Morgunblaðið - 17.11.2000, Page 14

Morgunblaðið - 17.11.2000, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Borgaryfirvöld stefna að því að auka upphitað flatarmál gatna og göngustíga um 340% á næstu tíu árum Svör fræðsluyfirvalda við óánægju í Laugarneshverfi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Kynnt var áætlun ura aukna upphitun gatna og gönguleiða í Reykjavík í Ráðhúsinu í gær. Frá vinstri: Sigurður I. Skarphcðinsson gatnamálastjári, Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri og Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Kostnaður um milljarð- ur króna Reykjavik STEFNT er að því að auka upphitað flatarmál gatna og göngustíga í Reykjavík um 340% á næstu tíu árum eða úr 70 þúsund fermetrum í 240 þúsund fermetra. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur borgarstjóra er áætl- aður stofnkostnaður verksins um milljarður króna eða um 100 milljónir á ári á fram- kvæmdartímanum. Þá er rekstrarkostnaður áætlaður um 50 milljónir á ári. Alfreð Þorsteinsson, borg- arfulltrúi R-listans og stjóm- arformaður Orkuveitu Reykja- víkur, sagði að það væru ekki mörg lönd í heiminum sem ættu þess kost að ráðast í svona framkvæmd, þ.e. byggju yfir jafnmikilli ódýrri orku eða heitu vatni. Hann sagði að á síðasta ári hefði stjórn veitunnar skipað vinnuhóp, sem hefði unnið að tillögum um upphitun gatna og gönguleiða í borginni. í vinnuhópnum sátu m.a. Sig- urður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri og Guðmund- ur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. í skýrslunni er gerð grein fyrir uppbyggingu núverandi hitakerfa og tillaga gerð um hvað hita skuli af götum og gangstéttum næstu 10 árin. Breytt gjaldskrá Við forgangsröðun verk- efna var tekið mið af sam- þykkt borgarstjómar frá 16. mars. Guðmundur sagði að einnig væri tekið mið af því að orka úr bakrennsli hitakerfa húsa yrði nýtt sem best, en sú orka væri í dag að verulegu leyti ónýtt. Þá sagði Guð- mundur að gert væri ráð fyrir breyttu formi gjaldskrár vegna kaupa á heitu vatni til upphitunar gatna og göngu- leiða, sem gerði ráð fyrir lækkun á verði framrásar- vatns, en á móti kæmi að hluta að greitt væri fyrir bakrennsl- ið. Sett er fram tillaga um sér- stakan taxta sem er háður hitastigi utanhúss, en sam- kvæmt taxtanum er veittur 50% afsláttur á framrásar- vatni til snjóbræðslu og má gera ráð fyrir að rekstrar- kostnaður stærri hitakerfa, sem nýta vel bakrennsli, muni við þessa breytingu lækka um allt að 35%. Áhersla lögð á miðborgina í skýrslunni em tilgreind einstök verkefni næstu fimm árin en samkvæmt henni er aðeins áætlað að leggja hita- kerfi í miðborginni á ámnum frá 2006 til 2010. Sigurður Snjóbræðslukerfi í Reykjavík Ár Framkvæmdaáætlun, sundurl. Stærð í m2 Kostnaður, milljónir 2001 Miðborgin 5.000 30 Elliheimilið Grund, gangstétt 1.100 6 Hátún, gangstétt 550 3 Blindrafélagið við Hamrahlíð 950 5 Árskógar, gönguleið 1.500 8 “Uppgata” í Fossvogi 2.000 11 Samtals 11.100 63 2002 Miðborgin 3.000 18 Listabraut, gangstétt 2.000 11 Frárein upp á Bústaðaveg 1.900 10 Strætisvagnabiðstöðvar 2.700 14 Logafold, brattir botnlangar “uppgötur” 2.400 13 Logafold, brött gangstétt að Hverafold 500 3 Samtals 12.500 69 2003 Miðborgin 5.400 30 “Uppgata” í Fossvogi 2.400 12 Breiðholtsbraut, gatnamót 5.700 31 Samtals 13.500 73 2004 Miðborgin 5.000 30 “Uppgata" í Fossvogi 1.100 6 Stígur við Engjasel, brattur stígur á opnu svæði 1.100 6 Húsahverfi, brattir/sléttir stígar á opnu svæði 3.800 20 Samtals 10.000 62 2005 Miðborgin 4.000 21 Skeifan, gönguleiðir 7.250 39 Stöng, brött “upp/niður gata” 850 