Morgunblaðið - 17.11.2000, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 43
flfarcigtiiiltifafófr
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HATIÐISDAGUR
ÍSLENZKRAR TUNGU
s
SLENZK tunga er grunnur ís-
lenzkrar menningar og þjóðernis.
An varðveizlu móðurmálsins og
þróunar þess mun íslenzka þjóðin
hverfa í þjóðahafið. Þess vegna er það
einkar vel til fundið að helga einn dag á
ári hverju íslenzkri tungu, móðurmál-
inu, sem gerir okkur öll að Islending-
um. Dagurinn sem til þessa hefur verið
valinn er 16. nóvember, fæðingardagur
Jónasar Hallgrímssonar, og samþykkti
ríkisstjórn landsins tillögu Björns
Bjarnasonar menntamálaráðherra
þess efnis árið 1995. í gær var dagur
móðurmálsins haldinn hátíðlegur í
fimmta sinn. Margvísleg dagskrá var
skipulögð af þessu tilefni, en önnur at-
riði í tengslum við daginn eiga sér stað
næstu daga, vikur og mánuði. Þar skal
helzt nefna upplestrarkeppni í 7. bekk
grunnskólanna, sem lýkur með upp-
lestrarhátíð í hverju byggðarlagi í
marzmánuði nk. Þá munu beztu upp-
lesararnir lesa sögur og ljóð fyrir gesti,
en í ár taka fjögur þúsund börn í 120
grunnskólum þátt í keppninni. Upp-
lestrarkeppnin, sem hófst í Hafnarfirði
árið 1996, breiddist út um land allt, en
markmið hennar eru að auka hlut tal-
aðs máls, framburðar íslenzkunnar, í
skólunum og vekja þjóðina til vitundar
um mikilvægi hans, svo og að fá sem
flesta til að stunda lestur. Það er að
sjálfsögðu mikilvægt, að æskan leggi
rækt við móðurmálið og það er því við
hæfí og gleðilegt, að það skuli vera
skólabörnin, sem leggja stærstan skerf
af mörkum til þeirra dagskráratriða
sem tengjast Degi íslenzkrar tungu.
Menntamálaráðuneytið segir í tilkynn-
ingu um daginn, að það hafi beitt sér
fyrir átaki til að auka veg móðurmáls-
ins á allan hátt. Ahuginn sé mikill og
því skynsamlegt að beina kröftunum í
einn farveg með samvinnu fjölmiðla,
skóla, félagasamtaka, fyrirtækja og
stofnana. Sérstök framkvæmdanefnd,
skipuð af menntamálaráðherra, starf-
ar að verkefninu. Af fjölmörgum atrið-
um má nefna dagskrár í skólum og
leikskólum í tilefni dagsins, hátíðar-
sýningar á leikritum og kvikmyndum,
smásagnasamkeppni í 8.-10. bekk
grunnskóla í Hafnarfirði
og nk. laugardag verður málstefna í
Menntaskólanum á Akureyri um stöðu
íslenzkrar tungu í aldarlok.
I gær var og ráðstefnan „Frá huga
til hugar“ í Þjóðarbókhlöðunni og síð-
degis stóð menntamálaráðuneytið fyrir
samkomu í Þjóðmenningarhúsinu. Þar
afhenti menntamálaráðherra Verðlaun
Jónasar Hallgrímssonar, sem eru veitt
fyrir störf í þágu íslenzkrar tungu. Þau
hlaut að þessu sinni Magnús Þór Jóns-
son (Megas), sem ort hefur og flutt
dægurlagatexta um áratuga skeið.
Enginn vafi er á því, að Dagur ís-
lenzkrar tungu vekur athygli lands-
manna, ekki sízt æskufólks, á mikil-
vægi málræktar. Vonandi verður svo
áfram um langa framtíð.
