Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ
^48 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000
MINNINGAR
EÐVALD VILBERG
• MARELSSON
+ Eðvald Vilberg
Marelsson fædd-
ist í Hafnarfirði
hinn 18. nóvember
1953. Hann lést af
slysförum hinn 5.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Marel Eðvalds-
son, f. 11.11. 1931,
og Sigrún Lilja
Bergþórsdóttir, f.
10.7. 1933, búsett í
Hafnarfirði. Systk-
ini Eðvalds eru
Örn, f. 10.8. 1955;
Ingibjörg, f. 25.10.
1957, bæði búsett í Hafnarfirði.
Hinn 30.12. 1972 kvæntist Eð-
vald Grétu Húnfjörð Sigurðar-
dóttur, f. 19.12. 1951.
Foreldrar hennar
voru Sigurður Hún-
Qörð Pálsson, f. 4.10.
1921, d. 30.9. 1964,
og Margrét Frið-
bjarnardóttir, f. 2.7.
1915, d. 24.4. 1986.
Börn Eðvalds og
Grétu eru: 1) Sigurð-
ur, f. 21.5. 1971, son-
ur hans er Arnar
Freyr, f. 28.7. 1995.
Unnusta Sigurðar er
Elva Dögg Pedersen,
f. 19.7. 1976, búsett í
Reykjavík. 2) Sigrún,
f. 5.8. 1972, sonur hennar er
Snorri Birgisson, f. 27.10. 1991,
búsett í Hafnarfirði. 3) Margrét,
f. 30.3. 1974, sambýlismaður
hennar er Árni James Collett, f.
10.6. 1974, þau eiga soninn
Kristófer, f. 27.3. 1994, búsett í
Hafnarfirði.
Eðvald og Gréta stofnuðu sitt
fyrsta heimili að Jófríðarstaða-
vegi 10 í Hafnarfirði, en fluttu
árið 1976 í Bröttukinn 8. Eðvald
starfaði mestan hluta starfsæv-
innar eða síðastliðin 29 ár hjá
Oliufélaginu hf. Esso, aðallega
sem bílstjóri og vaktmaður, en
síðustu íjögur árin á bensínstöð-
inni við Lækjargötu, Hafnarfirði.
Öll þessi ár vann hann jafnframt
sjálfstætt við ýmis störf. Eðvald
gegndi á annan áratug ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir Verka-
mannafélagið Hlíf, m.a í trúnað-
armannaráði 1975-1976 og í
stjórn Hlffar 1977-1986.
títför Eðvalds fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Kveðja frá foreldrum
Hví söina rósir sumargrænna engja?
Hví sogast brimið upp að hverju nausti?
Til sólar beinist söngur vorra strengja,
er syrtir nótt og b'ða fer að hausti.
Við erum stödd á stormsins vegamótum.
hann storkar jörð og skýjabólstra hleður.
En eldar brenna undir hjartarótum
og einhvemtíma lægir þessi veður.
Að kvöldi dags er kveikt á öllum stjörnum,
og kyrrðin er þeim mild, sem vin sinn
tregar,
og stundum skýla jöklar jarðarbömum,
og jafnvel nóttin lýsir þeim til vegar.
í klakabrynju getur moldin munað,
að minnstu fræin urðu vaxinn gróður,
og sálir dreymt um nýjan ástamnað,
um ungan fugl og laufgað skógarrjóður.
►
Er fagurhvelið birtist innri augum,
er eins og Ijósið tengi gamla vini.
Svo drögum andann djúpt og hjartað
laugum
í döggvum himins, söng og stjömuskini.
(Davíð Stef.)
Mamma og pabbi.
Þó ég sé Iátinn, harmið mig ekki með
támm.
Hugsið ekki um dauðann með harmi og
ótta.
Eg er svo nærri að hvert eitt ykkar tár
snertir mig og kvelur, þó látinn mig haldið.
. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum
hug,
lyftist sál mín upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur, og ég, þótt látinn sé,
tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.
(Höf. ók.)
Það er engin leið fyrir okkur
mennina að skilja áætlanir og
gjörðir æðri máttarvalda. Þegar
maður í blóma lífsins skyndilega
deyr, er engin svör að fá. I angist
sinni spyr maður aðeins hvers
vegna?
