Morgunblaðið - 17.11.2000, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Leðurhúsgögn fyrir þá sem vilja vanda
valið. Glæsileg ítölsk hönnun, stilhrein,
vönduð og umfram allt þægileg. Komdu
og skoðaðu það nýjasta frá Ítalíu.
^£idLcá sófi klæddur mjúku
nautsleðri á öllum flötum. Pokafjaðrir
í sætum, kaldsteyptur svampur í
bólstrun. Fæst einnig i dökkbrúnu
leðri. Settið 3+2+1 kr. 264.120.
3+1+1 kr. 239.980.
<zA/[ilano 3ja sæta sófi klæddur
nautsleðri. 3ja sæta L200 sm.
2ja sæta L150 sm. Settið 3+2.
139.980.
£ilaasófi, sófi klæddur mjúku nautsleðri á öllum flötum. Pokafjaðrir i sætum,
katdsteyptur svampur i bólstrun. Fæst einnig i Ljósbrúnu leðri. 3ja sæta sófi
L200 sm. 2ja sæta sófi L153 sm. Settið 3+2+1 kr. 289.170. 3+1+1 kr. 265.980.
HUSGAGNAHOLUN
Raðgreiðslur f allt að 36 mánuði
Bíldshöfða, 110 Reykjavík, s.510 8000
www.husgagnahollin.is
Sönghátíð í Hallgrímskirkju
Síðasti dag-
skrárliðurinn
ASUNNUDAG kl.
17.00 í Hallgríms-
kirkju verður söng-
hátíð, sem er lokaatriði í
fjölbreyttri dagskrá Kristni-
hátíðamefndar Reykjavík-
urprófastsdæma. Séra Jón
Dalbú Hróbjartsson er ann-
ar formaður nefndarinnar,
hann var spurður hvemig
þessi dagskrá hefði tekist.
„Þessi dagskrá hefur tek-
ist mjög vel og hefur verið
afar ijölbreytt. Hún hófst
15. ágúst 1999 með útdhátíð í
Laugardalnum, þar sem var
útimessa, gospeltónleikar
og unglingahátíð með
meiru. Síðan hafa verið dag-
skráratriði með samkomu-
haldi, jafnt utan dyra sem
innan. Við vorum m.a. með
útihátíð í Elliðaárdalnum í
Jón Dalbú Hróbjartsson
sumar sem leið. Síðan var boðið upp
á sjö messur í röð, sem við köUuð-
um: „messur Uðinna alda“, þar sem
reynt yar að líkja eftir messuhaldi
frá árinu 1000 til okkar daga. Þá
hafa verið kóramót bama og ungl-
inga, tjaldsamkomur í miðbænum,
ráðstefna um málefni aldraðra og
síðan vorum við þátttakendur í há-
tíðahöldum svo sem: „Hátíð hafs-
ins“ og í hestamannamóti í sumar,
sem dæmi um það hve vítt við fór-
um um samfélagið. Hápunkturinn
var þátttakan í Þmgvúlahátíðinni
en við viljum ijúka þessari dagsla-á
með tónhstarveislu í HaUgríms-
kirkju á sunnudag."
-Hvaða veislufóng bíða fólks
þar?
„Við ákváðum að þetta yrði fyrst
og fremst söngur, þar sem lögð
yrði áhersla á almennan sálma-
söng. Þá munu þrír stærstu kirkju-
kórar borgarinnar, Dómkórinn,
Kór Langholtsldrku og Mótettu-
kór HaUgrímskirkju, syngja sam-
an undir stjóm Harðar Askelsson-
ar hluta af þeirri dagski-á sem flutt
var á Þingvöilum í sumar. Þar má
nefna Intrata eftir Tryggva M.
Baldvinsson og Hallelúja-kórinn
úr Messíasi eftir Hándel. Blásara-
sveit Reykjavíkur mun leika með
kómum undir stjórn Tryggva
Baldvinssonar. Þá verða flutt tvö
ávörp, bæjarstjóri Kópavogs, Sig-
urður Geirdal, og séra Guðmundur
Þorsteinsson dómprófastur tala,
en sá síðamefndi er hinn formaður
Kristnihátíðarnefndar Reykjavík-
urprófastsdæma."
- Var þetta umfangsmikið
nefndarstarf!
