Alþýðublaðið - 20.08.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 20.08.1959, Blaðsíða 11
tiimiiiimiimiiiiiiimiiiiiiiinmiiitiiiiniiHifiiiiiiiiii 2. dagur imiiiiiiiimaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii „En sú vitleysa,“ sagði pró- fessor Redfern og lamdi með pípunni sinni í borðshornið. „Hver ætti að ræna mér?“ Linda hrærði hugsi í kaffi- bollanum sínum. Hún leit ekki brosandi og ástúðlega á hann eins og hún var vön, þegar hún talaði við hann. Þvert á móti var hún hræðsluleg á svip. Margir ungu mannanna, sem gengu fram hjá borðinu þeirra, litlu við og horfðu. á hana. Hún var grönn óven.iu- lega falleg stúlka á tvítugs- aldri með liðað rauðbrúnt hár og stór árvökul augu. Það var hlýr vordagur og hún var í rósóttum baðmull- arkjól. Hún leit á föður sinn: „En bú veizt vel pabbi að hér getur allt skeð og bá rán líka. Maður barf bara að líta í blað til að skilja það! Og ég vildi að þú færir ekki svona mikið einn! Ég lofaði vinum þínum í Englandi að gæta þín.“ Faðir hennar nuddaði á sér annað eyrað og reyndi að dylja bros. Hann -var frekar lítill maður með hátt gáfuiegt enni, næstum hvítt hár 'og grá augu, sem voru heldur dekkri en Augu Lindu. Hann var bæði þrjóskulegur og svekktur á svip. „Ha!“ sagði hann. „Þú hlust aðir á alla þvæluna, sem mað- urinn frá utanríkisþjónust- unni sagði. Ég er viss um að þú hefðir ekki. hlustað á hann, ef hann hefði ekki litið svona vel út!“ Hann hló stríðnislega. „Þeir eru kómriir með mann- rán á 'heilann. Af hverju gleymirðu ekki þessu öllu, slappar af og reynir að skemmta þér?“ „Skemmta mér,“ endurtók hún og glotti hæðnisléga. „Já, ég hefði getað skemmt mér.“ Hún hafði búizf, við að geta skemmt sér, þegar föður henn ar var ráðlagt að fara til Ber- línar til læknismeðferðar, sem ekki var hægt að fá annars staðar. En henni hafði skilizt eftir samtalið við manninn úr utanríkisþjónustunni að það væri hættulegt að fara þang- að. Hún reyndi að fá pabba sinn til að hætta við ferðina. Hann hlaut að geta farið eitt- hvað annað til Parísar eða Lundúna? En prófessorinn hafði ákveðið sig og það var ekki hægt að fá hann til að hætta við ferðina. Og hún fór með honum, en hún hafði ekki hvílzt eitt augnablik síðan þau komu til Berlínar. Hún hafði strax fundið að andrúmsloftið í þessari borg, sem var skipt í tvo hluta, var óeðlilegt. Þau höfðu aðeins verið þar í tvo daga, en hún vissi samt, að undir yfirborð- inu gerðust skuggalegir atburð ir. Hún vaknaði stundum á nóttinni og skalf við einmana- legt fótatak á götunni eða klukku, sem sló í sofandi bæn- um. Prófessorinn drakk kaffið og stóð á fætur. „Ég fer upp til mín,“ sagði hann. „Ég verð að lesa prófarkir að bókinni minni. Svo skulum við labba út í Pferdhofsstrasse. Mig langar til að sýna bér litlu forngripaverzlunina, sem ég minntist á við þig! Eigandinn, Hans Lehmann, hefur marga góða hluti.“ Lida sat ein við borðið eft- ir að hann fór. Hún bað um meira kaffi og reyndi að vinna bug- á þeirri tilfinningu, að einhver vildi þeim -illt. Til- finningu, sem varð sterkari með hverjum deginum sem leið. Hún óskaði þess heitt og innilega að þau væru komin heim í litla syfjulega bæinn Camwell í Dorset, þar sem faðir hennar vann sem atom- fræðingur. Henni hafði oft leiðzt þar og langað ag ferð- ast eitthvað, en nú óskaði hún þess eins, að þau væru komin aftur heim. Það skeði alltof margt undarlegt og óskýran- legt hér í Berlín. Allt í einu reisti hún höf- uðið og leit til hótelgangsins. Forstjórinn Herr Schmidt, ungur ljóshærður Þjóðverji, sem hún hafði oft talað við, kom fram ásamt dyraverðin- um og flýtti sér að bíl, sem einmitt var að nema staðar. Út úr bílnum kom furðulegt samsafn manna, tveir enskir hermenn, maður frá herlög- reglunni ásamt liðsforingja í kapteinsbúningi, en á milli sín studdu þeir veiklulegan mann. Hann átti bágt með að standa á fótunum og var hjálp- að upp tröppurnar. Þegar þeir fóru inn reis Linda upp. Forstjórinn, herra Scmhid, sá hana og gekk til hennar. Hann brosti hálf óstyrku brosi til hennar. Allir aðrir voru búnir að drekka kaffið og farnir annaðhvort til að leggja sig eftir matinn eða til að skoða bæinn. „Látið ykkur ekki verða mikið um þetta atvik Fráu- lein Redfern,11 sagði hann, greinilega til að róa hana. „Þetta er ekkert alvarlegt.