Alþýðublaðið - 06.11.1959, Page 11
27. dagur
yrði hamingjusamur, eins og
Adele hafði lofað að gera
hann. Hún hafði trúað henni
þegar • hún sagðist aldrei
svíkja hann aftur, en nú ef-
aðist hún um að það væri
rétt.
Hún heyrði að hann ók inn
stíginn og inn í bílskúrinn,
fótatak hans á malarstígnum
fyrir framan húsið og úti-
dyrnar opnast.
Hún beið - þess að hann
kæmi upp, hlustaði á hvíslið
meðan hann talaði við Adele
í forstofunni. Loks kom hann
inn.
Hún komst við þegar hún
sá hve þreyttur hann var.
Hana langaði til að ganga til
hans og leggja hendurnar um
hálsinn á honum og segja
honum að hún elskaði hann
og meðan hann þarfnaðist
hennar yfirgæfi hún hann
ekki. í stað þess sat hún kyrr
í stólnum og hreyfði sig ekki.
,,Hvernig líður henni?“
hvíslaði hann.
Bunty opnaði augun og
þau fylltust af tárum. Hún
reyndi að rétta fram hend-
urnar.
„Pabbi —“
„Hvernig líður kerlingunni
minni?“
Hann þrýsti henni að sér
og kyssti á hár hennar. Svo
lagði hann hana á koddann.
Hann tók upp úr sitt og at-
hugaði æðarsláttinn, áhyggju-
fullur á svip.
. „Hefur hún verið mikið
veik?“
,,Já“.
„Eabbi, fer mér ekki að
batna?“
„Yitanlega, ástin min. Þér
líður vel á morgun“.
„Mamma var vond af því að
ég er veik“.
Leigh herpti varirnar sam-
an.
„Ég kem strax aftur, elsk-
.... áparið yður hlaup
& íaaifli œargra veralana!
WKUOöl
ö öm
«EWI!
-AuSturgtxggCi
an“, sagði hann. „Jill líka.
Vertu góð stúlka meðan við
förum til Florrie og ungfrú
Evans“.
Hann fór með Jill út úr her-
berginu.
„Ég held að hún megi ekki
vera ein í nótt“.
„Ég skal vaka hjá henni,
Leigh".
„Ekki allan tímann, elskan
mín. Við skiptumst á. Því mið
ur segist Adele vera hálf las-
in“.
„Ó, Leigh! Heldurðu að hún
sé að verða veik?“
„Nei, áreiðanlega ekki, hún
vill ekki hjúkra henni“.
Hún leit áhyggjufull á
hann.
„Sumir geta ekki verið hjá
veiku fólki, Leigh.“
„Er það?“
IJún vissi ekki hverju svara
skyldi.
„Ég ætti víst að líta á hin-
ar“.
„Ég held að ungfrú Evans
sé betri“.
„Guði sé lof fyrir það, mér
virtist hún ætla að sleppa
vel“.
Hún lagði hendina á hand-
legg hans.
„Ertu mjög þreyttur?“
„Nei“.
„Verðurðu að fara aftur?“
„Já“. Hann tók fast um
hendur hennar. „Þakka þér
fyrir að þú komst, ástin mín“.
„Ó, Leigh, láttu ekki svona.
Eins og ég hefði getað gert
annað þegar þú þarfnaðist
mín“. Hún leit á hann með á-'
hyggjusvip. „Viltu ekki borða
eitthvað?"
„’Kannski, en þó held ég að
ég hafi enga matarlyst. Ég
ætla að fá mér eitthvað að
drekka“.
„Þú verður að borða. Það er
mjög þýðingarmikið að þú
borðir, þetta getur staðið í
nokkra daga“.
„Það er víst áreiðanlegt“.
Hún fór inn til Bunty þegar
hann var farinn og sá að hún
var sofandi. Hún ákvað að
hætta á að hún vaknaði ekki,
ef hún kallaði, myndi Leigh
heyra til hennar.
Hún flýtti sér niður í eld-
hús. Frú Ford var farin. Hún
leit inn í ísskápinn og fann
kjötleifar og salat. Hún hug-
leiddi hvort óhætt væri að
taka til mat eða hvort Adele
reiddist því. Það væri betra
fyrir Leigh að borða eina
brauðsneið en ekkert.
„Ég var að furða mig á því
hver væri hér.
Þegar hún leit við sá hún
að Adele stóð í dyragættinni.
„Bunty er sofandi svo mér
datt í hug að vita hvort ég
gæti ekki gert eitthvað hér
niðri“.
yður fyrir. Nema yður langi
í eitthvað að borða. Ég verð
að segja fyrir mitt leyti, að
það að sjá svona marga veika
rændi mig matarlystinni“.
