Morgunblaðið - 17.11.2000, Síða 84

Morgunblaðið - 17.11.2000, Síða 84
MORG VNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍM15691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3010, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1 FOSTUDAGUR 17. NOVEMBER 2000 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Þorkell Talið er að 500 manns hafí tekið þátt í friðarstund í minningu Einars Arnar Birgissonar við tjörnina í Kópavogi í gær. Viðskiptafélagi Einars Arnar Birgissonar játar að hafa orðið honum að bana Banamein talið vera þungt höfuðhögg LÍK Einars Arnar Birgissonar, sem leitað hefur verið í rúma viku, fannst í hraunsprungu vestan Grindavíkur- vegar í fyrrinótt. Atli Helgason, 33 ára gamall viðskiptafélagi Einars, hefur játað að hafa orðið honum að bana að morgni miðvikudagsins 8. "Uvember sl. Samkvæmt áreiðanleg- um heimildum blaðsins var bana- mein Einars þungt höfuðhögg sem veitt var með einhverskonar áhaldi. Samkvæmt heimildum blaðsins var Einari ráðinn bani í Oskjuhlíðinni. Atli Helgason játaði á sig verknaðinn við yfirheyrslur í fyrrakvöld. Hann vísaði lögreglu á staðinn þar sem Einar fannst. Atli var í gær úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 15. desem- ber næstkomandi. Aðstandendur Einars Arnar boð- uðu í gær til friðarstundar við tjömina í Kópavogi. Talið er að um 500 manns hafi þar minnst Einars, jafnt aðstandendur og vinir sem ókunnir. Kveikt var á kyndlum og kertum fleytt á tjöminni. Séra Iris Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Hjallakirkju, flutti stutt ávarp og fór með bæn. Aðstandendur Einars sendu í gær frá sér kveðju þar sem öllum þeim sem tóku þátt í leitinni að Einari Erni er þakkaður stuðningur- inn. Rannsókn lögreglunnar í Kópa- vogi á málsatvikum heldur áfram en hún hefur notið aðstoðar Ríkislög- reglustj óraembættisins. Samkvæmt heimildum blaðsins beindist gmnur fljótlega að Atla Helgasyni. Hann sagði að þeir Einar hefðu ekki hist daginn sem Einar hvarf. Gögn lögreglu gáfu hinsvegar annað til kynna. Samkvæmt heimild- armanni blaðsins var farið að fylgj- ast með ferðum Atla skömmu eftir að Einar hvarf. Rannsókn lögreglu leiddi síðan til þess að Atli var hand- tekinn á heimili sínu sl. þriðjudag. Húsleit var jafnframt gerð á heimili hans og vinnustað. A heimili hans í Kópavogi fannst blóðugur fatnaður. Blóð hafði einnig fundist í bifreið Einars sem kom í leitimar næstum sólarhring eftir hvarf hans. ■ Úrskurðaður/6 Sekt margfaldaðist í dómskerfinu HÆSTIRETTUR dæmdi í gær mann á Austurlandi til að greiða 4.000 kr. sekt fyrir að hafa ekið á 109 km hraða þar sem hámarks- hraði var 90 km á klst. Hraði bílsins var mældur með ratsjá en maðurinn taldi sig hafa ekið á 70-80 km hraða á klukku- stund og neitaði að ljúka málinu með greiðslu sektar og fór með málið í gegnum tvö dómstig. Manninum var gert að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti og í héraði, 120 þúsund krónur. Tillögur dómsmála- ráðherra vegna fíkniefnavandans Framlög aukin og refsingar þyngdar DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur lagt til við fjármálaráð- herra að lögreglumönnum og fíkniefnaleitarhundum verði fjölgað og settur verði á fót sjóður til að kosta sérstakar rannsóknir sem ekki rúmast innan venjulegrar starfsemi lögreglunnar. Umræður urðu utan dag- skrár á Alþingi í gær um ein- angrunarvistun fanga