Alþýðublaðið - 12.05.1959, Page 1

Alþýðublaðið - 12.05.1959, Page 1
EMIL JÓNSSON for- sætisráðherra las á fundi sameinaðs þings í gær forsetabréf um að alþingi skuli rofið frá og með 28. júní í sumar og kosning- ar til alþingis fara fram þann dag, sem er síðasti sunnudagur í júnímán- uði. Alþingi, sem nú sit- ur, verður slitið, er það hefur lokið störfum, og sennilega í þessari viku. Forsetabréfið, sem forsætis- ráðherra las á alþingi í gær um þingrof og almiennar kosningar til alþingis 28. júní í sumar, er svohljóðandi: „Forseti íslands gjörir kunn- ugt: Þar eð alþingi, 79. löggjaf- arþing, hefur samþykkt frum- varp til stjórnskipunarlaga um breyting á stjórnarskrá lýðveld isins íslands 17. júní 1944, ber samkvæmt 79. gr. stjórnarskrár innar að rjúfa alþingi og stofna til almennra kosninga. Sam- kvæmt þessu er alþingi hér með rofið frá og með 28. júní 1959. Jafnframt ákveð ég, að almenn- ar kosningar til alþingis skuli fara fram þann dag, sunnudag- inn 28. júní 1959. Alþingi, er nú situr, mun verða slitið, er það hefur lokið stÖrfum. Gjört í Reykjavík, 11. máí 1959. Ásg. Ásgeirsson. Emil Jónsson.“ tWMMMUMMMMMMMWWM 1 RæðaPéfurs i! FRÁSÖGN af ræðu Péturs Péturssonar við eldhúsumræð- urnar í gærkvöldi er á 3. síðu. í gær var lokadagur. Benóný; Friðriksson („Binni í gröf“) varð ennþá einu sinni afla- kóngur. Hér er spáný mynd ítf þessum annálað'a fisk'j- manni og skipshöfn hans. ; RÉTT FYRIR klukkan 24 í fyrrinótt var tilkynnt til lög- reglunnar, að stúlka teldi sig hafa orðið fyrir árás, og lægi hún nú á götunni í Knoxbúð- um. Lögreglan fór þegar á stað- inn. Það stóð heima. Þar lá kornung stúlka á götunni, og þegar lögreglan fór að athuga þetta nánar, kom í ljós, að stúlk an var sofandi. Þegar lögreglan vakti hana virtist hún vera drukkin eða undir annarlegum áhrifum. Stúlkan var flutt á slysavarðstofuna og kom þá x ljós, að hún var undir áhrifum eiturlyfja. Hafði hún verið í gleðskap með bandarískum her- mönnum í húsi í Knoxbúðum og neytt eiturlyfjanna þar, að eigin sögn. 40. árg. — Þriðjudagur 12. maí 1959 — 103. tbl. einungis háðung r. BRETAR verða að gera sér ljóst, að fiskveiðideilan við ísland er þeim töpuð og því fyrr, sem þeir átta sig á því, að taugastríðið er vonlaust, því betra fyrir þá sjálfa, sagði Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra í eldhúsumræð- unum á alþingi í gærkveldi. í fiskveiðideilunni 1952 sýndu Bretar íslendingum hinn mesta fantaskap og hörku, hélt Guðmundur áfram. Þeir hugðust svelta ís lendinga til undanhalds. Bretar höfðu af þessu mikla smán og þeir áttu eftir að sjá eftir kúgunartilraunum sínum. Fögnuðu Bretar því, þegar þeir gátu losnað við sitt eigið löndunarbann. Guðmundnr f. Guðmundsson STÚLKA FYRIR BIFREIÐ. Skömmu eftir að þessi at- burður gerðist, var tilkynnt til lögreglunnar, að stúlka hefði orðið fyrir bifreið á gatnamót- um Hofsvallagötu og Ásvalla- götu. Lögreglan fór þegar á staðinn. Fannst lögreglumönn- unum einnig, að þessi stúlka væri undir annarlegum áhrif- um. Framhald á 11. síðu. Fram vann Þrétf 4:1 SJÖTTI leikúr Reykjavíkur- mótsins í knattspyrnu fór fram í gærkvöldi. — Fram lék við Þrótt og vann 4:1. GUÐMUNDUR í. GUÐMUNDSSON utanríkis- og fjár- málaráðfaerra flutti ýtarlegt og glöggt yfirlit yfir gang efna- hagsmálanna í eldhúsumræðunum í gærkvöldi. Alþýðublaðið mun birta ræðuna í heild síðar, en vekur hér athygli á nokkrum einstökum atriðum úr henni: Nú beita Bretar okkur enn ofbeldi og kúgun. Sem fyrr hljóta þeir af þessu háðung, og endirinn verðúr áreiðanlega sá, að þeir eiga eftir að verða þeirri stund fegnastir, er þeir laumast bmt með vígdreka sína og togara úr íslenzkri land- helgi. íslendingar verða að gera sér grein fyrir því, að þeir hafa þegar sigrað í siálfri fiskveiði- deilunni og Bretar eru að bíða ósigur í því taugastríði, sem vanstilltir brezkir togaraeig- endur hafa stofnað til. Guðmundur í. sagði, að rík- isstjórnin legði nú höfuðá- herzlu á að undirbúa hina vænt anlegu ráðstefnu um landhelg- ismál í Genf 1960. Allir flokk- Framhald á 2. siðu. (HWMMMMMWWMWMMMMWHWWMMiWMMMMmMMWWMIWMMMWMMMMW FYRIRSPURN TIL L06REGLUSTJ0RÁ 1. Taldi lögreglan sig hafa ástæðu til að ætla, að á- kveðinn maður, sem Al- þýðublaðið getur nafn- greint, hefði verið ölvað- ur við akstur síðastliðinn miðvikudag? 2. Var ástæðan sú, að nefnd ur maður hafði lent í á- rekstri og forðað sér af staðnum með brögðum? 3. Hófu lögregluþjónar leit að manninum og settu m. a. vörð við bíl hans og heimili? 4. Var lögreglumönnunum, sem hér áttu hlut að máli, fyrirvaralaust skipað að hætta leitinni? 5. Var það fulítrúi yðar, sem blaðið getur líka nafn- greint, sem gaf þessa skip- un? *■ 6. Hver var ástæðan? MMMMMMMMMIMMIMMMMMMMMMMtM^iMMMMMMIMMMMMIMMWMMMMMMMMV

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.