Alþýðublaðið - 12.09.1959, Side 5
ÞETTA er Drake ofursti
(til hægri á myndinni) við
fyrstu olíuborholuna í Oil
Creek Valley. — Skyldi
hann hafa órað fyrir því,
hve stórkostleg áhrif olíu-
námið hefði á iðnþróun-
ina. Vafalaust ekki.
v IÐ, SEM LIFUM á tímum
tækniþróunar gerum okkur
oft ekki grein fyrir, að ekki
eru nema rúmlega 100 ár síð-
an grundvöllur mestu fram-
fara nútímans var lagður. 27.
ágúst síðast liðinn voru 100
ár síðan fyrst var borað eftir
jarðolíu, en á henni grund-
vallast nútímaiðnaður að
miklu leyti. Olía hefur verið
þekkt um árþúsundir, bæði í
gamla og nýja heiminum vall
olía upp á yfirborðið, ónotuð
að mestu. En neyðín kennir
naktri konu að spinna, og það
var einmitt neyðin, sem kom
mönnum upp á lagið með að
Dr. Gunnlaugur
Þórðarson:
ár sýnmga
r
OLIA
ÆVINTYRIÐ HOFST
FYRIR 10« ÁRUM
notfæra sér olíuna. Frá fyrstu
tímum hafði lýsi verið notað
til ljósmetis víða um heim, á
seinni tímum aðallega hval-
lýsi, en um miðja síðustu öld
var svo komið, að Grænlands-
hvalnum var nær útrýmt með
ofveiði og allt útlit var fyrir,
að ljósmetisskortur vofði yfir.
Eitthvað varð að gera. Olía
rann víða ofanjarðar og sums
staðar hafði hún verið notuð
til ljósa, meðal Araba og Indí-
ána í Súður-Ameríku. Ferða-
langurinn spænski de Soto
getur um olíu í Texas árið
1543. En engum hafði dottið
í hug að hægt væri að nota
hana í stórum stíl til almenn-
ingsnota.
CÍEORGE Washington —
fyrsta forseta Bandaríkjanna
— virðist hafa dottið í hug,
að olían kynni að vera dýr-
mætt efni. 1753 var hann á
ferð í Pennsylvaníu og keypti
þar olíulindir og í erfðaskrá
sinni telur hann þessar lindir
dýrmætustu eign sína. Samt
sem áður leið heil öld áður en
tekið var að nytja olíuna.
Læknir í TitusviTle í Penn-
sylvaníu fór með olíu til Yale-
háskólans og lét rannsaka,
hvort ekki mætti nota hana
á lampa. Rannsóknir leiddu í
Ijós, að hún var mjög heppi-
leg til þeirra nota — og þar
með fór skriðan af stað.
borholunni. Drake og menn
hans urðu að dæla olíunni upp
á yfirborðið og náðu þeir um
það bil 300 lítrum á dag, en
fyrir það magn fengu þeir 100
dollara, svo hagnaðurinn var
góður eftir þeirra tíma mæli-
kvarða og verðgildi pening-
anna. Olíufundurinn vakti
mikla eftirtekt og þúsundir
manna streymdu til Pennsil-
vaníú til að taka þátt í olíu-
ævintýrinu.
Þ,
löndum og VenezúeTa. Banda-
ríkin framleiða 7 milljónir
tunna af þeim 19, sem fram-
leiddar eru, en nota 9 mill-
jónir, og verður því að flytja
tvær milljónir inn. Að lokum
má geta þess, að það var olíu-
skorturinn, sem olli Þjóðverj-
um hvað mestum erfiðleikum
síðustu ár síðari heimsstyrj-
aldarinnar og átti ríkastan
þátt í ósigri þeirra. Hitler vissi
um þennan möguleiká, en hélt
að hann mundi hafa sigrað
áður en olíuskorturinn segði
til sín.
Frakklandi: —
sem vinna
AÐ VAR fasteignasali frá
Cleveland í Ohio, sem hafði
hugmyndaflug til að gera sér ^ ANNECY
grein fyrir hversu gífurlegir Hinir 12o menn,
möguleikar hér höfðu opnazt. Rrakklandsmegin að jarðgöng-
Hann hét John D. Rockefeller unum gegnum Mont Blanc, hafn
og var aðeins 19 ára, er hér gert 48 klst. yerkfall til þess að
yar komið sogu, Óþekktur með krefjast meiri launa, betri að-
öllu af almenningi, en þeir, búnaðar og meiri öryggisráð-
B,
‘ ANKAMENN í New York
ákváðu að gera tilraunir með
að bora eftir olíu í Pennsyl-
vaníu, en það var fyrsta til-
raunin í sögunni til þess að
vinna olíu í stórum stíl. Hinn
frægi Colonel Drake var feng-
inn til.að stjórna verkinu og
hóf hann starfið með þremur
mönnum. Gekk verkið illa,
enda enginn hentugur útbún-
aður til. Eftir að hafa unnið
að borunum í eitt ár var kom-
ið á tuttugu metra dýpi og
27. ágúst 1859 vall olía upp úr
sern voru kunnugir töldu víst,
að hann hefði meirl verzlun-
arhæfileika en almennt ger-
ist. Hann stofnaði þegar í stað
félag um hagnýtingu olíu.
