Morgunblaðið - 17.11.2000, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Starfsáætlun atvinnumálanefndar Akureyrarbæjar
Markmiðið er
að auka fram-
boð atvinnu
Morgunblaðið/Kristján
Forgangsröð verkefna ræðst af atvinnuástandi á hverjum tíma og í dag
er atvinnuástandið með þeim hætti að ekki fínnast fordæmi.
ATVINNUMÁLANEFND Akur-
eyrarbæjar hefur lokið vinnu við
starfsáætlun næsta árs og skilað af
sér til umfjöllunar og afgreiðslu í
bæjarstjóm. Nefndin raðaði upp
sjö verkefnum í forgangsröð, þar
sem markaðs- og kynningarmál
eru sett á oddinn, auk þess sem
unnin hefur verið verkáætlun um
hvert verkefni. Markaðsskrifstofa
Akureyrar er númer tvö á for-
gangslista nefndarinnar, þá stefnu-
mótun í ferðamálum, samgöngu-
mál, umhverfismál, fyrirtækjanet
og loks orkumál og orkufrekur iðn-
aður.
í starfsáætlun atvinnumála-
nefndar er tekið mið af því að eitt
brýnasta verkefni bæjarstjórnar er
að styrkja atvinnulífið á Akureyri.
Til þess að gera bæjaryfirvöldum
kleift að vinna að eflingu atvinnu-
lífs á markvissan hátt lagði at-
vinnumálanefnd fram, í ársbyrjun
1999, stefnumótun í atvinnumálum
til næstu fímm ára. Markmið henn-
ar er að greina leiðir til að efla at-
vinnulíf og gera aðgerðaáætlun um
framkvæmd slíkra leiða í því skyni
að auka samkeppnishæfni atvinnu-
lífs í bænum.
Væntingar atvinnumálanefndar
eru að með stefnumótuninni takist
að greina tækifæri til nýsköpunar
og skilgreina aðgerðir til að virkja
slík tækifæri. Verkefnið er þannig
samnefnari fjölmargra annarra
verkefna og er ætlað að leggja
grunn að vinnubrögðum sem geta
nýst til framtíðar. Nefndin bendir
jafnframt á að forgangsröð verk-
efna ræðst af atvinnuástandi á
hverjum tíma og í dag er atvinnu-
ástand með þeim hætti að ekki
finnast fordæmi. Atvinnumála-
nefnd heldur þó vöku sinni þrátt
fyrir hið góða ástand og gerir sér
grein fyrir hversu skjótt veður
skipast í lofti í atvinnumálum.
Markmið verkefnisins um mark-
aðs- og kynningarmál er að auka
atvinnuframboð og atvinnutækifæri
á svæðinu. Verkefnið er sett af
stað í framhaldi af lífskjarakönnun
er nefndin lét gera nú fyrr á árinu
og verður kynnt á ráðstefnu sem
haldin verður á Hótel KEA hinn
25. nóvember nk. Markaðsáætlun
þarf að miðast að því að árlega
aukist fjöldi starfa á Akureyri um
að minnsta kosti 2%. Annað
markmið verkefnisins er að fækka
þeim einstaklingum sem flytja frá
Akureyri og fjölga þeim sem flytja
til bæjarins. Markaðsáætlunin þarf
að miðast að því að íbúafjölgun á
Akureyri aukist umfram lands-
meðaltal.
Akureyri verði miðstöð
ráðstefnuhalds og funda
Markmiðið með Markaðsskrif-
stofu Akureyrar er að gera Akur-
eyri að miðstöð ráðstefnuhalds og
funda innlendra fyrirtækja þar
sem afþreyingarmöguleikarnir á
öllum sviðum eru fyrir hendi, hvort
heldur er í bænum eða nágrenni
hans. Að gera Akureyri að sumar-
dvalarstað fjölskyldufólks þar sem
það fær útrás fyrir athafnaþrá sína
og er virkir þátttakendur í þeirri
afþreyingu sem í boði er. Einnig að
koma föstu formi á þá atburði sem
þegar eiga sér stað, þannig að fyr-
irtæki, bæði norðan og sunnan
heiða, geti gert áætlanir í byrjun
árs um hvaða atburði þau ætla að
nota til auglýsinga, kynninga og
styrkja. Áætlað er að 190 þúsund
íslendingar ferðist innanlands og
að 240 þúsund erlendir ferðamenn
komi til landsins.
