Morgunblaðið - 17.11.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 17.11.2000, Síða 28
’ '28 F’öá^rtjriAéTJR7!?; NöVEMBföKSooo ERLENT < MÖlRtítjMljMÍÐ Losunarkvótar í brenni- depli á loftslagsráðstefnu Reuters Liðsmadur samtaka grænfriðunga ekur hér hjólböruhlassi af kolum frá kolaorkuveri í Amsterdam til að vekja athygli á þörfinni á að stjórnvöld ríkja heims komist að samkomulagi um aðgerðir til að draga úr brennslu jarð- efnaeldsneytis, sem veldur mestri losun gróðurhúsalofttegunda. Kvótar á losun gróður- húsalofttegunda eru aðalumræðuefnið á loftslagsráðstefnunni í Haag. Deilt er um út- færslu kvótanna en hugsunarhátturinn, seg- ir Sigrún Davíðsdóttir, er hliðstæður því sem Islendingar þekkja frá veiðikvótunum. ENSK orð og skammstafanir fljúga um sali, sama hvaða mál er verið að tala. I kringum sérfræði- leg málefni eins og þau, sem er verið að glíma við í Haag þessa dagana, losun efna sem valda gróð- urhúsaáhrifum, verður til sérstakt tungumál, hugtaka- og skammstaf- anakerfi, sem hinir innvígðu eru jafnvígir á og móðurmálið. I kring eru svo ýmsar spaugilegar uppá- komur. Þegar gestir komu í ráð- stefnuhöllina í gær voru þar fyrir utan tvær persónur, klæddar eins og ísbimir og dreifðu bæklingum um hættuna er heimskautasvæðun- um stafar af gróðurhúsaáhrifum. Upptakturinn að loftslagsráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Haag voru ábendingar vísindamanna á níunda áratugnum um að losun kol- tvísýrings út í andrúmsloftið væri á góðri leið með að breyta loftslagi heimsins. Nú efast fáir um að svo sé, en með niðurstöðum alþjóðlegr- ar nefndar árið 1988 komust gróð- urhúsaáhrif á dagskrá Sameinuðu þjóðanna. Upp úr því varð til loftlagssamn- ingurinn frá umhverflsráðstefnunni í Rio de Janeiro 1992, þar sem löndin lýstu vilja til að draga úr loftmengun, svo hún yrði ekki meiri en var 1990. Fljótlega kom upp óánægja með að þetta væri að- eins viljayfirlýsing, sem ekki hefði neinar lagalegar skuldbindingar. Næsta skref var því bókunin í Kyoto 1997 um takmörk og tíma- setningu, þannig að iðnríki tækju á sig að draga úr loftmengun um 5 prósent miðað við það sem var 1990 á tímabilinu 2008-2012, eða því sem er kallað fyrsta skuldbind- ingartímabil. Hvað er um að vera í Haag? Viðfangsefnið í Haag er að leggja línurnar um hvemig eigi að framfylgja Kyoto-bókuninni - og hvaða viðurlögum eigi að beita gegn þeim löndum, sem ekki standa við skuldbindingar sínar. Hér er rétt að hafa í huga að með bókuninni eru það eingöngu iðnrík- in, sem taka á sig skuld- bindingar um að minnka losun koltvísýrings, ekki þróunarlöndin. I Haag eru nú staddir embættismenn, vísinda- menn og sérfræðingar, auk fulltrúa hagsmunasamtaka og umhverflssamtaka. Hér er fundað þvers og kruss frá morgni og fram undir miðnætti. Um helgina, þegar ráðherrar taka að streyma hingað, herðist takturinn enn og fundirnir munu vísast standa fram yfir mið- nætti. í lokalotunni, þegar kemur að því að taka erfiðu ákvarðan- irnar, munu fundaloturnar að öllum líkindum standa samfleytt í sólar- hringa. Því það verður að ná samn- ingum, sem gera það að verkum að iðnríkin geti lögleitt Kyoto-bókun- ina frá 1997 um 5 prósent minni losun efna er valda gróðurhúsa- áhrifum. Þrýstingurinn stafar af gríðarlegum áhuga almennings á Vesturiöndum á loftmengun og gróðurhúsaáhrifum. Markmiðið er að ná samningum, sem gera það að verkum að iðnrík- in fáist á næstu tveimur árum til að staðfesta Kyoto-bókunina. Bókunin öðlast ekki gildi nema að minnsta kosti 55 af þeim löndum, sem eiga aðild að loftslagssamningnum frá 1992, staðfesti bókunina, þar með talin þau iðnríki, sem samanlagt áttu að minnsta kosti 55 prósent af þeim koltvísýringi, sem losaður var út í andrúmsloftið á árinu 1990. Hingað til hafa aðeins 30 lönd staðfest bókunina, eingöngu þróun- arlönd, en ekkert iðnríkjanna. En það eru iðnríkin, sem taka á sig skuldbindingar með Kyoto-bókun- inni - og ekkert þeirra mun stað- festa hana fyrr en framkvæmd og framfylgd reglnanna er komið á hreint. Það er verkefnið í Haag. Hverjir takast á? I