Morgunblaðið - 17.11.2000, Page 12

Morgunblaðið - 17.11.2000, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þau tóku þátt í Leonardo-verkefninu Vinnum saman sem jafningjar. ur pantað sér mat í gegnum Netið. Hann sagði að það mætti þróa Net- ið meira til að gera það aðgengi- legra fyrir fólk með þroskahömlun. Þórey Rut sagðist hafa haft mjög gaman af að taka þátt í verkefninu. Hún greindi frá bresku myndbandi um fólk á sambýli sem þau áttu síð- an að ræða um. Hún sagðist ekki alltaf hafa náð samhenginu í verk- efninu. Kristín sagðist hafa skilið myndbandið mjög vel því að hún hafði búið á sambýli. „Það hjálpar okkur að tala um eigið líf,“ sagði hún. Þá kynntu Dan Schimmel og Jonny Kold frá Danmörku þátt sinn í verkefninu. Af máli þeirra mátti heyra að Danir eni komnir mun lengra en hinar þjóðirnar í þessum málaflokki. Jonny Kold sagði að mörg verkefnin hefðu ekki höfðað til sín einfaldlega af því að þar væri rætt um hluti sem þættu sjálfsagðir í Danmörku. Það hefði hins vegar verið gagn og gaman að kynnast fólki frá öðrum löndum. Hann sagði að margir fatlaðir þekktu lítið eða ekki til lagaákvæða og ljóst væri að kjör þeirra væru mismunandi. Tölv- an væri sér mikils virði því að hann gæti unnið á hana á sínum hraða. Hann sagði að fólk með þroska- hömlun vildi ekki taka mikla ábyrgð, það væri hrætt við það, en það mundi styrkja sjálfstraust þess. Hann gagnrýndi ýmislegt við fram- kvæmd verkefnisins, sagði að leið- sögnin hefði þurft að vera styrkari, verkefnið afmarkaðra. Hann sagð- ist vilja fá meiri kennslu á Netinu, það kæmi að gagni. Hann kom með líkingu. Það hefði verið sér styrkur að sjá að það væri vegur, sem væri einnig fyrir hann, „vegur sem ég get líka gengið". Var nú gert hlé á fundahöldum og gæddu gestir sér á súpu og laxi í hádeginu. Fyrstir eftir matinn tóku til máls John Lawton, sem áður hefur verið getið, og Graeme Smith, félagi í People First (Fólk í fyrir- rúmi). Þeir kynntu þátt Bretlands í verkefninu. Graeme Smith sagði að hann hefði lítið vitað áður um ísland. Hann þekkti til þorskastríðsins og hefði heyrt um jarðskjálfta. Hann vissi núna miklu meira um land og þjóð. Hann talaði einnig um mikil- vægi Netsins eins og aðrir sem tek- ið höfðu þátt í verkefninu. Verkefn- ið hafði staðið í tvö ár þegar ákveðið var að halda tveggja daga námskeið um Netið. Þátttakendur hefðu komið fram með sextíu hugmyndir sem þeir vildu sjá á vefsíðu. Starfsmaður var fenginn Fámennid hef- ur marga kosti þegar leysa þarf vandamál til að koma hugmyndunum í fram- kvæmd í samvinnu við People First. Var vefsíðan kynnt á fundinum. Atvinna með stuðningi Komið hafði fram að mikil áhersla er lögð á atvinnumál. Þess vegna hafði Árna Má Björnssyni verið boðið að gera grein fyrir At- vinnu með stuðningi í Reykjavík. Það er tilraunaverkefni til tveggja ára sem lýkur í lok þessa árs. Arni Már sagði að hann hefði fyrst kynnst Atvinnu með stuðningi í gegnum Evrópuverkefni Helios II, en svipuð vinnubrögð hefðu verið notuð á Reykjanesi og á Akureyri. Hann sagði að Svæðisskrifstofa Reykjavíkur hefði átt frumkvæði að verkefninu og lagt fram