LOFTSLAGSRAÐSTEFNANIHAAG
FULLTRÚAR 160 ríkja sitja nú á
framhaldsráðstefnu aðildarríkja
rammasamnings Sameinuðu þjóðanna
um loftslagsbreytingar í Haag. Þar
eru samankomnir um tíu þúsund emb-
ættismenn, sérfræðingar og fulltrúar
hagsmunasamtaka til þess að reyna
að ná samkomulagi um hvernig standa
skuli við þau markmið sem sett voru á
loftslagsráðstefnunni í Kyoto í Japan
árið 1997.
Þar var ákveðið að stefnt skyldi að
því að draga úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda um 5,2% árið 2010 miðað við
losun ársins 1990. Þrátt fyrir að náðst
hafi samkomulag um þessi mörk hefur
reynst erfitt að fá ríki til þess að
skrifa upp á hina svokölluðu Kyoto-
bókun.
Ekki síst hefur verið deilt um
hvernig framkvæma skuli hugmyndir
um losunarkvóta en í þeim felst að ríki
getur gegn greiðslu bókfært samdrátt
í losun gróðurhúsalofttegunda hjá
öðru ríki sem samdrátt hjá sér. Hafa
fulltrúar Evrópusambandsins haldið
uppi harðri gagnrýni á Bandaríkin og
sakað þau um að reyna að koma sér
undan skuldbindingum sínum með því
aðyerða sér úti um losunarkvóta.
Islensk stjórnvöld standa hins veg-
ar frammi fyrir öðru vandamáli, nefni-
lega að smæð hagkerfisins gerir að
verkum að einstök stóriðjuverkefni,
til dæmis bygging nýs álvers, hafa
mikil áhrif á heildarlosun gróðurhúsa-
lofttegunda. Jafnframt má færa rök
fyrir því að þau viðmiðunarmörk sem
valin voru séu íslendingum sérstak-
lega óhagstæð vegna þess hve mikið
var búið að gera í þessum efnum fyrir
árið 1990. Hefur lagning hitaveitu
verið nefnd í því sambandi.
Því lögðu íslensk stjórnvöld til fyrir
tveimur árum að losun frá nýjum stór-
iðjuverum eða stækkun eldri vera
skyldi haldið utan við losun landsins á
fyrsta skuldbindingartímabili sátt-
málans, árin 2008-2012. Eftir á að
koma í Ijós hvort önnur ríki, sem
treysta fyrst og fremst á kol, olíu og
kjarnorku í orkuvinnslu, fallast á
sjónarmið Islendinga.
Hart hefur verið deilt um almenn
áhrif loftslagsbreytinga. Sumir segja
lítið hægt að fullyrða um áhrif gróður-
húsalofttegunda á loftslag enda hafi
ávallt skipst á heit tímabil og köld í
sögu jarðarinnar. Aðrir telja að áhrif-
in verði hrikaleg ef ekki verður sporn-
að við í þessum efnum.
Robert Watson, yfirmaður milli-
ríkjanefndar SÞ um loftslagsbreyt-
ingar, sagði þannig við opnun ráð-
stefnunnar að nýjustu rannsóknir
bentu til þess að skýra mætti breyt-
ingar á loftslagi með athöfnum mann-
anna. Á næstu hundrað árum myndu
eyðimerkur verða þurrari, uppskera
dragast saman í Afríku og Róm-
önsku-Ameríku og skógar verða við-
kvæmari fyrir sjúkdómum.
Aðrir vísindamenn telja ofsaveður
víða um heim á síðustu árum vera
beina afleiðingu loftslagsbreytinga.
Engin leið er að segja endanlega til
um hvað er rétt í þessum efnum. Það
má hins vegar velta fyrir sér hvort
réttlætanlegt er að taka þá áhættu að
láta sem ekkert sé.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins'
Nemendur í Rimaskóla í Grafarvogi brugðu sér í vísnakeppni
í tilefni dagsins.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Á Degi íslenskrar tungu heimsótti menntamálaráðherra,
Björn Bjarnason, m.a. Heiðaskóla í Reykjanesbæ.
