Alþýðublaðið - 20.08.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.08.1959, Blaðsíða 5
MYNÐIN ofan viS fyr- irsögnina er úr síldarþró á Seyðisfirði. Hún er hálf- ful laf síld. Neðri myndin er hins vegar af mjöl- hefur verið reist þar í sambandi við síldarverk- smiðjuna. R-æll við Gunn- þór Björmson „ÞAÐ VANTAR síldarþrær á Austurlandi, og af þeim sök- um hefur landið tapað mill- jónatugum“, sagði Gunnþór Björnsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði í viðtali við Al- þýðublaðið í gær, en hann er nú staddur í Reykjavík og sækir fulltrúaþing sveitafé- laganna, sem staðið hefur að undanförnu. Talið barst strax að síld- veiðunum og möguleikunum fyrir Austurland í sambandi við þær. Gunnþór lagði á- herzlu á það, að nú væri spurningin um fljótvirkar síldarbræðslur ekki eins að- kallandi eftir uppfinningar Norðmanna, sem gera kleift að geyma bræðslusíld nokkrar yikur. En það þyrfti að stækka síldarþrærnar. Á Seyðisfirði er mikill áhugi á að nota þá möguleika, sem síldveiðarnar bjóða upp á, eins og unnt er. Gunnþór benti á það, að síldin væri nú-víðs vegar. um hafssvæðið út af Vopnafirði, Seyðisfirði, Horni og jafnvel suður til Fáskrúðsfjarðar. Og svipað þessu hefði hún hagað sér undanfárin 6—7 ár. Nú síð ustu áriri, meðan vinstri stjórnin sat að völdum, hafi mikið verið gert til að lyfta undir atvinnulífið eystra, og núverandi ríkisstjórn hefði haldið áfram á sömu braut. Fyrir því væri margt vel á veg kömið, en meira þyrfti að gera. Gunnþór vék aftur að vönt- uninni á síldarþróm. Hann kvað sextán þúsund mála geymslu vera á Seyðisfirði, 10 þús. mála þrær hefðu verið byggðar í vor, en það væri ekki nægjanlegt. Það þyrfti fyrir næstu síldarvertíð að stórauka möguleikana til þess að geyma bræðslusíld. Skipin hefðu verið að veiðum þarna rétt fyrir utan, en orðið að sigla norður á Raufarhöfn til þess að losa sig við aflann. Hann kvað einnig þurfa að auka söltunarpláss og bæta aðstöðuna í því efni. Atvinnumöguleikarnir fyr- ir fólkið þurfa að batna, segir Gunnþór. En pólitísk tog- streita getur spillt fyrir — ekki sízt á því ári, sem tvenn- ar kosningar fara fram. VORIÐ 1958 skýrði Hall- dór Stefánsson, fyrrv. forstj., akkur Ingimar Óskarssyni frá einkennilegum, aflöngum krækiberjum, er hann hafði fundið í Kjarradal í Borgar- firði haustið 1941. Halldór var í berjaferð, ásamt frú Ásu Jónsdóttur o. fl. fólki frá Haukagili á Hvítársíðu. Var riðið þvert yfir hálsinn, farið yfir Kjarrará og staðnæmzt í brekku litlu utar með ánni. Þarna voru tínd ber af gróf- gerðu krækilyngi, sem virtist líkt og „loðnara“ en venju- legt krækilyng; leyndi meir berjunUm, er sátu hálfhuliri niður á greinum lyngsins. Frásögn Halldórs varð til þess, að við Þorgeir Svein- bjarnarson, sundhallarstjóri, og Guðbrandur Þórmunds- son, bóndi í Nýja-Bæ í Borg- arfirði, gerðum okkur ferð fram á Kjarradal 7. sept. s. 1. sumar. Kjarradalur þykir gott af- réttarlárid og er víða vaxinn grasi og -lyngi, en allmjög blásipn sums staðar. Dálítið birkikjarr vex enn á dalnum, leifar af fornu skóglendi. Sumir . kalla dalinn Kjarar- dal; það er vænt fé á „Kjör- inni“ í haúst, heyrist stund- um sagt. Alllangt inrian við Örnólfsdal ganga brattir mel- bakkar' fram að árini og ligg- , og Og aðrar furðulegar nýjungar væntaníegar í bílailSnaðinum LOS ANGELES: Bíll, sem ekki notar benzín, heldur er settur í samband við raf- magnsinnstungu á kvöldin til að hlaða hann ... annar bíll sem kemst úr núll upp í urn 90 km. hraða á fimm sekúnd- um með steinolíuvél... loft- bíll, sem svífur jafnauðveld- lega yfir láð og lög og. engin hætta er á, að falli til jarðar. Eru þetta fávíslegir draum- ar? Ekki aldeilis. Þetta eru allt hugmyndir, sem fram- leiðendur eru að reyna í þeim tilgangi að gera gerbyltingu á fólksflutningum. Ritstjóri tímaritsins Motor Trend hefur sett upp tíma- töflu yfir, hvenær farartæki þessi muni verða tilbúin til afnota fyrir almenning, Hinn fyrsti er rafmagns- bíllinn, eldgömul hugmynd, sem skammhlaup varð í vegna meiri hæfni benzínmótorsins, sem ekki þarf að fara heim á hv.er.ju kvöldi til að leggjast í rafmagnsfyllerí með hlöð- urnar. Nú hefur Charles Mo- tor Corp. í San Diego í Kali- forníu á stefnuskrá sinni. að setja slíkan bíl á markað inn- an árs. Forstjóri félagsins tel- ur ekki, að hinn nýi bíll eigi að koma í stað venjulegra bíla, heldur skuli hann vera fyrst og fremst fyrir innan- bæjarakstur. Hann telur, að þau atriði, sem áður fyrr drápu hugmyndina um raf- magnsbíþ.