskiptum
hans og Einars þennan dag ekki
heim og saman við þau gögn sem lög-
reglan hafði undir höndum.
Fljótlega var gengið úr skugga um
að Einar hefði ekki farið úr landi.
Einar sást ekki á myndbandsupp-
tökum sem teknar vora með eftirlits-
myndavélum í Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar. Þá könnuðust hvorki starfs-
fólk á Keflavtkurflugvelli né áhafnir
flugvéla við að hafa séð Einar Öm.
Möguleiki á sjálfsvígi þótti afar fjar-
lægur enda er það einróma álit þeirra
sem Morgunblaðið hefur rætt við að
Einar hafi verið einkar lífsglaður og
alls engar vísbendingar um vandræði
í einkalífi. Kvöldið áður en Einar
hvarf lék hann handboltaleik með
B-liði Vals. Vinur Einars, sem Morg-
unblaðið ræddi við, segir að engin
áhyggjumerki hafi þá verið á honum,
hann hafi þvert á móti haft á orði hve
vel gengi. Vinum Einars og fjöl-
skyldu þótti hvarf hans því afar und-
arlegtfráupphafi.
Ættingjar og vinir skipulögðu
viðamikla leit
Lögreglan í Kópavogi ræddi við
fjölda manns vegna málsins og eins
bárast henni fjölmargar vísbending-
ar um ferðir Einars. Einn þeirra sem
hringdi til lögreglu sagðist hafa séð
bíl Einars á Vatnsleysuströnd að
kvöldi miðvikudags eða aðfaranótt
fimmtudags. Það var m.a. á grand-
velli þeirrar vísbendingar sem björg-
unarsveitir hófu viðamikla leit á
Vatnsleysuströnd á laugardag. Vinir
og ættingjar Einars Amar höfðu
daginn áður leitað hans í Heiðmörk.
Tölvupóstur gekk manna á milli þar
sem fólk var beðið um að leggja leit-
armönnum lið. Um helgina leituðu
um 200 ættingjar og vinir Einars
hans víðsvegar í nágrenni höfuðborg-
arinnar, á Reykjanesi og á Bláfjalla-
svæðinu. Leitað var á Álftanesi og
björgunarsveitir gengu þar fjörur en
ættingjar og vinir Einars tóku að sér
leit á strandlengjunni frá Garðabæ
að Kolkuósum. Þau héldu áfram leit
þar til á þriðjudag. Þá hættu þau leit-
inni enda orðið ljóst að um sakamál
væri að ræða. Atli Helgason var einn
þeirra fjölmörgu sem þátt tóku í leit-
inni.
Á þriðjudaginn vora björgunar-
sveitarmenn sendir til leitar vestan
Grindavíkur enda taldi lögreglan sig
þá hafa vísbendingu um hvar Einar
væri að finna. Sú leit bar þó ekki ár-
angur. Þorsteinn Þorkelsson hjá
svæðisstjóm Slysavamafélagsins
Landsbjargar segir leitina á þriðju-
daginn hafa miðast við svæði vestar
en þar sem lík Einars fannst. Hann
segir að gert hafi verið ráð fyrir að
leita nær Grindavíkurvegi í gær hefði
leit haldið áfram. Þorsteinn segir
svæðið þó erfitt til leitar. Björgunar-
sveitir fóra þar um sl. helgi. Þor-
steinn segir að þá hafi menn talið sig
vera að leita að lifandi manni og því
hafi áhersla verið lögð á að komast
yfir sem stærst svæði á sem
skemmstum tíma enda hefði leitar-
svæðið náð yfir stærstan hluta
Reykjaness.
Umfangsmikil rannsókn lög-
reglu leiddi til handtöku
Rannsókn lögreglunnar í Kópa-
vogi var afar umfangsmikil. Á þriðja
tug lögreglumanna kom að rann-
sókninni þegar mest var. Fimmtán
lögreglumenn, aðallega úr tækni-
deild og efnahagsbrotadeild ríkis-
lögreglustjóra, komu að rannsókn-
inni auk lögreglumanna frá
Reykjavík og fleiri lögregluumdæm-
um. Meðal annars fylgdist lögreglan
með ferðum Atla. Rannsókn lög-
reglunnar leiddi til þess að Atli
Helgason var handtekinn sl. þriðju-
dag auk þess sem húsleit var gerð á
heimili og vinnustað hans. Áreiðan-
legur heimildarmaður Morgunblaðs-
ins segir að við húsleit á heimili Atla
hafi fundist blóðugur fatnaður.