fjármagn (þrjú stöðugildi) en Styrktarfélag vangefinna hefði lagt til starfs- mannaaðstöðu. Árni Már sagði að markmiðið væri að auðvelda ein- staklingum með skerta vinnufærni að komast í vinnu á almennum vinnumarkaði. Núna væru tuttugu og fjórir ein- staklingar í starfi á almennum vinnumarkaði. Þótt ekki gengi allt eins og best yrði á kosið mátti heyra að þetta er rétta leiðin, svo framarlega sem réttur stuðningur fæst. Núna eru fimmtíu sem bíða eftir að fá atvinnu með stuðningi. Árni sagði að lengi hefði verið óvissa um hvort atvinna með stuðn- ingi myndi halda áfram. Nú hefði verið ákveðið að halda henni áfram í Reykjavík í óbreyttu formi. Þetta kallaði á aukinn fjölda starfsmanna þar sem ásóknin væri mikil. Þetta þýddi þó ekki í raun aukinn kostnað heldur væri það tilfærsla á pening- um, sem annars færu í að reka verndaða vinnustaði eða borga hærri bætur til fatlaðra og atvinnu- lausra. „Viðhorf til fatlaðra hefur breyst mikið undanfarin ár hér á landi sem og í öðrum löndum. Þetta ber ekki síst að þakka vilja eða öllu heldur kröfu fatlaðra til að vera í vinriu á almennum markaði." Árni Már sagði að framtíðarsýn hans væri sú að sjá þessa starfsemi innan Vinnumálastofnunar Islands. Atvinnuúrræði fyrir fatlaða ættu ekki að vera aðskilin frá almennum úrræðum. Eftir umfjöllun Árna Más gerðu þrír einstaklingar gi’ein fyrir reynslu sinni af atvinnu með og án stuðnings, þau Aileen Svensdóttii’, Eyrún Osk Sigurjónsdóttir og Ottó B. Arnar. Aileen rakti starfsferil sinn og var ljóst á máli hennar að það getur skipt sköpum að aðstoðin sé rétt. Eyrún Ósk sagðist hafa unnið á vernduðum vinnustað en hún hefði hætt þar að eigin ósk. Síðan hefði hún fengið vinnu sem reyndist of erfið líkamlega. Nú væri hún í vinnu sem henni líkaði vel í. Hún fékk fyrst mikla eftirfylgd sem síðan minnkaði. Stuðningurinn fólst í þvi að leiðbeina henni þar til hún réð við starfið. Ottó sagði frá reynslu sinni af at- vinnulífinu. Hann lauk máli sínu með þessum orðum: „Það skiptir okkur sem erum fötluð svo miklu máli að hafa vinnu eins og aðrir, en vegna þess að við erum fötluð þurf- um við að beijast fyrir því, sem öðrum þykir sjálfsagt. Því miður búum við sem fyrr við óréttlæti í þessum efnum í þessu landi. Eg bið ykkur sem eruð fötluð eða með þroskahömlun og hafið misst vinnu að gefast ekki upp, því það er sama og láta yfirbugast." Að berjast fyrir framtíðinni Fundarstjóri greindi frá því að handbók fyrir umræðuhópa Átaks væri komin út og gætu gestir skoð- að hana í kaffihléinu. Eg skoðaði bókina. Hún heitir „Að þekkja sjálf- an sig“ og skiptist í ellefu kafla: Að kynna sig, Heimilislíf, Skóli, At- vinna, Samskipti og vinátta, Að segja sögu sína. Þetta eru heiti fyrstu kaflanna. Síðasti kaflinn heitir Að berjast fyrir framtíðinni. Hverjum kafla fylgir mynd eftir Stefán Sigvalda Krist- insson. Eftir kaffi voru pall- borðsumræður. Menn fögnuðu því að fjármagn hefði fengist til að halda áfram atvinnu með Einnig var komið inn á mál eins og laun fyrir stuðningi. viðkvæmt vinnu á vernduðum vinnustöðum. Síðan slitu María Hreiðarsdóttir og John Lawton ráðstefnunni. Þau