Alþýðublaðið - 22.07.1959, Síða 11

Alþýðublaðið - 22.07.1959, Síða 11
„Þú ert lítill, heimskur þorskur, Jenny“. Ég greip andann á lofti. „Já, ég hugsa að ég hafi verið lítill heimskur þorskur lengi. Hvernig ég hef látið ykkur blekkja mig! í Sann- leika sagt, hvað heldurðu að ég sé. Steve? Ég veit ekki hvað er eða verður milli ykk- ar Kit Harker, en ég veit að ég kann ekki við það. Að sjá hvernig hún lét við þig, þeg- ar faðir hennar dó. Hún vildi engan annan hitta, í þrjá daga.varst þú í „The Towers“ hjáihenni. Þá sagði ég ekkert, því ég reyndi að minnast þess að hún var óhamingjusöm og ég vildi ekki rífast við þig. Svo fór hún og ég reyndi. — Guð minn, hvað ég reyndi —- að láta þig gleyma henni. Stundum taldi ég mér trú um að það hefði tekist. En innst inni vissi ég alltaf að það var ekki satt, Og eftir kvöldið í kvöld efast ég. ekki lengur. Þú varst gjörbreyttur maður, þegar þú komst inn í kvöld. ÞÚ—“ Ég gat ekki sagt meira og tárin streymdu niður kinnar mínar. Ég hafði sagt of mikið og ég vildi að ég hefði þagn- að fyrr. Ég vissi að Steve, eins og flestir karlmenn, hat- aði tár. Hann hataði líka móð- ursýki og sem betur fer hafði verið lítið um slíkt í hjóna- bandi okkar. Hann gekk til mín og lagði arminn um titrandi axlir mínar. „Vertu ekki svona mikið flón. Hérna, taktu við þessu“. Hann rétti mér vasaklútinn sinn. „Ég hata að vera afbrýði- söm“, snöggti ég. „Þú hatar það ekki nærri því eins mikið og ég hata að þú sért það“. „Ég vildi að þú sæir hana aldrei aftur“. „En ég kemst ekki hjá því“. „Ég vildi óska að þú elsk- aðir hana ekkí“. „Almáttugur!“ Hann var reiður aftur og' ég gat ekki rifist við hann. Ég snýtti mér og þerraði aug- un og sagði að mér þætti leitt að ég hefði hagað mér svo heimskulega. Einmitt þá hringdi síminn og ég heyrði að frú Connor fór og tók hann. „Ungfrú Harker vill tala við herra Blane“. Ég kveikti á útvarpinu, þeg ar Steve f-ór fram. Ég vildi ekki heyra hvað hann segði. Þetta var í fyrsta sinn sem Kit hafði hringt heim til hans. Mér fannst eilífðartími líða unz ég heyrði smá glamur, sem tilkynnti mér að- hann hefði lagt heyrnartólið á. Hann kom inn aftur, lokaði dyrunum og séttist með kvöld blaðið niður í sinn venjulega stól. Hann hafði greinilega skipt um skoðun og setlaði ekki að fara út. „Nú eru bara átta dagar til jóla“, las hann hátt. „Ertu farin að kaupa nokkr- ar jólagjafir?“ 8. Þegar ég minntist þessara jóla seinna, var mér ljóst, að Nicky var sá eini sem leið vel. Hann hafði líka einn hlakkað til þeirra. Honum fannst jólin meira spennandi með hverju árinu sem leið. Já, þannig er að vera fjögurra ára, hugsaði ég, þegar ég sá hann opna jólagjafirnar á j óladagsmorgunn. Enginn lít- ill drengur gætf verið ánægð- ari. „Mamma, ó, mamma, sjáðu!“ Hann hélt á lítilli harmon- íku, sem Caroline hafði gefið honum. Ég.vildi óska að fólk hætti að gefa börnum hljóð- færi, þau eru sannkölluð plága fyrir foreldrana. Ég tók hendinni fyrir eyrun til að heyra ekki hræðileg hljóð, sem hann náði úr harmoiiik- unni. „Hver gaf honum þetta, eiginlega?“ kallaði Steve... út um baðdyrnar. „Caroline“. „Hún ætti að taka meira tillit til okkar!“ Nicky spilaði enn ákafar. „Er þetta ekki flott? Pabbi, finnst þér ég ekki spila vel?" „Nei, það finnst mér ekki. Reyndu að opna hina pakk- ana og vita hvað er í þeim“. Nicky lagði harmoníkuna fýlulega ffá sér. „Ef þú ert búinn á baðinu fer ég þangað inn“, sagði ég og lét Steve um að hjálpa Nicky að opna pakkana. Ég lá í baðkerinu og minnt- ist annarra, skemmtilegri jóladagsmorgna. Fyrstu jólin eftir að við giftum okkur, til dæmis. Og fyrstu jólin eftir að Nicky fæddist. „Hann er svo lítill núna, en bíddu bara þangað til hann verður fjög- urra ára“, sagði ég þá. Og nú var hann fjögurra ára og eng- inn efaðist um að hann skemmti sér vel. En við Steve skemmtum okkur ekki vel lengur. Það var nokkurs kon- ar vopnahlé milli okkar og á jólunum urðum við að taka tillit til fjölskyldna okkar. í dag áttum við að fara til for- eldra minna og gista þar yfir nóttina og á morgun áttum við að fara heim til Steves. Það var eins og öll önnur jól. Og sem stóð var ég viss um að Steve gerði sitt til að erig- inn kæmist að bví hvernig á- standið raunverulega var. En ég vissi ekki hve lengi við gæt um dulið þau þess sem var að ske. . „Hvenær eiga foreldrar þínir von á okkur?