Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ
Forseta-
ferðirnar
íslensk þjóð fagnarþví að geta ferðast
með forseta sínum.
Mikil og almenn ánægja
ríkir vegna þeirrar
ákvörðunar Ólafs
Ragnars Grímssonar,
forseta lýðveldisins, að gefa al-
þýðu manna framvegis kost á að
halda með honum í opinberar
heimsóknir. Forsetinn kynnti
þessi áform sín í sjónvarpsviðtali
á dögunum en hugmyndin kom
upp eftir vel heppnaða heimsókn
hans og heitkonu hans, Dorrit
Moussaieff, til Indlands þar sem
heil breiðþota af í slendingum var
með í för. Öflugri landkynning er í
raun ekki hugsanleg. Er ekki að
efa að landsmenn munu taka
þessum nýja valkosti á sviði ferða-
laga fegins hendi:
„Eruð þið Jóhann eitthvað
byrjuð að plana sumarfríið?"
„Ja, Jóhann og strákamir vilja
fara aftur til Torremolinos - í 11.
skiptið. Ég veit ekki, mér finnst
ég farin að rata sæmilega um
bæinn og svo finnst mér óþolandi
að það er allt-
VIÐHORF
Eftir Asgeir
Sverrisson
af nýtt og nýtt
fólk, sem
vinnur á veit-
ingastöðun-
um. Maður er rétt búin að kenna
barþjónunum að segja „Þrefaldan
vodka í kók“ á íslensku og þá eru
þeir famir.“
„Láttu mig þekkja það. Ég man
eftir honum Jorge, sem vann á La
Alegría. Ég var alltaf að kenna
honum íslensku og að segja hon-
um að hann ætti bara að drífa sig
til Reykjavíkur og opna bar.
„Come to Reykjavík, man,“ sagði
ég alltaf við hann af því ég kunni
ekki spænsku þá en svo hvarf
hann bara einn góðan veðurdag.
Ég man hann sagði alltaf „hæ, hó,
sætar stelpur“ þegar við Hrímþór
komum til hans á barinn. Ég var
sko líka búin að kenna honum það
á íslensku. Ég gaf honum lopa-
peysu og Hrímþór ætlaði meira að
segja að hækka fyrir hann jeppa...
En allavega, við Hrímþór emm
sko búin að plana allt árið. Af
hverju skellið þið Jóhann ykkur
ekki með okkur Hrímþóri, Ólafi
Ragnari og Dorrit í opinberu
heimsóknina til Kazakhstan? Það
var rosalega gaman í heimsókn-
inni til Úganda í fyrra, svertingj-
amir ætluðu aldrei að hætta að
hlæja þegar þeir sáu hvað Hrím-
þór var hvítur.“
„Það væri kannski sniðugt?"
„Blessuð komiði með! Við ætl-
um líka í heimsóknina til Swazi-
lands í haust og Kattý og Miro-
slav ætla með. Forsetaferðimar
em alveg frábærar. Eftir að við
Hrímþór byijuðum að fara í þær
viljum við ekkert annað. Og ég er
ekki frá því að hann Hrímþór hafi
bara breyst til hins betra við það
að fara í þessar ferðir þótt hann
sé nú alltaf sami gamli grínkall-
„Er ekki allt upppantað?“
„Talaðu bara við Forsetaferðir!
Þú getur meira að segja haft sam-
band við þá á Netinu eða bara
skroppið niðreftir. Reyndu að ná í
hann Didda hjá Forsetaferðum,
hann gerir allt fyrir okkur. Síðan
ætlum við Hrímþór með í opin-
bem heimsóknina austur... heitir
það ekki Hornafjarðarsýsla? Alla-
vega - við fómm með í síðustu
heimsókn í Strandasýslu og það
var nú alveg meiriháttar. Við vor-
um í rútum á eftir forsetabílnum
og það var sko stuð. Við sungum
öll gömlu lögin og svo var slegið
upp æðislegri veislu á byggða-
i safninu. Við kynntumst fullt af
fólki, sem við höfum ennþá sam-
band við. Hrímþór söng svo mikið
að hann missti röddina."
„Er þetta svona mikið fjör?“
„Biddu fyrir þér manneskja!
