Alþýðublaðið - 30.06.1959, Síða 10

Alþýðublaðið - 30.06.1959, Síða 10
! Gréiur og á Framhald af 5. síðu. Strandagrunni og út af Húna- flóa og Skagafirði. Út af Yestfjörðum var einn- ig átubelti um 15—30 mílur undan landi, og náði það suð- ur á móts við Snæfellsnes. Þetta átubelti út af Vestfjörð- um kom ekki fram við sýnis- hornatöku með lóðréttum háf, en hins vegar greinilega í átu- safnara, sem dregnir voru lá- rétt og verður þeirra nánar getið síðar í þessari greinar- gerð. Sunnan Snæfellsness var hins vegar lítil áta, öfugt við það, sem hefur fundizt fyrri ár á þessum tíma. Helzta ástæðan fyrir þessu litla átumagni á þessum tíma mun vera sú, hve sjórinn varð seint lagskiptur á úthafssvæð- inu- undan Vesturlandi, allt norður á móts við Vestfirði, en eins og kunnugt er, berst hluti Atlantshafssjávarins á þessu svæði norður fyrir land. Af þessu leiðir, að vetrará- stand hélzt lengur á þessu svæðisvæði en undanfarin ár og gróður því síðbúnari en svæði en undanfarin ár og gróður því síðbúnari en ella. Þetta hefur svo haft þau á- hrif á átuna, að hún hefur í fyrsta lagi þroskazt seinna en undanfarin ár, og í annan stað hefur átustofninn sjálfur sennilega aldrei náð mikilli stærð á þessum tíma sakir gróðurleysis. í þessum fyrri leiðangri Ægis voru eldri rauðátustig- in ásamt fullorðnum kvendýr- um yfirgnæfandi í sýnishorn- unum út af Vestfjörðum og allt norður að Strandagrunni. Á þessu svæði fundust einnig fullvaxin karldýr, en þau eru mun sjaldgæfari en kvendýr- in. Af þessu verðiir dregin sú ályktun, að frióf'gun og hrygn- ing hafi staðið yfir á þessum tíma, og nýr átustofn verið í uppsiglingu.“ ÁTAN EYKST. „ í seinni leiðangri Ægis, frá 6. til 25. júní voru fyrri athueanir endurteknar til að fá vfirlit yfir þá þróun. sem orðið hefði. f bessum leiðangri var safnað 120 átusýnishorn- um með sama hætti og fyrr greinir. Var bersýnilegt, að átustofninn ha.fði að töluverðu leytj náð sér síðan í fyrra mánuði. Út af Vesturlandi voru helztu átusvæðin út af Garðskaga og um 60 mílur út þaðan. og átubelti á svæðinu 15—30 mílur út af Vestfjörð- um. Fyrir utan þetta belti tók við mjög átusnauður sjór, en á mjóu svæði meðfram 200 metra dýptarlínunni var ann- að átubelti, sem náði allt frá Garðskaga og út að ís vestur af Vestfjörðum. Vestan þessa svæðis var aftur átusnauður sjór, en nokkru utan við 1000 metra dýptarlínuna eða um 110 mílur vestur af Snæfells- nesi var á ný komið í sæmi- legt átusvæði. Á Halanum og svæðinu þar í kring var einn- ig takmarkað átusvæði, sem náði þó ekki austur á Horn- banka. Vegna ísreks var ekki hægt að ganga úr skugga um, hvort þetta átusvæði á Halan- um stæði í sambandi við átu- beltin út af Vesturlandi. Undan Norðurlandi vestan- verðu varð strax allgott átu- svæði á Strandagrunni, og gekk það átusvæði til norð- austurs og varð nýtt átuhá- mark fyrir norðan Kolbeins- ey. Frá svæðinu 20—30 mílur norðan Kolbeinseyjar gengur átutunga til suðausturs inn Skjálfandadjúp og að Sléttu- grunni. Þetta átusvæði norð- anlands gengur þannig í boga frá Strandagrunni nörður fyr- ir Kolbeinsey og inn undir Sléttugrunn og inn Skjálfanda djúp. Fyrir sunnan þetta átu- svæði norðanlands, þ.e.a.s. í Húnaflóadjúpi, á Skagagrunni og Sporðgrunni, Skagafjarð- ardjúpi, Eyjafjarðarál og Grímseyjarsundi, er mjög átusnautt.