5 Strætisvagnabiðstöð, Grensás 950 5 Samtals 13.050 70 2006 Miðborgin 8.000 43 Samtals 8.000 43 2007 Miðborgin 13.400 71 Samtals 13.400 71 2008 Miðborgin 3.000 16 Samtals 3.000 16 2010 Miðborgin 2.800 15 Samtals 2.800 15 Samantekt framkvæmdaáætlunar Árin 2001 - 2010 Stærð í m2 Kostnaður, milljónir Kerfi, sem gerð er tiliaga um og eru tímasett 88.000 482 Miðborgin, tillögur ótímasett 27.000 133 Kerfi í nýjum hverfum, ótímasett 55.000 295 Bakvatnskerfi 90 Heildarkostnaður 1.000 sagði að í skýrslunni væri lögð mikil áhersla á miðborgina, sem og staði þar sem aldraðir búa og fatlaðir. Hann sagði að einnig væri lögð áhersla á að leggja hitakerfi í götur og gangstéttir sem liggja í bratta sem og í ný hverfi, þar sem það væri hagkvæmt að leggja kerfið um leið og gatnagerð færi fram. Á þessu ári var t.d. ráðist í upphitun gatna og gönguleiða í Grafarholts- hverfinu og verður þeirri vinnu haldið áfram á næsta ári. Á næsta ári er einnig gert ráð fyrir að leggja hita í götur og gangstéttir í miðborginni, t.d. Austurstræti og Pósthús- stræti. Leggja á hitakerfi í gangstéttir við Grand, Hátún og heimili Blindrafélagsins við Hamrahlíð og þá er stefnt að lagningu hitakerfis í Ár- skógum og Fossvogi. Ekki áform- að að breyta ákvörðun um flutning Laugarnes EKKI eru áform uppi um að breyta þeirri ákvörðun fræðsluráðs Reykjavíkur að flytja nemendur 7. bekkjar í Laugarnesskóla yfir í Laugalækjarskóla haustið 2002, að því er fram kemur í svari fræðslustjóra við fyrir- spurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Foreldrar í hverfinu hafa mótmælt áformum um flutn- inginn, m.a. með þeim rök- um að hann hafi í för með sér að börn þeirra verði tek- in ári fyrr inn í unglinga- samfélagið en ella. Á borgarráðsfundi 7. þessa mánaðar lögðu full- trúar Sjálfstæðisflokks fram fyrirspurn um hver staða fyrirhugaðra byggingafram- kvæmda við Laugarnes- skóla, Laugalækjarskóla og Sóltúnsskóla væri og hver væri áfallinn kostnaður vegna þeirra og hvort fræðsluyfirvöld hefðu í hyggju að taka athugasemd- ir og varnaðarorð foreldra til greina. Skiptar skoðanir í hverfinu „Ljóst er að skoðanir eru og hafa verið skiptar í hverfinu um skólaskipan í hverfinu," segir í svarbréfi Gerðar G. Oskarsdóttur fræðslustjóra og Guðmund- ar Pálma Kristinssonar, for- stöðumanns byggingadeildar borgarverkfræðings, sem lagt var fyrir borgarráðs- fund í vikunni. „Skoðanir eru einnig skiptar í borginni um hvort grunnskólinn, þ.e. 1.—10. bekkur skuli vera í einum eða tveimur skólum. 30. apríl stóð fræðslumið- stöð ásamt SAMFOK og fé- lögum kennara og skóla- stjóra að málþingi þar um. Víðast í nágrannalöndum er skyldunámsskólinn skiptur í tvennt og er þá gjarnan skipt við 11, 12, eða 13 ára aldur. I skólum með 1.—10. bekk em nemendur í 7. bekk í sama skóla og eldri nemendur eins og stefnt er að í Laugalækjarskóla. Ekki em uppi áform um að breyta ákvörðunum fræðslu- ráðs.“ Þá kemur fram að áfallinn kostnaður vegna undirbún- ings hönnunar aðstöðu vegna flutningsins sé rúm- lega 2 m.kr., auk þess sem húsnæði leikskólakennara- skorar KHÍ, við hlið Lauga- lækjarskóla, hefur verið keypt fyrir 96 milljónir króna. Á síðasta ári hafi verið gerð rýmisáætlun og úttekt á húsnæðismálum Laugar- nesskóla og Laugalækjar- skóla sérstaklega en Sól- túnsskóli sé ekki eins langt kominn þar sem ljóst sé orð- ið að nemendafjöldi á svæð- inu verður ekki sá sem vænst var. Borgin fái húsnæði KHI afhent 1. júní nk. Það krefj- ist talsverðra lagfæringa en gert sé ráð fyrir tengibygg- ingu milli hússins og Lauga- lækjarskóla. Þar verði fé- lagsmiðstöð ÍTR fyrir hverfið en engin slík aðstaða er þar nú. Ráðgert sé að Laugalækjarskóli geti farið að nýta húsnæðið að hluta haustið 2001 en 7. bekkur flytjist í húsnæðið haustið 2002 og þá verði viðbygging við Laugarnesskóla tekin í notkun. 