Morgunblaðið - 17.11.2000, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 37
Morgunblaðiö/Golli
EtóafvrirSO
Skopmynd Sigmunds, sem birtist í Morgunblaðinu 25. október sl., þykir sýna vel það ástand
með nú er í stóriðjumálum. „Je minn eini, ertu búinn að safna fyrir enn einni stækkuninni,
pjakkurinn þinn, og ég ekki búin að koma álveri í kjördæmi formannsins?"
segir hann ennfremur.- í umfjöllun um þjóð-
hagsleg áhrif stóriðju í Morgunblaðinu í gær
kom fram að Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, telur óskastöðuna þá að
samþætta verkefnin á Vestur- og Austurlandi
með einhverjum hætti. Með því móti þyrfti að
áfangaskipta framkvæmdum og báðir aðilar að
sveigja sín áform nokkuð að stóriðjustefnu
stjómvalda.
Halldór segir vart tímabært að ræða þessa
hlið málsins íyrr en niðurstöður úr vinnu Þjóð-
hagsstofnunar liggi fyrir.
„Það er hins vegar rétt að okkar efnahags-
kerfi er veikbyggt og verður því að fara að öllu
með gát. Hvað varðar Reyðarálsverkefnið er
auðvitað ljóst að þær framkvæmdir munu
reyna mjög á þanþol efnahagslífsins og kalla á
að ríkisvaldið hægi á öðrum þáttum efna-
hagsstarfseminnar á meðan. Mikilvægast er að
menn geri sér grein fyrir heildarmyndinni."
En telur hann koma til greina að Norðurál
hefji byggingu fyrsta áfanga stækkunar á
Grundartanga og Reyðarálsverkefnið verði
sett til hliðar rétt á meðan, í slíkri áfangaskipt-
ingu?
„Ég tel eðlilegast að úttektin verði gerð, áður
en ég svara þessari spumingu. Að fenginni
þeirri umsögn teldi ég nauðsynlegt að ræða
málin betur við forsvarsmenn Norðuráls. Það
myndi væntanlega einnig kalla á viðræður við
fulltrúa Reyðaráls. Ég teldi afar mikilvægt að
gengið yrði hreint til verks í þessum efnum.“
Hver er raunvenilegur vilji Norsk Hydro?
Við vinnslu þessarar greinar undanfamar
vikur hafa fjölmargir viðmælendur Morgun-
blaðsins viðrað þá skoðun sína að þáttur stór-
fyrirtækisins Norsk Hydro í Reyðarálsverk-
efninu sé heldur óljós. Enn sé hálft annað ár
þar til lokaákvörðun verður tekin um íram-
kvæmdir og þangað til geti fyrirtækið dregið
sig út úr áformunum, hvenær sem er.
Málflutningur þessara aðila gengur út á að
með þessu vilji forystumenn Norsk Hydro
halda opnum öllum möguleikum í stöðunni,
ekki síst í jafnnálægu landi. Með því að taka
virkan þátt í viðræðum og undirbúningsvinnu
haldi þeir öðmm áhugasömum fjárfestum frá á
meðan og setji jafnframt þrýsting heima fyrir,
þar sem jafnan em háværar kröfur um frekari
uppbyggingu og ekki síður endumýjun gamalla
verksmiðja fyrirtækisins.
Til marks um þetta er að á fundi með starfs-
mönnum álvers Norsk Hydro í Aardal í Noregi
á dögunum kom til tals að áform væra uppi um
stækkun álvers Norðuráls á Gmndartanga.
Spurði trúnaðarmaður í álverinu af því tilefni
hvort þetta þýddi ekki að samkeppni væri kom-
in á Islandi og um leið hvort þessi tíðindi hefðu
einhver áhrif á fyrirætlanir norska fýrirtækis-
ins á íslandi. Jafnframt spurði trúnaðarmaður-
inn hvort hugsast gæti að Hydro Aluminium,
áldeild Norsk Hydro, notaði fjármunina frekar
til uppbyggingar í Noregi, t.d. í Aardal, þar sem
er gamall kerskáli.
Eivind Reiten, forstjóri Hydro Aluminium,
svaraði fyrirspuminni og sagði að fyrirtækið
hefði enga samkeppni fengið á íslandi. Álver
Columbia Ventures væri á Suðvesturlandi en
nýtt álver yrði reist á Austurlandi, ef af yrði.
Hydro Aluminium myndi því halda sínu striki
með verkefnið.
„Enn er óvissa í svo mörguin þáttum"
Aðrir viðmælendur Morgunblaðsins segja að
fjarstæðukennt sé að halda því fram að Norsk
Hydro vinni ekki að undirbúningi Reyðaráls-
verkefnisins af fullum heilindum.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn-
unar, bendir þannig á að fyrirtækið hafi eytt
miklu fé og tíma í þessi mál og það hefði aldrei
gengið svo langt væri ekki fullur vilji til þess af
hálfu fyrirtækisins að leiða það til lykta.
Steingrímur J. Sigfússon er hins vegar á því
að komið sé hik á forráðamenn norska fyrir-
tækisins.