“ RAUÐÁTA TIL VESTUR SVÆÐISINS. „Það er eftirtektarvert, að mjög lítil rauðátuhrygning fer nú fram norðanlands, og varð sjaldan vart fullorðinna kven- dýra þar. Meginrauðátuhrygn ingin fer nú fram undan norð- anverðum Vestfjörðum. Þar fer ný kynslóð rauðátu að vaxa upp, og mun hún senn berast með straumi inn á vest ursvæðið norðanlands og ná fullum þroska þar. Út af Horn banka og Strandagrunni er einnig ný kynslóð rauðátu í uppvexti. Þessi ungu dýr eru afkomendur hinna fullvöxnu dýra, sem fundúst á þessum og vestlægari slóðum í fyrri leiðangri, og áður er sagt írá. Þótt lítil áta sé nú á grunn- slóðum nórðanlands og aðeins mjög veruleg hrygning rauð- átu, mun hin unga kvnslóð, sem nú vex upp norðan Stranda brátt berast inn á vestursvæðið og verða að sæmilegum rauðátustofni á því svæði, ef hagstæð skilyrði verða fyrir hendi. Það er alkunna, að átan er ekki jafndreifð í sjónum, held ur safnast hún í átuflekki, oft við yfirborð, eða heldur sig á vissu dýptarlagi. Af þessum sökum er oft erfitt að gera sér rétta hugmvnd um útbreiðslu hennar með lóðréttum sýnis- hornatökum eingöngu. Lárétt ar sýnishornatökur með átu- safnara geta því gefið nokkuð aðra mynd af útbreiðslu át- unnar. I þessum tveim leið- öngrum hafa verið hafnar sámanburðartilraunir með lóðréttum og láréttum sýnis- hornatökum á átu. Vegna hinn ar ójöfnu dreifingar átunnar í sjónum, bæði lárétt og lóð- rétt, er hér um töluvert vanda mál að ræða; en það er von okkar að geta leyst það á við hlítandi hátt á næstunni. Nótf hinna ... Framhald af 5. síðu. sína. Hánn losaði sig um sama leyti við Strasser, en allir voru öflugir andstæðing ar hans. Nokkrum dögum síðar sagði Hitler: „í 24 klukkutíma var ég hæstirétt- ur Þýzkalands.“ Hindenburg færði honum þakkir fyrir af- rekið og kallaði hann „lausn- ara Þýzkalands“. Hitler var nú fastur í sessi. Og þegar Hindenburg lézt í ágúst 1934 sló Hitler saman embætti kanzlara og forseta og tók sjálfur við þessu sameinaða embætti. 90 af hundraði þjóð arinnar veitti honum traust í kosningum haustið 1934 og hann var einvaldur. .Þá fyrst gat hann snúið sér að endur- hervæðingunni og undirbún- ingi þeirra styrjalda, sem hann síðar háði. Tumastaðir í Fljótshlíð, plöntuuppeldisstöð Skógræktar ríkisins. ★ MENNTIR Söngleikur Leonard Bern- steins „West Side Story“ hef- ur átt geysimiklum vinsæld- um að fagna í London. Síðan „Oklahoma“ var sýnd í Lond- on eftir síðustu heimsstyrj- öld, hefur enginn söngleikur frá Broadway hlotið svo ein- róma lof gagnrýnenda þar. „Daily Express11 birti hálfa síðu um leikinn, og segir með al annars, að „þessi tilkomu- mikli söngleikur marki þátta- skil í leikhúsmálum11. Einnig fer „Daily Mail“ mjög lofsam- lpgum orðum um leikinn. Mest hrós fékk Jerome Rob- bins, sem sá um sviðsetningu og samdi dansana. Arthur Laurents samdi handritið og Stephen Sondheim söngvana. Leikurinn er í 15 atriðum, og leikendur voru þeir sömu og á Broadway, þar sem Chita Rivers, Ken Le Roy, Don Mc Kay oð Marlys Watters fóru með aðaihlutverkin. „West Side Story“ gerist meðal Puerto Ricabúa í ú+hverfi í vesturhluta New Yorkborgar, og söguhetjurnar eru ungir elskendur, Tony og María, sem eru þau Romeo og Júlía vorra daga. Leikritagagnrýnendur í Bandaríkjunum geta ekki nógsamlega lofað hið nýja leikrit Archibald McLeish, „J.B.