Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1892, Blaðsíða 45

Skírnir - 01.01.1892, Blaðsíða 45
Bókmenntir. 45 ember 1871 byrjaði hann fyrirlestra á Kaupmannahafnarháskóla um höf- uðstrauma í bókmenntum nítjándu aldar. Kvað hann Daui vera orðna á eptir tímanum, þyrfti að leiða hina nýju, andlegu framsóknarstrauma, sem rynnu með fullri rás í stórlöndunum, inn yfir danskan jarðveg, áður nokk- uð nýtilegt gæti í honum gróið. Þjóðin lifði í andlegum doða og mændi á hina liðnu tið, í stað þess að vinna verk sitt og gera sína eigin tíð jafnsnjalla tíð feðra sinna. Hinn sterki straumur gegn stjórnarbyltingunni miklu og afleiðingum hennar, sem var í Evrópu fyrri hluta 19. aldar, væri löngu útrunninn og aðrir strauraar i staðinn komnir í öllum löndum Ev- rópu, nema í Danmörk. Þar væru menn dagaðir uppi, þeir væru hræddir við öll tákn og merki hins nýja tíma og vildu helzt loka það allt úti, og una sjer í næði við gott og gamalt. Einkum tók Brandes hart á prest- unum og rjeðust þeir líka á hann með öllum vopnum sínum. Ungir og efnilegir menn fylktu sjer nú um hann og gerðu hann að átrúnaðargoði. Margir þeirra urðu' frægir seinna, Holgeir Drachmann, J. P. Jacobsen, Sophus Schandorph o. fl. Aptur var ekki sparað að kalla hann trúleys- ingja, guðniðing, siðferðislausan mann, fjanda ættjarðinnar og þviumlíkt. Þegar Hauch, prófessor í fagurfæði, dó 1872, þá var enginn liklegri við að taka en Brandes. Hauch hafði sjálfur á banasænginni nefnt, að hann stæði þar næstur. En baráttan um hinar nýju hugmyndir hans var svo sterk, og hatrið gegn honura var svo stækt, að embættið var látið vera autt og óskipað, heldur en að setja í það mann, sem „spillti hinni ungu kynslóð". Brandes gaf út með bróður sínum Edvard Brandes tímaritið „Det nittende Aarhundrede" (nítjánda öldin) og flutti það margar fróðlegar og ágætar greinir frá hinni ungu kynslóð í Danmörk. En stappinu linnti ekki og varð Brandes svo leiður á því, að þegar tímaritið hætti 1877, fór hann til Berlínar og bjó þar í 5 ár. Gaf hann margt út á þýzku, enda er hún honum jafntöm og móðurmál hans. Bitaði hann bréf þaðan til „Morgenbladet" í Höfn og komu þau seinast út í bókarformi. Höfuðrit Brandesar er „Hovedströmninger i det nittende Aarhundredes Litteratur11 (aðalstraumar í bókmenutum nítjándu aldar). Þetta mikla rit byrjaði að koma út 1872 og er því nýlokið. Hann lýsir mörgum stefnum, en aðalatriðið er þó hér, eins og ætíð hjá honum, að lýsa einstökum mönn- um og konum, að lýsa sálarlífi höfundanna. Hann dæmir ekki eina bók, eitt rit fyrir sig, heldur skyggnist inn í það sálarlíf, sem bókin er sprottin fram af og reynir að komast fyrir, hvernig hún er sprottin þar fram af og hvers vegna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.