þökkuðu ráðamönnum í Brussel fyrir að hafa trú á verkefninu. Þetta hefði ekki bara verið vinna heldur hefðu þátttakendur kynnst fólki frá öðnim löndum. Ræður voru þýddar jafnóðum. Var degi tekið að halla þegar ráð- stefnunni var slitið, en hana sóttu um áttatíu manns. Daginn eftir var síðan opinber fyrirlestur í Odda á vegum félagsvísindadeildar Há- skóla Islands þar sem verkefnið var kynnt. K 1LUKKAN vai’ að verða hálftíu að morgni þegar ég gekk inn í fundarsal- inn. Ég hafði verið hér síðast fyrir tveimur dögum á morg- unverðarfundi dansk-íslenska Verslunarráðsins og hlýtt á ræðu Pouls Nyrups Rasmussens, forsæt- isráðherra Dana, um dönsk stjórn- mál. Búið var að taka hringborðin og setja bekki í salinn og við ræðu- púltið var komið langt háborð. María Hreiðarsdóttir, formaður Ataks, félags fólks með þroska- hömlun, bauð gesti velkomna. Hún þakkaði menntamálaráðuneytinu og öðrum styrktaraðilum fyrir fjár- hagslegan stuðning, svo og Leon- ardo-skrifstofunni á íslandi. Þá gerði hún grein fyrir verkefninu, sem Átak hefur tekið þátt í með Bretum og Dönum. Það var Opni háskólinn (The Open University) í Bretlandi sem útbjó efni í samvinnu við félag fólks með þroskahömlun í Bretlandi (People First). „Mark- miðið með verkefninu Vinnum sam- an sem jafningjar miðar að því að fólk með þroskahömlun, stuðnings- aðilar þess og foreldrar geti unnið saman sem jafningjar," sagði Mar- ía. Hún lagði áherslu á að annað mikilvægt markmið væri að fólk með þroskahömlun gæti barist sjálft fyrir réttindum sínum. Það væru sjálfsögð mannréttindi að fólk með fötlun byggi við sama rétt og aðrir „og þar mættum við öll taka okkur á til að ná sem bestum ár- angri hvað jöfn lífsgæði og tækifæri varðar". María sagði að Átak væri fyrsta félag fólks með þroskahömlun sem hefði fengið styrk út Leonardo- sjóðnum til að taka þátt í svona verkefni. „Það var enn mikilvægara fyrir Átak að gera vel og voru gerð- ar miklai’ kröfur um vinnuframlag frá félaginu okkar,“ sagði María, en það er Átak sem stendur fyrir ráð- stefnunni. „Við erum stolt félag og tilbúin að gera vel en til þess þurf- um við stuðning góðra manna til góðra verka.“ Eftir ávarp formannsins tók Stef- án Baldursson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, til máls og setti ráðstefnuna. Hann ræddi um menntun sem leið til mennsku og menningar. Hann fjallaði um nem- endur með þroskahömlun í fram- haldsskólum og sagði að verkefnið væri erfitt. Ástæðan væri sú að fóir kennarar hefði þekkingu á viðfangsefninu þar sem þeir litu á sig sem fag- greinakennara. Hann sagði að í framhaldsskól- um væri núna kennt það sem kallast lífsleikni og hefði það gefist vel. Hann taldi að fámennið hefði marga kosti þegar leysa þyrfti vandamál. Einnig minntist hann á alþjóðlegt samstarf og möguleika kennara og nemenda til að taka þátt í því. Færni, gæði og nýsköpun Sigurður Guðmundsson tók næst- ur til máls. Hann talaði fyrir hönd Leonardo da Vinci-skrifstofunnar á íslandi og kynnti áætlun Evrópu- sambandsins 2000-2006. Hann taldi fulla ástæðu til að halda áfram verkefninu sem hér væri kynnt. Hægt væri að