Hinn 5. nóvember sl. lést ástkær
faðir minn Eðvald, ávallt kallaður
Valdi, langt um aldur fram. Þeir
sem þekktu hann vita að þar fór
ákveðinn maður sem lét verkin
tala, var duglegur sem og hjálp-
samur með eindæmum. Ekki síst
var hann fús til að veita þeim
hjálparhönd sem minna mega sín í
lífinu. Það endurspeglaðist ekki
síst á vinnustað hans á bensínstöð-
inni við Lækjargötu í Hafnarfirði,
þar sem hann var ávallt fús við að
veita viðskiptavinum stöðvarinnar
framúrskarandi þjónustu. Eins var
hann vel liðinn og vinsæll meðal
samstarfsmanna.
En það var ekki allt. Hann var
einstaklega sterkur persónuleiki
sem ætíð virtist vita lausn á hvaða
vanda sem upp kunni að koma í
leik eða starfi. Við systkinin nutum
leiðsagnar hans og gátum ávallt
leitað til hans ef eitthvað bjátaði á.
Hann var einnig glettinn og
hafði gaman af því að segja okkur
sögur, sem hann kryddaði hæfilega
mikið, og oftar en ekki veltumst
við um af hlátri, enda var frásagn-
arfærni hans með eindæmum góð.
Missir okkar systkinanna er
vissulega mikill, en ekki nándar
eins og missir móður minnar, sem
nú hefur misst lífsförunaut sinn í
einu vetfangi. Foreldrar mínir hafa
alla tíð verið einstaklega samrýmd
og umgengust ávallt hvort annað
af ást og gagnkvæmri virðingu.
Það er því stórt það skarð sem
myndast hefur í líf móður minnar.
Það koma margar ljúfar og
skemmtilegar minningar upp í
hugann þegar ég hugsa um föður
minn. Mig langar að þakka þér
pabbi minn fyrir samfylgdina, þó
hún hefði mátt vera lengri. Eg
mun geyma minnunguna um þig, í
hjarta mér alla mína ævi.
Ég vil að endingu biðja guð al-
máttugan að styrkja alla þá sem
syrgja.
Sigurður Eðvaldsson.
Sennilega geta systkini ekki orð-
ið nátengdari á æskuárunum, en
þegar þrjú systkini, fædd með
tveggja ára millibili, alast upp
saman á æskuheimilinu, þar sem
við bjuggum öll þangað til við fór-
um að heiman. Þannig var það með
okkur. Valdi var elstur af okkur og
lét sér annt um okkur, yngri systk-
ini sín.
Æskuárin liðu, unglingsárin
tóku við, með öllu sínu fjöri, svo
komu fullorðinsárin.
Margs er að minnast og margs
er að sakna. Eins og gefur að
skilja var samgangurinn ekki eins
mikill seinni árin. Við systkinin
fórum í hvort í sína áttina.Valdi
stofnaði heimili ungur með Grétu
sinni, þau eignuðust börnin sín
þrjú. Hann vann mikið, var dug-
legur, ætlaði sér að búa vel i hag-
inn fyrir þau, fyrir elliárin, eins og
hann sagði sjálfur.
Það var alltaf gaman að hitta
Valda, hann var einn af þessum or-
iginal spaugurum, sá alltaf bros-
legu hliðarnar á mannlífinu. Þetta
var eitthvað sem hann hafði í sér.
Hann vann á bensínstöð síðustu
árin. Valdi var sérstaklega al-
mennilegur við eldra fólk og þá
sem minna máttu sín, sem komu á
bensínstöðina.
Nú er komið að ótímabærri
kveðjustund, Valdi var hrifinn í
burtu langt fyrir aldur fram.
Það er svo erfitt að trúa því að
enn eitt hörmulegt umferðarslysið
hafi átt sér stað og tekið hann með
sér.
En þetta slys, þar sem einn læt-
ur lífið og margir slasast, sýnir
hvað er skammt milli lífs og dauða.
Það er okkur huggun á þessum
öarðsKom
^ v/ Possvo^skipkjwgapð .
\ Sími: 554 0500
UTFARARSTOFAISLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
ú tf ararþ j ónus tu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
iÉ
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri,
sími 896 8242
Sverrir
Olsen
útfararstjóri.