„Ég hélt að Sanders læknir
ætti að fá sér eitthvað að
borða. Hann þarf að fara aft-
ur út og er mjög þreytulegur.“
„Hann segist ekki vera
þreyttur“, sagði Adele stutt í
spuna. „Ég bauðst til að taka
til mat fyrir hann, en hann
sagðist ekki vera svangur11.
„Haldið þér ekki að það
ætti samt að taka til mat fyr-
ir hann?“
„Umhyggja yðar er stórkost
leg!“ sagði Adele fyrirlitlega.
Jill fann að hún roðnaði.
Síminn hringdi og hún fór og
tók tólið af án þess að segja
eitt orð. Það var einn sjúkl-
ingurinn enn. Hún skrifaði
nafnið niður og fór upp á loft
þar sem hún mætti honum í
dyrunum að herbergi Bunty.
„Ég var að gefa henni
sprautu. Ég held að hún bæri
ekki strax á sér. Er Adele bú-
in að búa um í gestaherberg-
inu fyrir þig?“
„Hún hefur ekki talað neitt
um það hvar ég ætti að sofa.
En það er nógur tími til að
tala um það. Frú Draycott var
að hringja. Jimmy er fár-
veikur. Hann er með háan
hita 'og öll einkenni matar-
eitrunar11.
„Þá er víst bezt að ég fari
þangað“.
„Fáðu þér að minnsta kosti
eitthvað að drekka áður“.
„Ef þú vilt fá þér glas með
mér“.
Jill hikaði.
„Ég held ekki —“
Hann lagði hendina á axlir
hennar.
„Þetta eru ekki venjulegar
kringumstæður. Þó ég hefði
hitt þig í fyrsta skipti í dag
og þú værir aðeins vingjarn-
leg, ókunn kona, hefði ég
heimtað að þú fengir þér eitt
glas með mér“.
„Allt í lagi“.
Adele kom fram úr eldhús-
inu með smurt brauð á fati.
„Ég smurði þetta fyrir þig,
Leigh“.
GBANNARNiB Hálfan lítir af vatni á vélina.
W’
,Það held ég ekki, þakka
á
„Þakka þér fyrir“. Svo
spurði hann snögglega: „Þetta
er víst ekki brauð frá Salt-
ford?“
„Vitanlega ekki. Ég sendi
frú Ford til Abbotts“.
Leigh kinkaði ánægður
kolli. „Gott. Við vitum að vísu
ekki enn hvort það var brauð-
ið, en maður er aldrei of gæt-
inn“. Hann fékk sér brauð-
sneið. „Hvað ætlið þið Jill að
borða?“
„Ég er ekki svöng, en ef ung
frú Faulkner vill fá eitthvað,
þá —“
„Ég vil ekkert", sagði Jill,
„þakka yður fyrir. Ef ég má,
þá langar mig að hringja til
móður minnar. Ég lofaði
henni að hringja í kvöld og
láta hana vita hvernig allt
gengi“.
Leigh kom með glas inn
fyrir hana. Hann hélt á sínu
eigin glasi og borðaði brauð-
sneið.
„Adele er að búa um þig
inni í gestaherberginu".
„Ég hefði helzt viljað gera
það sjálf. Ó, Leigh —“
„Hvað er að?“
„Er það rétt gert af mér að
vera hér?“
„Ég véit ekki hvernig ég
færi að án þín“.
Adele sat hjá Bunty um
stund eftir að hann fór. Þeg-
ar hann kom aftur eftir tvo
tíma, fór hún niður og Jill
tók við. Það þurfti ekki að
hugsa meira um ungfrú Ev-
ans. Hún var slöpp og las-
burða en hún var mikið betri.
Florrie var líka á batavegi.
Það var Bunty sem var veik-
ust.
Adele leit á Leigh, sem var
að hengja upp frakkann sinn.
„Ég var að koma frá Bunty.
Hún sefur vært. Ungfrú
Faulknep er hjá henni núna.
Ég skil ekki hvers vegna þarf
að sitja hjá henni“.
„Er það ekki?“
Adele greip andann á loft.
„Elskan mín, vertu ekki
svona óvingjarnlegur við
mig“.
„Fyrirgefðu“.
Hann fór út úr herberginu
og hún heyrði að hann fór
upp á loft. Hún sat við eldinn
og velti því fyrir sés, sem
hafði skeð. Þegar síminn
hafði hringt um morguninn
og það var Jill Faulkner sem
spurði Leigh að því hvort hún
gæti fengið frí í dag, hafði
hún glaðst yfir því að heim-
sókn hennar kvöldið áður
hafði borið ávöxt og hún
ætlaði að fá sér aðra vinnu.