“ „En vesalings maðurinn —• hann var svo veiklulegur," gat Linda ekki stillt sig um að segja. „Hvað kom fyrir hann?“ Herra Scmhidt hikaði. Hann var áhyggjufullur á svip. Svo dró hann stól fram og sagði: „Má ég setjast?“ Þau settust bæðj. „Ég segi yður aðeins frá honum gegn því, að þér lofið að minnast aldrei á það fram- ar. Skiljið þér það Fráulein Redfern?“ „Já, auðvitað, herra „Auðvitað, herra Scmhidt.11 Lág, aðlaðandi rödd hennar var andstutt. „Ég má ekki segja yður, hver hann er, en hinir ensku gestirnir geta sjálfsagt frætt yður á því. Þessi maður, sem þér sáuð, er nýsloppinn frá rússneska hernámssvæðinu. Brezku yfirvöldin sendu hann hingað til að við önnuðumst hann. Við höfum oft gert slíkt áður og þeir vita, að okkur er óhætt að treysta.“ „Slaþp hann frá rússneska hernámssvæðinu? Eigið þér við, að hann hafi verið flutt- ur þangað gegn vilja sínum?“ spurði hún. Svo hélt hún á- fram án þess að vænta svars: „Vesalings maðurinn, hann er eins og hann sé búinn að vera.“ „Satt er það, hann lítur illa út og hefur áreiðanlega liðið mikið,“ svaraði herra Schmidt hægt. „En nú er hann kominn hingað og við munum sjá um að hann verði ekki tekinn á ný.“ „Slapp hann einn?“ spurði hún forvitinn. „Hann er alltof veikur til að geta það.“ Herra Scmhidt hikaði aftur ögn áður en hann sagði: „Nei, hann slapp ekki einn. Það hefði ekki verið hægt, jafn slappur og illa farinn og hann er núna. Þetta var ein enn af hetjudáðum „Riddarans“.“ Nafnið var henni ekki ó- þekkt. Þó að hún hefði aðeins verið fáa daga í Berlín hafði hún heyrt því hvíslað, lágt, æst og dularfullt. „Riddarinn,“ endurtók hún. „Já,“ viðurkenndi hann. „Allir í Berlín kalla hann það. Þér hafið áreiðanlega heyrt talað um hann. Enginn veit, hvað hann heitir, og það ég »Þarna geturðu séð, hvort nýja vogin cr ekki bandvitlaus. Þú ert léttari en ég“. bezt veit, veit enginn, hvemig hann lítur út. En samt er hann alls staðar og hefur hjálpað Vesturveldunum óteljandi sinnum. Rússarnir vildu gefa milljónir fyrir að ná honum, já, bara fyrir að vita, hverrar þjóðar hann er eða hvernig hann lítur út. En þeir vita ekki meira en við og þó að þeir vissu það, segðu þeir það ekki. Þess vegna heldur hann áfram þessum ævintýralegu björgunarleiðöngmm sínum og hlær að reiðinni, sem hann vekur í „Austur hlutanum11. T.d. héðan hverfur maður og allir halda að það sé fyrir fullt og allt, því hver getur elt hann bak við járntjaldið? En Ridd- arinn veit ekki aðeins, hvar hann er að finna, hann eltir hann líka og í níu skipti af hverjum tíu kemur hann manninum heirn aftur. Vesl- ings maðurinn, sem þér sáuð, fannst á aurbrettinu af ensk- um bíl, sem stóð fyrir utan Potsdam Platz. Enginn veit, hvernig hann komst þangað, en hans hefur verið saknað svo vikum skiptir og allir halda, að Riddarinn hafi kom- ið honum þangað.“ „Hann virðist vera ævin- týrahetja,“ sagði Lind. Rödd hennar var þrungin aðdáun og virðingu. „Það er hann eiginlega,“ viðurkenndi Srmhidt. Hann stóð á fætur. „Ef þér viljið hafa mig afsakaðan, Fraulein Redfern, þá fer ég að gegna mínum skyldustörfum. Ég vona, að þér þegið?“ „Vitanlega, en ég vildi að þér gætuð sagt mér meira um þennan Riddara.“ Hann brosti. „Ég hef sagt yður allt, sem ég veit, Fráu- lein. Það er ekki gott að vita of mikið á þessum tímum, en ég veit, að hann er alltaf þar, sem hans þarf með.“ Svo bætti hann alvarlega við. „Við skul- um vona, að þér og faðir yðar þurfið aldrei á hans hjálp að halda!