“ spurði Steve meðan við borðuðum morgunverðinn. „Ég sagði að við kæmum um tólf-leytið“. „Allt í lagi. Ég þarf að fara dálítið, en ég kem að sækja ykkur klukkan hálf tólf“. „Við Nicky verðum til þá“. Þetta var ekki það, sem mig langaðj til að segja. Mig langaði til að f>*yrja, hvert hann ætlaðij Mig langaði til að segja: „Geturðu ekki einu sinni verið án þess að hitta hana sjálfan jóladaginn!" „Hvert ertu að fara, pabbi?" „Út“. „Hvert?“ „Borðaðu matinn þinn, Nic- ky“. Ég tók af borðinu og sá hann aka af stað í nýja bíln- um. Hann kom með hann heim í fyrsta sinn í gærkvöldi og það var greinilegt, að hann var stoltur af honum. Nicky tók í hendina á mér. „Gaf jólasveinninn pabba nýja bílinn?“ „Nei, engillinn minn, ekki jólasveinninn“. „Hver þá?“ Nicky var forvitinn þenn- an morgun. Ég kom mér hjá að svara honum og fór fram í eldhús til að þvo upp. Ég hefði átt að segja honum að jólasveinn hans-pabba hans héti Kit Harker! Frú Connor fór til systur sinnar um jólin og mér fannst dásamlegt að hugsa ein um heimilið. Ég'fór upp á loft og bjó um rúmin og pakkaði niður því, sem við þurftum um nóttina. Klukkan hálftólf vorum við til og biðum eftir Steve, en hann kom ekki fyrr en rúmlega tólf. „Þú skalt ekki vera að af- saka þig“, sagði ég áður en hann gat gert það. „Ég veit hvað tafði þig“. Hann roðnaði. „Ég þurfti að tala um verk- smiðjuna við hana“. „Er það? Á jóládag?" Nicky hljóp að bílnum og við vorum ein í forstofunni. „Hlustaðu á mig“, .sagði ég. „Við skulum reyna að halda þessu leyndu í dag og á morg- un. Eftir það —“ „Eftir það —“ hann tók fast um hendina á mér um leið og ég ætlaði að ganga út. „Jenny, mér finnst það mjög leitt, að þið þurftuð að bíða. Það var þýðingarmikið. sem ég var að tala um við Kit. Getum við ekki verið vinir, það er jóla- dagur?“ Augu okkar mættust og ég sá að augnaráð hans var biðj- andi. Þá skildi ég að honum leið ekki betur en mér. Hvaða tak hafði Kit Harker á hon- um? spurði ég sjálfa mig. Ég gat svarið. að hann vildi ekki gera mér illt í dag. Var það eitt að, að hann gat ekki stað- ist hana, hvað sem hún vildi? Nicky sá um samræðurnar meðan við ókum heim til for- eldra minna os þegar þangað var komið hurfum við í fjöl- skylduhafið. Móðir mín hafði mikið fyrir jólunum og hún bauð öllum einmana ættingj- um og vinum á jóladag. Við sátum tíu til borðs og nutum kalkúnsins, jólabúðingsins og kampavínsins. Nicky var í essinu sínu, dýrkaður af afa og ömmu og ættingjum og vin um og við skemmtum okkur öll. Að minnsta kosti reyndi ég að fylgjast með og Steve reyndi að vera eðlilegur. „Caroline hringdi og bauð ykkur Steve í kokkteil eftir matinn“, sagði mamma. „Hún hringdi rétt áður en þið kom- uð“. „Æi, nei, mamma. Það get- um við ekki. Ég þarf að láta Nicky leggja sig“. „Elsku bezta, það geri ég“. Og þannig hitti ég herra Hassell á ný og þetta sinn í samsæti. Eftir á skildi ég að -þessi jól voru vegamót í lífi mínu. Frá þessum degi gjör- breyttist ástandið milli okkar Steve til hins verra. Ég sá hann um leið og ég kom inn í stofuna. Ég geri ráð fyrir að hann hafi vitað að ég kæmi og verið að gá að mér. Hann kom strax til okkar. „En hvað er gaman að hitta yður aftur, frú Blane“. Ég kynnti hann fyrir Steve. „Ég átti ekki von á svona mörgum gestum“, sagði ég við Caroline, þegar hún kom til okkar. „Það áttu heldur ekki að vera svona margir. En þú veizt hvernig það er, maður býður nokkrum og svo —“ „Nei, ég vissi ekki hvernig það var. Við Steve héldum sjaldan boð. Hingað til höfð- um við ekki haft ráð á því og nú efaðist ég um að við vild- um það. „Til hamingju með nýju stöðuna, Steve“ . „Takk“. Hún lagði hendina á arm hans. „En þú getur ekki ver- ið þekktur fyrir að standa hér og tala við konuna þína. Komdu, ég skal kynna þig fyrir hinum gestunum“. Herra Hassell lyfti glasinu. „Gleðileg jól“. „Gleðileg jól“. „Hafa þau verið það?