Morgunblaðið - 17.11.2000, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 59*»
Kaupskylda og kauprétt-
ur sveitarfélaga á félags-
legu íbúðarhúsnæði
Vírus og .
uppgjöf
UNDANFARIÐ hefur nokkuð
verið deilt um rétt eigenda félags-
legra eignaríbúða til þess að ráð-
stafa eign sinni með
sölu á almennum
markaði. Hafnarfjarð-
arbær hefur með sér-
stakri ákvörðun heim-
ilað eigendum félags-
legra íbúða innan
sveitarfélagsins að
ráðstafa eign sinni án
kvaða. Telur sveitar-
félagið að heimilt sé
að aflétta kvöð um
forkaupsrétt á grund-
velli þess að heimilt sé
samkvæmt núgildandi
lögum að stytta tíma-
lengd forkaupsréttar
sveitarfélaga. Ymsir
hafa mótmælt þessari
ákvörðun sveitarfé-
lagsins. Á það hefur verið bent að
eigendur félagslegs íbúðarhúsnæð-
is hafi notið ákveðinnar fyrir-
greiðslu frá viðkomandi sveitarfé-
lagi, niðurgreiðslu vaxta, og það
væri því í beinni andstöðu við upp-
byggingu kerfisins og tilgangi laga
um félagslegt húsnæði að heimila
frjálsa sölu. Jafnframt hefur verið
bent á að ákvæði um kaupskyldu
sveitarfélagsins sé í fullu gildi skv.
núgildandi lögum. I því sambandi
hefur sveitarfélagið bent á að
Ibúðalánasjóður muni ekki verða
fyrir neinu tjóni af þessum sökum
þar sem íbúðarkaupandi greiði
hærri vexti í „frjálsa kerfinu" en
hinu „kvaðabundna" og vaxtamun-
urinn greiði upp hið ímyndaða tap.
Jafnframt hefur komið fram það
sjónarmið gegn frjálsri sölu að
samkvæmt lögum eigi hagnaður af
innlausn eignar að renna í sérstak-
an sjóð sem eigi að bæta upp tap
sveitarfélaga á rekstri félagslega
íbúðarkerfisins. Nú verður ekki
séð að lögin um húsnæðismál taki
beinlínis fram að hagnaður af sölu
sveitarfélagsins á innleystum eign-
um renni í þennan varasjóð. Á hinn
bóginn er mælt fyrir um að tiltek-
inn hundraðshluti viðbótarlána
skuli renna í sjóðinn, sbr. 1. mgr.
45. gr. laga nr. 44/1998 um hús-
næðismál.
I lögunum um húsnæðismál eru
ákvæði um heimildir eigenda til
sölu eigna sinna, sbr. bráðabirgða-
ákvæði IV við lögin:
„IV. Sala og ráðstöfun eignar-
íbúða.
Eftir gildistöku laga þessara
getur eigandi félagslegrar eignar-
íbúðar hvenær sem er, að virtum
ákvæðum um forkaupsrétt sveitar-
félaga, selt íbúð sína á almennum
markaði, greiði hann upp skuld við
framkvæmdaraðila og lán sem veitt
hafa verið af Byggingarsjóði
verkamanna. Forkaupsréttur
sveitarfélaga skal aldrei vera
lengri en 30 ár frá útgáfu síðasta
afsals íbúðar. Sveitarstjórn er
heimilt að stytta þann tíma hvenær
sem er.“
Þegar ofangreint bráðabirgða-
ákvæði er skoðað er ljóst að skv.
efni sínu mælir það fyrir um óskor-
aða heimild eiganda til þess að ráð-
stafa eign sinni einungis að virtum
ákvæðum sveitarfélagsins um
forkaupsrétt. Bæjarstjóri Hafnar-
fjarðar, Magnús Gunnarsson, lét
hafa eftir sér í Morgunblaðinu 21.
október sl. að greinin bæri með sér
að ekki skuli tekið tillit til kaup-
skyldu sveitarfélagsins. Væri
kaupskyldan skilyrðislaus hefði
ákvæðið í reynd litla þýðingu.
Gunnar Bragi Sveinsson, formaður
stjórnar Varasjóðs viðbótarlána,
mótmælti þessari túlkun í grein í
Morgunblaðinu 31. október sl. Tel-
ur hann að kaupskyldu beri sveit-
arfélagi skilyrðislaust að neyta.
Innlausnarskylda sveitarfélags-
ins er kvöð á framkvæmdaraðila
sem skýrð er þröngt sbr. dóm
Hæstaréttar sem kveðinn var upp
9. nóvember 2000, mál nr. 195/
2000.
Málavextir voru
þeir í stuttu máli að
rétthafar kaupleiguí-
búðar kröfðust inn-
lausnar hennar á
grundvelli kvaðar um
kaupskyldu. Kom
krafan fram eftir 5 ára
timamörk sem áskilin
voru en þau höfðu ver-
ið stytt með laga-
breytingu. Voru fram-
kvæmdaraðilinn og
sveitarfélagið sýknuð
af kröfu um innlausn.
