Alþýðublaðið - 20.08.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.08.1959, Blaðsíða 4
 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm- arsson. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusimi: 14900. — Aðsetur: Alþýðu- húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. Reykvísku átthagarnir FÆSTIR landsmenn munu gera sér þess grein, að auðvitað á Reykjavík afmæli ár hvert. Lít ið eða ekkert er gert að því tilefni til þess að minna á höfuðborgina og sögu hennar í nútíð og framtíð. Afmælisdagur höfuðstaðarins er ekkert frábrugð- inn öðrum dögum ársins. Hann er nánast minnis- atriði. Hér skal ekki með því mælt, að< stofnað sé til fyrirferðarmikilla hátíðahalda á afmælisdegi Reykjavíkur ár hvert. Slíkt á ekki við nema á stór afmælum. Bn samt færi vel á að minna Reykvík- inga á borgina sína þennan dag öðrum fremur. Og í þessu sambandi rif jast upp sú einkennilega stað- reynd, að söguhefð Reykjavíkur liggur allt of mik- ið í láginni. Þó er höfuðstaðurinn mesta manna- byggð landsins, fagur og sögufrægur. Reykjavík skipar virðulegan sess í íslandssögunni. En börn hennar þykjast naumast af henni vita. Þau tengj ast henni ekki eins og fólk annarra byggðarlaga átthögum sínum. Þetta er einfaldlega því að kenna, að ekki hefur verið byrjað á byrjuninni. Hún gæti orðið sú að hefja afmælisdag Reykia- víkur til hégómlausrar en eftirminnilegrar virð- ingar. .......... ReykVíkingar eru heima fyrir svo önnum kafn ir í störfum sínum og dægrastyttingu, að hver dag .urinn verður þeim þröngur hringur, þrátt fyrir hraðann, yfirferðina og umsvifin. Lini þeir svo sprettinn, liggur leið þeirra til útlanda eða víðs vegar um byggðir og öræfi íslands. Það er út af fyrir sig gott og blessað. En leita Reykvíkingar ekki iðulega langt yfir skammt? Sannarlega. Fjöl margir þeirra þekkja alls ekki umhverfi höfuð- staðarins eða þá sögustaði, sem leynast í borg- inni. Þúsundir fæðast, starfa og deyja í Reykja- vík án þess að hafa farið út í Viðey, gengið á Esju eða notið sumardags í faðmi Heiðmerkur. Hins vegar er sá Reykvíkingur vandfundinn, sem ekki hefur farið margar ferðir austur yfir Fjall og norður yfir Holtavörðuheiði. Þetta er að nokkru leyti sök bæjaryfirvald- anna eða réttara sagt tómlætis þeirra. Reykjavík þarf að minna á sig. Þá munu börn hennar tengj- ast höfuðstaðnum í starfi og hvíld, önn og gleði með því að að njóta fegurðar og sögufrægðar stærsta bæjar landsins, sem varð höfuðstaður ís- lenzka lýðveldisins. Samkvæmt kröfu bæjargjaldkerans í Haínar- firði úrskurðast hér með lögtök fyrir öllum ógreiddum útsvörum til Hafnarfj arðarbæj ar álögðum árið 1959 sem þegar eru í gjalddaga, fallin. Lögtökin má framkvæma að 8 dögum liðnum frá dagsetningu úrskurðar þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn x Hafnarfirði 17. ágúst 1959. Þórarinn Árnason, fulltrúi. E rvRÁSIR Fidels Castros a ríkisstjórn Bandaríkjanna hinni miklu útvarps- og sjón- varpsræðu, sem hann hélt síð- astliðinn laugardag í Havana, hljóta að reyna mjög á þolin- mæði Bandaríkj amanna. í för sinni til S'uður-Ameríku á síðasta ári komst Nixon að raun um, að það voru ekki einungis kommúnistar í þess- um löndum, sem andvígir voru Bandaríkjamönnum og hentu í hann tómötum. Hon- um kom á óvart hversu út- þreidd su skoðun var í þess- um löndum, að Bandaríkja- stjórn styddi einungis ein- ræðisherra í Suður- og Mið- Ameríku. Einkum kom þessi skoðun sér illa þar eð ein- ræðisherrum var hverjum eft ir annan steypt af . stóli í Mið-Ameríku um þessar mundir. Nixon dró þá álykt- un réttilega, að Bandaríkja- stjóm yrði fyrir hvem mun að eyða þessum útbreidda misskilningi og grun Suður- ameríkumanna. Forsetinn og ríkisstjómin var honum sam- mála í þessu. “FSTAÐAN til Castros var fyrsti prófsteinninn á þá póli- tík, sem Nixon lagði grund- völlinn að. í fyrstu var falli Battista fagnað bæði af al- menningi og stjórnmálamönn um í Bandaríkjunum, en all- ir, jafnt frjálslyndir og aðrir, fengu bakþanka er Castro lét taka 600 fylgismenn hins land^ flótta einræðisherra af lífi eftir skríparéttarhöld. Og fjármálamenn skelfdust er Castro fyrirskipaði eignatöku hinna bandarísku plantekra á Kúba gegn hlægilega litlum - Friður eða frelsi í N HIN margumtalaða ræða Castros va” fvrst