Alþýðublaðið - 08.09.1959, Side 12
40. árg. — Þriðjudagur 8. sept. 1959 — 191. tbl.
Engar nýjar innrásir
á indvérskt landsvæði
Fregn til Alþýðublaðsins.
Flateyri í gær.
TRILLUBÁlTURINN Bliki
frá Flateyri lenti í talsverðum
Viðskipíi við
Tékkóslóvakíu
AÐ undanförnu hafa farið
fram í Prag viðræður um við-
skipti íslands og Tékkóslóvak-
íu á tímabilinu 1. september
1959 til 31. ágúst 1960. Lauk
ljeim hinn 2. september s. 1. með
undirskrift samkomulags um
vörulista þá, sem gilda eiga
þetta tímabil. Samkomulagið
undirrituðu formenn tékk-
nesku og íslenzku samninga-
nefndanna, þeir Frantisek
Schlegl og Jónas H. Haralz
ráðuneytisstjóri.
Er gert ráð fyrir verulegri
aukningu á sölu íslenzkrar nið-
ursuðuvöru og landbúnaðaraf-
urða til Tékkóslóvakíu, og einn
ig nokkurri aukningu á sölu
freðfisks, frystrar og saltaðrar
síldar og fiskimjöls. Gert er
ráð fyrir auknum kaupum ís-
lendinga af vefnaðarvöru, hjól-
börðum, gólfdúk, gúmmískó-
fatnaði, sykri, rafmagnsvöru
og járn- og trjávöru.
íslenzku samninganefndina
skipuðu, auk Jónasar H. Har-
alz, þeir dr. Oddur Guðjóns-
son og Árni Finnbjörnsson,
ræðismaður. Nefndinni til
ráðuneytis voru fulltrúar frá
Sambandi ísl. samvinnufélaga
og Verzlunarráði íslands, þeir
Agnar Tryggvason og Þorvarð-
ur Jón Júlíusson.
hrakningum um helgina. Fór
báturinn í róður á fimmtudag
en á laugardag lýsti Slysavarna
féilagið eftir honum, þar eð
hann var þá ekki kominn til
hafnar. Var þá skýrt frá því,
að síðast hefði hann sést inni
á Fljótavík og var talið að hann
hefði verið þar að veiðum.
í kvöld kl. 7,30 kom bátur
inn að landi. Skýrðu mennirnir
svo frá, að þeir hefðu ver:ð að
veiðum en farið nn á Fljótavík
til þess að taka vatn. Hafði
hellzt niður hjá þeim vatn. En
er þeir héldu út aftur var orðið
mjög sjóótt. Héldu þeir þá sjó
fram á sunnudag og voru á
tímabili að hugsa um að hleypa
í strand í Hornavík. Ekki varð
þó af því. títvarpstæki höfðu
þeir um borð og heyrðu tilkynn !
ingu Slysavarnarfélagsins en
ekki gátu Þeir látið,um sig vita.
í gær gátu þeir loksins látið bát
vita um sig. Mennirnir voru 2
um borð, Gunnar Valdimarsson
og Friðrik Þórisson.
FYRRI hluti keppninnar um
titilinn „Un-gfrú Reykjavík
1959“ fór fram í Tivoli s. 1.
sunnudagskvöld. Komu þar
fram sjö stúlkur en þrjár for-
fölluðust fyr'e keppnina. Veð-
rr var ekki ákjósanlegt og voru
áhorfendur því ekki eins marg-
ir og búast hefði mátt við. — í
þessum fyrri hluta keppninnar
komu stúlkurnri- fram í kjól-
um, og verða fimm þeirra vald-
ar til úrslitakeppni og koma þá
fram á sundbolum. Urslita-
keppnin átti að fara frarn í
gærkvöldi, en var frestað vegna
veði'rs, en hún verður strax og
veður leifir, Eld-J verður um
neina framhaldskeppni í útlönd
um að ræða að þessu sinni, en
fyrstu verðlaun eru flugferð til
Mallarka og tíu daga dvöl þar,
önnur vrcðlaun eru flugferð til
London.eða Kaupmannahafnar.
Þetta er fyrsta keppni um tit-
ilinn „Ungfrú Reykjavík“ og
standa forstöðumienn Tivoli fyr
ir henni.
Engel Lund heldur
tónleika
TÓNLISTARíFÉLAGIÐ held
ur tónleika fyrir styrktarmeð-
limi sína miðvikudags- og
fimmtudagskvöld kl, 7. Engel
Lund syngur þjóðlög frá 9 lönd
um. Páll ísólfsson ieikur undir.
