Morgunblaðið - 17.11.2000, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 55;
MINNINGAR
+ Elsa Dóróthea
Helgadóttir
fæddist í Ásgarði í
Ólafsvík 25. júlí
1913. Hún lést á
heimili sínu hinn 11.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Kristín Sig-
urðardóttir, f. 27.10.
1877 í Ytri-Djúpa-
vogsstekk, d. 1962 í
Ólafsvík og Helgi
Jónsson, sjómaður,
f. í Skammadal í
Mýrdal 25.5. 1874, d.
1954. Þessi heiðurs-
hjón bjuggu lengst af í Ásgarði í
Olafsvík og eignuðust þau eftir
talin börn: Sigurður Ágúst,, f. 4.8.
1901, d.13.5. 1990; Hólmfríður
Agnes, f. 25.10. 1903, d. 27.12.
1975; Guðmundur Herjólfur, f.
14.8. 1907, d. 6.9. 1996; Helgi
Kristinn, f. 14.6. 1911;
Friðjón, f. 1.7. 1916,
d. 1945; Sigurlín, f.
30.6. 1918; Ingigerð-
ur, f. 2.11. 1920, d.
27.11. 1998.
Elsa ólst upp í Ól-
afsvík en fer til
Reykjavíkur ung að
árum í atvinnuleit,
þar sem hún kynnist
eiginmanni sínum
Guðmundi Hanssyni,
vörubifreiðarstjóra, f.
11.5. 1913, d. 24.6.
1998. Guðmundur var
fæddur í Holti í Fróð-
árhrepp á Snæfellsnesi.
Elsa og Guðmundur gengu í
hjónaband 12.12. 1936 og bjuggu
allan sinn búskap í Reykjavík.
Börn þeirra eru: 1) Ilalla, f. 1937,
eiginm. Gunnlaugur Hafstein
Gíslason og eiga þau tvö börn,
Elsu Kristinu, eiginm. hennar er
Björn Steinn Sveinsson og eru
börn þeirra fjögur og Gísli Haf-
steinn, eigink. hans er Elfur Sif
Sigurðardóttir og ciga þau þrjá
syni. 2) Hans Bjarni, f. 1942, eig-
ink. hans er Steinun Njálsdóttir
og eiga þau þrjú börn: Guðmund,
eigink. hans er Kristín Don-
aldsdóttir og eiga þau þrjú börn;
Elín Rós, eiginm. hennar er Birgir
Birgisson og eiga þau þrjár dætur
og Berglind Iris. 3) Friðjón, f.
1945, eigink. hans er Karen Em-
ilsdóttir og eiga þau tvo syni,
Heiðar, eigink. hans er Bryndís
Kristinsdóttir og eiga þau þrjú
börn og Theódór, sambýliskona
hans er Sigurlaug Birna Bjarna-
dóttir og eiga þau einn son. 4)
Snorri, f. 1951, eigink. hans er
Lilja Jónsdóttir og eiga þau þrjú
börn: Jón Þór, sambýliskona hans
er Þórdís Hjörleifsdóttir; Guð-
mundur, sambýliskona hans er
Hafdís Arinbjarnardóttir og eiga
þau eina dóttur og Elsa Þórdís.
titför Elsu D. Helgadóttur fer
fram frá Seljakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
ELSA DOROTHEA
HELGADÓTTIR
Ævistarf Elsu var húsmóðurstarf
í orðsins fyllstu merkingu. Þeim
fækkar óðum sem hafa það sem að-
alstarf, nú er þessu starfi sinnt á
kvöldin og um helgar með misjöfn-
um árangri. Starf húsmóður var að
elda, þrífa, þjóna, sjá um uppeldi
barnanna og ef heimilisfaðirinn var
sjómaður sá húsmóðirin einnig um
fjármálin að stórum hluta.
Mikið hefur verið skrifað um þá
íslensku sjómenn sem sigldu á
stríðsárunum um heimshöfin, en
minna um þann fjölda mæðra sem
biðu heima og gættu bús og barna.
Þetta eru víst þessar hvundags-
hetjur eins og einhver orðaði svo
réttilega.
Elsa var frábær húsmóðir og er
þá sama hvaða þáttur starfsins er
tekinn fyrir. Eldamennska, hvort
sem var daglegur matur eða veisl-
ur, hefði ekki verið betri þótt um
fagmann væri að ræða. Þá má ekki
gleyma tertu- og kökubakstrinum,
því meðan heimili þeirra hjóna stóð
í blóma var ekki bakarísbrauð á
borðum, allt var heimalagað.
Snyrtimennska og hreinlæti voru í
hávegum höfð á heimilinu. Sauma-
skapur og aðrar hannyrðir léku í
höndum hennar, ófáar peysurnar
prjónaði hún á börn, barnabörn og
aðra fjölskyldumeðlimi.