grófum dráttum eru það þjóð- arblokkir sem takast á. Þessar blokkir eru ekki sammála í öllu, en nógu sammála til að starfa að miklu leyti saman. Stærsti hópur- inn er 130 þróunarlönd, þar á með- al Kína. Þar sem þessi hópur er svo stór eru í honum ýmsir undir- hópar um einstök málefni. Iðnríkin skiptast í tvo hópa. Annars vegar eru það Evrópu- sambandslöndin fimmtán. Hins vegar svokallaður Regnhlífahópur, en það eru sjö ríki OECD, sem ekki eru í ESB, ísland, Bandaríkin, Kanada, Japan, Noregur, Ástralía, Nýja-Sjáland og svo Rússland og Úkraína. Þessi hópur er ekki sér- lega samstæður, en þó sammála í grófum dráttum. Það sem þrýsti honum saman voru viðhorf ESB um losunarkvóta, sbr. hér á eftir. Um hvað er deilt? Deiluefnin í Haag eru í grófum dráttum þrjú: í fyrsta lagi sveigj- anleikaákvæði, en þau varða fram- kvæmd bókunarinnar, í öðru lagi binding koltvísýrings og hvernig eigi að meta hana og í þriðja lagi framfylgd bókunarinnar. Sveigjanleikaákvæðin ná til þriggja sviða - og hér kemur kvótahugtakið til sögunnar, því viðamesta málið hér er viðskipti með losunarheimildir. Samkvæmt Kyoto-bókuninni hefur hvert iðn- ríki ákveðið markmið um losun, sem það má ekki yfirstíga. Þetta mark er umreiknað í koltvísýrings- ígildi, sem líta má á sem kvóta, svipað og veiðikvóta. Kvótinn er fastur fyrir hvert land. Ef löndin draga meira saman, hafa þau eitthvað að selja. Það er því samdrátturinn, sem á að vera til sölu, ekki mengunarmarkið sjálft. Það er fast. Þá kemur upp deila svipuð þeirri, sem íslendingar þekkja allt- of vel: Hver á að selja kvótann? Ríkið eða einkaaðilar? Og þar í við- bót hvort bara eigi að selja kvóta í hverju landi eða einnig milli landa. Ekkert verð er komið á kvótana. Það á að myndast á frjálsum mark- aði rétt eins og íslenskt kvótaverð og allar tölur getgátur enn sem komið er. Forsenda Regnbogahópsins, sem Islendingar eru í, er að hér verði sem frjálsastur markaður, líka þannig að kvótana sé hægt að selja landa á milli, svo hvatinn til að nýta þá verði sem mestur. ESB vill hins vegar setja hömlur á viðskipti með kvóta, setja þak á þessi við- skipti, svo kvótinn verði sem mest notaður heima fyrir. Þetta er kannski eitt snúnasta deilumálið af mörgum snúnum - og það verður firna spennandi að sjá hver niður- staðan verður hér. Hin tvö atriði sveigjanleika- ákvæðanna eru annars vegar sam- eiginlegar framkvæmdir í þróunar- löndunum, þ.e. framkvæmdir iðnríkja í þróunarlöndunum og sameiginleg verkefni, sem felur í sér verkefni iðnríkjanna í Rússlandi og Austur- Evrópu. í báðum tilfell- um er verið að reyna að örva iðnríkin til að leggja sitt af mörkum á þessum svæðum. Mörg umhverfissamtök eru afar tor- tryggin á þessi atriði og segja þetta aðferð til að flytja út meng- un, meðan forsvarsmenn þessa fyr- irkomulags segja það aðferð til að stuðla að þróun á vanþróuðum svæðum um leið og umhverfissjón- armiða sé gætt. En hér eiga allir að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Með framkvæmd- um í þróunarlöndunum, sem drægju úr loftmengun þar, fengju iðnríkin umframkvóta. Með fram- kvæmdum í Rússlandi og Austur- Evrópu skiptist kvótinn, sem áynn- ist á milli landanna sem að verk- efnunum stæðu. „Binding" er eitt þessara töfra- orða, sem koma blóðinu á suðu- mark hér í ráðstefnuhöllinni í Haag. Skógar binda koltvísýring. Skógrækt er því lykilhugtak þegar losun þessa efnis er annars vegar. Vinnan á ráðstefnunni er unnin í starfshópum og hópurinn, sem ræðir bindingu er einn af lykilhóp- unum. í hverjum hópi eru tveir for- menn, einn frá þróunarlandi, hinn frá iðnríki og í bindingarhópnum er Halldór Þorgeirsson, skrifstofu- stjóri í umhverfisráðuneytinu, ann- ar formaðurinn. Einstök átakaatriði Hér hafa mörg iðnríkjanna sér- hagsmuna að gæta. Spurningin er hvort eigi bara að miða við nýrækt eða hvort landgræðsla eigi til dæmis að koma til sögunnar, eins og Islendingar hafa farið fram á. Stóru skógræktarlöndin vilja að tekið verði tillit til umhirðu skóg- anna. Útfærsla bindingarákvæðanna mun hafa grundvallaráhrif á af- stöðu einstakra