Það gát svo sem verið að hún
ætlaði' það é'nn, en nú hafði
matareitrunin orsakað það
hún var komin heim til
þeirra og ætlaði meira að
sofa þar um nóttina.
Hún vissi að Leigh fyrir-
leit að hún gat ekki hugsað
um Buny. Hann skildi ekki
að hún gat blátt áfram ekki
haldið við ennið á fólki og
hellt úr spýjubökkum. Henni
datt sem snöggvast í hug að
það hefði verið heimskulegt
af henni að snúa aftur heim,
en hún vissi, að það var enn
heimskulegra af henni að ef-
ast um að þar hefði hún
breytt rétt. Símahringingin
frá Ronnie þá um kvöldið
hafði sýnt henni svart á hvítu
hve gáfulegt það hafði verið
að segja skilið við hann. Hann
var að reyna að fá hana til
að snúa aftur til hans, hótað
henni að koma til hennar og
koma illu af stað. Hún hafði
MINJASAFN bæjarins. Safn
deildin Skúlatúni 2 er opin
daglega kl. 2—4. Árbæfar-
safn opið daglega frá kl. 2
—6. Báðar safndeildir eru
lokaðar á máaudögum. .
"k
Systrafélagið Alfa,
Eins og auglýst var í blað-
inu í gær, heldur Systrafélag-
ið Alfa sinn árlega bazar
sunnudaginn 8. nóvember í
Félagsheimili verzlunar-
manna, Vonarstræti 4. Verð-
ur bazarinn opnaður kl. 2 e.
h. stundvíslega. Þar verður
mikið um hlýjan ullarfatnað
barna, og einnig verður ýmis-
legt, sem hentugt gæti orðið
til jólagjafa. Það, sem inn
kemur fyrir bazarvörurnar,
verður gefið til bágstaddra.
Allir velkomnir.
k
Sunnudagaskóli
guðfræSideildar Háskólans
tekur til starfa sunnudag-
inn 8. nóv. kl. 10.30 f. h. í
kapellu Háskólans. Öll börn
velkomin.
★
Verkakvennafélagið
Framsókn
minnir félagkonur á bazar-
inn, sem haldinn verðurinið-
vikudaginn 11. þ. m. Vinsam-
legast komið gjöfum til baz-
arsins sem fyrst í skrifstofu
félagsins, Hverfisgötu 8—10,
opið alla virka daga kl. 4—6
e. h.
Ríkisskip.
Hekla fer frá
Rvík á morgun
austur um land í
hringferð, Esja er
á Akureyri á aust
urleið. Herðu-
breið er á Austfjörðum á suð
urleið. Skjaldbreið er í Rvík.
Þyrill er í Rvík. Skaftfelling
ur fer frá Rvík í dag til Vest-
mannaeyja.
Skipadeild SÍS.
Hvassafell er í Reykjavík.
Arnarfell fór í gær frá Ósk-
arshöfn áleiðis til Rostock og
Stettin. Jökulfell er væntan-
legt til New York 9. þ. m.
Dísaríell fer í dag frá Gufu-
nesi áleiðis til Hornafjarðar.
Litlafell er á leið til Reykja-
víkur að austan. Helgafell fór
í gær frá Gdynia áleiðis til ís
lands. Hamrafell er í Reykja
vík.
Eimskip.
Dettifoss kom til Reykja-
víkur 3/11 frá Hull. Fjallfoss
fer frá New York í dag til
Reykjavíkur. Goðafoss fer frá
New York 12/11 til Reykja-
víkur. Gullfoss fer frá Reykja
vík í dag kl. 17 til Hamborg-
ar og Kaupmannahafnar. Lag
arfoss kom . til Rotterdam
3/11, fer þaðan til Antwerp-
en, Hamborgar og Reykjavík
ur. Reykjafoss er í Hamborg.
Selfoss kom til Hull 4/11, fer
þaðan til Reykjavíkur. Trölla
foss fór frá Hamborg 31/10,
var væntanelgur til Reykja-
víkur í morgun. Tungufoss
fór frá Rostock 4/11 til Fur,
Gautaborgar og Reykjavíkur.
*
Frá Guðspekifélaginu.
Reykjavíkurstúka Guðspeki-
félagsins heldur fund í
kvöld, föstud. 6. þ. m. Id.
3.30 á venjulegum stað. —
Fundarefni: Gretar Fells
svarar spurningum. Kaffi
með kökum. Félagar, sækið
vel. — Allir velkomnir.
Alþýðublaðið — 6. nóv. 1959 J