7. og 8. bekkur í einu húsi en 9. og 10. í öðru Einnig er m.a. greint frá því að við ákvörðun um flutninginn hafi verið byggt á spám um mikla fjölgun í Laugarnesskóla, erfiðleikum við að byggja við skólahúsið vegna byggingasögulegs gildis þess en með kaupum á húsi leikskólakennaraskorar skapist möguleiki til að kenna 7. og 8. bekk í einu húsi og 9. og 10. bekk í öðru. Höfuðborgarsvæðið ljósleiðaravæðist óðum Kópavogur UM ÞESSAR mundir er verið að ljúka við lagningu ljósleið- ara á vegum Línu.Nets í vest- urhluta Kópavogs. Innan tíð- ar mun fyrirtækjum og heimilum þar gefast kostur á að færa sér þjónustu fyrir- tækisins í nyt og höfuðborgar- svæðinu öllu í lok ársins. „I heild gengur verkið í samræmi við svokallaða fiýti- áætlun en samkvæmt henni gemm við ráð fyrir að ljúka meginnetinu á höfuðborgar- svæðinu í ár. Þá nær ljós- leiðaranetið yfir meginhluta höfuðborgarsvæðisins," sagði Eiríkur Bragason, fram- kvæmdastjóri Línu.Nets, en fyrirtækið er einnig. um þess- ar mundir að ljúka við lagn- ingu ljósleiðara í þéttbýlis- staði á Suðurlandi og til Vestmannaeyja. Auk þess að leggja ljósleiðaranetið hefur fyrirtækið samið við nokkur sveitarfélög um fjarskipta- tengingar, þ.e. Reykjavík, Seltjarnarnes og Hafnar- fjarðarbæ. Nokkur hverfí þegar komin í viðskipti Eiríkur sagði að um þessar mundir miðaðist öll starfsem- in mjög við að ljúka uppbygg- ingu grannnetsins. Þegar það verður fullmótað í lok ársins verði farið að leggja ofur- áherslu á að veita fyrirtækj- um og heimilum aðgang að kerfinu en. þegar er farið að veita þá þjónustu á ákveðnum svæðum. Til dæmis eiga ekki aðeins fyrirtæki heldur einnig heimili í Smárahverfi, við Skúlagötu, Álfheima og á Sel- tjarnarnesi þegar kost á viðskiptum sem fela í sér mjög öfluga ljósleiðarateng- ingu með allt að 100 mb/sek. sítengingu við Netið. í lok desember er einnig stefnt að aðgangi að um 20 sjón- varpsstöðvum, þ.e. helstu er- lendum gervihnattastöðvum og flestum íslensku sjón- varpsstöðvunum. í framtíð- inni býst Eiríkur við að Ijós- leiðarinn verði nýttur við gagnvirkar sjónvarpssend- ingar, myndsíma og fleira. Stofnkostnaður heimila vegna þessarar. þjónustu er .um 28.900 krónur en mánaðar- gmnngjald er 5.500 kr. Á móti kemur t.d. spamaður á sím- reikningi vegna netsambands. Þá stendur fyrirtækið um þessar mundir fyrir tilraun- um með gagnaflutninga í gegnum raforkukerfið, en vegna þeirra möguleika var það upphaflega stofnað. Að sögn Eiríks er tíðinda af þeim að vænta á næstunni en hann segir tilraunirnar ganga vel. Ljósleiðaragmnnkerfi Línu.Nets byggist upp á möskvum, sem hefur í för með sér að þótt ein flutningsleið rofni, t.d. vegna rofins ljós- leiðara, standa eftir sem áður aðrar leiðir opnar innan kerf- isins án þess að þjónusta við einstaka notendur skerðist. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ljós í myrkrinu Midborg ÞAÐ er bjart um að litast í skammdeginu í miðborginni. Vegna Ijósahátíðarinnar í síðustu viku var hresst upp á útilýsingar í borginni og m.a nýtt til þess jóla- og menn- ingarborgarskrautið, sem hafði fengið að hanga í staurum í miðborginni frá því síðasta vetur. Ekki minnkar ljúsadýrðin þegar aðventan gengur í garð og svo er áformað að lýsa upp vetrarmyrkrið með sérstakri vetrarhátíð, sem verkefnisstjórn vinnur nú að því að undirbúa og lialdin verður siðar í vetur*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.