Var innlausnarskyld-
an skýrð þröngt gagn-
vart sveitarfélaginu.
Var lagabreytingin
talin gild enda þótt hún hafi haft
réttaráhrif með afturvirkum hætti.
Bæði hugtökin forkaupsréttur
íbúðalán
Sé fylgt sjónarmiði
Hæstiréttar, þ.e. að
túlka kvaðir þröngt og
höfð hliðsjón af því allan
vafa um gildi lagaheim-
ilda stjórnvalda fyrir
kvöðum sem lagðar eru
á eignarréttindi skuli
túlka borgurunum í hag,
segir Magntis Ingi Erl-
ingsson, þá er enginn
innlausnarréttur/kaup-
réttur fyrir hendi skv.
núgildandi lögum.
og kaupskylda eru nefnd í lögum
um félagslegt íbúðarhúsnæði en
þau eru ekki skilgreind sérstak-
lega. Forkaupsréttur er réttur
forkaupsréttarhafa til þess að
kaupa eign þá sem forkaupsrétti er
háð með sömu skilmálum og eig-
andinn hefur komist að með kaup-
samningi við annan mann. Ekki er
mér vitanlega til viðurkennd skil-
greining á orðinu kaupskylda en í
eldri ákvæðum sem halda gildi sínu
er ýmist talað um kaupskyldu eða
innlausn. Vaknar þá spurningin
hvort það sé skylt í öllum tilvikum
að kaupa eign eða er það einungis
skylt þegar aðili fer fram á það? í
dómi Hæstaréttar, sem vísað var
til fyrr, er talað um innlausnar-
skyldu, þ.e. rétt eiganda til þess að
fá eignarhlut sinn innleystan. Orð-
ið innlausnarréttur er oft notað í
sömu merkingu og kaupréttur en
Green Tea
Til grenningar
Fæst í apótekum M
það er á hinn bóginn ekki notað í
lögum um húsnæðismál. Kauprétt-
ur eða innlausnarréttur er í eðli
sínu kvöð gagnvart eiganda íbúðar.
I því felst réttur sveitarfélagsins til
þess að kaupa eign eiganda og
bann við því að selja eignina þriðja
aðila. Sé fylgt sjónarmiði Hæsta-
réttar þ.e. að túlka kvaðir þröngt
og höfð hliðsjón af því allan vafa
um gildi lagaheimilda stjórnvalda
fyrir kvöðum sem lagðar eru á
eignarréttindi skuli túlka borgur-
unum í hag þá er enginn innlausn-
arréttur/kaupréttur fyrir hendi
skv. núgildandi lögum. Þá skýi'ingu
styður að ákvæði um útreikning á
söluverði eigna hafa verið felld úr
gildi. Ein af grundvallarforsendum
þess að eigendur félagslegra eign-
aríbúða í tíð eldra kerfis óskuðu
innlausnar eigna sinna var sú að
það veitti þeim rétt til þess að
kaupa aðra eign í staðinn innan
kerfisins þar sem kaupverðið var
ákveðið með svipuðum hætti og
innlausnarverðið.
Gildi kvaðar á eignarréttindi
borgaranna verður að byggjast á
skýrri lagaheimild þar sem réttind-
in eru varin af eignarréttarákvæði
72. gr. stjórnarskrárinnar og
Mannréttindasáttmála Evrópu sem
lagagildi hefur hér á landi. Það fel-
ur í sér að eigandi eignaríbúðar í
félagslega kerfinu, sem háð er
ákvæðum um forkaupsrétt og
kaupskyldu, geti gert tvennt:
1. Hann getur boðið hana til sölu
og síðar boðið handhafa forkaups-
réttarins - sveitarfélaginu að
ganga inn í hæsta boð. Hafni sveit-
arfélagið forkaupsrétti ber viðkom-
andi eiganda að greiða upp áhvfl-
andi lán sem veitt voru við kaup
íbúðarinnar, selji hann eignina.
2. Hann getur krafist þess innan
gildistíma kaupskyldu að sveitarfé-
lagið leysi til sín íbúðina.
Það að ekki sé minnst á kaup-
skyldu sveitarfélagsins í títtnefndu
bráðabirgðaákvæði sem fjallar um
kvaðir á eignarréttindi eiganda á
sér því eðlilega skýringu að mínu
mati. Það hefur ekki verið ætlan
löggjafans að sveitarfélögin ættu
kauprétt á íbúðum sem boðnar
væru til sölu á almennum markaði
heldur einungis forkaupsrétt. Tel
ég að tilgangur löggjafans hafi ein-
ungis verið sá að viðhalda inn-
lausnarskyldu sveitarfélaga. Þess
vegna er ekki á hana minnst í
ákvæðinu sem fjallar með tæmandi
hætti um þær kvaðir sem lagðar
eru á eiganda við sölu eignar sinn-
ar.
Höfundur er héraðsdómslögmaður.
