Alþýðublaðið - 12.09.1959, Side 4

Alþýðublaðið - 12.09.1959, Side 4
Útgefancil, Alþý'öuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: ingólfur Kristíánsson. — Ritstjórar: Bene'dikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- lngasími 14 906. — Aösetur: Alþýðuhúsiö. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgata 8—10. Undrunarefni Reykvíkinga REYKVÍKINGAR tala þessa dagana mikið um útsvör sín og skatta og kennir í því efni margra , grasa. Pétur undrast, að honum skuli gert að greiða meira en Páli, og Jóni dettur í hug, að framtal Sigurðar hafi kannski ekki verið nákvæm- lega í samræmi við tekjurn'ar. Og svo er hneyksl- azt og jafnvel reiðzt, en það er svo sem ekki ný saga. Þetta gerist ár hvert, þegar niðurjöfnunar- nefndin í höfuðstaðnum hefur lokið starfi sínu. Auðvitað er erfitt að ræða þessi mál í heild, hvað þá í einstökum atriðum. Fyrirkomulag út- svaranna og skattanna er einkennileg flækja, sem úr þyrfti að greiða, gera kerfið einfaldara og auð- skiljanlegra venjulegu fólki og leitast við að láta þegnana búa við sama hlut um opinberar greiðsl- ur. Allir vita, að svo er ekki eins og nú standa sak- ir. Og misréttið er hróplegt ranglæti. En eitt er Reykvíkingum mikið undrunar- efni varðandi útsvörin og skattana. Maður spyr mann, hvernig á því geti staðið, að borgarar, sem allir vita að njóta góðrar afkomu og her- ast sæmilega á, eiga stórar og dýrar íbúðir og hafa ráð á að aka í lúxusbílum og fara í sigl- ingar, þegar þeim og konum þeirra þóknast, bera léttari byrði útsvara og skatta en verka- menn við höfnina eða iðnaðarmenn í verksmiðj- um og á verkstæðum. Hér er ekki verið að gefa í skyn, að þessum borgurum sé hlíft við álög- um eða að þeir séu skattsvikarar. Alþýðublaðið vildi aðeins geta frætt lesendur sína á því, hvernig á þessu stendur. Það skilur mætavel nefnt undrunarefni Reykvíkinga. Er ekki sannleikurinn sá, að með sérstakri kunnáttu á lögmálum flækjunnar geti A sloppið betur við útsvörin og skattana en B? Og hvernig er með það skrýtna ákvæði að leggja á eftir efn- um og ástæðum, þegar verkamanninum og iðnað- armanninum eru ætlaðar þyngri byrðar en borg- urunum, sem berast mikið á við mörg tækifæri? Hér þarf hreint borð. Almenningur vill fá að vita leyndardóm þessarar sérgreinar — og hann á kröfurétt á því. Allsherjarátkvæðagreiðsla um uppsögn samn inga fer fram í húsi félasins í dag laugardag inn 12. þ. m. frá kl. 3 til 10 e. h. og á morgun sunnudaginn 13. þ. m. frá kl. 1 til 9 e. h. Stjórnin. M » 'ENN um allan heim fylgj ast af óttablöndnum áhuga með þeim atburðum, sem orð- ið hafa á landamærum Ind- lands og Kína, og það leynir sér ekki, að víða sýnist mönn- um, sem Pekingsstjórnin hafi stofnað friðinum í alvarlega hættu með ágengni sinni. Á síðasta ári hefur hver atburð- urinn rekið annan, sem veikt hefur trú Indverja á því, að unnt sé að lifa til frambúðar í sátt og samlyndi við hið kommúnistíska Kína. Það er greinilegt, að fjöldi fulltrúa í indverska sambandsþinginu hafa misst alla þolinmæðina og þeir eiga eftir að krefjast þess af stjórn sinni, að hún taki upp harðvítugri stefnu gagnvart Kína og kommúnism anum í heild. Atburðirnir í sambandi við stjórnarkrepp- una