Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Stór dagur
* hjáhesta-
mönnum
MIKIÐ stendur til hjá hesta-
mönnum á morgun, laugardag-
inn 18. nóvember. Samráðs-
fundur fagráðs verður haldinn í
Búnaðarþingssal á Hótel Sögu
og hefst kl. 13. Efni fundarins er
markaðssetning íslenska hests-
ins í Bandaríkjunum. Frum-
mælendur verða m.a. Ólafur
Hafsteinn Einarsson, Helga
Thoroddsen og Sigurbjöm
Bárðarson.
Aætlað er að fundinum ljúki
um kl. 16.30 og þá er eins gott að
fundarmenn drífí sig í betri fötin
og ballskóna því uppskeruhátíð
hestamanna hefst á Broadway
kl. 19. Þar verða hestaíþrótta-
maður og ræktunarmaður árs-
ins útnefndir. Veislustjóri er
Hákon Aðalsteinsson hagyrð-
ingur og ræðumaður kvöldsins
Guðni Agústsson landbúnaðar-
ráðherra. Að skemmtiatriðum
loknum leikur Lúdó sextett og
Stefán fyrir dansi.
Laugameskirkja Morgunblaðið/Biynjar Gauti
Safnaðarstarf
Minning
látinna
í Laugarnes-
kirkju
FYRSTA sunnudag í nóvember er
haldin svonefnd allraheilagramessa
þegar við minnumst þeirra sem
látnir eru, og víða kemur fólk saman
til minningarathafna. Haustið er
tíminn þegar við hugleiðum hverful-
leika lífsins og von eilífðar.
I Laugarneskirkju hefur nú skap-
ast sú venja að hafa árlega kvöld-
samveru í tengslum við þessa hefð
sem ber heitið Minning látinna.
Að þessu sinni mun samveran
haldin sunnudagskvöldið 19. nóvem-
ber kl. 20. Um er að ræða stutta en
hugljúfa minningarstund með fal-
legri tónlist og kertaljósum sem
syrgjendum gefst kostur á að
tendra í minningu ástvina sinna.
Eru ljósin svo borin upp á altarið,
þar sem þau brenna sem hljóð bæn
um leið og nöfn hinna látnu eru lesin
upp. Tónlist verður í umsjá blokk-
flautukvintetts undir stjórn Lindu
Hreggviðsdóttur.
Að samverunni lokinni er syrgj-
endum boðið að koma yfir í safnað-
arheimilið, þiggja léttar veitingar
og hlýða á fræðsluerindi um sorg og
sorgarviðbrögð.
Aðstandendur þeirra sem látist
hafa á síðustu 12 mánuðum og eiga
nöfn sín skráð í kirkjubækur Laug-
arnesprestakalls hafa þegar fengið
bréf sent heim, og verða þau nöfn
lesin upp á samverunni, en sóknar-
prestur tekur fúslega við fleiri nöfn-
um frá syrgjendum sem þátt vilja
taka í þessari góðu athöfn. Sími
hans er 864 2736.
Byrgissam-
koma í Hafnar-
fjarðarkirkju
í KVÖLD, föstudagskvöldið 17.
nóvember, fer fram samkoma í
Hafnarfjarðarkirkju á vegum vakn-
ingarhreyfingarinnar og líknarfé-
lagsins Byrgisins og hefst hún kl.
20.
Guðmundur Jónsson forstöðu-
maður og sr. Gunnþór Ingason
sóknarprestur stýra samkomunni.
Lofgjörðarsveit Byrgisins leiðir
söng og leikur lofgjörðartónlist.
Eftir samkomuna, sem er öllum op-
in, er Strandberg opið og boðið þar
upp á kaffi og meðlæti.
Laugarneskirkja. Á starfsdegi
kennara verður ratleikur í kirkjunni
(nánar auglýst í skólanum).
Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá
Hrundar Þórarinsdóttur. Kaffi-
spjall fyrir mæður, góð upplifun fyr-
ir börn. Unglingakvöld Laugarnes-
kirkju og Þróttheima kl. 20 (9. og 10.
bekkur). Langholtskirkja. Kirkjan
er opin til bænagjörðar í hádeginu.
Grafarvogskirkja. Al-Anon-fundur
kl. 20.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í
Strandbergi laugardagsmorgna.
Trú og mannlíf, biblíulestur og
kyrrðarstund.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9.
Samkomur alla laugardaga kl. 11.
Barna- og unglingadeildir á laugar-
dögum. Súpa og brauð eftir sam-
komuna. Allir velkomnir.
