Morgunblaðið - 17.11.2000, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 17.11.2000, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLUN The Guardiun, Laagendalsposten og Sunday Herald hlutu fyrstu verðlaun hvert í sinuni flokki. Evropsku dagblaðahönnunarverðlaunin The Guardian valið bezt hannaða blaðið í ár Lífróður Svenska Dagbladet Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. YFIR tvöhundruð dagblöð frá 21 Iandi tóku í ár þátt í samkeppninni um titilinn „bezt hannaða blað Evrópu“ (European Newspaper Design Award). Dómnefndin, sem skipuð var fulltrúum blaðamennsku- fagtímaritanna MediumMagazin frá Þýzkalandi, De Joumalist frá Hol- landi og Der österreichische Journ- alist frá Austurríki, komst að ein- róma niðurstöðu. í þetta sinn fór brezka blaðið The Guardian með sigur af hólmi og hol- lenzka blaðið Trouw kom næst. Skýr útlitshönnun Trouw gerði blaðið mjög sigurstranglegt en Guardian, sem er gefið út í rúmlega 400.000 eintökum, þótti meira sannfærandi þegar á heildina var litið. Alan Rushbidger, aðalritstjóri The Guardian, lætur hinar daglegu fréttir ekki stýra því hvernig síður blaðsins líta út. Ritstjómin leggur að hans sögn frekar sínar eigin áherzlur og lætur góðar ljósmyndir njóta sín. Forsíðan er laus við að skiptast upp í ótal smáeiningar eins og dómnefnd- inni þykir of algengt að sjá hjá öðr- um blöðum. Kevin Wilson, útlits- stjóri Guai-dian, beitii- af kostgæfni hvítum, óprentuðum flötum, fjöl- breytni í leturgerðum, oft listilega skornum ljósmyndum og lesenda- vænni uppsetningu á efni og gerir þar með lestur blaðsins ánægjuleg- an, að mati dómnefndarinnar. Sigurvegarinn í flokki landshluta- blaða, spænska blaðið E1 Correo sem gefið er út í Bilbao, þykir líka gott dæmi um það hve vel ígrunduð út- litshönnun gegnir mikilvægu hlut- verki við að gera dagblað aðlaðandi til lesturs. Það sem dómnefndinni kom þó mest á óvart í keppninni í ár voru blöð frá nyrzta hluta álfunnar, Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi. Sigurveg- ari í flokki héraðsblaða var Laag- endalsposten, sem gefið er út í 11.000 eintökum í Kongsberg og ná- grenni í Noregi. Þrír blaðamenn og tveir ljósmyndarar búa til efnið í þetta blað en áberandi þykir hversu lesendavæn hönnun þess er. „Gott innihald útheimtir nú á dög- um enn frekar en nokkru sinni áður góðar umbúðir svo að það nái til les- andans,“ segir Norbert Kuppner, að- alskipuleggjandi og upphafsmaður evrópsku dagblaðahönnunarverð- launanna. Með því að líta yfir dag- blaðalandslag Evrópu segir hann greinilegt hvert þróunin stefni: For- síður dagblaða verða æ meir að eins konar sýningarglugga fyrir innihald- ið; litprentun er markvisst notuð til að gera lesturinn meira aðlaðandi; fjölbreytni í notkun myndefnis fer vaxandi; fjölbreytni í Ieturgerða- notkun er viðurkennd sem mikil- vægt atriði við útlitsmótun efnis og skýr uppsetning með staðreynda- töflum og markvissu samspili styttri og lengri texta er á góðri leið með að verða að grundvallarreglu. Annað einkenni á þróun dagblaða í Evrópu er að þau eru æ meir að nálgast að verða eins og vikublöð sem gefin eru út daglega. Hefð- bundnu vikublöðin reyna að svara þessu með útlitshönnun sem sker sig úr. Þýzka blaðið Die Woche og skozka blaðið Sunday Herald skiptu þetta árið með sér fyrstu verðlaun- um í flokki vikublaða. Die Woche sker sig úr með vel ígrundaðri útlitshönnun út í gegn. Það notar, eitt blaða, leturgerðina Janson Text, sem er hefðbundin bókaleturgerð. Sunday Herald stingur hins veg- ar, með sínu róttæka útliti, hreinlega í augu. Harðar andstæður blás og rauðs, „hart“ skrautlaust letrið