Alþýðublaðið - 30.06.1959, Page 4

Alþýðublaðið - 30.06.1959, Page 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Grön- dal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Full- trúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Aug- lýsingasími; 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Al- þýðuhúsið. 'Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisg. 8—10. Úrslit kosninganna HEILDARÚRSLIT alþingiskosninganna á sunnudag virðast hafa orðið þau, að Sjálfstæðis- flokkurinn fái 20 þingmenn, Framsóknarflokkur- inn 19, Alþýðuflokkurinn 6 og Alþýðubandalagið 7. í einstökum kjördæmum hafa þetta orðið tví- sýnustu kosningar um langt áraskeið. Má benda á í því sambandi, að fjórir hinna nýkjörnu þing- manna eiga landslistaatkvæðum kosningu sína áð þakka. Svo mjótt hefur orðið á mununum. Megineinkenni kosningaúrslitanna er tví- mælalaust fylgishrun Alþýðubandalagsins. Það hefur nær hvarvetna tapað atkvæðum, og báðir ráðherrar þess í fyrrverandi ríkisstjórn féllu í kjördæmum sínum. Leikur naumast vafi á, að. ævintýri Alþýðubandalagsins sé úr sögunni. Að- staða þess er nú svipuð og Sósíalistaflokksins áð- ur en Hannibal Valdimarsson og félgar hans réð- ust þangað til vistar. Kommúnismans hér bíða þannig sömu örlög og í öðrum Vesturlöndum. Alþýðuflokkurinn getur vel við unað. Hann vann mikinn kosningasigur í Reykjavík, þar sem hann bætti við sig 1841 atkvæði frá síðustu bæjarstjórnarkosningum, og í Hafnar- firði átti hann öruggu fylgi að fagna, þó að Emil Jónsson yrði þar ekki kjördæmakosinn vegna fylgistaps Alþýðubandalagsins og Framsóknar- flokksins til Sjálfstæðisflokksins. Var þar ber- sýnilega um að ræða þá viðleitni kommúnista og sumra Framsóknarmanna að reyna að komá í veg fyrir, að Alþýðuflokkurinn fengi mann kosinn á þing. Reykvískir kjósendur komu drengilega í veg fyrir þá óheillaþróun í íslenzk- um stjórnmálum. Alþýðuflokkurinn hefur enn einu sinni sannað seiglu sína og sögulegt hlut- verk. Ýmsir töldu, að samvinna hans við Fram- sóknarflokkinn í kosningunum 1956 hefði ráðið úrslitum um setu fulltrúa hans þá á alþingi. Nú þarf ekki vitnanna við um þau efni. Alþýðuflokk urinn hefur unnið myndarlegan sigur í erfiðri aðstöðu. Og hann mun í framtíðinni njóta sín ólíkt hetur með bættu skipulagi og réttlátari kj ördæmaskipun. Deilan um kjördæmamálið hefur víða úti um land orðið eins konar einvígi milli Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins. Framsóknar- menn hafa í þeirri viðureign unnið fjögur ný þingsæti, en tapað tveimur. Athyglisvert er, að Framsóknarmönnum hefur vegnað betur í þeim kjördæmum, þar sem þeir áttu ekki þingmenn fyrir, en á sumum hinum stöðunum. Mun þar fremur hafa gætt kapps og skipulagningar en andúðar kjósenda dreifbýlisins á kjördæmabreyt- ingunni. Hún hefur hins vegar hjálpað Framsókn- arflokknum til aukinna áhrifa í þéttbýlinu, þó að þau úrslit komi undanlega fyrir sjónir. En lausn kjördæmamálsins er tryggð. Fram- sóknarflokkurinn hefur því fyrir sitt leyti tapað þessum sögulegu kosningum. BYLTINGUNNI í írak er ekki lokið. Hún hófst 14. júlí í fyrra og er því brátt liðið eitt ár síðan og ástandið í landinu er enn slíkt, að stapp- ar nærri hernaðarástandi. Annars eru atburðirnir í írak sláandi dæmi um aðferðir kom múnista í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs um þess- ar mundir. Núverandi forsætisráðherra íraks, Kassem offursti, stjórn- aði byltingunni ásamt félaga sínum, Aref offursta, sem nú situr í fangelsi í Bagdad. Ætl- un þeirra félaga var fyrst og fremst að losa landið við kon- unginn og þáverandi forsætis- ráðherra, sem báðir voru hlynntir samstarfi við vest- ræn ríki. En strax í upphafi varð ekki séð, hver græddi mest á konungsmorðinu. En byltingin varð til þess að leysa ýmis ölf úr læðingi, sem Mas- sem má nú berjast við harðri baráttu. Stefna Kassems og annarra þjóðernissinnaðra her foringja var að taka upp nán- ara samstarf við Nasser. En fáum mánuðum eftir uppreisn ina neyddist Kassem til að fangelsa Aref vin sinn. Stuðn ingur kommúnista varð ekki borgaður með öðru. Kommúnistar hafa lært bylt ingartækni í Moskvu. Þeir réðu yfir götunum í Bagdad í krafti múgs, sem lét kaupa sig til hvers sem