1870 var svo hið alþekkta
Standarú Oil stofnað og tíu
árum síðar hafði það raun-
verulega einokun á olíuiðnaði
Bandaríkjanna. Aðferðir John
D. bæði við að sigra keppi-
nauta sína og halda verka-
mönnum í skefjum voru ekki
alltaf til fyrirmyndar né hald
ið á lofti af Rockefellerfjöl-
skyldunni. 1911 var Standard
Oil-auðhringurinn leystur upp
en þá höfðu önnur olíufélög
eflzt svo, að aðgerðir stjórn-
arvaldanna gegn Rockefeller
höfðu lítil áhrif.
HéR VERÐUR EKKI rakið
hve gífurleg áhrif atburður-
inn 27. ágúst 1859 hefur haft
fyrir nútímaþjóðfélag. Fyrsta
olíudælan dældi upp 300 lítr-
um af olíu á dag, en nú er
dagleg olíuframleiðsla 19 mill-
jónir tunna eða 3,2 milljarð-
ir lítra. Níu tíundu hlutar olíu
framleiðslunnar koma frá
Bandaríkjunum, Mið-Austur-
°g
stafana. Jarðgöngin undir Alp-
ana eiga að tengja saman Frakk
lnd og ítalíu.
SEGJA má með sanni, að
nú sé töluvert um að vera í
myndlistarlífi höfuðborgar-
innar, því svo óvenjulega vill
til, að nú standa yfi,r 3 mynd-
listarsýningar hér í bæ. Áður
en fjallað verður um þær
þykir mér viðeigandi að
minnast hér með fáum orðum
hinnar ágætu listakonu Krist
ínar Jónsdóttur, sem er ný-
látin.
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR
var mikilhæf listakona, sem
vann verk sín af einlægni og
auðmýkt. Yfir verkum henn-
ar er sérstakur „kultur“,
enda var hún vel menntuð í
list sinni, sem svo skýrt kom
fram í mjög athyglisverðum
erindum, er hún flutti um
myndlist í ríkisútvarpið eigi
alls fyrir löngu. Eins og kunn
ugt er var hún gift Valtý Stef
ánssyni ritstjóra, sem um
langt skeið sýndi myndlist-
inni sérstakan velvilja, með-
an hann vár formaður mennta
málaráðs, Frú Kristínar Jóns
dóttur mun jafnan verða
minpzt sem eins af brautryðj-
endum íslenzkrar nútíma
myndlistar og er nú skarð
fyrir skildi þar sem hún áður
var.'
SÝNING HARÐAR
Hörður Ágústsson listmál-
ari opnaði sýningu í Lista-
mannaskálanum fyrir réttum
hálfum mánuði síðan, en hann
hélt sýningu síðast hér 1954,
og er þetta fjórða sjálfstæða
sýning hans hér, en auk þess
hefur hann tekið þátt í fjöl-
mörgum samsýningum. Á þess
ari sýningu Harðar eru 30 olíu
málverk, vatnslitamyndir og
margar teikningar eða upp-
drættir.
Eftjp sýningu þessari að
dæma virðist listamaðurinn
nú aftur horfinn inn á þá
braut, sem hann var á fyrir
um það bil tíu árum síðan,
sem sé rómantíska abstrakt-
ion, sem hefur vissan natur-
alistiskan bakhjarl,, vissulega
hefur hann nú betri tök á
verkum sínum vegna aukinn-
ar reynslu og þekkingar, þó
eru honum óneitanlega mis-
lagðar hendur, þegar hann, ef
svo má orða það, spennir lita-
bogann upp. Mér virðist Herði
hafa tekizt betur í myndsköp-
un, þegar hann byggði á
strangri geometriskri abstrak
tion5 enda naut hið ríka „arki
tektoniska instinkt“ hans sín
miklu betur í slíkum verkum.
Á sýningunni hafa 9 myndír
selst.