„Enn er óvissa uppi í svo mörgum þáttum,"
segir hann. „Norsk Hydro hefur komið ár sinni
ágætlega fyrir borð hér á landi. Þeir hafa tekið
Island frá fyrir sig í bili og virðast ekki órólegir
yfir því hvort fiuið verði af stað í framkvæmdir
fyrr eða síðar. A meðan hafa þeir landið frátek-
ið og orkuna líka. Þeir em vísast býsna sáttir,“
segir hann.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hef-
ur hins vegar einnig borið á efasemdum af
þessu tagi á meðal þeirra sem standa að Reyð-
arálsverkefninu. Af þeim sökum hefur verið
þróuð svo hljótt fari varaáætlun sem nota á, fari
svo að Hydro hrökkvi úr skaftinu af einhverjum
sökum.
Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri
Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, segir
Austfirðinga nú nýlega hafa átt fundi með
Reyðaráli og þeim fjái'festum sem að málinu
koma og ekkert bendi til annars en að undir-
búningsvinnu miði vel og sé á áætlun.
„Endanleg niðurstaða fæst hins vegar ekki
fyrr en í febrúar 2002. Þess vegna velta menn
endalaust fyrir sér möguleikum í stöðunni, ekki
síst hvort eitthvað geti breytt myndinni fram að
þeim tíma,“ segir hann.
Þorvaldur segir að ríkisstjómin hafi í heild
lagt mikið undir í þessu máli og því sjái hann
fyrir sér að því verði fylgt eftir alla leið.
„Ef við gefum okkur að einhvers staðar á
leiðinni bakki Hydro út hef ég á tilfinningunni
að verkefnið sé það langt komið að fundin verði
leið til að sigla því í ömgga höfn,“ bætir Þor-
valdur við.
Austfirðingar myndu líta
til ríkisvaldsins
Fleiri hafa ljáð máls á þessum möguleika, t.d.
Jóhannes Nordal, fv. seðlabankastjóri og for-
maður stóriðjunefndai’ stjómvalda um langt
árabil. Hann sagði í fyrstu greininni um Island
og álið að það yrðu sér vonbrigði yrði ekkert úr
framkvæmdunum fyrir austan.
„Bregðist hins vegar eitthvað nú geta fleiri
samstarfsaðilar en Hydro komið til greina,“
sagði hann.
Líklegt má telja að Austfirðingar muni líta til
ríkisvaldsins komi sú staða upp að Norsk
Hydro falli frá þátttöku í Reyðarálsverkefninu.
Það yrði síðan hlutverk þess að sannfæra þá ís-
lensku fjárfesta, sem hlut eiga að verkefninu,
um að halda því áfram.
Þorvaldur Jóhannesson vill ekki staðfesta
þetta, en segir: „Ríkið myndi eflaust koma inn í
málin á þann hátt sem þætti skynsamlegastur."
Um þetta segir Halldór Asgrímsson, að hann
telji málið komið það langt og svo mikið hafi
verið langt í undirbúning þess, að mikið þurfi að
koma til, eigi Norsk Hydro og aðrh- fjárfestar
aðhættavið.
Hann vill þó ekki útiloka þann möguleika.
„Það hafa allir lagt mikið undir í þessu máli og
væntanlega vegna þess að þeim er mikil al-
vara,“ segir hann og segist enga ástæðu sjá til
þess að vera með varaáætlun í þessu máli, þar
sem hann hafi fulla trú á því.
Þórður Friðjónsson segir að bakki Norsk
Hydro út af einhveijum ástæðum sé einsýnt að
leita beri að nýjum aðila, enda bendi allt til þess
að álver á Reyðarfirði sé góður fjárfestingar-
kostur.
„Ég hygg að Hydro geri sér þessa stöðu ljósa
og þeir muni hugsa sig tvisvar um áður en þeir
sleppa slíkum kosti. En það yrðu áreiðanlega
einhveijir aðrir tilbúnir að koma inn.“
En teldi hann mögulegt að ríkið kæmi inn í
málin með einhveijum hætti, til að tryggja að af
íramkvæmdunum verði?
,Að ríkið taki ákvörðun um að fjárfesta í ál-
verksmiðju leggst ekki vel í mig. Held að þar
liggi ekki nútímaleg hugsun að baki. Éini
gmndvöllurinn til að taka slíka ákvörðun væri
að fyrir lægju samningar um samstarf við ein-
hvem annan aðila,“ segir hann.
Með hausinn í snörunni?
Þorvaldur Jóhannesson, sem er einn forystu-
manna Framsóknarflokksins eystra, segir
Reyðarálsverkefnið skipta mjög miklu máli fyr-
ir Framsóknarflokkinn. Halldór Ásgrímsson
hafi borið það mjög á sínum herðum og barist
fyrir því um langt árabii.
,Aðrir þingmenn hafa stutt við bakið á hon-
um í þessu máli, en það fer ekki á milli mála að
hann hefur tekið það mjög nærri sér. Halldór
hefur allt að því lagt hausinn í snömna fyrir
þetta mál,“ segir hann.
„Ég hef alla tíð, alveg frá því Halldór Ás-
Sófi kr.
Stóll kr.
Leður: Svart og hvítt
habitat
....vesturenda Kringlunnar