sækja árlega um styrk í sjóðinn. Markmiðið væri að bæta fagkunnáttu og færni fólks Vinnum saman sem jafningjar Nýlega var haldin ráðstefna á Grand Hóteli í Reykjavík sem bar heitið Vinnum saman sem jafningiar. Þar var gerð grein fyrir evrópsku samstarfsverkefni, sem staðið hefur í þrjú ár. Verkefnið hlaut styrk úr sjóði Evrópusambandsins sem kenndur er við Leonardo da Vinci. Gerður Steinþórs- dóttir sat ráðstefnuna. Viðhorf tilfatl aðra hefur breyst mikið undanfarið með starfstengdri þjálfun, að auka gæði starfsþjálfunar og stuðla að nýsköpun í starfsmenntun. Sam- starfsaðilar yrðu að vera frá tveim- ur löndum hið minnsta og annar að vera í Evrópusambandinu. Næst kynntu John Lawton og dr. Jan Walmsley verkefnið Vinnum saman sem jafningjar. Dr. Walms- ley starfar við The Open Univers- ity. Kennsluefnið var unnið innan háskólans í samstarfi við samtökin People First, eins og áður hefur komið fram. Það byggist á þeirri hugmyndafræði að við séum jöfn og getum lært hvert af öðru. John Lawton var yfinimsjónaimaður verkefnisins. Hann er fram- kvæmdastjóri Mencap, sem eru systursamtök Landssamtakanna Þroskahjálpar í Bretlandi. Hann gerði grein fyrir verkefninu sem hann sagði að hefði verið erfitt. Tungumálaörðugleikar hefðu átt þátt í því. En árangur hefði náðst. Sjálfstraust þátttakenda hefði auk- ist. Hann nefndi sem dæmi að hafa skoðun, að þora að vera ósammála öðrum. Hann nefndi einnig að eiga rétt á að gera mistök. Hann sagði að fólk með þroskahöml- un hefði mörgu að miðla ófötluðu fólki. Að lokum —— nefndi hann Netið og gerð vefsíðu, sem hefði slegið í gegn meðal þátttakenda. John Lawton flutti mál sitt á mjög lifandi hátt, frjálsmannlegur í fasi, slifsið með mynd af Big Ben. Það lá við að maður heyrði klukkuna slá! Eftir kaffihlé tók María Rúnars- dóttir, verkefnisstjóri Átaks, til máls og kynnti þátt félagsins í verkefninu. Hún sagði að umræðu- hópar Átaks hefðu prófað hluta af fræðsluefninu sem Opni háskólinn vann til að leggja mat á hvaða þætt- ir kæmu að mestu gagni hér á landi. í framhaldi af því var unnin handbók sem byggist að mestu á umræðuverkefnum. Hún sagði að von væri á handbókinni síðar um María Hreiðarsdóttir ávarpar gesti á Grand Hóteli. daginn úr prentun. Sjónum væri m.a. beint að því hvað félagar í Átaki vilja sjá í réttindabaráttunni. Eitt meginverkefnið væri að styrkja fatlaða til þátttöku í at- vinnulífinu og því væri sérstök áhersla á umræðu um það efni. Átak hefði samið við leikhópinn Perluna um talsetningu myndbands sem fylgir handbókinni. Þá hefði verið haldið námskeið fyrir leið- beinendur í umræðuhópum, bæði fatlaða og ófatlaða. Netið fyrir alla Eftir kynningu Maríu sögðu Björgvin Kristbergsson, Þórey Rut Jóhannsdóttir og Kristín Jónsdótt- ir, félagar í Átaki, frá þátttöku sinni í verkefninu Vinnum saman sem jafningjar. Björgvin greindi sér- staklega frá námskeiði sem hann sótti í Bretlandi um notkun Nets- ins. Hann hafði lært að senda póst. Myndir voru teknar af þátttakend- um og settar á Netið. Það hefði ver- ið gaman. Einnig hefðu þátttakend-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.