var. Á þeim tólf mánuðum, sem liðnir eru síðan byltingin hófst, hafa unaá bðð um öxlum kommúnistar í írak komið margs konar fjöldahreyfing- um á laggirnar. Þeir hafa ekki einungis náð öreigalýð borg- anna á sitt vald, heldur einn- ig fátækum bændum, sem eru skipulagðir á kommúnistiska vísu. Nú krefjast kommúnist- ar þátttöku í ríkisstjórn og yrði þess þá stutt að bíða að þær næðu yfirráðum yfir hern um, en hann er eina vörnin gegn yfirgangi þeirra enn sem komið er. Að vísu verður að fara var- lega í að trúa öllu, sem Kairó- útvarpið segir um ástandið í BELA K0VACS LATINN 22. JÚNÍ síðastliðinn lézt Bela Kovacs á sjúkrahúsi í Ungverjalandi að því er út- varpið í Búkarest segir. Hann varð 55 ára að aldri. í augum frelsisunnandi Ungverja heima og heiman er Bela Kovacs tákn andstöðunn- ar gegn ógnarvaldi kommún- ista í landinu, og áhrifum Sov- étríkjanna í innanríkismálum. Bela Kovacs var áður fyrr formaður smábændaflokksins í Ungverjalandi, — stærsta' flokks landsins áður en kom- múnistar hrifsuðu völdin. Hann var ráðherra í hinni skammlífu stjórn Imre Nagy haustið 1956 og átti smábænda flokkurinn stærstan þátt í að Nagy tókst að hamla gegn kommúnistum, þótt í stuttan tíma yrði. Þegar Rússar höfðu bælt uppreisnina í Ungverja- landi niður dró Bela Kovacs sig í hlé. En 1957 reyndi Kad- ar að fá Kovais til að koma í stjórn sína. en hann neitaði. Kovais hafði traust þjóðar- innar og það vakti almenna undrun, er hann var í kjöri á lista kommúnista í síðustu kosningum í Ungverjalandi. Talið er, að hánn hafj orðið að láta undan þvingunum kommúnista í því máli. í febr- úar síðastliðnum kom svo hin venjulega „játning“ frá hans hendi og hvatning til þjóðar- innar um að styðja hina kom- múnistísku stjórn. Fréttaritur- um vestrænna blaða hefur ekki verið leyft að tala við Bela Kovacg s.l. þrjú ár. Þegar Kovacs tók upp bar- áttuna fyrir frelsi Ungverja árið 1956 var hann sárveikur maður eftir níu ára dvöl í fangabúðum Rússa í Síberíu. Rússar hantóku hann 1947 og ákærðu hann fyrir njósnir. Þessi réttarhöld fóru fram eins og venja er austan tjalds. Margar „játningar“ voru gerð ar og af þeim leiddi að Ferenc Nagy, annar frammámaður smábændaflokksins, þáver- Framhald á 10. síðu. írak, en vafalaust er eitthvað til í þeim orðrómi, sem geng- ur í Kairó um, að Kassem hafi sjálfur hreinsað burt. ýmiss kommúnistisk öfl í hernum og víst er, að hann „hreins- aði“ einkaritara sinn, sem unn ið hafði að undirróðursstarf- semi í véladeildum hersins. Allt útlit er fyrir, að maður þessi hafi reynt að efna til byltingar gegn Kassem. Undanfarna mánuði hefur Kassem reynt að losna undan áhrifavaldi kommúnista. Hann hefur sífellt neitað að taka kommúnista í ríkisstjórn ina og auk þess neytt þá til að leysa upp flokk þjóðlegra lýðræðissinna, sem eru gervi- flokkur kommúnista. Einnig hefur Kassem reynt að hamla gegn valdi fjöldahreyfinga kommúnista og nú síðast hef- ur hann harðlega varað við pólitískri starfsemi innan hers ins. Og vopnakaup hans í Englandi þykja benda til, að hann hyggist verjast kommún istum með vopnum, ef þeir reyni að taka völdin með 1?lóð ugri byltingu. En afstaða Kassems er ekki auðveld. Erfiðir vinir eru ætíð hættulegri en verstu fjand- menn, einkum ef vinirnir eru fjarstýrðir frá Moskvu, en Kremlherrarnir munu revna að steypa Kassem þeg,ar þeim þykir tími til kominn. Enn sem komið er, hefur Kassem tekizt að halda jafnvægi og bera kápuna á báðum öxlum, eða eins og egypzka blaðið A1 Akbar orðaði það nýlega: „Kl. 12 er Kassem vinur Rússa, upp úr þrjú er hann vinur Breta og um sólarlag er hann unnandi Bandaríkjamanna, — hann er eins og guðhræddur maður, sem biður bænir sínar á réttum tíma, en biður aldrei sama guðinn tvö skipti í röð.“ Þannig er maðurinn, sem einn daginn fær milljónalán í Rúss landi, en kaupir vopn í Bret- landi næsta dag, — fangi kom múnista, en reynir í örvænt- ingu að neita að viðurkenna þá staðreynd. Slík eru örlög margra þeirra, sem treysta kommúnistum. Þetta er ein kunnasta borg.n, við vötnin í sunnanverðum Alpa fjöllum, Stresa við Lago Maggiore. Staðurinn er annálaður fyrir fegurð, og auðvitað mitól ferðamannaborg. 4 30. júní 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.