Alþýðublaðið - 08.09.1959, Side 3

Alþýðublaðið - 08.09.1959, Side 3
NYJU DEHLI, 3. sep. (Reuter). — Dalai Lama skírskotaði í dag til allra þjóða og allra landsstjórna heims um hjálp hinni hrjáðu og óhamingju- BÖmu tíbetsku þjóð til handa. 4 á ÓL ívefur? Á ÁRSÞINGI Skíða- sambands Islands, sem haldið var á Akureyri um helgina, var samþykkt að leggja til við Olympíu- nefnd fslands, að sendir verði f jórir íslenzkir skíða menn til keppni í fjalla- greinum Olympíuleikanna í Squaw Vauley í Banda- ríkjunum í vetur. — Skíða mennirnir eru Eysteinn Þórðarson, ÍR, Kristinn Benediktsson, ísafirði, Jóhann Vilbergsson, Siglu firði og Magnús Guð- mundsson, Akureyri. Ol- ympíunefndin á eftir að fjalla um málið, en það verður gert á fundi ein- hvern næstu daga, sagði Bragi Kristjánsson, for- maður Olympíunefndar- innar í viðtali við Alþýðu- blaðið í gærkvöldi. Hinn ungi „guð-kóngur“ T- beta bar þessa hjálparbeiðni frajp í ávarpi til heimsmála- deildar indverska þingsins. Dalai Lama sagði, að hann ætti einskis annars völ en biðja Sameinuðu þjóðirnar að íhuga mál Tíbeta, sem þegar lægi fyr ir aðalráðinu. Hann sagði, að hann væri fús að fallast á öll skynsamleg ráð önnur, en sem stæði virtist sem þetta væri eina leiðin sem unnt væri að fara. — Hann sagði, að áður en kínverskar hersveitir réðust inn í Tíbet, hafi það verið ó- háð konungsríki. „Saklausir menn, konur og börn, eru drep- in hópum saman daglega til þess að kínverska stjórnin nái markmiði sínu, að þurrka al- gjörlega út hina tíbetsku þjóð. WMWWMMWWWMMIWWW Glæpir gegn mannúðinni eru daglega framdir — og trúar- bragða glæpir. Þúsundir klaustra hafa verið jöfnuð við jörðu og helgigripir gjöreyði- lagðir“. Framhald af 1. síðu. Hugkvæmni Hannibais Var að flytja „alþingishátíðar- borðbúnað“ ríkisins til Kefla- víkur til notkunar í forseta- veizlunni. Eisenhower boðaði forföll Cieð eftirfarandi skeyti til for- Beta íslands í gærmorgun, svo- bljóðandi: „Mér var rétt í þessu til- kynnt að vegna veðurskilyrða gæti flugvél mín ekki lent á Islandi á leið okkar heim til Bandaríkjanna. Ég þarf ekki að lýsa því hversu leitt mér þykir að verða af þessu tæki- færi til að sjá enn einu sinni hið fagra land og að heim- sækja yður, þótt ekki hefði orðið ' nema stutta stund. Þakka yður innilega fyrir hið góða boð yðar til hádegisverð- ar. Með beztu kveðju og ósk- um til yðar og allra lands- manna. Dwight D. Eisenhower“. Eftir viðtöku þessa skeytis Bvaraði forseti íslands með eft- irfarandi skeyti: „Forseti Bandaríkja Ame- ríku herra Dwight D. Eisen- hower. Flugvél forseta Bandaríkj- anna. Ég þakka skeyti yðar í morgun og þrátt fyrir þau vonbrigði að veðurskilyrði hafa komið í veg fyrir lend- ingu, þá þökkum við yður vinsamlega ákvörðun að koma hér við og þiggja boð okkar. Ég óska yður mikils árang- urs í alþjóðlegu friðarstarfi, þjóð yðar allrar blessunar og yður sjálfum góðrar heim- komu. L Ásgeir Ásgeirsson“. HUGKVÆMNI Hannibals Valdimarssonar er furðuleg, þegar hann glennist á geyst- Ustu sprettunum í ræðu eða riti. Þetta sannast á Útsýn í gær. Þar birtist löng grein eftir Hannibal um ást hans á öldruðu fólki og fjandskap A1 þýðuflokksins við þá þjóðfé- lagsþegna, sem eiga honum alla sína hagsmuni og umbæt- ur að þakka. Og svo kemur rúsínan í pylsuendanum: Hann gefur í skyn, að Alþýðuflokkurinn hafi tapað á alþingi hlutkesti í sjö skipti af átta vegna þess að hann lét ekki Hannibal og Finnboga Rút bróður hans segja sér fyrir um afgreiðslu mála! Sé forstjónin orðin svona hliðholl Alþýðubandalaginu vegna ástar þess á aldraða fólkinu í landinu, þá hefur hún hins vegar gleymt að- gerðarleysi Hannibals Valdi- marssonar í þessum málum, meðan hann var félagsmála- ráðherra. Gæti útskýring þessi ekki verið efni í nýja grein eftir annan hvorn bróðurinn? HONG KONG, 3. sept. (Reuter) — Forsætisráðherra hins komm únistíska Norður-Vietnam, Pham Van Dong, hefur sent orðsendingu til aðalritara Sam- einuðu þjóðanna, Dag Hamm- arskjöld, og beðið þess, að „ó- réttmæt ákæra“ Laos-stjórnar á Norður-Vietnam verði ekki tekin til greina. Útvarpið í Hanoi skýrði enn- fremur frá því, að líkar orðr sendingar hefðu verið sendar í gær til forseta aðalráðs Sam- einuðu þjóðanna og öryggis- ráðsins. í orðsendingu