Alþýðublaðið - 06.11.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. — Framkvæmdastjori: lngolfur Kristjánsson.
— Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson
(áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg-
Vin GuSmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs-
lngasími 14 906. — A'ðsetur: AlþýSuhúsiS. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins,
Hverfisgata 8—10.
Viðskipti og hótanir
ÞAÐ hefur vakið furðu hugsandi manna, að
nota utanríkisviðskipti í innanlandsdeilum um
stjórnmál á þann hátt, sem þeir gera þessa dag-
ana. Er raunar á köflum erfitt að skilja, hvort
skrif Þjóðviljans um markaðina í Austur-Evrópu
ber að skilja sem hótun til hinna stjórnmálaflokk-
anna eða áminningu til Sovétríkjanna.
Kjarni þessa máls er sá, að um viðskiptin
við AusturEvrópulöndin er ekki deilt hér á
landi. Þau eru mikil og að flestu leyti hagkvæm,
enda eðlilegt að eyþjóð í úthafi leggi megin-
landsþjóðum til fisk. Þess vegna dettur engusn
heilvita manni í hug eyðilegging þessara mark-
aða og allt tal um slíkt er ábyrgðarlaus áróður.
Hins vegar munu hinir raunsýnu Sovét-Russ
ar vafalaust skilja það betur en íslenzkir komm-
únistar, að hugsandi menn hér á landi vilji ekki
verða neinum of háðir í viðskipum og vilji sem
flesta trygga markaði fyrir framleiðslu okkar. Þeir
munu einnig skilja þær eðlilegu viðskiptaástæður,
sem valda því, að íslendingar vilja hafa sem mest
an frjálsan gjaldeyri til umráða í innkaupum sín-
um. Loks munu þeir vafalaust skilja ugg íslend-
inga við það, að Sovétríkin, Pólland og Austur-
Þýzkaland byggi svo mikla fiskiflota, að þessi
ríki verði óháð innflutningi á fiski frá okkur.
Kommúnistum þarf að lærast, að það er
hvorugum aðila til góðs að reyna að gera sér póli-
tískt áróðursmál úr þessum viðskiptum. Ef þeir
vilja vinna traust hjá þjóðinni, ættu þeir að sýna
örlítið jafnvægi í þessum efnum og vilja til þess
að halda hreinskilnislega fast á viðskiptahagsmun
um íslands gagnvart öllum aðilum.
Afturhald tíl vinstri
ÍSLENDINGAR lifa nú ár mikilla umsvifa á
sviði stjórnmálanna. Þó verður ekki deilt um þá
staðreynd, að í framtíðinni mun kjördæmabreyt-
ingin bera höfuð og herðar yfir viðburði ársins og
standa á síðum sögunnar löngu eftir að dægurmál
eru gleymd. Það var stórskref í áttina til aukinna
mannréttinda og jafnræðis milli borgara lands-
ins.
Einn af þeim smáviðburðum, sem munu
fljótt gleymast, er tilraun Framsóknar til að telja
þjóðirmi trú um, að hún sé hinn eini sanni vinstri
flokkur í landinu. En hvernig samrýmist sú
vinstri stefna afstöðu flokksins í stærsta máli
ársins? Var ekki afstaða Framsóknar í þessu
mannréttindamáli hreint afturhald af verstu
tegund frá sjónarmiði almennra mannréttinda?
Og hver varð var við baráttu Framsóknar
fyrir vinstrimálum eins og auknum tryggingum,
ellilífeyri, fjöískyldubótum? Var það vinstri
stefna að tala af fyrirlitningu um hina flokkana
sem „höfuðstaðarflokka“, eins og framsóknar-
menn gerðu um land allt, og ala þannig á tor-
tryggni milli landshluta? Þannig mætti lengi
telja.
Dómur sögunnar um þetta ár verður sá, að
Framsóknarflokkurinn hafi • komið fram sem
mesti hægri- og afturhaldsflokk-ur landsins.
Hannes
á h o r n i n u
Kristmann kemur til
•fc dyranna eins og
hann er ltiæddur,
^ Huldusveinn í mann
heimum.
ýV Nýtt orð: Ókvæði.
9.
Um túlkun í óska-
lögum sjúklinga.