SÝNING VALGERÐAR
Frú Valgerður Hafstað opn
aði sýningu í Sýningarsal Ás-
mundar Sveinssonar að
Freyjugötu sl. þriðjudag, er
þetta önnur sjálfstæða sýning
listakonunnar. Á þessari sýn
ingu eru 19 olíumálverk og 7
gouachemyndir. Hefur lista-
konunni farið mikið fram írá
því að hún hélt síðustu sýn-.
ingu og fá listr'ænir hæfileik
•af hennar ekki dulizt. Verk
hennar "erú samanofin af ná
kvæmri tilfinningu fyrir jafn,
vægi lita og á stundum næst-
um af hlédrægni. Yfir þeim er
bjartur blær og þau geta við
fyrstu sýn virzt 'all einhæf,
en svo er þó ekki við nánari
gát. Sum skírskota til manns
á sérstæðan og skemmtilegan
hátt, eru allt að því natúral-
istísk.
Því verður ekki neitað, að
eins og svo mörg dæmi era
til, hefur listakonan orðið fyr
ir áhrifum af verkum manns
síns, franska málarans André
Enar3.
SÝNING FLÓKA
Loks opnaði nýliði í mynd-
listinni, Alfreð Flóki Nielsen,
sýningu í Bogasal Listasafns-
iris í vikunni. Á þeirri sýn-
ingu eru um 80 blek- og blý-
antsteikningar og að vonum
er sú syning ekki í sama
flokki og fyrr taldar sýning-
ar. Myndirnar virðast flestar
vera skólaverk og gætir þann-
ig í béiih áhrifa frá ólíkustu
myndlistarmönnum, eri hi’nn
unga byrjanda skortir að sjálf
sögðu bæði þekkingu og
reynslu til að tileinka sér þau
áhrif eða vinna úr þeim. Því
er ekki tímabært að fjölyrða
né meta um listræria hæfi-
leika þessa unga manns.
Þeir, sem vilia fylgjast með
í heimi íslenzku myndlistar-
innar, ættu að gefa sér tóm
til þess að skoða þtissar 3 sýn-
ingar' ’ G. Þ.
A
U,
IM ÞESSAR mundir stendur
yfir vertíð í Mexíkóflóa, sem
minnir meira en lítið á síldar-
vertíðina við íslandsstrendur.
Og fiskurinn, sem bandarísku
fiskimennirnir keppast um að
veiða í nætur sínar er einmitt
síldartegund, sem kallast men-
haden, 12—16 tommu löng og
er einkum veidd vegna lýsis-
ins. Um það bil 2 000 000 000
pund af þessari síld eru veidd
árlega í Bandaríkjunum og
stunda venjulega 220 skip veið
arnar árléga í Mexíkóflóa og
meðfram Atlantshafsströnd-
inni, og 75 flugvélar aðstoða
við síldarleitina. En menhad-
en-síldin er duttlungafull eins
og frænka hennar við ísland
og þrátt fyrir öfluga aðstoð
flugvélanna við veiðarnar eru
þeir skipstjórar hæstir, sem
hafa lag á að hugsa eins og
fiskurinn, sem þeir eru að
reyna að veiða. Samkeppnin
er hörð og enda þótt sjómenn
hafi það fyrir reglu að segja
ekki ósatt frá er aðrir sjó-
menn spyrja þá frétta um afla
brögð eru alltaf leiðir til að
leyna sannleikanum án þess
að segja beint ósatt.
Síðan flugvélar voru teknar
í notkun við veiðarnar, en það
var árið 1945, hefur veiði
hvers báts aukizt um 50—75
af hundraði. Núna kemst veiði
eins báts upp í 10 000 tonn.
Flugvélarnar eru á ferðinni
yfir veiðisvæðinu níu til-tólf
klukkustundir á degi hverj-
um meðan vertíðin stendur.
Á hverjum morgni tilkynna
þær bátunum hvar helzt er
veiðivon og allan daginn fylgj
ast þær með torfunum. Þegar
bátarnir eru komnir á miðin
benda flugvélar þeim á, hvar
þéttustu torfurnar eru, tveir
bátar eru sendir af stað og
verða sjómennirnir að hafa
hraðar hendur, því að men-
haden-síldin er snör í snún-
ingum og getur sloppið und-
an veiðimönnunum, ef ekki er
gripið fljótt í taumana. Á und
an nótabátnum fer lítill bátur
og fer með miþlum hraða út
fyrir íorfuna og bíður þar.
Flugmaðurinn fylgist vel með-
öllu og stýrir raunverulega
nótabátunum. Þeir byrja að
draga nótina kringum torf-
una. Flugmaðurinn yfirgefur
ekki bátinn fyrr en síldin er
örugglega komin inn í nótina.
Þá hverfur flugvélin á brctt
(Framhald á 10. síðu.)
Alþýðubíaðið — 12. sept. 1959