“, sem þeir telja eitt af beztu nútímaleikritum, er sézt hafa í bandarískum leik- húsum. Leikrit þetta er nú sýnt í ANTA-leikhúsinu (Am- erican National Theatre and Academy) í New York. Brooks Atkinson, gagnrýnandi The New York Times, telur það eitt af minnisverðustu verk- um þessarar aldar, bæði hvað snerti hið ljóðræna og drama- tíska gildi þess ag andlegan boðskap — „og leikurinn er frábær“. Gagnrýnandi „The Daily News“ kveður leikritið vera svo áhrifamikið á leik- sviði, að það þoli samanburð við „Our Town“ eftir Thorn- ton Wilder og „On Borrowed Time“ eftir Paul Osborne. Söguhetja leiksins „J.B.“ er Job vorra tíma. Leikurinn fer fram í hringleikatjaldi. Á palli í tjaldinu eru tveir sæl- gætissalar með grímur fyrir andlitin að leika guð og djöf- ulinn. Með hlutverk sælgætis- salanna fara þeir Ravmond Massey og Christopher Plum- mer. Atriði þau, er sýna þreng ingar Jobs, fara fram á hring sviði sirkusins. Pat Hingle leikur Job, sem í byrjun leiksins er velmegandi banda- rískur kaupsýslumaður, ham- ingjusamur eiginmaður og fimm barna faðir. Claude Frank, ungur banda rískur píanóleikari hélt ■ ný- lega hljómleika í Washington og hlaut mikið hrós hjá gagn- rýnendum. í apríl næstkom- andi mun Claude Frank leggja upp í fjórðu hljómleikaför sína til Evrópu og halda hljómleika í Belgíu, Englandi, Þýzkalandi, Hollandi, Ítalíu og Sviss. Jerome Hines, bassasöngv- ari við Metrópólitanóperuna í New York, söng titilhlutverk- ið í óperu Hándels „Seracles11 í Scalaóperunni í Mílanó við mikinn fögnuð áheyrenda. — Var það í fyrsta skipti, að verk Hándels var flutt í óperu búningi í ítölsku leikhúsi. Leikstjóri var Herbert Graf, sem einnig starfar við Metró- pólitanóperuna. Beia Kovac Framhald af 4. síðu. andi forsætisráðherra, var sviptur völdum og kommún- istum tryggð völdin í landinu í skjóli rússneskra hersveita. í kosningunum eftir heims- styrjöldina síðari hlaut flokk- ur Bela Kovacs 57 af hundraði allra atkvæða, enda var hann helzti foringi í ungversku and- spyrnuhreyfingunni gegn naz- istum. A SÍÐASTA fundi eiturlyfja nefndar SÞ í Genf komu fram kröfur um strangara eftirlit með nýjum tegundúm Tækn- islvfja. Nefndin ákvað m. a. að hafa bráðabirgðaeftirlit með notkun nýs bandarísks lyfs, NIH 7519, en kvalastill- andi áhrif þess eru sögð véra 10 sinnum meiri en áhrif mor- fíns. Appelsínu-met. Matvæla- og land'búnaðar- stofnunin (FAO) upplýsir að uppskeran á appelsínum og mandarínu-m 1958—1959 verði meiri en á undanförnum 3 ár- um. Uppsker-an -verður 15.500. 000 tonn (Sovétríkin og Kína ekki meðtalin), og er það millj ón tonnum meira en í fyrra. Hæst eru Band-aríkin með yfir 5.000.000 tonn. Þar næst Braz ilía með 1.615.000 tonn og Spánn með 1.300.000 tonn. jmkiiiiiiiiiiiitiiiiiiiitikilliiiíiiíilkiiiliilillliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiij, f; I Auglýsingasítni | j Alþýðublaðsins I \ er 14906 I c - = *iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|^rtiiiiiiiiiiiiiiiiiiilí|iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiikiiitiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiikM Innilega þökkurn við þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andiát og útför HERDÍSAR SÍMONARDÓTTUR, og heiðruðu minningu hennar. Margrét Guðjónsdóttir, Hólmfríður Jónsilóttir Gunnar B. Guðnason, •». Svanlaug Pétursdóttir. JQ 30. júní 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.