Skírnir

Árgangur

Skírnir - 02.01.1856, Blaðsíða 37

Skírnir - 02.01.1856, Blaðsíða 37
XXXIX Ósk um rúnaletur af síeinum frá íslandi. IiúN*LETUR á steiniim er citt af merkilegustti menjum fornaldarinnar, og hefir þó ekki verið sinnt svo mjög sem vera ætti. Finnur Slagnússon hefir fyrir laungu síðan skýrt frá rúnasteinum þeim sem þá voru kunnugir á Is- landi (Antiqv. Annall. iv, 313—366); en síðan hafa margir steinar fundizt þar á ymsum stöðum. Ef nokkur vildi lakast á hendur að búa til nákvæma mynd slikra steina, og lýsa þeim í alla staði nákvæmlega , og svo að lýsa letrinu, eða öllu því sem á steinunum stæði, og draga það upp, einnig að gjöra lilraunir að ráða letrið, eptir því sem næst yrði komizt, þá væri tncð þessu unnið mjög þarft verk, og eflaust mætti þar af leiða mikinn frtíðleik, þeim til léttis sem iðka fornmálið og fornritafræði allskonar. En þessu getur ckki orðið við komið til hlílar nema tneð tilstyrk þeirra manna sem eru í nánd við þá slaði, þar sem rúnasteinar standa eða finnast. Ristíngin er optmiáð og verður varla deild með augum, svo að menn verða að gæta opt að stöfunum, og á ymsum tímuni dags, eptir því sem Ijósinu hagar, bæði á morgna og uin hádegis bil og eptir sólsetur á kvöldum , því þá kemur rislíngin opt helzt í Ijós. Fyrirhöfnin er ekki mikil, því rúnirnar eru ckki margar, cn strikin bein, svo hver einn getur dregið letrið upp, ef hann gefur sér að eins tíð til þess og hefir þolinmæði á því. Ef maður útvegar sér svo stórt bréf, sem þarf, og leggur það á letrið, og heldur bréfinu föstu, svo ekki nuddist fram og aptur, tekur siðan svart vax og nýr yfir, þá fær maður mynd rúnanna hvíta á bréfinu, en hitt verður dökk- grátt eða svartgrátt. Slíkan uppdrátt er vandalaust að gjöra, og það getur hver einn , en bréfið og vaxið má fá frá fornfræðafélaginu, þegar þess væri óskað af þeim sem vildi búa til slíka uppdrætti. I timaritum fornfræðafélagsins eru margar ritgjörðir um rúnasteina, og aðrar fornmenjar með rúnaletri á eður öðru fornu letri; þessar ritgjörðir eru bæði á dönsku, sænsku, frakknesku og ensku. Rafn etazráð, sem hefir samið margar af þessum ritgjörðum, hefir í hvggju að semja einnig ritgjörð „um forninenjar með rúnaletri á Islandi”, og fornfræðafélagið mundi með sérlega mikilli ánægju þakka hverjum þeim, sem þar að vildi styrkja, að verk þetta yrði sem fullkomnast. fiessvegna yrði það með þakklátsemi meðtekið, ef fornfræðavinir á íslandi vildi svo vel gjöra að búa til og senda uppdrætti og lýsíngar af slíkum fornmenjum, og væri mjög æskilegt, að þetta yrði sent að svo miklu leyti sem mögulegt væri nú í haust 1856, svo það yrði jafnskjótt hagnýtt til áðurnefndrar ritgjörðar, en að öðrum kosti svo fijótt sem orðið gæti. Uppdrættina og lýsíngarnar má senda annaðhvort til etazráðs C. C. Rafn, Kronprindsensgade Nr. 40, eða til Jóns Sigurðs- sonar, skjalavarðar við fornfræða félagið og forseta bókmentafélags deildar- innar í Iíaupmannahöfn, Östervold Nr. 486. B. 2. Sal.

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.