Morgunblaði/Porkell
Frá undirritun samninga fjögurra fyrirtækja um styrk
til skólastarfs í Þjóðmenningarhúsinu í gær.
Sýningin Frá huga til hugar var opnuð í Þjóðarbókhlöðunni, en þar er
rakin saga prents og bókaútgáfu.
NÝ SÝN Á
VIÐTEKNAR
HUGMYNDIR
Skáldinu og söngvaranum Megasi voru í gær veitt Verðlaun
Jónasar Hallgrímssonar við hátíðlega athöfn í Þjoðmenningar-
húsinu á Degi íslenskrar tungu. Auk þeirra verðlauna voru
sérstakar viðurkenningar veittar fyrir mikilvæg störf í þágu
íslenskrar tungu, en þær féllu í hlut dr. Richard N. Ringler og
Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin er í 7. bekk grunnskól-
anna. Auk þess var tilkynnt um fjárstyrk fjögurra fyrirtækja
til þróunarstarfs í skólum á næstum þremur árum, en hann
rennur einnig til Stóru upplestrarkeppninnar. Fríða Björk
Ingvarsdóttir fylgdist með hátíðarhöldunum.
Morgunblaði/Þorkell
Björn Bjarnason menntamálaráðherra afhendir Megasi Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar.
DAGUR íslenskrar tungu
var í gær haldinn hátíð-
legur í fímmta sinn og
af því tilefni var sam-
koma í Þjóðmenningarhúsinu við
Hverfísgötu þar sem tilkynnt var
hver hlaut Verðlaun Jónasar Hall-
grímssonar fyrir árið 2000. Einnig
voru veittar sérstakar viðurkenn-
ingar fyrir störf í þágu íslenskrar
tungu.
Að tillögu ráðgjafanefndar, en í
henni sitja Kristján Arnason, Sig-
mundur Ernir Rúnarsson og Guð-
rún Nordal, ákvað Björn Bjarna-
son menntamálaráðherra að veita
skáldinu og söngvaranum Megasi
(Magnúsi Þór Jónssyni), Verðlaun
Jónasar Hallgrímssonar.
I rökstuðningi nefndarinnar
segir meðal annars að Megas hafí
með skáldskap sínum auðgað ís-
lenskt mál. „Ljóðmál hans er
frumlegt og nýtt og sækir líf sitt í
hversdagsleika borgarinnar, feg-
urð og ljótleika mannlífsins og
skeikula ásýnd náttúrunnar. Ljóð
hans hafa sérstæða rödd, kald-
hæðna og kímna. Islenska menn-
ingu og menningararf skoðar hann
með gagnrýnum og hvössum hætti
og veitir hlustendum og lesendum
sínum nýja sýn á viðteknar hug-
myndir. Megas hefur haft mikil
áhrif á skáldskap, tónlist og ekki
síst á gerð dægurlagatexta á síð-
ustu áratugum og hvatt ungt fólk
til að kanna möguleika móður-
málsins í stað þess að flýja á náðir
enskunnar," segir þar ennfremur.
í ávarpi sínu í Þjóðmenningar-
húsinu vék Björn Bjarnason máli
sínu að umræðu í útvarpsráði
nýverið um það hvort texti við lag
íslendinga í Evrópukeppni
söngvastöðva ætti að vera á ís-
lensku eða ensku. Hann sagði til-
valið að nota þetta tækifæri „til að
árétta að unnt sé að ná góðum
árangri á dægurtónlistarbrautinni
með því að syngja á íslensku.
Hitt er einnig staðfest að unnt
er að þýða íslenska texta á enska
tungu með glæsilegum hætti,“
sagði hann einnig, og vísaði þar til
þýðinga dr. Richard N. Ringler,
prófessors við Wisconsin-háskóla.