í Kerala varpa Ijósi á al- menningsálitið. Það var svo fjandsamlegt kommúnistum, að stjórnin varð að grípa til róttækra aðgerða. Indversku blöðin birta svo að segja dag- lega greinar til varnaðar gegn stefnu kommúnismans, bæði í Indlandi sjálfu og annars stað- ar í Asíu. Smáríkin við Norð- urlandamæri Indlands, Bhut- an og Sikkim, hafa látið í ljós ótta við ágengni Kínverja í Himalaja, og Nehrú forsætis- ráðherra Indlands hefur heit- ið þeim fulltingi Indlands, ef sjálfstæði þeirra sé í hættu. Atburðirnir í Tíbet höfðu feiknarsterk .áhrif í Indlandi. Og þó að Nehrú forsætisráð- herra og nánustu ráðgjafar hans hafi ekki viljað taka upp mjög ákveðna stefnu enn, virð ist einsýnt, að Indland á ekki um annað að velja en veita harða mótspyrnu gegn kom- múnismanum. SlJMIR eru ef til vill enn að velta því fyrir sér, hvers vegna í ósköpunum Kínverj- ar hleypa þessum ófriðaræf- ingum af stað einmitt nú. En skýringin er nærtæk. Þeir HVERT STEFNIR IASÍU? virðast vera öfundssjúkir í garð Krústjovs fyrir það, að hann skuli einn fara á fund við Eisenhower til að ræða heimsmálin fyrir hönd kom- múnismans í heiminum. Pek- ingstjórn vill, að það sé á al- manna vitorði, að það sé ekki bara á Vesturlöndum, sem um er að ræða vandamál, og það verði að taka tillit til Kína ef draga eigi úr ófriðarhættu og reyna að skapa varanlegan H a n n es á h o r n i n u 'jíj- Enginn hefur gefið sig fram. Nýtt hlutafélag stofnað. •fe Einn, sem hjápað hefur til með upp- gjöf, verður atvinnu- Iaus. ÍZ Ráðagóður hrepp- stjóri. ENGINN HEFUR ENN gefiS sig fram til að kenna mér að semja skattskjtrslu um næstu áramót. Ef til vill stafar þessi tregða sérfræðinganna af því að þeir álíti að það sé enginn slægur í mér. Maður veit þó aldrei. Til mála gæti komið, að kaup kennarans miðaðist v.ið það, sem és .slyppi við fyrir hans atbeina. Ég feir ekki fram á annað en að mér sé kennt. Eg skal svo sjá um hitt. En allt verður að vera löglegt. HINS VEGAR hafa nokkrir komið að máli við mig af tilefni auglýsingar minnar ög í hvert sinn hef ég heldið, að þeir æti- uðu að bjóðast til að kenna rnér. En annað varð uppi á teningn- um Þeir vildu allir fá að njóta góðs af þeirri kennslu. sem ég ætti í vonum. Þegar svo var komið fór ég að hugsa málið og nú hef ég tekið ákvörðun. Ég stofna hlutafélagið: Skattskrá- in h.f. Ég fæ hlytafé_frá .þess- um náungum, tek síðan gjald af þeim fyrir kennsluna. Tapa á rekstrinum á næsta ári og get þess. vitanlega á skattskýrslu minni. ÉG IIEL.D að ég sé á réttri leið, en er bó ekki alveg viss um það. Mip- vantar mann til þess að kenna mér það hvernig ég á að farP að bví að stofna h.f.-ið og síðan að kenna mér færslui'nar allar frá upphafi og þar til jiær lenda á skatfskýrslu minni Sem sagt. Menn geta keypt hlutabréfin hjá mér. Verð þeirra. afföll og allt það auglýsi ég ekki. IJpplýsingar ekki gefnar í síma, heldur að- eins prívat. OG SVO FÉKK ÉG í gær eft irfarandi bréf frá ,,Saklausum“. i Ég held að hann ljúgi ekki til nafns. Hann segir: „Ég var að enda við að greiða skattinn minn, og mér leið ósköp vel .Nú hafði ég gert mitt til þess að all ui' þessi hópur bænda og útgerð armanna, sem eru á framfæri mínu og annarra, mætti fá að njóta