Atvinnumálanefnd vill að mótuð
verði stefna í ferðamálum fyrir Ak-
ureyri. Bent er á að niðurstöður
vinnuhóps um ferðamál sem vann
að stefnumótun í atvinnumálum
fyrir Akureyri hafi leitt í ljós að
mjög brýnt er að efla markvisst
samstarf hinna fjölmörgu aðila sem
koma að ferðaþjónustu í bænum.
Nefndin telur að fram hafi komið
með óyggjandi hætti að slíkt starf
ætti að fara fram undir formerkj-
um stefnumótunar í ferðamálum.
Jarðgöng í gegnum
Vaðlaheiði
Markmið í samgöngumálum er
forathugun og undirbúningur að
jarðgangagerð í gegnum Vaðla-
heiði. Nefndin bendir á að í kaflan-
um um samgöngumál úr stefnu-
mótun í atvinnumálum fyrir Akur-
eyri frá því í mars í fyrra er lagt til
að hagkvæmniathugun fari fram á
gerð ganga í gegnum Vaðlaheiði.
Síðan þá hafi ytri aðstæður breyst
verulega og sem dæmi megi taka
að allt flug hafi verið lagt niður frá
Húsavík, samgöngur milli Aust-
fjarða og Norðurlands hafi batnað
verulega og samskipti öli milli
landshlutanna aukist mikið á sviði
verslunar og viðskipta. Þessu
tengist svo almenningssamgöngur
vegna áætlunarflugs sem og áætl-
unarferða milli landshlutanna sem
verða eitt kjördæmi á næstu árum.
Atvinnumálanefnd vill að kannaður
verði grundvöllur einkafjármögn-
unar á gerð ganga í gegnum Vaðla-
heiði og að komið verði á samstarfi
við þá hagsmunaðaila sem málið
varðar.
í umhverfismálum er markmiðið
að Akureyrarbær taki forystu á
meðal sveitarfélaga hvað varðar
umhverfismál og að fyrirtæki í
bænum verði virkir þátttakendur í
mótun áframhaldandi umhverfis-
stefnu bæjarins. Þá hefur atvinnu-
málanefnd, í samráði við umhverf-
isnefnd og starfsmann Stað-
ardagskrár 21, sett sér það mark-
mið að úrgangur frá heimilum og
fyrirtækjum minnki verulega,
þannig að árið 2002 verði sorp-
magn til endanlegrar förgunar að
hámarki 30% af því sem það var
árið 1998.
Endurnýting og endur-
vinnsla úrgangs aukin
Framkvæmdin verði með þeim
hætti að atvinnumálanefnd beiti
sér fyrir stofnun vinnuhóps um
endurvinnsluiðnað með það að
markmiði að auka endumýtingu og
endurvinnslu úrgangs. Jafnframt
að Akureyri verði í fararbroddi
meðal íslenskra sveitarfélaga um
úrræði til lágmörkunar hávaða- og
loftmengunar.
Markmiðið með fyrirtækjaneti er
að auka útrás fyrirtækja og gera
þau hæfari til að takast á við sér-
hæfðari lausnir. Fyrirækjanet sé
formlegt samstarf fyrirtækja sem
nýst geti til markaðssóknar og til
að afla verkefna.