í haus blaðsins og róttækur skurður myndefnis láta lesandann hugsa um allt annað en hægindalegan sunnu- dagsmorgun. Sunday Herald var fyrst hleypt af stokkunum fyrir ári og kemur nú út í 54.000 eintökum. „Hönnun gegnir lykilhlutverki hjá okkur,“ segir stofnandinn og rit- stjórinn, Andrew Jaspan. „Við vilj- um búa til blað fyrir lesendur dags- ins í dag, blað sem kemur fram af krafti og útlitslegir þættir hrífa les- andann inn í efnið sem í blaðinu er,“ segir hann. SVENSKA Dagbladet kom út í smækkaðri mynd í gær í fyrsta sinn en það er tilraun - að sumra mati ör- væntingarfull - til að koma blaðinu á réttan kjöl eftir milljarðatap á síðustu árum. Blaðið hefur komið út í breið- formi en er nú í blaðformi (tabloid) eða sömu stærð og íslensk dagblöð. Allt er lagt undir; nýr ritstjóri, nýtt útlit og aukafjárframlag frá norska Schibsted-hlutafélaginu sem er eitt stærsta fjölmiðlaíýrirtæki Norður- landa, auk SvD á það Aftonbladet í Svíþjóð, Aftenposten, VG og þriðjung í TV2 í Noregi. „Staða okkar er vægast sagt alvar- leg. Þetta er síðasti möguleiki Svenska Dagbladet til að lifa af,“ sagði Hannu Olkinuora, ritstjóri SvD, í samtali við Dagens Næringsliv. Finninn Olkinuora hefur fengið það erfiða verkefni að auka sölu blaðsins og hefur tvö ár til verksins. Takist ekki að koma rekstrinum á réttan kjöl heyrir hið 116 ára Svenska Dagbladet sögunni til. Olkinuora er maðurinn á bak við breytt blað, sem leit dagsins ljós í gær, en hann hefúr ritstýrt nokkrum finnsku dagblaðanna, sem flest koma út í smærra formi. Staða SvD hefur farið hríðversn- andi undanfarin ár og fyrir tveimur árum keypti Schibsted 70% hlut í blaðinu fyrir sem svarar 210 milljón- um ísl. kr. Fyrirtækið hefur aukið hlut sinn jafnt og þétt og á nú 89% í blaðinu. Það hefur hins vegar ekki skilað þeim árangri sem vonast var tU. Þegar Schibsted keypti blaðið var upplag þess um 200.000 eintök en er nú komið niður í 170.000. Rekstrar- tapið á síðasta ári nam um 1,3 millj- örðum ísl. kr. Ljóst varð að grípa þurfti til rót- tækra aðgerða og var um 100 af 500 starfsmönnum sagt upp. Reksturinn var tekinn tU endurskoðunar og hefur 1,1 milljarði ísl. kr. verið varið til þess núþegar. Það er með öllu óljóst hvort hin djarfa tilraun Olkinuora og Schibsted tekst en keppinautamir, einkum Expressen og Dagens Nyheter, telja að SvD eigi sér ekki mikla von. Blað- inu er ætlað að vera óháð dagblað til hægri við miðju, lesefnið er minna og brotið meii-a upp. Óvissan liggur bæði í því hvort hinir íhaldssamari lesend- ur blaðsins sætta sig við breytingam- ar og hvort blaðinu tekst að ná til sín nýjum lesendum. Við fyrstu sýn minnir hin nýja út- gáfa Svenska Dagbladet á blaðið Metro, sem er dreift ókeypis á lestar- stöðvum í Stokkhólmi. Textinn er knappur og mikið brotinn upp, með römmum og litlum myndum. Keppi- nauturinn Dagens Nyheter birtir grein í gær eftir prófessor í fjölmiðl- un, Stig Hadenius, sem segir um snjalla ákvörðun að ræða hjá Svenska Dagbladet. Þótt breytingin verði ekki sjálfkrafa til þess að auka söluna þýði nýja stærðin ekki að efnið muni versna og minna meira á efni síðdeg- isblaðanna, sem á Norðurlöndum og víðast hvar í Evrópu em af þessari stærð en íhaldssamari dagblöð era víðast hvar gefin út á breiðformi. Minnir Hadenius á að mörg dæmi séu um „alvarlegri blöð“ í smærra formi, t.d. viðskiptablöðin í Skand- inavíu. Mesta hættan liggi eftir sem áður í samkeppninni, sem hafi aukist gríðarlega síðustu árin. Nefnii- hann Metro, útvarp og sjónvarp eftir að auglýsingar vora leyfðar þar og, síð- ast en ekki síst, Netið. Morgunblaðið/Urður Breytingarnar boðaðar á