Öllum þessum störfum sinnti
Elsa af alúð og nákvæmni. Skap-
festa og hógværð einkenndu henn-
ar fas, þó gat hún ef henni þótti til-
efni til verið hvassyrt í tilsvörum.
Heimili Elsu og Guðmundar var
lengst af á tveimur stöðum hér í
borg. Árið 1941 festu þau kaup á
Vífilsgötu 18 ásamt vinafólki sínu,
Elínu og Guðmundi Sigurðssyni,
sem nú eru látin.
Þessar tvær fjölskyldur byggðu
sér síðan árið 1954 glæsilegt hús í
Bólstaðarhlíð 35 og bjuggu þar til
1983. Þá höfðu Elsa og Guðmundur
byggt sér raðhús á Neðstaleiti 12
hér í borg. Árið 1990 festu þau kaup
á íbúð á Skúlagötu 40. Eftir að eig-
inmaður Elsu, Guðmundur Hans-
son, lést 24. júní 1998 flytur Elsa að
Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Ár-
skógum 2, þar sem hún lést 11. nóv-
ember sl.
Sá er þessar línur skrifar er
tengdasonur þessara mætu hjóna
og fyrir utan að ná í eiginkonu
mína, einu dóttur þeirra hjóna,
hefði ég ekki getað eignast betri
tengdaforeldra. Ófáar skemmti-
ferðir fórum við saman innanlands
að ógleymdri ferð okkar hjónanna
með þeim til Flórída 1986 er þau
héldu upp á gullbrúðkaupsdag sinn.
Ekki má heldur gleyma öllum
stundunum á sunnudögum sem öðr-
um þegar tekið var í spil og gat þá
sumum hlaupið kapp í kinn. Þegar
ég lít til baka yfir þau 44 ár sem ég
hef verið tengdur þessari fjölskyldu
er mér efst í huga þakklæti til
tengdamóður og tengdaföður fyrir
allar ljúfu stundirnar og minning-
arnar.
Guð blessi minningu hennar um
alla framtíð og megi góður Guð
veita eftirlifandi systkinum hennar,
börnum, tengdabörnum, barna-
börnum og barnabarnabörnum
styrk í þeim harmi sem þau hafa
orðið fyrir við fráfall hennar.
Að lokum vil ég fyrir hönd eigin-
konu minnar, Höllu Guðmundsdótt-
ur, barna okkar, tengdabarna og
barnabarna þakka starfsfólki
Hjúkrunarheimilisins Skógarbær
fyrir frábært viðmót og þjónustu
sem Elsa naut hjá ykkur. Þjónustan
var til fyrirmyndar og mikils sóma.
Megi góður Guð blessa starfsfólk
og heimilisfólk í Skógarbæ.
Gunnlaugur Hafstein
Gíslason, vélfræðingur.
Elsku amma.
Nú ertu farin en þó ekki alveg því
ég veit að þú vakir yfir mér og afi
með þér. Það er erfitt að sætta sig
við þetta en ég verð að gera það.
Það er eitt gott, að ég mun alltaf
eiga góðar minningar um þig.
Það er einmitt eitt sem ég man og
ég mun aldrei gleyma. Það var þeg-
ar ég var hjá þér og afa yfir eitt
sumarið. Ég kom á morgnana þegar
mamma fór i vinnuna við fórum
mikið upp á Miklatún og þar lék ég
mér í kastalanum sem var þar. Eft-
ir að við höfðum verið þar svolitla
stund fórum við oft í fiskbúð og
keyptum fisk fyrir hádegið en það
var það besta sem afi fékk. Mamma
kom alltaf að sækja mig í hádeginu.
En ég held og er viss um að þetta
var eitt besta sumrið mitt. Ég veit
að við eigum eftir að hittast síðar en
samt bless á meðan.
í blúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
(Pétur Þórarinsson.)
Elsa Þórdís.
í dag er til moldar borin elskuleg
amma mín, Elsa D. Helgadóttir.
Nú, þegar þú hefur kvatt, koma ótal
minningabrot upp í huga mínum.
Ég naut þeirra forréttinda á mín-
um bernskuárum að búa í sama húsi
og þú og afi. Það var gott að hafa
öruggt athvarf ef eitthvað bjátaði á.
Þær voru ófáar ferðirnar upp til þín
einmitt á matmálstímum, vitandi
það að ef manni hugnaðist ekki að-
alrétturinn brygðust ekki grautarn-
ir. Ef hungrið svarf að var fullkom-
inn skilningur á þvi að ungur maður
í örum vexti þyrfti brúna tertu með
kaldri mjólk á milli mála.
Um helgar var oft farið í bíltúra
eða stuttar tjaldútilegur með ykkur
afa og á ég margar góðar minningar
úr þeim ferðum.