„Nefndin er samansett af fuU-
trúum úr báðum prófastsdæmun-
um sem ná yfir Reykjavík, Kópa-
vog og Seltjamames. Auk þess
eiga sæti í nefndinni fulltrúar um-
ræddra sveitarfélaga. Nefndin hef-
ur starfað ósUtið frá 1997 og lýkur
störfum nú um áramót."
- Fyndist þér ástæða til að við-
halda svona starfí eins og nefndin
hefur veriðmeðþennan tíma?
„Sú er raunin að með hverju ár-
inu sem líður hefur orðið meira
samstarf, bæði milU
safnaða á þessu svæði
og við ýmis félagasam-
tök sem starfa á þessu
svæði, ekki sfst sem
starfa með bömum og
unglingum. Kirkjan
hefur tekið þátt í for-
vamarstarfi í auknum
mæli með sveitarstjómum, lög-
reglu, skólum, íþróttafélögum,
skátum og öðrum aðilum sem
starfa með bömum og unglingum.
Þetta er mjög áhugavert og hefur
skilað miklu.“
- Hvernig hefur þátttaka verið í
dagskráratriðum kristnihátíðar-
nefndar?
,A-ð okkar mati hefur hún verið
mjög góð. Við teljum að um 25 þús-
► Jón Dalbú Hróbjartsson fædd-
ist 13. janúar 1947 í Reykjavík.
Hann tók stúdentspróf frá Versl-
unarskóla Islands 1969 og emb-
ættispróf í guðfræði haustið
1973. Hann vígðist hinn 15. sept-
ember 1974 eftir að hafa verið
eitt ár í námi í Noregi. Hann hef-
ur verið skólaprestur í tvö ár,
prestur í Laugameskirkju frá
1976 til ársloka 1997, en var á því
túnabili prestur Islendinga fyrir
Noreg og Svíþjóð með aðsetur í
Gautaborg. Prestur í Hall-
grímskirkju hefur hann verið frá
ársbyrjun 1998 og prófastur
Reykjavíkurprófastsdæmis
vestra frá 1991. Jón er kvæntur
Ingu Þóru Geirlaugsdóttur sér-
kennara frá Akranesi og eiga þau
ijögur böm og fjögur baraaböra.
und manns hafi sótt þau dag-
skráratriði sem við höfum staðið
fyrir sjálf, íyrir utan þá viðburði
sem við höfum tekið þátt í með öðr-
um. Við vonum að sjálfsögðu að
Hallgrímskirkja verði full af fólki á
sunnudaginn og ég tek fram að það
eru allir velkomir og aðgangur er
ókeypis."
- Hafa margir komið að þessu
starfí fyrir utan nefndina?
„Já, það hafa fjölmargir komið
að þessari dagskrá úr safnaðar-
starfi kirkjunnar, svo og frá hinum
ýmsu írikirkjum á þessu svæði og
félagasamtökum. Við í nefndinni
erum þakklát þessum aðilum. Eitt
og annað hefur af þessu starfi leitt,
þess má t.d. geta að Rotary-hreyf-
ingin hefur tekið að sér að merkja
forna kirkjustaði á höfuðborgar-
svæðinu sem dæmi um samstarf
við önnur félög. Þegar er búið að
afhjúpa einn minningarstein á
Seltjamarnesi þar sem lengi stóð
kirkja til forna.“
- Eru margir fomir kirkjustaðir
á þessu svæði sem legið hafa í
gleymsku undanfarið?
„Það eru sjö staðir sem stendur
til að merkja, auk Seltjamamess
eru það Víkurkirkja í Kvosinni,
Laugames, Breiðholt,
Gufunes, Engey og
Hólmur við Suðurlands-
braut.“
- Hvert er elsta
kirkjustæði á höfuðborg-
arsvæðinu?
„Laugames eða Sel-
tjamames, frá 1200 að
talið er.“
- Hefur dagskráin verið kostn-
aðarsöm?
„Reynt hefur verið að halda
kostnaði niðri sem mögulegt er, en
að sjálfsögðu kostaði útihátíðin í
Laugardal langmest. Heildar-
kostnaður er 18 millj. kr., sem deil-
ist á sveitarfélög. Fjárhagslegir
styrktaraðilar hafa verið íslands-
banki og Síminn.
Þrír stærstu
kirkjukórar
Reykjavíkur-
prófasts-
dæma syngja
saman.