iðnríkja. Sum hafa hótað því að fái þau ekki viðunandi niðurstöðu á þessu sviði muni þau ekki staðfesta bókunina. Island hefur ekki haft slíkar hótanir um hönd. Binding er líka eitt þeirra atriða, sem umhverfisverndarsamtök hafa sterkar skoðanir á. í öllum bækl- ingum og á blaðamannafundum þeirra snýst umræðan að miklu leyti um þetta atriði. Skógræktin er gott dæmi um að það er ekki einfalt mál að stefna að umhverfisbótum. Ýmis umhverfisvemdarsam- tök benda á að gróður- setning skjótvaxinna trjáa þjóni ekki um- hverfisvænum tilgangi. Það er ekki auðvelt að finna lausnir, sem ekki auka um- hverfisspjöll. Eitt er að setja reglur, annað að framíylgja þeim. Það er öllum ljóst að það verður að setja upp ein- hvers konar eftirlits-og refsinga- kerfi. Hvaða mynd það á eftir að taka á sig er enn óljóst, en það verður ekki minnsta átakaefnið. Það er ljóst að þróunin verður ekki stöðvuð og fólk hættir ekki að keyra í bílum eða bruðla með orku á annan hátt. En markmið átaks eins og Kyoto-bókunarinnar er að stuðla að því að framleiðsla aukist en spjöllin, sem losun efna er valda gróðurhúsaáhrifum veldur, minnki. Mír verð- ur látin falla til jarðar Moskva. AFP, AP. RÚSSNESK stjómvöld hafa ákveðið að geimstöðin Mír verði tekin úr notkun í lok febrúar á næsta ári. Verður hún látin falla í Kyrrahafið á fáfömu svæði um 2.000 km austur af Ástralíu. Mír var skotið á sporbaug um jörðu árið 1986, en þá var talið að endingar- tími hennar yrði aðeins þrjú til fimm ár. Geim- stöðin þótti tákn um ár- angur Rússa á sviði geim- vísinda, og því voru rússnesk stjómvöld treg til að taka hana úr notkun, þrátt fyrir að viðhald hennar og rekstur yrðu sífellt kostnaðarsamari. I byrjun þessa árs náðust samningar við einkafyrirtækið MirCorp, sem hefur bækistöðvar í Hollandi, um rekstur og leigu á stöðinni og féllu rússnesk stjómvöld þá frá áformum um að taka hana úr notkun. Fyrirtækið fjármagnaði eina ferð til Mír, en gat ekki staðið við aðrar skuldbindingar. Rússar, sem taka þátt í sam- starfinu um hina nýju Alþjóð- legu geimstöð, töldu sig þá ekki lengur geta staðið straum af kostnaði við Mír, og því var ákveðið að taka hana úr notkun. Rússnesk rúlletta „Ekkert varir að eilífu, ekki einu sinni Mír,“ sagði Júrí Kopt- ev, yfirmaður rússnesku geim- ferðastofnunarinnar, við frétta- menn í gær. Koptev sagði að búnaður geimstöðvarinnar væri kominn til ára sinna og því þyrfti að leggja í kostnaðarsamt viðhald ef halda ætti henni áfram á sporbaug. Líkti hann áframhaldandi rekstri Mír við rússneska rúllettu og sagði rússnesk stjómvöld ekki geta tekið þá áhættu. Koptev vakti athygli á hætt- unni sem stafaði af hlutum á sporbaug um jörðu og minnti á að sovéskur gervihnöttur hefði hrapað og lent í norðurhluta Kanada árið 1978. Ekkert manntjón varð, en geislavirk brot úr gervihnettinum dreifð- ust um stórt svæði. Bandarísk geimstöð féll einnig til jarðar ári síðar, með svipuðum afleiðing- um. Koptev sagði að ómönnuð geimfeija yrði send til Mír í jan- úar til að undirbúa eyðingu geimstöðvarinnar og milli 26- 28. febrúar myndi afl feijunnar verða notað til að ýta geimstöð- inni inn í andrúmsloft jarðar. Mír samanstendur af sex ein- ingum og vegur um 140 tonn. Eldsvoði olli tjóni á innviðum geimstöðvarinnar árið 1997 og ein einingin, sem nefnd er Spektr, hefur verið lokuð eftir árekstur sem varð sama ár við litla flaug sem flytur sorp frá stöðinni. Síðustu geimfaramir yfirgáfu Mír í júní sl, og gengur hún nú á sjálfstýringu. Ekkert verður úr dvöl geimferðalangs í Mír Akvörðun Rússlandsstjórnar þýðir að ekkert verður úr fyrir- hugaðri dvöl íyrsta „geimferða- langsins" í Mír, en bandaríski auðmaðurinn Dennis Tito hafði samið við MirCorp um ferð til geimstöðvarinnar. Hefur hann greitt um eina milljón dollara, eða um 87 milljónir króna, fyrir þjálfun til geimferða, en ekki er víst að sú fjárfesting muni nokkru sinni nýtast honum. Eingöngu iðn- ríkin sem taka á sig skuld- bindingar Binding koltvísýrings eitt mesta deilumálið Júrí Koptev
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.