I orkumálum og orkufrekum iðn-
aði er markmiðið að gera stjórn-
völdum ljóst með markvissum
hætti að við ákvarðanir um stað-
setningu orkufreks iðnaðar sé Ak-
ureyri og Norðausturland allt
sterkur valkostur. Mótuð verði
stefna um hvaða tegundir orku-
freks iðnaðar eru eftirsóknarverð-
ar fyrir Norðausturland, einkum
Akureyri, Eyjafjörð og S-Þingeyj-
arsýslu. Við mótun slíkrar stefnu
verði tekið tillit til umhverfis og at-
vinnulífs. Jafnframt að orkui-ann-
sóknir á norðurslóðum verði efldar
með samstarfi veitna á svæðinu í
samvinnu við önnur orkufyrirtæki,
rannsóknarstofnanir og fyrirtæki.
Orkurannsóknir verði efldar
Orkurannsóknir á Norðurlandi
verði efldar að frumkvæði sömu
samstarfsaðila. Einnig að Norð-
lendingar verði tilbúnir að takast á
við samkeppni á orkumarkaði á
komandi árum og að sjónarmið
tengd umhverfismálum og ímynd
svæðisins verði skilgreind, rædd og
kynnt. Atvinnumálanefnd gerir ráð
fyrir að verkefnið taki 2-3 ár en
áhersla verði lögð á skýr markmið
og að starfsáætlun verði fylgt.
Kirkjustarf
HRÍSEYJARKIRKJA: Guðsþjón-
usta verður í kirkjunni á morgun,
laugardaginn 18. nóvember, kl. 14.
Kirkjukór Sauðárkróks kemur í
heimsókn ásamt organista og sókn-
arpresti. Sr. Guðbjörg Jóhannes-
dóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki,
predikar og þjónar fyrir altari ásamt
sóknarpresti. Kirkjukór Sauðár-
króks syngur ásamt Kirkjukór Hrís-
eyjarkirkju við undirleik Rögnvald-
ar Sigurðar Valbergssonar, org-
anista Sauðárkrókskirkju. Jóhann
Már Jóhannsson syngur einsöng.
Fermingarbörnum verða afhentar
Biblíur að gjöf frá söfnuðinum. Að
athöfn lokinni mun Kirkjukór Sauð-
árkróks halda tónleika í kirkjunni og
kirkjukaffi verður að þeim loknum.
Sunnudagaskóli verður á sunnudag
kl. 11 og fundur hjá Æskulýðsfélagi
Hríseyjarkirkju kl. 17.30 á mið-
vikudag. Sunnudagaskóli verður í
Stærri-Árskógskirkju kl. 11 á
sunnudag og fundur hjá æskulýðsfé-
lagi kirkjunnar kl. 20.30 á mánu-
dagskvöld.
LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju-
skóli á morgun, laugardag, kl. 13.30 í
Grenivíkurkirkju. Kyrrðarstund
verður í Svalbarðskirkju kl. 21 á
sunnudagskvöld.
Kynning-
arfundur
á HS-
jöfnun
FÉLAG höfuðbeina- og spjald-
hryggsjafnara stendur fyrir
kynningu á HS-jöfnun, félagi
HS-jafnara og fyrirhuguðu
námi á Akureyri á morgun,
laugardaginn 18. nóvember, kl.
14. Kynningin fer fram í húsi
Rauða krossins í Viðjulundi 2 á
Akureyri. Framsöguerindi flyt-
ur formaður félagsins, Guðnán
B. Hauksdóttir, hjúkranar-
fræðingur og HS-jafnari. Einn-
ig munu Margeir Sigurðsson,
Gunnar Gunnarsson sálfræð-
ingur og Margrét Aðalsteins-
dóttir vera á staðnum og sýna
hvernig meðferð fer fram og
svara fyrirspurnum.
Námið sem um er að ræða
dreifist á þrjú ár og er aðal-
kennari Thomas Attle, skóla-
stjóri The Collega of Cranio -
Sacral Therapy í London, en
hann er virtur meðhöndlari og
kennari í Bretlandi og hefur
m.a. þróað meðferð nýbura.