Við sungum svo rosalega fyrir op-
inberu móttökunefndina í Minsk
að við voram búin með öll ættjarð-
arlögin. Hrímþór var kominn með
gítar og byijaður að syngja
Bubba Morthens, „Stál og hnífur
er merki mitt...“.“
„Þú segir ekki.“
„Já, þú veist nú hvernig hann er
þegar hann kemst í stuð. Það
eina, sem mér fannst var að hann
var alltaf að tala við forsetann. Þú
veist, Ólafur Ragnar vill nú
kannski fá að vera dálítið í friði.
Hann er nú í vinnunni og þarf sína
hvíld þó svo að við séum að
skemmta okkur. Og svo þarf hann
auðvitað að tala við gestgjafana.
Síðan þurfti ég tvisvar að skamma
Hrímþór og biðja hann að hætta
vegna þess að hann var alltaf að
reyna að kenna Dorrit íslensku.
Hann stóð yfir henni og sagði aft-
ur og aftur: „Rúllu-gar-dína,
rúllu-gar-dína, ve-ður-hús, ve-
ður-hús“. En þau em svo indæl og
tóku okkur öllum svo vel. Maður
fær líka svo rosalega fínar mót-
tökur í opinbem heimsóknunum,
ég gleymi aldrei matnum í for-
setaveislunni í Úganda. Hann var
meiriháttar! Hrímþór fékk auð-
vitað í magann eins og venjulega
þannig að hann gleymir honum
ekki heldur. Við ferðafélagarnir
kölluðum hann Guðna, þú veist
eins og Guðna landbúnaðar-
ráðherra, allan tímann. Hann
hafði nú ekkert rosalegan húmor
fyrir því en hann var farinn að
brosa á leiðinni heim.“
„Þetta hljómar spennandi.
Kannski ég reyni bara að ná í
þennan Didda. En þú veist hvem-
ig Jóhann og strákamir era, þeir
fíla sig svo æðislega þegar þeir
em komnir saman á ströndina og
allir búnir að kaupa sér eins gull-
keðjur um hálsinn.“
„Láttu mig þekkja það. Hrím-
þór minn var svona líka áður en
við byrjuðum að fara í for-
setaferðimar. Hann fékk að skilja
vindsængina eftir á hótelinu á
Benidorm enda vomm við alltaf í
sama herberginu á hótel Mar y
Sol. Ég sagði nú bara við hann:
„Heyrðu Hrímþór, er nú ekki
kominn tími til að kynnast menn-
ingunni?" Svo er líka svo gaman
að fá að taka þátt og koma svona
fram eins og fulltrúi Islands með
Dorrit og Ólafi. í rauninni skiptir
alveg rosalegu máli hvemig þetta
er gert og okkur Hrímþóri finnst
bara gaman að geta kannski
hjálpað forsetanum aðeins. Svo er
maður náttúmlega miklu fróðari
þegar maður hefur heimsótt
svona lönd og ég er viss um að þið
Jóhann verðið ekki fyrir von-
brigðum með heimsóknina til
Kazakhstan. Diddi sagði mér að
það yrðu sennilega þijár breið-
þotur notaðar. Það verða úlfalda-
ferðir og þama er allt víst alveg
rosalega ódýrt.“
„Ætlið þið þá að taka sumarið í
forsetaferðimar?“
„Ekki alveg. Diddi hjá For-
setaferðum sagði mér að Ólafur
Ragnar og Dorrit ætluðu að taka
sér frí í júní. Ætli maður noti ekki
tækifærið þá og reyni að skreppa
helgi og helgi í bústaðinn.
Heyrðu, þama kemur hann Hrím-
þór svo ég verð að drífa mig, við
ætlum að ná á þakrennusýning-
una í Perlunni fyrir lokun.“
/ S
Reyklaus bekkur/Argangurinn í 9. bekk í Alftamýrarskóla hefur
grætt á því að vera reyklaus. Anna Ingólfsdóttir segír frá reyk-
lausum einstaklinfflim og óvæntu tækifærl þeirra; ferðalagi...
Nokkrir úr hópnum sem m.a. veitti afgreiðslufólki þakkar- eða skammarskjal. Björn, Arnar, Georg, Gunnar,
Minney, Hrólfur, Bergrún, Anna, Gummi, Inga, Elísa og Sigrún.
Gildi þess að
r ey kj a ekki
• Viltu rettu? „Sama og þegið.