“ Hann sló hælunum saman, hneigði sig og hljóp inn í hótelið. Linda starði á eftir honum og aftur fann hún til þessarar hættu, sem ógnaði henni. Meinti hann síðustu setning- una sem aðvörun eða var það bara hugsunarlaus setning í samræðuskyni? Hún hrukkaði ennið og starði á kaffibollann sinn. Henni fannst sagan um þennan riddara töfrandi. Æv- intýravera úr skáldsögu, sem var ómögulegt að trú að væri til, en samt varð hún að trúa því, að hann væri til. Hún vissi, að allir Þjóðverjar, sem hún hafði talað við, trúðu því, að hann væri til, þjóðsögu- vera, sem allir elskuðu. Hún hafði alls ekki trúað á hann, þangað til núna hafði hún haldið, að það væri skáldsaga, en núna hafði hún séð mann, sem þessi persóna hafði bjarg- að. Og hann var nú raunveru- legur fyrir henni eins og mað- ur. sem hana hafði alltaf dreymt um, maður, sem hún þráði að hitta og kynnast. Hún truflaðist í hugsunum sínum við það, að faðir henn- ar kom í ljómandi skapi til að fara með hana í fornmuna- söluna í Pferdhofstrasse. Þau gengu yfir götuna í ljómandi veðrinu. Hún sagði honum, hvað hefði skeð við hótelið, en þegar hún gaf í skyn, að manninum hefði ver- ið bjargað af þjóðsögupersón- unni Riddaranum, hló hann að henni: „Auðvitað hef ég líka heyrt talað um hann,“ sagði hann stuttlega. „Það er ekki hægt að vera í Berlín einn dag án þess að einhver tali um hann. En ég er viss um, að þetta er bara óskhyggja, Þjóðverjar hafa alltaf skapað slíkar persónur og gefið þeim yfirmannlega hæfileika. Ég er viss um, að það er eins með þennan riddara. Sjáðu bara, hvernig þeir gerðu hálfguð úr Hitler! Við Englendingar höf- um ekki tíma til að trúa á slíkar söguhetjur.“ flugv@iarnan Flugfélag íslands. Millilandaflug: Millilanda- flugvélin Gullfaxi fer til Glas gow og Kaupmannahafnar kl. 8 í dag. Væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 22.40 í kvöld. Millilandaflugvélin Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egils- staða, ísafjarðar, Kópaskers, Patreksfjarðar, Vestmanna- eyja (2 ferðir) og t>órshafnar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2ferðir), Eg- ilsstaða, Fagurhólsmýrar, Flateyrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjarklausturs, Vest- mannaeyja (2 ferðir) og Þing eyrar. Loftleiðir. Saga er væntanleg frá Staf angri og Osló kl. 21 í dag. Fer til New York kl. 22.30. Hekla er væntanleg frá New York kl. 8.15 í fyrramálið. Fer til Osló og Stafangurs kl. 9.45. Skiplns Ríkisskip. Hekla kom til Reykjavíkur í gær frá Norðurlöndum. Esja er væntanleg til Siglufjarðar í dag á austurleið. Herðu- breið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er væntanleg til Reykjavíkur í dag að vestan frá Akureyri. Þyrill er væntanlegur til Hjalteyrar í dag. Skaftfelling ur fer frá Reykjavík á morg- un til Vestmannaeyja. Skipadeild SÍS. Hvassafell er í Stettin. Fer þaðan væntanlega í dag áleið is til íslands. Arnarfell losar á Norðurlandshöfnum. Jökul fell fór 14. þ. m. frá Keflavík áleiðis til New York. Dísar- fell losar á Norðurlandshöfn- um. Litlafell er é-^líuflutn- ingum í Faxaflóa. Helgafell fór 17. þ. m. frá Stettin áleið is til íslands. Hamrafell er væntanlegt til Reykjavíkur 21. þ. m. frá Batum. Eimskip. Dettifoss fór frá Glasgow 17/8 til Rotterdam, Bremen og Leningrad. Fjallfoss kom til Antwörpen í gær, fer það- an til Hamborgar, Hull og Reykjavíkur. Goðafoss fór frá New York 11/8, var vænt anlegur til Keflavíkur í gær. Gullfoss fór frá Leith 18/8 til Kaupmannahafnar. Lagar- foss fór frá Frederikstad í gær til Gautaborgar, Helsing borg, Malmö, Áhus, Riga og Hamborgar. Reykjafoss fór frá New York 14/8 til Reykja víkur. Selfoss hefur væntan- lega farið frá Kaupmanna- höfn í gær til Rostock, Stock holm, Riga, Ventspils, Gdynia og Gautaborgar. Tröllafoss fór frá Akranesi í gær til Reykjavíkur og frá Reykja- vík í kvöld til Vestmanna- eyja, Rotterdam og Hamborg ar. Tungufoss hefur væntan- lega farið frá Hamborg í gær til Reykjavíkur. Katla fór frá Siglufirði í gær til Húsavík- ur og Akureyrar. Alþýðublaðið — 20. ágúst 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.