ÍSOLD HIN SVARTA, svo
nefnir Kristmann Gwðmunds-
son fyrsta bindi sjálfsævisögu
sinnar. Ég hef nú lokið við að
lesa þessa bók — og ég segi:
Kristmann kemur til dyranna
eins og hann er klæddur. Fáir
þekkja Kristmann Guðmunds-
son eins og hann er í raun og
veru. Ég er alls ekki að halda
því fram, að þó að ég hafi þekkt
hann og fylgzt vel með honum
síðan hann var ungur og aðeins
með skáldagrillur, eins og baö
var kallað, þá þekki ég hann til
hiítar.
SANNLEIKURINN ER SÁ, að
ÞAR SEM ORÐIÐ ókvæði
hefur misprentazt í áðurnefndri
- greih, vil ég nota tækifærið til
að vekja á því athygli og mælast
til þess, að það verði tekið í
notkun um þá tegund skáldskap-
ar, sem það á að tákna, en hið
fáránlega og að mér finnst
heimskulega orð atómljóð verði
lagt niður. Tel ekki ástæðu til að
færa fleiri rök fyrir þessum til-
mælum, enda virðist þetta svo
einfalt og sjálfsagt mál.
ÉG HEF eins og aðrir lands-
menn fylgzt með því hversu
þáttur hljómlistarinnar hefur
aukizt stórkostlega í útvarpinu
undanfarin ár. En þó að mér og
mörgum öðrum þyki hér um of-
vöxt að ræða og ofmötun fyrir
eyru hlustenda, skal það ekki,
gert að umtalsefni hér.
EINN ER SÁ ÞÁTTUR liljóm-
listar, sem við hjónin, bæði orð-
in öldruð, hlustum á hvenær sem
við fáum færi á, en það er þátt-
urinn Óskalög sjúklinga, sem
fluttur er á hverjum laugardegi.
í þessum þætti eru oft gömul
lög, gamlir kunningjar, sem
notalegt er að hlusta á og stund-
um ágætt. En þáttur þessi hefur
tvennt að bjóða, þarf hvort-
tveggja að vera í lagi, svo vel
fari. Annað er sjálf hljómlistin,
hitt er kveðjurnar og lestur
þeirra. Því miður verð ég að
telja lestur kveðjanna í megnu
ólagi, og furðar mig mjög á að
ekki skuli vera að því fundið af
sjálfri stofnuninni, er sér um
þáttinn, og ráðin bót á.
STÚLKAN, SEM FLYTUR
kveðjurnar og sér um hljómlist-
ina, hefur mjög slæma rödd fyr-
ir útvarpið, loðna og þróttlausa,
þó er það ekki hið versta, held-
ur þylur hún kveðjurnar svo
hratt og lágt, að við hér norður
frá eigum mjög örðugt með að
fylgjast með þeim, nema með
því að stilla útvarpið svo hátt,
að hljómlistin verði óþægileg.
Þarf helzt að stilla sérstaklega á
kveðjurnar og lækka síðan fyrir
hlj ómlistina.
EF MENN KÆRÐU SIG ekk-
ert um kveðjurnar, væri allt í
lagi, en margur hefur ánægju
af að vita, hver sendir, og til
þess mun einnig ætlast, að kveðj
urnar birtist. En til þess að svo
megi verða, þarf að bæta um
flutning þeirra, og ætti stjórn
útvarpsins ekki að verða nein
skotaskuld úr því, ef hún vill
gera það. Það skal tekið fram,
að meðan Ingibjörg Þorbergs sá
um þennan þátt. var engin á-
stæða til að kvarta.“
Hannes á horninu.
Krismann hefur alltaf lifað inn-
hverfu lífi. Hann er ekki í raun
og veru sá hinn sami, sem blasir
við manni á götu, í samræðum,
eða yfir nautasteik í Nausti.
Hann er einna helzt kornungur
sveinn, sem starir á mann og
bíður eftir einhverri lífsfyllingu
frá samferðamönnum sínum, en
finnur sjaldan, næstum aldrei.
Ein ástæðan fyrir því, að hann
finnur ekki það, sem hann leitar
að, er sú, að hann hrekkur sjálf-
ur undan of fljótt.
MENN GETA vitanlega deilt
um ýmislegt í bók Kristmanns.
Það geta menn gert um allar
bækur, en svona er Kristmann.
Hann er hálfgerður huldusveinn
í mannheimum, enda fékk hann
veganesti frá huldusýnum í
bernsku, sem hafa e::zt honum
fram á þennan dag og vnunu
endast þangað til kvennavoðinn,
sem hann talar svo mikið um,
slokknar og stóra, dökka andlit-
ið fölnar. Það er aðalatriði við
skráningu endurminninga sinna
að myndin, sem þær gefa, sé
sönn. Myndin, sem Kristmann
gefur af sjálfum sér — ekki sízt
milli línannna, er sönn.