'jL
Baldur
Frederiksen
útfararstjóri,
sími 895 9199
Útfararstofa fslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
V-
7
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
\ /
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
erfiðu tímum, þær fallegu minn-
ingar sem við eigum um Valda
bróður okkar. Við viljum þakka
allan þann hlýhug og stuðning sem
fólk úr öllum áttum hefur sýnt
okkur.
Elsku Gréta, Siggi, Elva, Sig-
rún, Margrét, Addi og litlu dreng-
irnir þrír, mamma, pabbi og aðrir
vandamenn og vinir, guð gefi ykk-
ur styrk í sorginni. __
Orn og Inga.
Sú harmafregn kom óvænt að
frændi minn, Eðvald Vilberg Mar-
elsson, hefði látist af slysförum
fyrsta sunnudag nóvembermánað-
ar. Hugurinn leitar aftur í tímann
og margt rifjast upp. Vel man ég
annan nóvemberdag fyrir tæpum
47 árum. Lítill, ljóshærður dreng-
ur var kominn í heiminn, fyrsta
barn elsta bróður míns, Marels, og
konu hans, Lilju Bergþórsdóttur.
Drengurinn hlaut nafn afa síns,
föður okkar systkina, en hann féll
frá er við vorum á barnsaldri.
Nafngiftin hefur eflaust stuðlað að
því að Eðvald hafði nokkra sér-
stöðu, bæði í huga okkar föður-
systkina hans og ekki síst hjá móð-
ur okkar. Sandkorn tímans renna
hratt um greipar. Fyrr en varir
eru bros og tár bernskunnar minn-
ing ein.
Ungur að árum fann Eðvald
sinn lífsförunaut, Grétu Húnfjörð
Sigurðardóttur. Þau hófu búskap
og báru gæfu til að þroskast sam-
an í lífsbaráttunni. Með dugnaði
byggðu þau upp gott heimili og
eignuðust þrjú mannvænleg börn,
Sigurð, Sigrúnu og Margréti. Þau
eru nú öll uppkomið fólk og sjálf
farin að takast á við lífið. Og þrem-
ur barnabörnum auðnaðist þeim
Eðvald og Grétu að gleðjast yfir.
Lífið virtist brosa við fjölskyld-
unni. Hjónin voru enn svo ung en
samt búin að inna af hendi upp-
eldisskyldurnar. Engum datt ann-
að í hug en framundan væru mörg
og góð ár. Og engum blandaðist
hugur um að slíkur dugnaðarmað-
ur sem Eðvald var myndi áfram
finna kröftum sínum farveg við
margvísleg störf.
Nú er viðhorfið breytt þegar
fjölskyldan verður að halda áfram
án hans. Við mæðgurnar sendum
samúðarkveðjur til Grétu, barna
hennar og barnabarna, foreldra
Eðvalds, Marels og Lilju, og systk-
ina hans, Arnar og Ingibjargar.
Þau eiga nú öll um sárt að binda
og við biðjum guð að styrkja þau í
sorginni.
Sigurlaug Eðvaldsdóttir.
Með eftirfarandi ljóðlínum, sem
segja allt sem bærist í huga okkar
og hjarta, viljum við kveðja hann
Valda hinstu kveðju.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast,
þau bera mesta birtu
en brenna iíka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið logaskæra
sem skamma stund oss gladdi,
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
Þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik G. Þórleifsson.)
Við biðjum algóðan Guð að
styrkja eiginkonu hans, börn og
aðra ástvini á þessari erfiðu stund.
Guðrún og Torfí.
Eðvald, eða Valdi eins og hann
var kallaður, hóf störf hjá Olíufé-
laginu hf. í ágúst árið 1971, þá að-
eins 17 ára gamall, og hefur hann
því eignað Olíufélaginu hf. lungann
úr starfsævi sinni. Lengst af starf-
aði Eðvald sem vaktmaður í Olíu-
stöðinni í Hafnarfirði ásamt öðrum
þeim störfum sem til féllu, t.d. að
hafa umsjón með verslun Olíufé-
lagsins sem þá var í Olíustöðinni.