og fremst innlegg í umræðurnar, sem fram fara um bessar mundir á fundi 21 utanríkisráðherra frá Ameríkul'íkiunum í Santi- ago í Chilp sem þar eru sam- an komnir tí] b°ss að ræða hið ótrygga ástand sem ríkir við Karabíska hafið. Á þessu svæði hafa á síðasta ári verið gerðar uppreisnir og uppreisn artilraunir sem að miklu leyti hafa verið skipulagðar utan viðkomandi landa, — í Venezúela, Panama, Hondur- as, Haítí og Dóminíkanska lýðveldinu. Sums staðar voru uppreisnirnar gerðar gegn einræðishermm, annars stað- ar gegn lýðræðislegum ríkis- stjórnum. Má nefna til dæmis einræði Trujillos í Dóminí- kanska lýðveldinu og Sómoza einræðið í Nicaragua annars vegar og hinnar nýju stjórn- ar á Kúbu og í Venezúela hins vegar. Og það eru ein- mitt mótsetningarnar milli Castros og Trujillos, sem mestu valda um deilurnar í Santíagó. B anfamar vikur hafa gert mis- heppnaðar tilraunir til þess að steypa Castro af stóli. Hitt er .augljóst að fésterkir menn ANDARÍKJAMÖNNUM er það mikið kapDsmál, að þessi ráðstéfna yrði haldin og stað-; fest reglan um afskiptaleysi Ameríkuríkjanna um málefni hvers annars. Upphaflega var „regla“ sett til þess að hindra áð Bándaríkin blönduðu sér í málefni hinna minni ríkja í Améríku en fyrir heimsstyrj- í Bandaxíkjúnum eru góðvin- öldiná fyíri' vár dollaraheims- ir Battista og bandaríska valdastefnan í algleymingi. En nú er þessu snúið við og lýðræðissinnar í Ameríku telja ' þessa reglu aðeins styrkja einræðisherrana í sessi, og að Bandaríkin haldi fast v.ið hana einungis til þess að halda vemdarhendi yfir mönnum eins og Trujillo. Herter, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur haldið fast við að Ameríkuríkin skipti sér ekki af innanríkis-. málefnum hvers ánnars. En hann hefur jafnframt tekið skýrt fram, að hann vildi ekki hlífa einræðisherrunum á neinn hátt og lýðræðisöflun- um yæri mestur greiði gerr með að friður væri tryggður í þessum löndum. stjórnin hindrað Kúbu í hefur ekki getað aðgerðir þeirra á sambandi við and- spyrnuna gegn Castro. Castro hefur einnig haft sína stuðn- ingsmenn í Bandaríkjunum, sem m. a. þjálfuðu liðssveitir Puerto Rico-manna, sem síðar fóru til Dóminikanska lýð- veldisins og gerðu uppsteyt. HAFNARB0R6 I LANDI, SEM NÆR EKKI AÐ SJO skaðabótum. Einn af vinum Battista í Bandaríkjunum, öldungadeildarmaðurinn East land, notaði sér eina nefnd öldungadeildarinnar til að fá einn af brotthlaupnum stuðn- ingsmanni Castros til að sverja, að allir leiðandi menn á Kúbu væru kommúnistar. Bandaríska stjórnin lét þó nægja að mótmæla eftir venju legum leiðum hinum lágu skaðabótum til bandarískra plantekrueigenda, en hélt fast við að skipta sér ekki af því, sem gerðist undir stjóm hins skeggjaða uppreisnarfor- ingja á sykureyjunni. Og bandarísk blöð létu ekki sitt eftir liggja í að auglýsa hina rómantísku byltingu þar. BaNDARÍKJASTJÓRN get- ur með fullum rétti bent á að hún þafi á engan hátt styrkt eða hvatt þá aðila, sem und- SVISS liggur 1000 kíló- metra frá úthafinu, en samt er þar hafnarborg, sem hefur stærri höfn en Reykjavík. Svissneska hafnarborgin er Basel, sem stendur við mestu umferðaræð Vestur-Evrópu, — Rín. Helmingurinn af þeim vörum, sem S'visslend- ingar kaupa erlendis frá, kem- ur upp eftir Rín og árlega er fleytt niður eftir henni fimm milljónum tonna varnings frá Sviss. Basel er mjög alþjóðleg borg. Allt árið liggja erlend skip þar í höfninni, ensk, þýzk, belgísk, hollenzk og amerísk skip eru sí og æ að koma og fara. Á síðasta ári komu þangað 10.000 skip og bátar. Flest em þetta að sjálf-, sögðu fljótaprammar. Sviss- lendingar eiga aðeins 400 skip, hið stærsta þeirra er 3000 tonn. Svisslendingar eru þó stöðugt að auka skipastól sinn og taka æ meir af flutn- ingum til og frá landinu í sín- ar hendur. En Svisslendingar eiga ekki einungis fljótaskip. Þeir eiga einnig hafskip., sem aldrei koma nær Sviss en til Brem- en. Þau eiga heimahöfn í Basel en þau komast þangað aldrei. Svisslendingar eiga mörg farþegaskip, sem sigla fram og aftur um fljótaleiðir Vest- ur-Evrópu. Það eru ekki stór- skip en eiga samt sinn þátt í, að Svisslendingar eru tölu- verð siglingaþjóð, — enda þótt land þeirra liggi 1000 kílómetra frá sjó. 4 20. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.