Á seinni árum hafði heimsóknum
fækkað en alltaf var jafn notalegt
að koma til þín. Þótt þú bærir ekki
tilfinningar þínar á borð þá fann
maður hversu vænt þér þótti um
þessar heimsóknir. Þegar barna-
barnabörnin fæddust eitt af öðru,
fylgdist þú vel með þeim. Þú lagðir
þig fram við að koma í afmæli
þeirra, þó að þú ættir ekki alltaf
auðvelt með það. Það sýnir um-
hyggju þína og kærleik í garð fjöl-
skyldunnar.
Minningin um þig er samtvinnuð
minningu minni um afa. Þegar afi
dó, fyrir rúmum tveimur árum, var
eins og hluti af lífskrafti þínum
dofnaði.
Söknuðurinn er mikill en góðar
minningar um þig og afa lifa með
mér og minni fjölskyldu um ókomna
tíð.
Ó hve heitt ég unni þér!
Allt þitt besta í hjarta mér
vaktir þú og vermdir þinni ást.
Æskubjart um öll mín spor
afturglóðisólogvor, J~
og traust þitt var það athvarf,
sem mér aldrei brást.
(Tómas Guðmundsson.)
Þinn sonarsonur
Heiðar Friðjónsson.
Ég man þá daga þegar ég var lít-
ill polli í pössun hjá þér, elsku
amma mín, hjálpaði þér að þvo
þvottinn og hengja hann út í Ból-
staðarhlíðinni. Þangað var alltaf
jafn gaman að koma og fannst okk-
ur frændunum alltaf jafn spennandi;
að gista hjá ykkur afa. Sama hvar
þið bjugguð, alltaf var heimili þitt
jafn glæsilegt og snyrtilegt. Þegar
fjölskyldan kom í heimsókn til ykk-
ar afa voru alltaf nýbakaðar kökur
á boðstólum og áttum við barna-
börnin vísan mola hjá ykkur. Mér
fannst alltaf skemmtilegast þegar
þú tókst þátt í spilum með okkur,
þá var alltaf stutt í húmorinn og þar
sást hvað þú og afi voruð yndisleg
saman í leik og starfi.
Á síðustu mánuðum hafði heilsu
þinni hrakað mikið og greinilegt
var hversu mikið þú saknar afa. Nú
ert þú til hans komin, elsku amma
mín, og með miklum söknuði kveð
ég og fjöldskylda mín þig.
Lítill drengur lófa strýkur,
létt um vota móðurkinn,
- augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt,
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til, ^
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar brjósti sætt og rótt.
Amma er dáin - amma frnnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
- lokar sinni þreyttu brá,
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir - amma kyssir
undurblítt á kollinn hans.
Breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Theódór Friðjónsson.
GUÐRÚN
MARÍASDÓTTIR
+ Guðrún fæddist
á Flateyri við
Onundarfjörð hinn
3. febrúar 1918.
Hún lést í Land-
spitalanum við
Hringbraut 8. nóv-
ember siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ingigerður
Mekkin Friðriks-
dóttir, f. 5. október
1896, d. 11. septem-
ber 1946, og Marías
Kristján Guðmunds-
son, f. 19. apríl
1886, d. 13. mars
1955. Þau eignuðust fjögur börn
og var Guðrún elst þeirra:
Friðrik, f. 28. júlí 1919, d. 22.
desember 1966, kvæntur Ingi-
björgu G. Hjartardóttur; Hrefna
Nú þegar ég sest hérna niður og
skrifa um mína elskulegu föðursystur
er mér efst í huga þakklæti fyrir allt
sem að hún var mér sem önnur móðir
og besta vinkona frá bamsaldri því
það var hún í orðsins fyllstu merk-
ingu. Alltaf var nóg pláss fyrir mig og
mína fjölskyldu í hennar stóra faðmi.
Alltaf voru þau Dúna og Siggi með
okkur til að gleðjast og einnig á erfið-
um stundum. Þá hafa þau verið au-
fúsu gestir á aðfangadagskvöld síð-
astliðin 28 ár sem og skötuveislum,
Kristjana, f. 25 nó-
vember 1928, gift
Birni Gfslasyni;
Guðmundur, f. 7.
júlí 1932, kvæntur
Sigurrós Sæmunds-
dóttur, f. 30. júlí
1938, d. 3. aprfl
1973.