Keflavíkurkirkja. Lofgjörðar- og
fyrirbænastundir í kirkjunni kl. 20-
21.
Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkju-
skólinn í Mýrdal er með samverur á
laugardagsmorgnum kl. 11.15 í Vík-
urskóla.
Frelsið, kristileg miðstöð. Bæna-
stund kl. 20 og Gen X, frábær kvöld
fyrir unga fólkið kl. 21.
Sjöundadags aðventistar á íslandi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl-
íufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl.
11. Ræðumaður Björgvin Snorra-
son. Föstudagskvöld að hætti Hlíð-
ardalsskóla 24. nóvember kl. 20.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl.
10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu-
maður Jón Hjörleifur Jónsson.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað-
ur Eric Guðmundsson.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn-
arfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu-
fræðsla að guðsþjónustu lokinni.
Leiðbeinandi Ólafur Kristinsson.
Söluskrifstofur Plúsferða: Faxafeni 5 • 108 Reykjavík og Hlíðasmára 15 • 200 Kópavogur
Simi 535 2100 • Fax 535 2110 •Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is
Höfn'S: 478 1000 Vestmannaeyjar • S: 481 1450
Blönduós»S: 4524168 DalvlleS: 466 1405 SauOárkrókur • S: 453 6262/896 8477 Egilsstaðir • S: 471 2000 Keflavík •S:á2) 1353
1 s i | ísafjðrður • S: 456 5111 Akurayri • S: 462 5000 Selfosf S: 482 1666 Grindavfk* S: 426 8060
Verðið er miðað við að tveir gisti saman í tveggja manna herbergi á Palace
hótelinu í Manchester.
Innifalið: Flug, gistig í 2 nætur, morgunverður, ferðir til og frá flugvelli erlendis
og allir flugvallarskattar.
Skelltu þér, það verður gaman.......................
CE) ðB B3
Opið hús
í tilefni af 90 ára
afmæli Yífilsstaða
OPIÐ hús verður á Vífilsstöðum
föstudaginn 17. nóvember frá kl.
14 til 18 í tilefni af 90 ára afmæli
staðarins. Kynnt verður starf-
semi sem er núna á Vífilsstöðum
og til sýnis verða Ijósmyndir og
munir síðan Vífilsstaðir voru
heilsuhæli fyrir berklasjúklinga.
Sumar myndanna hafa ekki sést
áður opinberlega. Auk þess verð-
ur sýnd stutt kvikmynd sem var
tekin á fjórða áratugnum á Vífils-
stöðum.
Heilsuhælið á Vífilsstöðum hóf
starfsemi 5. september 1910 þeg-
ar tekið var á móti fyrstu sjúkl-
ingunum. Það var rekið af Heilsu-
hælisfélaginu til 1. janúar 1916 en
þá tók ríkið við rekstrinum. Til-
gangur með heilsuhælinu var ein-
göngu að vista og lækna berkla-
sjúklinga. Vífilsstaðir voru berkla-
hæli fram undir 1970 en þá var
nafninu breytt í Vífilsstaðaspítala
og komið þar upp lungnadeild.
Vífilsstaðir eru hluti af Land-
spítala - háskólasjúkrahúsi. Þar er
núna lungnadeild, langlegudeild
fyrir lungnasjúklinga, húðlækn-
ingadeild, göngudeild fyrir lungna-
sjúklinga og göngudeild fyrir of-
næmissjúklinga, sú eina á landinu.
Einnig fer fram á Vífilsstöðum
greining og meðferð öndunartrufl-
ana í svefni.
Saga Vífilsstaða í 90 ár er vörð-
uð mörgum viðburðum og merk-
um. Til dæmis var Samband ís-
lenskra berklasjúklinga stofnað
þar en SÍBS kom upp vinnuheimil-
inu á Reykjalundi. Helsti hvata-
maður að því var Oddur Ólafsson
en hann var um tíma aðstoðar-
læknir á Vífilsstöðum.
Bjartahlíð - Mosfellsbæ
Glæsileg fullfrágengin húseign
Vorum að fá í einkasölu glæsil.
fullfrág. 185 fm einbýli á mjög
góðum stað m. innb. rúmg. bíl-
skúr. 4 svefnherb. Vandaðar
innrétt. Parket. Góð timburver-
önd með heitum nuddpotti.
Vandaður frág. Áhv. 2 millj.
Verð 21,6 millj.
Fasteignasalan Valhöll, sími 588 4477
Opið í dag frá kl. 12-14