Morgunblaðið - 17.11.2000, Side 23

Morgunblaðið - 17.11.2000, Side 23
Reykjavík, 17/11 2000 Ágæti símnotandi Allir sem nota síma á íslandi þurfa að borga Landssímanum afnotagjald. Fyrir nokkrum mánuðum var þetta gjald hækkað. Til að milda þessa hækkun var ákveðið að símnotendur fengju 232 króna niðurgreiðslu á símreikningi sínum. Niðurgreiðslan lækkar um 10 krónur á mánuði, er 152 krónur í dag, verður 142 krónur í desember, 132 í janúar og svo koll af kolli þar til hún verður engin. í gær auglýsti Síminn þessa niðurgreiðslu og kallaði hana 10-15% „afslátt" af símakostnaði. Landssíminn er því að nota skyldugjöld til að búa til ímyndaða afslætti. Þeir segja þér ekki heldur að þessi svokallaði afsláttur lækkar í hverjum mánuði og hverfur að lokum alveg. Við blekkjum ekki viðskiptavini okkar með falstilboðum. Það er ódýrara fyrir heimilin að skipta við Íslandssíma og verðskráin okkar er skýr og einföld. Við búum heldur ekki til afslætti úr peningum sem öllum er skylt að greiða. Það væri óheiðarlegt. Fyrir hönd Íslandssíma, Eyþór Arnalds (slandssími, Borgartúni 30, 105 Reykjavík, sími 800 1111, www.islandssimi.is Íslandssími

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.