EVRÓPUUMRÆÐAN hefur
gengið í bylgjum síðustu mánuði ef
marka má þau opinberu ummæli
sem ýmsir hafa við-
haft. Ymist hefur hún
verið „á dagskrá“ eða
„ekki á dagskrá", hún
er ýmist „tímabær“
eða „ótímabær" og því
hefur jafnvel verið
haldið fram að með
umræðunni séu menn
„að uppgefast á því að
vera Islendingar“, eins
og forseti Alþingis
hélt fram í sjónvarps-
viðtali á dögunum eða
„sýktir af vírus“ eins
og ónefndur ráðherra
Framsóknarflokksins
hélt fram í sumar.
Nei, umræðan er á
dagskrá og hún er
tímabær og hún fjallar um framtíð
þeirra sem byggja þetta land. Um-
ræðan felur í sér möguleika á
Evrópuumræðan
Evrópuumræðan er
opin, segir Einar
Skúlason, og hún er
í fullum gangi.
nýrri sókn, nýjum tækifærum og
nýjum sjóndeildarhring. Og af
hverju vilja menn ekki taka þátt í
því? Mér hugnast a.m.k. ekki sú
leið sem farin var í Svíþjóð, sem í
stuttu máli fól í sér: „Nei (ekki á
dagskrá), nei (ekki á dagskrá), já
(kýlum á það)“. Stundum sækir að
mannf' sá grunur að sumir ráða-
menn í Sjálfstæðisflokknum renni
hýru auga til sænsku leiðarinnar,
opinská umræða hefur oftar en
ekki farið fyrir brjóstið á íhaldsöfl-
unum.
Evrópunefnd
Framsóknarflokksins
Hvað sem öðru líður þá er
Evrópuumræðan í fullum gangi
hjá ungum framsóknarmönnum og
Framsóknarflokknum. Hin marg-
umtalaða 50 manna Evrópunefnd
flokksins er að störfum, bæði í
formi hefðbundinna funda og með
lokaðri spjallrás á Netinu. Reynd-
ar vil ég upplýsa aðila að gefnu til-
efni að talan 50 er ekki rétt, nær
lagi væri að tala um 85 meðlimi.
Mér sýnist sem svo að þeir hafi
fengið inngöngu í nefndina sem
það vildu nema að ákvörðun var
tekin um að ráðherrar hefðu ekki
rétt til setu, aðrar takmarkanir
hafa ekki verið settar. Þarna fer
því fram opin og lýðræðisleg um-
ræða sem stjórnast af
fjölbreytilegum sjón-
armiðum. Þetta er
ekki sérfræðingahóp-iy*>
ur heldur áhugafólk
sem vill verða upp-
lýstara um helstu
spurningar sem snúa
að framtíðarhags-
munum íslendinga í
samskiptum við aðrar
þjóðir. Hvort nefndin
svarar spurningunni
um aðildarumsókn að
ESB játandi eða neit-
andi á enn eftir að
koma í ljós en svo
einfaldar verða vænt-
anlega niðurstöðurnar
aldrei. Það verða
margir fyrirvarar við hverja niður-
stöðu, það er líka eðlilegt enda erx~
þetta eitt stærsta hagsmunamáí
þjóðarinnar.
fsland og ESB -
eigum við samleið?
Laugardaginn 18. nóvember
heldur SUF opna ráðstefnu um
Evrópumál með yfirskiftinni: „ís-
land og ESB - eigum við samleið?"
Ráðstefnan stendur frá kl. 13-16 í
húsnæði Framsóknarflokksins að
Hverfisgötu 33. Framsögumenn
verða Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra, dr. Baldur ÞórhallssonJII
lektor við Háskóla Islands, Ingólf-
ur Bender, hagfræðingur frá ís-
landsbanka-FBA, Úlfar Hauksson
stjórnmálafræðingur og Drífa
Hjartardóttir alþingismaður. Að
loknum framsögum taka fram-
sögumenn þátt í pallborði og svara
spurningum úr sal. Boðið verður
upp á léttar veitingar og er allt
áhugafólk um opna Evrópuum-
ræðu hvatt til að mæta.
Opin umræða
Evrópuumræðan er opin og hún
er í fullum gangi. Hver ábyrgur
gerandi í stjórnmálum hlýtur að
taka þátt þar sem um mikið hags-
munamál er að ræða fyrir íslenska^
þjóð. Sá sem tekur þátt í opinská-
um umræðum um þessi mál er
ekki sýktur af einhvers konar vír-
us eða er að gefast upp á því að
tilheyra þjóðinni. Hann er bara að
leita að leiðum til að fjölga tæki-
færum, víkka sjóndeildarhringinn
og uppgötva ný sóknarfæri. I því
er vírusinn og uppgjöfin fólgin.
Höfundur er formaður Sambands
ungra framsóknarmanna.
Þegarþig vantar far...
fimm, átta, átta
fimm, fimm
tveir. tveir
5 88 55 22
Magnús Ingi
Erlingsson
Einar
Skúlason