þ. e. a. s. ódýrt ben- zín en dýrt rafmagn, hafi nú snúizt við. Þessi bíll mun líkjast „sport-módelinu“ af Volks- wagen. Mun geta ekið 80 míl- ur á hlöðunum með um 75 km. hraða og hafa svipaða hraðaaukningu og Volkswag- en. Það mun taka 5 til 10 ár- um lengri tíma að smíða gang hæfan túrbínu-bíl. Ford mun nú vera að reyna túrbínur í TJiunderbird og í vörubíl, og má láta túrbínuna ganga fyr- Þyrnirós í New York OFT heyrist talað um fólk, sem liggur. í dái eftir slys eða áföll svo að ár- um skipti, en yfirleitt er þó slíkum sögum tekið var Iega. En frá New York sendir UPI þá fregn, að þar sé 12 ára stúlka, sem Iegið hefur í dái í sjö ár, eða síðan hún var 5 ára, Hún heitir Beverly Nils- son. Þegar hún var fimm ára lenti hún í bifreiðar- ir hvaða brennsluefni sem er, t. d. steinolíu. Það mun sennilega taka meira en tíu ár, áður en gang- hæfur loft-bíll kemur til sög- unnar, þótt ýmsir sérfræðing- ar álíti, að til greina komi ó- væntur hraði í þróun þeirra. Bíll þessi er hvorki flugvél né þyrla. Hann mun svífa á loft- púða, en ekki er gert ráð fyr- ir, að hann fari meira en fet yfir jörðu, og hann mun ekki komast yfir girðingar eða tré. Þessi bíll mun líkjast nokkuð hinum „fljúgandi diski“ Bret- anna, er nefnist Hovercraft. slysi og hlaut meiðsli, er leiddu til meðvitundar- leysis. Hún hefur verið nærð með því að dæla vökva inn í æðar og lækn- ar segja, að hún þroskist alveg eðlilega, hvað lík- amlegan vöxt og útlit snertir, en ekkert hendir til þess að liún muni vakna sínum langa Þyrnirósar- svefni. Hins vegar bendir eklcert sérstakt til þess heldur, að endi verði bund inn á þetta ástand með and láti. SiJurningin er: Á hún eftir að ná fullorðsins ár- um og verða fullþroskuð kona í dauðadái, allt sitt líf. Ingótfur Davfðsson: ur tæp gata framan í meln- um. Þar fyrir innan taka við gras- og lyngbrekkur, og er áin þpr greið yfirferðar. Þarna rákumst við félagar á aflöngu krækiberin hér og hvar um brekkurnar, m. a. sums staðar í útjaðri eini-' brúska. Berin reyndust í stærra lagi, meira eða minna aflöng og jafnvel einnig könt- ótt. Sátu bau öll á þeirri teg- und krækilyngs, sem dr. Hage rup hefur gert að sérstakri tegund og kallað er krumma- ljmg (Empetrum herinafrodit- um). Er sú tegund norrænni og meiri fiallaplanta en venju legt krækilyng (E. nigrum). Frú Guðrún í Örnólfsdal sagð- ist kannast mætavel við hin aflöngu krækiber; yxi t. d. miki.ð af þeim við Síðumúia- sel handan árinnar. Hefðu afi sinn og amma kallað þau ,,tunnuber“ og talið þau stærri og fljóttíndari en önnur krækiber. Tunnuberin af Kjarradal voru mæld þegar heim kom. Reyndust stærðar- hlutföll 6 berja þannig: Lengd Þvermál 10.5 mm 8.5 mm 11.0 — 9.0 — 9.5 — 8.0 — 8.5 — 7.0 — 9.2 — 8.0 — 9.5 — 8.0 — Þessar tölur gefa hugmyná um stærð og lögun berjanna. Hið gamla nafn „tunnuber“ er og mjög einkennandi. Tunnuberin munu vera þekkt hér frá fornu fari, þótt ekki sé þeirra getið í grasa- fræðiritum hérlendis. En vest an hafs munu vera til svipuð afbrigði. í Árbók I^erðafélags- ins 1958 segir svo í lýsingu á Illagili í Vesturhópi í Húna- vatnssýslu: „Austan til í gil- kjaftinum eru tvær Hring- myndaðar, djúpar lautir. Lít- ill gróður er þar, nema kræki- berjalyng. Þóítu berin ein- kennilega löng og stór og römm á bragðið". Þetta er ritað eftir frásögn Hannesar Jónssonar frá Þóreyjarnúpi, en hann var smali á Þverá og kom oft í Illagil á árunura 1899—1904. Síðan ég gat um tunnuberin á Kjarradal (i Tímanum 23. sept.) hafa bor- izt fregnir víðar að um slík ber. T. d. segist Jón Pálsson, póstmaður, hafa séð aflöng krækiber í Köldukinn á Ás- um í Húnavatnssýslu. Frétzt hefur einnig um þau úr Vatt- ardal í Barðastrandarsýslu og úr Mývatnssveit og Bárðar- dal. Frú Guðrún Stefánsdóttir frá Kverná í Grundarfirði á (Framhald á 10. síðu.) Alþýðublaðið — 20. ágúst 1959 JJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.