Björn Bjarnason vék loks að
kynnum sínum af Megasi þegar
hann tilkynnti að verðlaunin í ár
væru veitt honum og sagði: „Mér
er persónulega ljúft að fá tækifæri
til að afhenda Megasi þessi verð-
laun. Við höfum þekkst frá því að
við gengum saman í Austurbæjar-
skólann fyrir allmörgum árum og
hafa þau bönd, sem þá sköpuðust
aldrei rofnað, þótt við höfum valið
okkur ólíkar leiðir í lífinu.“
Menningarsjóður íslandsbanka-
FBA lagði til verðlaunin sem eru
fímmhundruð þúsund krónur,
ásamt heildarútgáfu á verkum
Jónasar Hallgrímssonar. „Kvöldin
eru kaldlynd út á nesi“ segir í ljóði
Megasar sem nemandi úr 7. bekk
las upp við þetta tækifæri. En það
orti Megas við mikinn fögnuð
ungu kynslóðarinnar, á þeim árum
þegar engilsaxneskir popptextar
áttu mest upp á pallborðið á ís-
landi sem annars staðar. Viðhorf
hans til tungunnar og möguleika
hennar til tjáningar á veruleika ís-
lensks samtíma féllu því í frjóan
jarðveg. Um svipað leyti og í
kjölfarið fóru fleiri að gera til-
raunir með íslenskt mál sem urðu
til þess að rykinu var blásið af
máltilfinningu fólks, sérstaklega
þeirra yngri.
Þegar Megas veitti verðlaunun-
um viðtöku sagði hann meðal ann-
ars frá múrara nokkrum sem hafði
mikil áhrif máltilfinningu hans
sjáifs í uppvextinum. Múrarinn
vandaði mál sitt svo mjög að oft
voru orðin lengi að koma; „svo
hann munaði ekki um að stuðla
þau í leiðinni," sagði Megas, þakk-
aði fyrir sig og tók svo eitt lag fyr-
ir viðstadda.
Upplestur þriggja bama á ljóð-
um setti svip sinn á samkomuna,
en þau voru öll þátttakendur í
Stóru upplestrarkeppninni síðast-
liðinn vetur. Stóra upplestrar-
keppnin átti fimm ára afmæli í
gær, eins og Dagur íslenskrar
tungu, og því var það tillaga ráð-
gjafanefndarinnar að menntamála-
ráðherra veitti upplestrarkeppn-
inni viðurkenningu fyrir framlag
sitt til uppbyggingar málsins. I
rökstuðningi nefndarinnar sagði
meðal annars:
„Með upplestrarkeppninni hefur
tekist að vekja athygli og áhuga
kennara og nemenda á vönduðum
upplestri og framburði. Keppnin
er samstarfsverkefni Heimilis og
skóla, íslenskrar málnefndar, ís-
lenska lestrarfélagsins, Kennara-
háskóla íslands, Kennarasam-
bands íslands og Samtaka
móðurmálskennara. Hún er haldin
að frumkvæði áhugafólks um efl-
ingu tungunnar í góðu samstarfi
við skóla og skólaskrifstofur. Sú
mikla þátttaka, áhugi og eldmóður
sem einkennt hefur keppnina allt
frá upphafi er lofsverður vitnis-
burður um starf þeirra sem að
henni standa.“
Baldur Sigurðsson, lektor við
Kennaraháskóla íslands, hefur
verið forystumaður Stóru upp-
lestrarkeppninnar og tók hann á
móti viðurkenningunni og þáði
listaverk eftir Ólöfu Einarsdóttur.
Fyrrnefndur dr. Richard N.