Um kvöldmatarleytið sl. þriðjudag
fór lögreglan með Atla Helgason fyr-
ir Héraðsdóm Hafnarfjarðar og fór
fram á gæsluvarðhald yfir honum.
Jónas Jóhannsson héraðsdómari tók
sér frest til kl. 15 á miðvikudag til að
kveða upp úrskurðinn. Atli var því
fluttur aftur á lögreglustöðina.
Seinna um kvöldið játaði hann við
yfirheyrslu að hafa orðið Einar Erni
að bana miðvikudaginn 8. nóvember
sl. Hann vísaði jafnframt lögreglunni
á þann stað þar sem hann hafði kom-
ið Einari fyrir. Lögreglan fann lík
Einars í hraunsprangu nokkuð
hundrað metra vestan Grindavíkui'-
vegar. Þá var liðin tæplega vika frá
því síðast hafði spurst til Einars Arn-
ar Birgissonar.
í gær var gæsluvarðhaldsbeiðni
lögreglunnar í Kópavogi yfir Einari
Erni tekin fyi-ir á ný. Þinghald tók
hátt í tvær klukkustundir. Jónas Jó-
hannsson héraðsdómari úrskurðaði
að Atli Helgason skyldi sitja í gæslu:
varðhaldi til 15. desember nk. í
fréttatilkynningu, sem lögreglan í
Kópavogi sendi frá sér í gær, segir að
enn sé óljóst um atvik og rannsókn
málsins haldi áfram.
Afturköllun bæjarstjórnar Austur-Héraðs á kaupsamningi vegna Eiðastaðar
Bæjarráð leitar álits
félagsmálaráðuneytis
Egiisstöduin. Morgunblaðið.
Á FUNDI bæjarráðs Austur-Hér-
aðs á Egilsstöðum í fyrradag til-
kynntu bæjarstjórinn, Bjöm Hafþór
Guðmundsson, og forseti bæjar-
stjómar, Katrín Asgrímsdóttir, að
þau hefðu óskað eftir lögfræðilegu
áliti félagsmálaráðuneytisins á þeirri
ákvörðun meirihluta bæjarstjómar
sveitarfélagsins að samþykkja ekki
samning við eignarhaldsfélagið
Bakka ehf. um kaup á fasteignum og
jörðum á Eiðum. Bæjarráð gerði
ekki athugasemd við þá ósk.
Meirihlutinn í bæjarstjórn aftur-
kallaði samninginn nýlega, meðal
annars vegna áhuga Sigurjóns Sig-
hvatssonar og Sigurðar Gísla Pálma-
sonar á því að gera tilboð í Eiða.
Bæjarráð samþykkti þetta vegna
framkominna óska lögmanns Bakka
þar sem dregið er í efa lögmæti þess
að afturkalla samninginn við félagið.
Óska flýtimeðferðar
Björn Hafþór sagði í samtali við
Morgunblaðið að það væri mikilvægt
að fá úrskurð ráðuneytisins áður en
frekari ákvarðanir yrðu teknar.
Þetta hefði verið eðlilegt skref í mál-
inu. Hann sagði viðræður hafa legið
niðri við áhugasama fjárfesta eftir að
samþykkt var í bæjarstjóm að gera
ekki samning við Bakka, sem lagði
fram 25 milljóna króna tilboð í Eiða-
stað. Fram hefur komið í Morgun-
blaðinu að tilboð Sigurjóns og Sig-
urðar Gísla hafi hljóðað upp á 35
milljónir króna.
Að sögn Bjöms Hafþórs var óskað
eftir flýtimeðferð á málinu hjá fé-
lagsmálaráðuneytinu og er sá mögu-
leiki fyrir hendi að ráðuneytið leggi
inn munnlegt álit áður en bæjar-
stjórn Austur-Héraðs kemur saman
til fundar næstkomandi þriðjudag.
Björn Hafþór sagði það einnig inni í
myndinni að ríkissjóður nýtti sér
forkaupsrétt sem hann hefur á eign-
um á Eiðum. Ekki væri útilokað að
ráðuneytið gengi inn í þá samninga
sem gerðir hefðu verið.
Katrín Ásgrímsdóttir sagði við
Morgunblaðið að Eiðamálið væri í
biðstöðu á meðan beðið væri eftir
áliti félagsmálaráðuneytisins. Hún
sagðist meta það svo að bæjarstjóm-
in hefði staðið rétt að málum með því
að hafna samningnum við Bakka á
því stigi en staðan yrði metin að nýju
þegar álit ráðuneytisins lægi fyrir.