Frá árinu 1996 vann Eðvald á
þjónustustöðinni við Lækjargötu í
Hafnarfirði. Þegar um svo langa
starfsævi er að ræða hjá sama
vinnuveitanda þarf ekki aðeins
starfsmaðurinn að vera ánægður
heldur einnig vinnuveitandinn. Það
var mikið lán fyrir Olíufélagið hf.
að njóta starfskrafta Valda, jafn
jákvæðs og góðs starfsmanns og
hann var.
Það var árið 1992 sem ég kynnt-
ist Valda fyrst, ég var þá nýbyrj-
aður sem starfsmannastjóri hjá 01-
íufélaginu hf. Eðvald var
trúnaðarmaður fyrir starfsmenn
Olíustöðvarinnar í Hafnarfirði. Ég
hafði kallað alla trúnaðarmenn 01-
íufélagsins hf. saman á fund, í
fyrsta skipti, til skrafs og ráða-
gerða. Ég kveið nokkuð fyrir fund-
inum þar sem ég var nýbyrjaður
og óreyndur. En kvíðinn var óþarf-
ur. Þarna hitti ég Eðvald,
vingjarnlegan mann, sem átti auð-
velt með að hrósa öðrum. Hann
var starfsmaður sem gott og þægi-
legt var að umgangast.
Þessi fundur okkar var byrjun á
góðum kynnum. Hann var eftir-
sóttur í vinnu, ekki bara var hann
dugnaðarforkur og hjálplegur,
heldur var hann einnig góður fé-
lagi sem var hægt að leita til þegar
á þurfti að halda. Það er ekki langt
síðan við, starfsfólk Olíufélagsins
hf., fórum til þess að gera okkur
dagamun suður á Keflavíkurflug-
völl og stoppuðu rúturnar á Þjón-
ustustöðinni við Lækjargötu og
hittum við þar Valda glaðan í
bragði.
En skjótt skipast veður í lofti og
kallið kemur fyrr en varir. Sagt er
að þeir deyi ungir sem guðirnir
elska. Það á við um Valda, hann
fór alltof fljótt og við eigum eftir
að sakna hans, en minningin um
góðan mann lifir.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er Ijós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Ég votta eiginkonu hans, börn-
um, barnabörnum og öðrum
aðstandendum innilega samúð.
Ingvar Stefánsson,
starfsmannastjóri.
Það er ótrúlegt hvað hlutirnir
eru fljótir að breytast og daglegt
líf og amstur sem því fylgir verður
lítilfjörlegt í samanburði við frétt
þá sem skall á okkur vinnufélögun-
um sunnudagskvöldið 5. nóvember.
Enn eitt hörmulegt bílslysið og
ekki nóg með það, heldur var þar
einn vinnufélagi okkar hann Valdi.
í okkar huga var hann miklu
meira en bara vinnufélagi, hann
var mikill vinur sem gott var að
leita til. Ef einhver kom með
vandamál var Valdi kallaður til,
hvort sem um var að ræða mun á
olíum eða annað þá var það mottó-
ið hjá honum: „Ekki málið, við
reddum þessu.“ Hann var alltaf
boðinn og búinn og oft þurftum við
ekki nema að hugsa til hans þá var
hann mættur.
Það var alltaf stutt í glensið hjá
Valda og oft mikill hlátur í kring-
um hann og ósjaldan kapphlaup út
á dælu til að fá að þjónusta við-
skiptavininn og oftast stóð Valdi
uppi sem sigurvegari.
Það var þægilegt að hafa Valda í
kringum sig og veitti manni ákveð-
ið öryggi því að það var pottþétt
að ef eitthvað kæmi upp væri Valdi
til staðar og þar með ÉSSO í góð-
um málum því hann hafði alla hluti
á hreinu enda búinn að vinna hjá
Olíufélaginu sem hann hafði mik-
inn metnað fyrir í 28 ár.
Þótt að okkar missir sé mikill
vitum við að minningarnar um
góðan mann eiga eftir að lifa og
þakklætið fyrir að hafa fengið að
kynnast Valda.
Við vottum Grétu, börnum og
ættingjum okkar dýpstu samúð.
Starfsfólk ESSO,
Lækjargötu, Hafnarfírði.