Viltu ekki frekar kyssa mig?“
• „Nei, takk, en ég lofa að
heimsækja þig á spítalann.“
NEMENDUR sem nú em
í 9. bekk í Álfta-
mýrarskóla voru dregn-
ir út í samkeppninni
„Reyklaus bekkur" sl. vor sem tób-
aksvamarnefnd og Krabbameinsfé-
lag Reykjavíkur standa fyrir árlega
og allir reyklausir 7. og 8. bekkir
geta tekið þátt í. Tveir bekkir em í
þessum árgangi í Álftamýrarskóla
og tóku þeir báðir þátt. Með þátt-
tökunni fræðast nemendur um
skaðsemi tóbaks og reykinga og
vinna jafnhliða fræðslunni fjöl-
breytt verkefni sem öll tengjast
skaðsemi reykinga.
í verðlaun var peningaupphæð
sem ætluð var til ferðalags innan-
lands. Annar bekkurinn hlaut þessi
verðlaun, sl. vor og var ákveðið að
deila vinningnum með hinum
bekknum þannig að allir nemendur,
nú í 9. bekk í Álftamýrarskóla lögðu
í dagsferð á slóðir Eiríks rauða í
Haukadal, með viðkomu á Laugum
og í Búðardal. Ferðin tókst mjög
vel og skrifaði einn nemandinn,
Trausti Sigurðsson, stutta sögu um
hana: „Ferðin lá svo að Eiríksstöð-
um, fyrst vora skoðaðar bæjarrúst-
ir sem talið er að Eiríkur rauði hafi
búið í en síðan var hópnum skipt
upp í tvo hópa og konan sem tók á
móti okkur sýndi okkur nýbyggðan
bæ sem á að vera eftirlíking af bæ
Eiríks. Hún sagði okkur líka frá
ýmsu er tengdist daglegu lífi fólks á
þeim tíma. Þess má geta að við sá-
um veikan hrút úti á túni og var
hrafn farinn að kroppa í hann. Við
fómm heim að bænum og létum
vita. Það var því miður ekkert ann-
að að gera en að skjóta hrútinn."
(Brot úr „Dalirnir heilla - ferð á
Eiríksstaði").
Sumir selja börnum tóbak
Þessir nemendur Álftamýrar-
skóla tóku þá ákvörðun að skrifa
allir undir samning þess efnis að
byrja ekki að reykja og að vera
þannig hver og einn reyklaus ein-
staklingur innan reyklausrar liðs-
heildar. Undirskriftirnar vom gerð-
Álit foreldra
► „Þetta er mjög sniðugt og
þarft verkefiú. Það er tilvalið
eða jafnvel nauðsynlegt að fá
krakka á þessum aldri til að
hugsa um skaðsemi reykinga.
Að virkja hópinn sem heild gerir
boðskapinn sterkari.“
► „Mér finnst það vera
ákveðinn áfangi og visst afrek
miðað við það umhverfi sem við
lifum í og það sem þjóðfélagið
hefur kallað yfir sig. Við lifum
við mikinn þrýsting eða áreiti og
gylliboð auglýsinga hefur glapið
mörgum sýn. Allir eiga að vera
síungir, vel vaxnir og eiga alla
hluti. Ég vona að það sé skyn-
semi krakkanna og sjálfstæði
sem ræður mestu hér um, en
uppeldi, fræðsla, áróður og um-
hyggjusemi góðra kennara.
Væntumþykja skiptir líka miklu
máli. Hvert reyklaust ár til við-
bótar er gulli betra.“
► „Reykingar em óþverri
sem enginn vill byija á. Ungt
fólk sem byijar að fikta með
tóbak er í langflestum tilvikum
að láta undan þrýstingi hópsins.
En leiðin frá fikti til fíknar er oft
ekki löng. Því er mjög mikilvægt
að allur hópurinn standi saman
og taki sjálfstæðar og heilbrigð-
ar ákvarðanir eins og „Reyklaus
bekkur. Það er frábært.“
Til hvers aó reykja?
Nemendur í 9. bekk Álftamýr-
arskóla velja reyklausan lífs-
stíl, m.a. vegna þess að:
• Þeim finnst ógeðslegt að
reykja.
• Þeir sem reykja fá gular
tennur.
• Það deyja margir af völdum
reykinga.
• Því hver sígaretta styttir líf
manns um 6 mínútur.
• Það dregur þol úr líkaman-
um.
• Einu sinni smakkað og mað-
ur getur ekki hætt.
• Gífurleg peningaeyðsla.
• Maður sjálfur og heimili
manns lykta illa.
• Það er tímasóun.
Hætta! Reykingar eru gífurleg peningaeyðsla og tóbakið veldur
gulum tönnum og megnri ólykt.