sín og hafa.eitthvað til að bíta og brenna. Ég fór mér því ósköp hægt á leiðinni heim og naut rigningarinnar, sem draup á mig eins og hvem annan. En Adam var ekki lengi í Paradís. Áður en ég vissi af gekk fram á frið. Með því að hleypa af stað sjónarspilinu í Laos og á landa mærum Indlands og ef til vill seinna annarra landa, getur Kínastjórn gert Krústjov erf- iðara fyrir. Ef þetta hefur við nokkur rök að styðjast, hlýtur að hafa komið til alvarlegs á- greinings milli Moskvu og Peking. OnNUR skýringartilraun er sú, að leiðtogarnir í Peking hafi þurft á að halda einhverj- um hávaða til þess að draga athygli þjóðarinnar frá mis- tökunum innanlands einkum í efnahagsmálum. Það er sögu- leg staðreynd, að einræðisland býr til vandamál utan landa- mæranna, þegar það er í nauð um statt heima fyrir. Þá er tækifæri til að leggja áherzlu á það, að föðurlandið sé í hættu og róttækar ráðstafanir innan lands séu nauðsynlegar. HvER sem tilgangurinn með ógnunum Pekingstjórnar- innar kann að vera, bæði í Laos, þar sem mest alvara er á ferðum, eða á landamærum Indlands og nágrannaríkja þess í Himalaja, er ljóst, að þær koma af stað stefnubreyt- ingu í mörgum löndum Asíu. ^Meirihluti þessara ríkja hafa byggt stefnu sína á því, að skipta sér ekkert af nágrönn- um sínum og gera ráð fyrir friðsamlegri sambúð við þau. Þau hafa horft með vantrú á varnarsamíök vestrænna þjóða. En í framtíðinni virðist jarðvegur fyrir betri skilning á þeim og samvinnu við hlut- laus ríki í Austurlöndum. Það eru verk kommúnista sjálfra, sem reka Asíuþjóðir út á sömu braut og Evrópuþjóðirnar. Tellur. míg kunningi minn einn. sem einmitt er smáútgerðarmaður, en svo stendur á að ég hafði hjálpað honum við bókhald fyr ir bát hans síðastliðið ár. Hann var bá ekki alveg jafnkátur og ég, hafði allt á hornum sér, bölv aði veðrinu og flestu öðru og þá ekki sízt skattavfirvöldunum. OG SVO VAR HANN mér sárgramur. sagðist ekki skilja hvernig ég hefði farið að því að ganga svo frá framtali hans, að hann yrði að greiða yfir fimm- tán þúsund krónur í úísvar. Sagði mér jafnframt að kunn- ingi sinn. sem einnig gerði út einn bát af svipaðr slærð og hans vær, greiddi ekki nema 5 búsund kr. Ég spurði hvernig það mætti ske, nema að sá bát- ur veiddi ekkert. Jú, veiðin var svipuð hjá báðum. en Það, sem gerði hamingjumuninn væri það, að þessi félagi hans heföi haft vit á að láta löggiitan end- urskoðanda semja reikmnginn fyrir sig og það ylli því að skatt ui'inn gæti ekkert sagt. Vitan- lega réði ég honu.m, til að róa á þau mið næst og bað féllst hann vitanlega á. Heldurðu, Hannes minn. að hann hafi verið að skrökva að mér?“ NEI. ÞAÐ HELD ÉG EKKI- Annars veit ég það ekki með neinni vissu. Ekki hefur neinn löggiltur endurskoðandi snúið sér til mín og boðið aðstoð sína. Hins vegar frétti ég af ágætum hreppstjóra. sem komst í hrein ustu vandræði vegna þess, að útgerðarmenn í hans plássi höfðu ekki framtöl sín í sam- ræmi svo að sumir hefðu þurft að borga mikið og aðrir ekki neitt. Hann réðist í það, að ka^la útgerðarmennina fyi'ir sig og lét þá samræma framtölin nið- ur í ekki neitt Það bar góðan árangur. Hannes á horninu. 4 12. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.