Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1892, Page 55

Skírnir - 01.01.1892, Page 55
Bókmenntir. 55 á Jivi, að þegar Björnstjerne heyrir að einhver kunningjakona þeirra í nærsveitunum á bágt, þá býður hann henni heim til sín. Hún fær heim- ili hjá honum og er enginn munur gerður á henni og öðrum, sem eru þar fyrir, og hýr hún hjá honum þangað til réttist úr fyrir henni. Þeg- ar hann nefnir þær fyrir gestum sínura, þá segir hann: „Þetta er ein af vinkonum okkar, sem býr hjá okkur. Hún gerir það fyrir okkur. Og þetta er ein af heztn vinkonum okkar, sem heflr lofað okkur að hún skuli vera hér. Henni verðið þér að kynnast11, o sv. frv. Maður verður þess skjótt var, að Björnstjerne getur ekki lifað án þess að hjálpa öðrum. Þessvegna berst hann með svo miklum ofsa og ákafa fyrir þeim framför- um þjóðar sinnar, sem honum finnst hún eigi að taka. Björnson býr með heimiiisfólki sínu líkt og norskir stórbændur í forn- öld. Vinnufólkið er við hann og hann við það eins og það sé skyldfólk, en veður þó aldrei uppi við hann. Hann fylgir einB fast og honum er unnt setningunni: „Allt sem þér viljið að mennirnir gjöri yður skuluð þér og gera þeim“. Hann hefir stundum látið rífa niður kofa, sem verka- menn hans hjuggu í, til þess að reisa þeim betri hús. Þegar hann kem- ur heim úr utanlandsferð, þá færir hann hverjum einstökum þeirra gjafir. Opt hefir hann farið með fátækling upp á kornloptið sitt og fyllt sjálfur poka hans með korni. Auðvitað getur hann ekki hjálpað öllum og þykir honum þá fyrir. Ekki einungis á heimili hans, heldur líka í öllum nærsveitunum er hann átrúnaðargoð manna. Þeir trúa því fullt og fast, að í honum sé engin vond taug. Þegar hann féll frá hinni kristnu kirkjutrú, þá urðu þessir sterktrúuðu bændur mjög hryggir, en þeir treysta houum i öllu, ept- ir sem áður. Þegar einhver segir þeim eittlivað ljótt um Björnson, eða þegar honum er hallmælt i orði, eða í blöðunum, þá lita þeir hver upp á annan, hrista höfuðið og glotta fyrirlitlega. Þeir þekkja hann of vel og þeir missa aldrei traustið til hans, hvað sem sagt er um hann. Björnson talar ekki svo hálfa klukkustund við mann, að hann finni ekki hvað í honum býr. Hversu andlega fátækur, magur eða skrítinn, sem maðurinn er, þá getur hann sett sig í stað hans, fundið hvað helzt er að brjótast í honum og hvers vegna. Þegar Björnstjerne var hérumbil fertugur, þá breytti hann töluvert skoðunum sínum. Hann hafði þá, um tíma, verið einn af áköfustu fylgis- mönnum Grundtvigs, en nú kynntist hann Stnart Mill, Darwin, og Her- bert Spencer, og olli það miklum breytingum hjá honum. Hann hefir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.