forsætisráð- herrans sagði, að raunveruleg orsök átakanna í Laos væru af- skipti Bandaríkjastjórnar, sem miðuðu að því, að gera Laos að þandarískri herbækistöð. Löve 47,66 m. og Á ALÞJOÐAMÓTI í frjáls- íþróttum, sem fram fór í Ála- borg á laugardaginn, keppti Þorsteinn Löve, en hann var sem kunnugt er, einn af þre- menningunum sem tóku þátt í Leipzig-mótinu. Þorsteinn keppti bæði í kringlukasti og sléggjukasti og var sigursæll. Hann sigr- aði í kringlukasti með 47,06 m. kasíi, annar varð Normann, Svíþjóð, 44,92 m. og þriðji Wulff, Þýzkalandi, 43,70 m. f sleggjukasti sigraði Wulff með 55,80 m., annar varð Þor- steinn með 43,47 m. og þriðji Nielsen, Danmörku, 40,90 m. Keppéndur voru frá mörgum þjóðum. Fíllinn hans ESsen- howers erdáinn BRAZZAVILLE, Congó, 7. sept. — Fíll, sem Ful- bert Youlou, forsætisráð- Iierra Congolýðveldisins, hugðist gefa Eisenhower forseta, gaf upp öndina hér í Brazzaville síðast- liðinn föstudag, Youlou hafði tilkynnt Eisenhower síðastliðinn miðvikudag um gjöfina. Dánarorsök fílsins er ó- kunn og hann verður því krufinn. opnar sýningu FLÓKI NILSEN opnaði s. 1. laugardag sína fyrstu sýningu, í bogasal Þjóð- minjasafnsins. Eru það allt grafikmyndir, enda leggur Flóki, eini íslenzk- ra listamanna, eingöngu stund á þá listgrein. Sýn- ingin er mjög nýstáídeg og búast má við að mörg- um leiki hugur á að sjá hana. Myndin er tekin við opnunina á laugardag, — fremst á%enni er Flóki Nil sen. hinir eru skáldin Jón frá Pálmholti og Þor- steinn Jónsson frá Hamiri. JiiiimiiimiimiiiiiiiiimimiimimmiimiiiimiimmiiiiiimiimmimiiiimiiimimiiiiiimmmiiiiiiKmmimuuir SELFOSSI í gær. — Um átiándu sumarhelgina var í fyrsta sinn farinn á bílum all- ur hringurinn kringum Skjald breið. Laugardaginn 22. ágúst s.l. kl. 4 e. h. lögðu tveir jeppar frá Selfonsi af stað og var förinni heitið kringum Skjald breið. Bílstjórar voru Kjart- an Ögmundssón óg Sveinn Guðnason, mjólkurbílstjórar á Sélfossi. Við Ljósafoss slóst Böðvar Stefánsson, skóla- stjóri, með í förina. Alls voru 11 manns í þessari ferð. En bílstjórarnir eru þaulkunn- ugir á Grímsnesafrétti. Var nú ekið eins og leið lá á Þingvöll og Kaldadalsveg. Af Kaldadalsvegi var beygt í Brunnum og tekin stefna norð an við Sandfell og austur með Ilrúðurkörlum, um Lamba- hlíðar að Tjaldafelli og þang- að komið kl. 9 að kvöldi; en þar skyldi náttstaður hafður. Skömmu eftir að farið var úr Brunnum náðu ferðafólk- inu tveir jeppar úr Borgar- firði, sem urðu samferða og liöfðu sama nóttstað við Tjaldafell. Héldu þeir að morgni að Hagavatni og nið- ur Biskupstungur. Að morgni á sunnudag héldu Árnesingar áfram förinni vestan við Sköflungaháls að Mófellum vestan við Hlöðufell og niður með þeim að vestan, og þaðan var stefnt á Skriðuhnúk og svo niður með Skriðu, síðan vestur að Kerlingu, sem er hnúkur sunnan í Skjaldbreið. Þar er leitarmannaskýli Grímsnesinga og þaðan er illa rudd braut um Goðaskarð nið- ur á Hoffmannaflöt. Frá Tjaldafellum og að Skriðu hef ur aldrei verið ekið á bílum! fyrr. Er sú leið mjög ógreið- fær og seinfarin og ekki far- andi nema1 með leiðsögn kunn ugs manns. Sauðfé var þarna í innstu grösum við Þórisdal. Þess má geta, að enga rjúpu sá ferða- fólkið. Skrifað cftir frásögn eins bílstjórans. — J. K. "•■lii 111111111111111111 ii iiii ii iii iiii 11111111 iiimt 1111111111111(11 Ein umsókn um UM embætti skólameistara við Menntaskólann að Laugar- vatni hefur borizt ein umsókn, — frá Jóhanni Hannessyni, M. A„ bókaverði við Fiskesafnið í Cornellháskóla í íþöku. (Menntamálaráðuney tið). 06 SI6ARETTUR HONGKONG. — Þegar Kin-Cheung, fimmtugur verzlunarmaður hér í borg var dreginn fyrir rétt fyi ■ ir skemmstu og sakaóur um að svíkjast um að i- greiða fráskilinni konu sinni tíu dollara fram- færslustyrk á mánuði, tjáði hann dómaranum, að hann gæti ekki staðið við I greiðslurnar af því hann hefði fyrir hjákonu og átta | börnum að sjá. Þ,á litlu peninga, sem | eftir væru, bætti hann | við, þarfnaðist hann til |: kaupa á sígarettum. Dómarinn skipaði Kin- i Cheung að reykja minna. / Alþýðublaðið — 8. sept. 1959 £ 5iiiminiimíiunmiiiiiuHiiuiiiJuiuimiiniuiiiumHmii!iHiiiu!nniiU'j!:!’:!::!!í!!'i!!j!*!!iii!iumii!ii!miiiii»ir

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.