forsíðu SvD í gamla breiðsíðuforminu og svo fyrsta forsiða blaðsins í hinu smækkaða broti. Rjdnaleysin Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson gefa út Ak-tímarit Morgunblaðið. Akureyri. „VIÐTÖKURNAR hafa farið fram úr okk- ar björtustu vonum,“ sögðu þau Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson sem gefa út nýtt tímarit á Akureyri, Ak-tímarit, en tvö tölublöð eru þegar komin út og það þriðja á leiðinni, kemur út í byrjun desem- ber. „Þessar göðu viðtökur hafa gefið okkur góðan byr, hvatt okkur til dáða,“ sagði Gunnar og bætti við að ókunnugt fólk hefði vikið sér að þeim á förnum vegi og þakkað fyrir blaðið. Gunnar hefur um árabil starfað við ljós- myndun og Halla Bára við blaðamennsku. Hugmyndina að timaritinu fengu þau síð- asta vor. „Við vorum að velta ýmsu fyrir okkur, spá í hvaða möguleikar væru í stöð- unni og ákváðum svo bara að slá til og hefja þessa útgáfu," sagði Halla Bára. Þau höfðu bæði ákveðnar hugmyndir um hvernig þau vildu hafa tfmaritið sitt. „Við vildum að það skæri sig úr, væri ekki eins og önnur tímarit," sagði Gunnar, en Ak- tímarit er í mun stærra broti en almennt tíðkast, kápan er einnig öðruvísi og papp- írinn þykkri. Þannig segja þau að tímaritið njóti sín betur. Af nógu að taka Þau segjast leggja mikið upp úr ljós- myndum og stuttum hnitmiðuðum texta. Efnisvalið er fjölbreytt en að mestu sótt á Góðar viðtökur gefa okkur byr Eyjafjarðarsvæðið eða hefur tengingu við það. Ef allt gengur að óskum, svo sem útlit er fyrir, hafa þau hug á að teygja sig út fyrir það svæði, bæði austur og vestur. „Við seljum tímaritið víða um land og það kom okkur á óvart hversu mikill áhugi hefur reynst fyrir því utan þessa svæðis, á því áttum við ekkert endilega von, en við getum ekki annað en verið sátt við góða sölu,“ sagði Gunnar. Halla Bára sagði að af nógu væri að taka á Akureyri og nágrenni. „Fólk hér hefur frá ýmsu að segja rétt eins og fólk annars staðar á landinu og okkar reynsla er sú að almenningur hefur ekki einungis áhuga á að lesa um hvað fræga og fína fólkið er að gera. Það vill lfka lesa um venjulegt fólk og hvað það er að gera.“ Auk þeirra starfar Guðný Jóhannesdótt- ir blaðamaður við Ak-tímarit og þá var Morgunblaðið/Kristján Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverris- son huga að næsta tölublaði sem mun koma út í desember. nýlega ráðið í hálfa stöðu dreifingarstjóra. „Við höfum þar með skapað nokkur störf hér á Akureyri og það er býsna gaman. Draumurinn er að geta búið til enn fleiri skemmtileg störf hér í framtíðinni." Útgáfan hefur sem stendur aðsetur á heimili foreldra Höllu Báru, Gests Einars Jónassonar og Elsu Björnsdóttur, en hjónaleysin eru að byggja sér hús á Sval- barðsströnd sem þau vonast til að geta flutt í innan tíðar. „Það er ósköp þægilegt að geta unnið þetta allt heima, en vissu- lega þarf maður að skipuleggja sig nokkuð vel og kæruleysi dugar ekki,“ segja þau. Yljar manni um hjartarætur Vissulega segja þau tiltækið nokkuð djarft, það kosti nokkra fjármuni að koma slíku tímariti af stað og vinna því markað. „En þetta er spennandi, við stöndum og föllum með þessu. Við áttum þennan draum, að gefa út tímarit eftir okkar höfði, fá að ráða öllu sjálf og hann liefur nú ræst. Ef einhver vill kaupa blaðið er það nóg til að ylja manni um hjartarætur og við erum afskaplega þakklát fyrir þær jákvæðu viðtökur sem við höfum fengið,“ segja þau Gunnar og Halla Bára og benda einnig á að nútímatækni geri vinnslu hvers blaðs ódýrari en áður var, þegar meiri mannskap þurfti til að koma út slíku blaði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.