og fjár- skort fíkniefnalögreglunnar, að frumkvæði Margrétar Frí- mannsdóttur, þingmanns Sam- fylkingar. Við umræðuna sagði Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra að ísland færi því miður ekki varhluta af þeirri óhugn- anlegu þróun sem orðið hefði í nágrannaríkjunum og lýsti sér í auknu smygli fíkniefna og mjög alvarlegum brotum. „Ég tel því fulla ástæðu til þess að lýsa því hér yfir að ég hef nú þegar lagt fram tillögu til fjár- málaráðherra um verulega aukningu fjárframlaga til þessa málaflokks. Tillögu sem miðast að fjölgun lögreglu- manna, fjölgun fíkniefnaleitar- hunda og um sérstakan sjóð til að kosta umfangsmiklar rann- sóknir sem ekki rúmast innan venjubundins rekstrar lög- reglunnar. Verður unnið að út- færslu þessara tillagna í ríkis- stjórninni á næstunni,“ sagði ráðherra. Það kom einnig fram hjá Sólveigu að hún myndi innan skamms leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um þynging- ai' refsinga fyrir fíkniefnabrot. ■ Leggur til/10 * Halldór Björnsson var kjörinn varaforseti ASI Samkomulag um kosn- ingar eftir mikil átök SAMKOMULAG náðist eftir mikil átök um kjör varaforseta og mið- stjómar á lokadegi þings Alþýðu- sambandsins í gær. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreina- sambandsins, var kjörinn varaforseti ASÍ og tillögur kjömefndar um 13 fulltrúa í miðstjórn vora samþykktar í atkvæðagreiðslu á þinginu. Margir þingfulltrúar, sem rætt var við, sögðu að um málamiðlun væri að ræða á milli félaga og fylk- inga um skipan forystusveitarinnar fram að ársfundi ASÍ, sem halda á í maí á næsta ári. Forystumenn landssambanda, stærstu aðildarfé- laganna og nokkurra verkalýðsfé- laga af landsbyggðinni fengu sæti í miðstjóminni, að Rafiðnaðarsam- bandinu (RSÍ) frátöldu, en Guð; mundur Gunnarsson, formaður RSI lýsti yfir á þinginu í gær að hann hefði ákveðið að taka ekki sæti í mið- stjóm. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði eftir þingið að öllum væri ljóst að allmikil átök hefðu orðið á þinginu en það breytti ekki því að mönnum hefði tekist að lenda málum í ágætri sátt. Þing ASÍ samþykkti í gær ályktun með 189 atkvæðum gegn 110 þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við baráttu kennara fyrir bættum kjör- um. Miklar umræður urðu um álykt- unina og lýsti Grétar Þorsteinsson því yfir að hann treysti sér ekki til að samþykkja tillöguna óbreytta. Vora mjög skiptar skoðanir um hvort túlka bæri tillöguna sem stuðning við kjarakröfur framhaldsskóla- kennara eða eingöngu sem stuðning við baráttu þeirra. Grétar sagði í samtali við Morgun- blaðið að gerðir hefðu verið samn- ingar á almennum vinnumarkaði til langs tíma fyrr á þessu ári og í þeim væri að finna tryggingarákvæði vegna verðbólgu og að samningarnir gætu komið til endurskoðunar ef aðrir semdu um annað og meira. „Ef það reynast forsendur fyrir launa- stefnu sem býður upp á mun meiri launahækkanir er bara eðlilegt að fólk fái tækifæri til þess að endur- skoða þessa samninga. Kennarai' eiga samúð mína eins og margir aðr- ir sem eiga eftir að semja en það era auðvitað fleiri en kennarar, með fullri virðingu fyrir þeim, sem búa ekki við of góðan hlut. Kennarar era örugglega ekki ofsælir af sínum hlut. Þingið tók sína ákvörðun og sam- þykkti tillöguna og ég auðvitað virði það,“ sagði hann. ■ Málamiðlun/11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.