J. G. SKRIFAR: — „Fyrir
nokkru birtist í Alþýðublaðinu
greinarkorn, er fjallar um Ár-
bók Þingeyinga. í grein þessari
stendur meðal annars þessi máls
grein: ,,f bókinni eru engin á-
kvæði og tel ég það útgefendum
til sóma.“ Sýnilegt er, að orðið
ákvæði hefur misskilizt og því
misprentazt. Orðið á að vera ó-
kvæði, merkir hin svonefndu
atómljóð og er að mínum dómi
ágætt og mjög táknrænt fyrir
þennan samsetning. Orðið ó-
kvæði mun hafa verið myndað
hér norðanlands fyrir fám árum
og er því sennilega alls óþekkt
reykvískum prenturum og próf •
arkalesurum.
einangrun-
argler
er ómissandl
í húsið,
12056
CUDOGLER HF ..
iBXéH/nUMOtTiV
UM þessar mundir eru geysi-
legar annir í prentsmiðjum og
bókbandsvinnustofum hér í bæ
vegna útgáfu jólabókanna. Hef-
ui." verið svo um hríð, og verður
vafalaust enn um sinn, að prent
smiðjur eru pantaðr langt fram
í tímann og engin leið að koma
þar verki að. Sums staðar hefur
verið unnið á vöktum allan sól-
arhringinn langan tíma.
Alþýðublaðið kynnti sér' lít-
illega í gær hverjar væru mark
verðustu jólabækurnar að þessu
sinni. Fara nokkrar upplýsingar
um það hér' á eftir.
ÆVISÖGUR STEPIIANS G.
OG gunnars gunnarss.
Helgafell gefur m. a. út Ævi-
sögu Stephans G. Stephansson-
ar eftir próf, Sigurð Nordal,
ævisögu Gunnars Gunnarsson-
ar eftir sænskan prófessor, síð-
ai'a hluta Kvæðasafns Magnús-
ar Ásgeirssonar og Sölku
Völku. Þá mun Helgafell einn-
ig gefa út kvæðabókina „í sum
ardölum" eftir Hannes Péturs-
son, eú bók verður jafnframt
nóvember-bók Almenna bóka-
félagsins.
RITGERÐASAFN
EINARS KVARAN OG
FRUMSTÆÐAR ÞJÓÐIR
Auk bókar Hannesar Pétur's-
sonar mun Ritgerðasafn eftir
Einar H. Kvaran koma út hjá
A.lmenna bókafélaginu. Er það
desember-bók þess; önnur des-
emberbók verður' Frumstæðar
þjóðir eftir Edward Wenger jr.
Er hún myndskreytt mjög, m.
a. með litmyndum. Gjafabók
félagsins á þessu ári verður
„Þrjú Eddukvæði“, er Sigurð-
ur Nordal býr til prentunar og
Jóhann Briem myndskreytir.
Aukabók verður doktorsritgei'ð
Selmu Jónsdóttur listfræðings,
„Dómsdagurinn í Flatatungu“.
IIJARN OG HEIÐMYRKUR
NAUTILUS Á NORÐURPÓL
Bókaútgáfan Skuggsjá gefur
út m. a. Hjarn og heiðmyrkur,
en það er ferðasaga þeirra
Fuchs og Hillary yfir Suður-
skautslandið. Enn fremur Nau-
tilus á Norðurpól, og er um ferð
bandaríska kafbátsins Nautilus,
er þangað sigldi fyrir
skemmstu. Ferð án ehda heitir
bók, sem Peter Freuchen er
höfundur að, Sumar á Hellubæ
efti rMargit Söderholm og Sátt-
ir að unna eftir' Teresa Charies.
Auk þessa koma út ýmsar
barna- og unglingabækur hjá
Skuggsjá.
MATTHÍAS, FREUCHEN OG
SÉRA SIGURÐUR í HOLTI
ísafoldarprentsmiðja gefur
alls út 26 bækur. Meðal þeirra
eru bækurnar Heimshöfin sjö
Framhald á 10. síðu.
Kaupum
hreinar
prjónatuskur
ialdursgötu 30
Barnadýnur
Sendum heim.
Sími 12292.
H 6. nóv. 1959 — Alþýðublaðið