Alþýðublaðið - 20.08.1959, Blaðsíða 9
( ÍÞróttir )
Þórður Jónsson, ÍA, v. úíh.
Örn Steinsen, KR, h. úth. Sveinn Jónsson, KR, v. innh. Sveinn Teitsson, ÍA, v. frv.
Komu mjðg á óvart með leik
sfnum, dugnaði og sigurvilja
Ríkharður Jónsson, ÍA, h. innh.,
fyrirliði liðsins
Þórólfur Beck, KR, miðfr.h.
DÖNSKU hlöðin rita mjög
mikið um landsleikinn, og eru
sammála um það, að Danir hafi
komizt til Rómar á 11. stundu.
Þó danska liðið hefði sigirað,
segja þau ennfremur, hefði það
sannarlega ekki verið sigur, —
semi ástæða hefði verið til að
guma af. íslenzka liðið kom
mjög á óvart með leik sínum,
dugnaði og sigurvilja. Það er
fullkomin ástæða til að reikna
með Islandi á vettvangi knatt-
spyrnunnar.
Helgi Daníelsson hlýtur mik
ið lof fyiir frammistöðu sína.
Leikur hans í markinu var, að
dómi blaðanna, og ljúka þau
öll upp einum rómi um það, að
leikur hans í markinu hafi ver-
ið frammúrskarandi. Hann hafi
oft varið það, sem virtist með
öllu óverjandi.
Höiður Felixson hlýtur og
mjög góða dóma fyrir traustan
og öruggan leik, sem miðfram-
vörður, og að framverðirnir í
heild hafi átt góðan leik.
Þórólfur Beck var bezti mað-
ur framlínunnar og talinn
tekniskastur .leikmanna ís-
lenzka liðsins. Settur vár sér-
stakur maður til höfuðs Rík-
harði, og gætti hann hans svo
sem hann frekast gat. Tókst
Ríkharði Þó annað slagið að
skjóta honum ref fyrir rass, og
átti þá sín snöggu upphlaup.
Fréttaritari norska Arbeider-
blaðsins talar um „sensasionel
kamp“ og lýkui' lofi á íslenzka
liðið fyrir dugnað og baráttu-
vilja.
Dómarinn, sem eins og kunn-
ugt er, var hollenzkur, Van
Löven að nafni, sagði: Ég er
aldeilis undrandi yfir getu ís-
lenzka landsliðsins. Ég hefi
hingað til vitað lítið um ís-
lenzka knattspyrnu, og satt að
segja ekki gert méi' í hugar-
lund að hún væri svo rismikil
sem raun er á, eftir þessum leik
að dæma. Mér hefði aWrel dott
ið í hug að íslendingar gætu
allt að því sigrað hið ágæta
danska landslið.
— Örn.
ÁRANGUR íslenzka
landsliðsins gegn Dönum
er án vafa einn sá bezti,
sem íslenzkir íþrótta-
menn hafa náð til þessa
í keppni við erlenda mót-
herja. Fyrr í sumar hefur
þetta sama landslið sigriað
Norðmenn, svo að óhætt
er að fullyrða, að árið
1959 er þegar mesti sigur
ár íslenzkrar knattspyrnu
— Danir eru viðurkennd-
ir í hópi beztu knatt-
spyirnumjanna heims og
Norðmenn hafa löngum
verið harðir í horn að
taka. — íslenzkir knatt-
spyrnumenn bafa þvi
komið allmjög á óvart í
sumar og á þann hátt bor-
ið hróður landsins hátt á
loft með frammistöðu
sinni.
Danir hafa að vísu þeg-
ar tryggt sér förina til
Rómar og eru vel að
henni komnir. En Islend-
ingar hafa veitt þeim
heirða keppni og vakið
með því verðskuldaða at-
hygli. Landsleikurinn við
Norðmenn er annað kvöld
og við skulum vera bjart-
sýnir á árangurinn.
Íþróttasíða Alþýðublaðs
ins óskar öl^um íslenzk-
um knattspyrnumönnum
og íþróttaunnendum til
hamingju með glæsilega
frammistöðu landsliðsins
og þakkar því iinnin afrek
— sem þjóðin fagnar og
getur verið stolt af.
WMWWWVWWWWWWWWWWWWWWtVWWW
Hreiðar Ársælsson, KR, h. bakv. Árni Njálsson, Val, v. bakv.
Hörður Felixson, KR, miðfr.v.
Garðar Ámason, KR, h. frv„
K. R. heldur námskeið í frjábíþróttum.
‘RJÁLSÍÞRÓTTADEILD KR
yrjendun í frjálsíþróttum
æsta hálfan mánuð. Er það
§rstaklega ætlað piltum á
veinaaldri (12—16 ára), en að
jálfsögðu eru allir byrjendur
elkomnir á námskeiðið. Aðal-
ennari á námskeiðinu verður
tenedikt Jakobsson, þjálfari
rjálsíþróttamanna félagsins,
n hann er tvímælalaust einn
ezti þjálfari, sem völ er á hér-
sndis. Honum til aðstoðar
erða beztu frjálsíþróttamenn
IR, hver í sinni grein.
Námskeiðið hefst á Melavell-
inum fimmtudagskvöldið 20.
ágúst kl. 8.00 ,en heldur áfiam
á laugardaginn kl. 2 e. h. — I
næstu viku verða svo 3—4 æf-
ingar, og eins vikuna 30. ágúst
—5. september, og verður nám-
skeiðstíminn nánar auglýstur
síðar.
Að námskeiðinu loknu mun
deildin gangast fyrir hópferð
til þátttöku í Sveinameistaxa-
móti íslands, sem, fram fer 4>
Stykkishólmi helgina 5.—6.
I september n. k.
Alþýðublaðið
20. ágúst 1959