“ „Já, fyrir Nicky. Jól hafa meiri þýðingu fyrir börn en fullorðna11. „Fyrir bör.n og foreldra þeirra! Ég hef alltaf öfundað foreldra, sem eiga lítil börn á jólunum. Þér hljótið að skemmta yður vel, þegar hann er að opna gjafirnar?“ „Já, það er skemmtilegt". „Caroline sagði mér að þið byggjuð hjá foreldrum yðar núna?“ „Já, en bara í nótt. Mamma var svo góð að bjóðast til að hátta Nicky, svo við gætum farið hingað“. „Hún hefur áreiðanlega gaman af því. Ég hefði gjarn- an viljað sjá hann. Er hann líkur yður?“ „Fólk segir að svo sé, en mér finnst hann líkjast mann- inum mínum“. Sóffi við hliðina á okkur losn:Vi og ég settist þar dauð- fegin. Ég var farin að finna fyrir öllum nóttunum sem ég hafði vakað. Hann settist við hlið mér. „Það er gaman að hitta yð- ur ritvélarlausa. Þá þarf ég ekki að láta eins og ég vilji aðeins hitta yður í vinnu- skyni. Ég get meira að segja leyft mér að segja yður, að þegar faðir Caroline bauð mér ■nannnBBamanBBBi fiiig^larisarr Flug'félag íslands h.f.: Mfllilandaflug: Guflfaxi fer til Glasgow og Kaupm.h. kl. 03.00 í dag. Væntanleg aftur til Rvk kl. 22.40 í kvöld. Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupm.h. kl. 08.00 í fyrramál ið. — Innanlandsflug: í dag. er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Hellu, Hornaf jarðar, Húsavík ur, ísafjarðar, Siglufjarðar og Vestmannaeyja (2 ferðir). — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferð- ir), Egilsstaða, ísafjarðar, — Kópaskers, Patreksfjarðaý, —• Vestmannaeyja, (2 ferðir) og Þórshafnar. Loftleiðir h.f.: Edda er væntanleg frá Hamborg, Kaupm.h. og Gautaborg kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 20.30. Hekla er væntanleg frá New York kl.. 20.20 í dag. Fer til Oslo og Stafangurs eftir skamma viðdvöl. Leigflugvélin er væntanleg. frá New York kl. 8.15 í fyrramálið. Fer til Gaulabo: gai, Kaupm.h. og Hamborgar kl. 9,45: Saga er væntanleg frá New York kl 10.15 í íyrramálið. Fer til Giasgow og London kl. 11.45. Skipigii Eimskipafélag íslands h.f.: Dettifoss fór. frá Hauge- sund 20.7. til Flekkefjord, og Bergen og þaðan til íslands. FjaJfoss kom til Hamborrar 13.7. fer þaðan til Rostoc Gdynsk og Rvk. Goðafoss fer frá Vesimannaeyjum síðd. ' aag 2.1.” tli Rvk og frá Rvk . annað íivöld 22./. til New York. Gulfos fer fíá Leith í dag 21 7. til Kaupm.h. Lagar- foss .et frá New Yorí 22.7. til Rvk. Reykjafoss fer frá í Eskifirði 20.7. til Raufarhafn. ar og Húsavíkur. Tröllafoss ; fer frá Hull .22.7. til Antwerp en, Rotterdam, Hamborgar og Reykjavíkur. Tungufoss fer frá Akureyri í kvöld 21. 7. til Þórshafnar og þaðan til Dalvíkur, Ólafsfjarðar, Súg- audafjarðar, Patréksíjarðar og Rvk. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell er í Riga. Arn- arfell átti a ðfara frá Gdansk í gær áleiðis til Kalmar, Norr köping, Ventspils og Lenin- grad. Jökulfell er í Iíamborg. Dísarfell kom í morgun til Keflavíkur. Fer þaðan til Norðurlandshafna. Litlafell er í olíuflutningum í Faxa- ílóa. Helgafell fór 18. þ. m. frá Umba áleiðis til Boston, í Englandi. Hamrafell fór í morgun frá Hafnarfirði áleið- is til Batum. • 3 GRANNáiliR „Róbert, þú hefðir aldrej átt að fleýgja öllum rakblöðunum. Þetta var síðasta öryggið, sem fór núna“. Alþýðublaðið — 22. júlí 1959

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.