MIIIIIIIIIIIIflllIIIIIIIIIIIIIIIlIIlIlIIIIfllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIfiMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIiaillllllMllllr
= L
| Hálmstrá Þjóðviljans: Tíminn |
I er á
ÞJÓÐVILJINN reynir á sunnudag að afsaka það
| frumhlaup sitt að senda utanríkisráðherrum Norðurland
= anna tóninn og saka þá um fjandskap við íslendinga í
| landhelgismálinu. Þó er kommúnistablaðið ólíkt varfærn
I ara eftir ummæli Jens Otto Krags og Halvards Lange,
| enda ekki ósennilegt, að almenningsálitið hafi stungið
| þykkskinnunginn. íslendingar gera sér áreiðanlega Ijóst,
| að bessi framkoma í landhelgismálinu getur aðeins skað-
| að íslenzka málstaðinn.
En Þjóðviljinn hefur eitt hálmstrá. Það er sú dæma-
| lausa tiltektarsemi Tímans að taka undir við kommún-
= istahlgðið og gera frumhlaup þess að sínu. Þjóðviljinn
r endurprentar uppsuðu Tímans á orðum og afstöðu komm-
I únistablaðsins pg segir því næst: Hér geta menn séð, Tím
| inn er á sama máli, og1 hnífurinn gengur ekki á milli Al-
| þýðubandalagsins og Framsóknarflokksins.
Hálmstráið er hins vegar ósköp veikt. Athæfi Þjóð-
| viljans batnar ekkert við það ólán Framsóknarflokksins,
| að Tíminn skyldi detta kylliflatur í sama forarpollinn.
Þetta mætti verða til þess, að Tíminn reyndi að hafa
| aðra og skárri stefnu í landhelgismálinu en nasnaspörk
1 Þjóðviljans.
NÝJU DELHI, 7. sept. (Reuter)
— Nehru, forsætisráðherra Ind
land, skýrði í dag frá mótmæl-
um Indverja til kommúnista-
stjórnar Kína vegna innrása
á indverskt landsvæði og
handtöku indverskra manna í
Tíbet.
Nehru skýrði neðri deild ind-
verska þingsins ennfremur svo
frá, að engar breytingar hefðu
orðið á 'norðaustur takmörkum
ríkisins síðan 24. ágúst síðast-
liðinn, þegar hann gaf skýrslu
um íhlutun Kínverja.
Nehru gaf þessar yfirlýsing-
ar, þegar blaðið Indian Ex-
press hafði það eftir óöruggum
heimildum, að kínverskar her-
sveitir hefðu ráðist inn í
Lahauldalinn í Punjab.
Nehru sagði, að þar hefði
ekkert gerzt, a. m. k. ekki svo
hann vissi. Indverskar her-
sveitir væru á verði á landa-
mærunum og þær mundu ekki
liggja á liði sínu.
Einn meðlima hægri arms
Jan Sangh-flokksins sagði þá í
þessu sambandi: „Við höfum
það á tilfinningunni, að við sé-
um leyndir einhverju varðandi
það, sem er að gerast í þessu
máli“.
Húnerdáin
BREZKA kvikmyndaleik-
konan, Kav Kendall, lézt á
sjúkrahúsi í London í fyrradag.
Hún „sló í gegn“ fyrir nokkr-
um árum í gamanleik, sem
varð mjög vinsæll í London og
hét: „Bell, book and candle“.
Þar lék hún aðalhlutverkið á
móti Rex Harrison. Þau gengu
í hjónaband skömmu síðar.
Síðan hefur hún leikið all-
mikið og getið sér góðan orð-
stí. M. a. lék hún í London að-
alhlutverkið í leikriti.því, sem
í íslenzkri þýðingu var nefnt
„Tengdasonur óskast“ og sýnt
var í Þjóðleikhúsinu s. 1. vetur.
Neifa að vinna
eftirvinnu
ÞEGAR starfsmenn í
einni járnsmiðjunni hér í
bæ fengu skattseðla sína,
ofbauð þeim svo, að þeir
ákváðu á stundinni, að
neitg algerlega að vinna
eftirvinnu. Þeir sögðu sem
svo: Það borgar sig ekki
að vinna eftirvinnu. Þetta
fcir allt í skatta. Margir
hafa sömu sögu að segja.
Kay Kendall var á 33. ald-
ursári þegar hún lézt.
UM TVÓLEYTIÐ á sunnu-
daginn varð 5 ára gamall direng
ur fyrir bifreið í Hlíðunum. —
Hann höfuðkúpubrotnaði. — I
gær var líðan hans eftir öllum
vonum.
Drengurinn hafði farið út eft
ix' hádegið til þess að léika sér.
Mun hann hafa hlaupið út á
götu og þvert fyrir bifreið, sem
iiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii átti þar leið um,
Lögreglan og sjúkrabifreið
var þegar kvödd á staðinn, og
var drengurinn fluttur á Slysa-
varðstofuna og að lokinn rann-
sókn þar á Landsspítalann.
í gær fengust þær upplýsing-
ar, að drengnum líði vel eftir
atvikur.^. Var vonast til, aðl
meiðsli hans væru e/ki mjög al-
varleg. Drengurinn heitir Svein
björn Egill Hauksson, til heim-
lilis að Mávahlíð 43.