Hinn 23. desem-
ber 1945 giftist
Guðrún eftirlifandi
eiginmanni sínum,
Sigurði Einarssyni
útvarpsvirkja, og
bjuggu þau lengst
af á Digranesvegi
12 og síðan 16 í Kópavogi. títför
Guðrúnar fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
gamlárskvöldum, veiðiferðum, sum-
arbústaðaferðum, ferðalögum um
Vestfirði og margt fleira. Nú hefur
Siggi okkar misst sinn besta vin og fé-
laga því samrýndari hjón hef ég varla
þekkt. Við biðjum góðan Guð að
vemda og styrkja Sigga sem nú dvel-
ur á sjúkrahúsi og vottum honum
okkar dýpstu samúð. Elsku Dúna,
takk fyrir alla þína ást og umhyggju í
okkar garð.Og viljum við kveðja þig
með þessum ljóðlínum Tómasar Guð-
mundssonar.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Þínirvinir,
Ingigerður og Atli.
Dúna frænka er nú horfin til ann-
arra starfa.
Okkur systkinunum, sem litum á
hana sem eina af ömmum okkar er
brugðið við þetta snögga fráfall henn-
ar, enda var Dúna enn í fullu fjöri þó
svo að aldurinn væri farinn að færast
yfir og minnið væri stundum að
hrekkja hana.
Dúna og Siggi, maðurinn hennar,
tóku oft að sér að gæta okkar þegar
mamma og pabbi fóru í burtu. Þau
hjónin voru alltaf svo natin við okkur
systkinin, Siggi fræddi okkur um
undur veraldar, enda afskaplega vel
lesinn maður og margfróður, en Dúna
átti það til að bregða á leik. Við minn-
umst þess oft, er hún eitt sinn fór í
fótbolta með okkur út í garði. Komin
yfir sextugt veigraði hún sér ekki við
að eltast við tuðruna af miklum móð
og svo mikill var hamagangurinn að
eitt sinn fauk skórinn með, og viti
menn alla leið upp á þak, þar sem
hann var fastur. Við systkinin hlógum
mikið, en Siggi mátti skrönglast upp
á þak til að endurheimta skóinn.
Hjá Dúnu og Sigga áttum við
systkinin margar ánægjustundir
ásamt fjölskyldu okkar og öðrum vin-
um þeirra hjóna. Dúna hafði nefni-
lega svo gaman af því að halda matar-
boð. Hvort sem það var á hátíðlegum
stundum eða bara á venjulegum degi
var alltaf stórveisla hjá þeim hjónum
og borðið hlaðið krásum, en Dúna
gerði alltaf sem minnst úr því sem á
borð var borið og afsakaði stórveisl-
umar með því hvað þetta væri nú fá-
tæklegt.
Fátæklegu veislumar hennar voru
alltaf jafn kærkomnar og oftar en
ekki var hægt að reiða sig á því að að
nú yrði borin fram einhver nýr réttur
því Dúna hafði einstaklega gaman af
því að prófa sig áfram með nýja rétti
eða bara búa þá til út frá einhverju,
sem hún hafði sjálf reynt og séð í fjar-
lægum löndum.
Þau hjónin ferðuðust mikið, bæði
innanlands sem utan og ég man hvað
okkur þótti gaman þegar við vomm
lítil að að hitta þau aftur, er heim var
komið, því alltaf fylgdi einhvað lítil-
ræði með til okkar systkinanna.
Dúna var einstaklega lagin í hönd-
unum. Oftar en ekki var það Dúna
sem kom mömmu til bjargar þegar sú
síðamefnda var búin að kaupa efni til
að sauma úr á okkur systkinin, en gat
ekki komið því saman svo úr yrði heil
flík.
Dúna saumaði oft ýmislegt fyrir
basara kvenfélagsins. Okkur systurn-
ar langaði oftar en ekki afskaplega
mikið í þessa hluti og stundum feng-
um við óskina uppfyllta þegar Dúna
fór með okkur á basarinn og keypti
þann sama hlut til baka handa okkur.
Jólin og áramótin mátti ekki halda
án þess að Dúna og Siggi væm með
okloir, á aðfangadag vom þau oftast
hjá okkur en við hjá þeim á jóladags-
og gamlárskvöld. Þá var alltaf glatt á
hjalla, spjallað og tekið í spil. Stund-
um var spilað langt fram eftir nóttu
enda hafði Dúna einstaklega gaman
afþvíaðspila. <•»
Nú er ekki langt til jóla. Það verður
tómlegra í kringum okkur án Dúnu
og hennar verður sárt saknað.
í (jjúpum míns hjarta er örh'tið leynihólf
innst,
Sem opnast af skyndingu þegar mig varir
minnst,
Og hugskotsins auga með undrun og
fögnuðisér
eitt andartak birtast þar mynd síðan
forðumafþér.
(Jón Helgason.)
Elsku Siggi okkar, missir þinn er
mikill, við biðjum góðan guð að
styrkja þig og vemda á erfiðri stund.
Ingibjörg, Sif, Þröstur
og Bryndís. 'v
Formáli
minningar-
greina I
ÆSKILEGT er að minningar- f
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og' hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur, , - *
hvar og hvenær dáinn, um for- '
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-