Mótmæla
gjaldtöku
FÉLAG hjartasjúkinga á Eyja-
fjarðarsvæðinu og Félag eldri
borgara á Akureyri hafa sent
bæjaryftrvöldum á Akui’eyi’i er-
indi þar sem harðlega er mót-
mælt framkomnum hugmynd-
um íþrótta- og tómstundaráðs j
Akureyrar um að taka upp
gjaldtöku íyrir eldri borgara í
Sundlaug Ákureyrar og í Hlíð-
arfjall.
Iþrótta- og tómstundaráð
ákvað iyrir nokkra að taka upp
gjaldtöku íyrir eldri borgara í
sundlaugar og í skíðamannvirki.
Fram til þessa hafa ellilífeyris-
þegar, 67 ára og eldri verið und-
anþegnir allri gjaldtöku í þessi
íþróttamannvirki, en nú leggur
ráðið til að þeir greiði 120 krón-
ur, eða bamagjald. Áætlað er að
tekjur vegna þessa nemi á
næsta ári 3 milljónum króna.
Opið hús
MÍGRENSAMTÖKIN verða
með opið hús á morgun, laugar-
daginn 18. nóvember, kl. 14 í
húsnæði Krabbameinsfélagsins |
í Glerárgötu 24 á Akureyri.
Anna Sjöfn Sigurðardóttir
formaður kynnir samtökin og
stýrir umræðum ásamt Þor-
björgu Ingvadóttur. Sýnt verð-
ur myndband Mígrensamtak-
anna, „Mígreni - meira en höf-
uðverkur“, og kynntur ýmis
fróðleikur um mígreni. Frétta-
bréf og bæklingar verða á staðn-
um, svo og bók samtakanna,
Mígrenbyltingin, um mígreni og í
mataræði. Mígrensamtökin eru
aðili að alþjóðasamtökum
mígrensamtaka, World Head-
ache Alliance, sem hefur heima-
síðuna: www.w-h-a.org. Allir era
velkomnir á opna húsið.
Samlagið
stækkar
SAMLAGINU hefur bæst liðs-
auki en nú hafa 4 myndlistar-
konur bæst í hópinn en þær era
Hrefna Harðardóttir, Jónborg
Sigurðardóttir (Jonna), Sigríð-
ur Ágústsdóttir og Sveinbjörg
Hallgrímsdóttir, sem vinna í
grafík, leirlist, mósaík og textíl.
Sérstök kynning á verkum
þeirra verður í Samlaginu á
morgun, laugardaginn 18 nóv-
ember, kukkan 15 til 17. Sam-
lagið er opið alla daga nema 1
mánudaga frá kl. 14-18.
Jólatrén
höggvin
STARFSMENN Skógræktarfélags
Eyfírðinga eru nú í óða önn að
höggvajólatré í reitum félagsins á
Laugalandi og Þelamörk, en að
sögn Valgerðar Jónsdóttur fram-
kvæmdastjóra verða á bilinu 3-
400 tré höggvin í reitum félagsins
fyrir þessi jól. Félagið selur að
jafnaði á bilinu 2.000-2.500jólatré
árlega. Valgerður sagði að rauð-
greni fengi félagið frá hinum
ýmsu landshlut um og þá væri
normansþinur fluttur inn, en það
er aðallega stafafura sem höggvin
er í Eyjafirðinum auk smáræðis af
blágreni.
Sala jólatrjánna hefst í desem-
ber og eru útsölustaðimir þrír, í
miðbænum, við Glerártorg en
aðalsölustaðurinn er í Kjarna-
skógi og þykir mörgum mest varið
í að sækja tré sm þangað, að sögn
Valgerðar. Þar er aðstaðan best
og einnig geta böm sem fylgja for-
eldrum sínum í leiðangur eftir
jólatré stytt sér stundir við að
fylgjast með kanínum sem þar em.
Morgunblaðið/Kristj án
Bergsveinn Þórsson hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga vann við að
höggva jólatré sem sett verða upp við Akureyrarkirkju og Glerárkirkju.