Ringler fékk einnig sérstaka við-
urkenningu Dags íslenskrar tungu
en hann hefur m.a. unnið ötullega
að þýðingum á verkum Jónasar
Hallgrímssonar á ensku. Þegar
Bjöm Bjarnason afhenti dr. Ring-
ler verðlaunin sagði hann: ,Á Degi
íslenskrar tungu fyrir þremur ár-
um opnaði ég viðamikla vefsíðu
um Jónas Hallgrímsson, sem var
gerð af dr. Richard N. Ringler,
prófessor við Wisconsin-háskóla í
Bandaríkjunum. Er hún að sjálf-
sögðu aðgengileg fyrir alla í net-
heimum. Dr. Ringler hefur ekki
látið sitja við þessa síðu heldur
vinnur nú að útgáfu bókar um
sama efni og vefsíðan geymir,
nema hvað í bókinni verður ævi-
saga skáldsins, mun fleiri þýðing-
ar og ítarlegri skýringar en á vef-
síðunni.
Frumkvæði Dicks Ringler veitir
einstætt tækifæri til að kynna eitt
af höfuðskáldum íslendinga á al-
þjóðavettvangi. Ríkisstjóm ís-
íands og menntamálaráðuneytið
meta þetta brautryðjendastarf
mikils og hafa ákveðið að veita
styrk að fjárhæð 1 milljón króna
til útgáfu bókarinnar og jafnframt
hefur Islandsbanki-FBA ákveðið
að veita styrk að fjárhæð 500 þús-
und króna til útgáfunnar.“
Dr. Ringler, sem kominn var
um langan veg til að vera við-
staddur athöfnina, þakkaði fyrir
sig og las meðal annars þýðingu
sína á ljóðinu „Ég bið að heilsa“
eftir Jónas.
Á hátíðarsamkomunni í Þjóð-
menningarhúsinu var einnig skýrt
frá því að fjögur fyrirtæki hefðu
ákveðið að veita fjármagni til
stuðnings skólastarfs með samn-
ingi til þriggja ára. Fyrirtækin
sem um er að ræða em, Samband
íslenskra sparisjóða, Edda - miðl-
un og útgáfa hf., Skólaskrifstofa
Hafnarfjarðar og Flugfélag Is-
lands og mun styrkurinn ganga til
þess að halda Stóru upplestrar-
keppnina næstu þrjú ár. Én óhætt
er að fullyrða að keppnin er
stærsta þrjóunarverkefni í íslensk-
um skólum um þessar mundir.
Ljóst er að þetta fjármagn er
mikils virði í skólastarfinu og
verður það meðal annars til þess
að á næsta ári verður hægt að
halda keppnina um land allt í
fyrsta sinn. Þessi fjögur fyrirtæki
stuðla þannig beint að framgangi
íslensks máls í grunnskólum
landsinsog ef til vill ekki síður
óbeint með því að vekja áhuga
skólabarna á móðurmálinu sem
vonandi mun lifa með þeim um
langa framtíð.
Dagskrá í Hrafnagilsskóla
á Degi íslenskrar tungu
Friðarboðskap-
ur í fyrirrúmi
NEMENDUR í Hrafnagilsskóla í
Eyjafjarðarsveit héldu Dag ís-
lenskrar tungu hátíðlegan í gær,
en þá var efnt til veglegrar dag-
skrár í íþróttahúsinu og for-
eldrum boðið að fylgjast með.
Karl Frímannsson skólastjóri
sagði að í vikunni hefðu verið
þemadagar f skólanum þar sem
fjallað var um frið út frá ýmsum
sjónarhornum. Afrakstur þema-
daganna mátti svo sjá í íþrótta-
húsinu, bæði f formi áðurnefndr-
ar dagskrár og eins á veggjum
skólans þar sem voru myndir og
fleira. Karl sagði að nemendum
hefði þótt áhugavert að fjalla
um friðinn á þcmadögunum og
umfjöllunarefnið snert þá á
margvíslegan hátt.
Hann sagði að efnið hefði m.a.
verið valið í kjölfar þess að á
liðnu hausti var tekin upp skóla-
stefna í Hrafnagilsskóla sem
felst í mannrækt. „Við viljum
sýna fram á að allir séu góðir í
sér og eigi möguleika á að verða
betri manneskjur. Við viljum
efla það góða og rækta það,“
sagði Karl.